Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.08.2008, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 14.08.2008, Blaðsíða 7
Fréttir / Fimmtudagur 14. ágúst 2008 7 FÖGUR VAR BREKKAN Þannig leit Brekkan út á föstudagskvöldið en á sunnudagskvöldið var hún orðin eitt forarsvað. auk heimamanna, svo ekki sé talað um flugið sem gæti bætt ofan á þá tölu a.m.k. úr Reykjavík." Margt á mörkum þess að sleppa fyrir horn Karl Gauti boðaði til fundar með þjóðhátíðarnefnd og bæjarstjóra, í þeim tilgangi að fara yfir framkvæmd Þjóðhátíðar 2008. „Tilgangur fundarins var í raun að fara yfir nýliðna Þjóðhátíð til þess að reyna að bæta það sem aflaga fór og gera betur að ári. Einnig að ræða hugsanlega fjölgun gesta á hátíðinni, sérstaklega með tilkomu Landeyjahafnar árið 2010. Eg vildi einnig ræða nokkur atriði sem Sýslumannsembættinu kemur vissulega ekkert við en mér fannst mikilvægt að ræða þessa hluti í heild sinni. Ef ég fer yfir Þjóðhátíðina þá er þetta e.t.v. stærsta þjóðhátíð frá upphafi. Miðað við gestafjölda upp á 10.000 til 11.000 manns tókst hátíðin vel að mati lögreglu. Ekkert kynferðisbrot hefur enn borist vegna þjóðhátíðar. Lfkamsárásir voru sex til sjö, þar af tvær til þrjár alvarlegri og fíkni- efnamál voru u.þ.b. 20 talsins. Þannig hefur brotum enn fækkað í flestum málaflokkum, þrátt fyrir meiri löggæslu og sérstaklega aukið fíkniefnaeftirlit. Lítið var af öðrum lögbrotum, s.s. ölvunarakstri, eignaskemmdum og þjófnuðum. Heilt yfír þá hefði þessi hátíð sloppið löggæslulega séð, en það hefði verið á mörkunum. Ljóst er að ef hátíðin stækkar enn frekar verður lögregla, hátíðarhaldari og bæjaryfirvöld að breyta áherslum varðandi nokkur atriði. Dalurinn og allar hefðir í kringum hátíðina eru í ákveðinni hættu ef hátíðin stækkar meira og sérstaklega er hér litið til þess sem gæti gerst með tilkomu Bakkafjöru." Löggæslu- og gæslu- kostnaður, tæpar 12 m Karl Gauti sagði að löggæslukostn- aður vegna þessarar helgar væri e.t.v. fimm til sex milljónir, en hátíðarhaldari greiðir nálægt 1.7 milljónir króna og embættið tekur á sig nálægt fjórum milljónum króna. „Þessi kostnaður er auðvitað þungur baggi á embættinu og í skoðun fyrir næstu áramót er að segja upp samningnum, einfaldlega vegna fjárskorts. Fundarmenn voru sammála um að nauðsynlegt væri að tryggja embættinu aukið fjár- magn til þess að unnt væri að efla löggæslu enn frekar. Kostnaður við Iöggæslu og gæslu er mikill og þjóðhátíðamefnd er að greiða sex milljónir fyrir gæslu inni í Dal.“ Gæslan undirmönnuð Karl Gauti sagði að á fundinum hefði komið fram að efla þyrfti gæslu í Dalnum á daginn og þá sérstaklega á mánudeginum. Gæslan á mánudeginum kæmi þá í veg fyrir gripdeildir, tjaldelda og læti í Dalnum. Spumingin væri hins vegar hver ætti í raun að sjá um gæslu á svæðinu þegar Þjóð- hátíð væri formlega slitið? „Lögregla sinnir útköllum sem berast vegna afbrota á svæðinu en getur ekki vaktað svæðið. Þjóðhá- tíðarnefnd hefur í raun aldrei skorast undan því að hafa gæslu á mánudeginum en það virðist alltaf skorta mannskap þennan dag. Einnig virðist hafa vantað gæslu á tjaldsvæði bæjarins við Þórsvöllinn. A fundinum kom fram að gæsla á hátíðinni hafi verið undirmönnuð miðað við mannfjöldann sem kom, gæsla hefði verið aukin á nóttinni, sem hefði þá komið niður á gæslu á morgnana og á daginn. llla hefði gengið að fá fólk til gæslustarfa á mánudeginum en nauðsynlegt væri að fá meiri mannskap til gæslu- starfa í framtíðinni." Varanlegt svið og stölluð brekka Karl Gauti sagði mikið hafa verið rætt um brekkuna sem fer illa þegar rignir á þjóðhátíð og hvort ekki væri rétt að stalla brekkuna með einhverjum hætti. „Sjálfum finnst mér sjálfsagt að velta því upp hvort ekki er þörf á varanlegu sviði sem sneri þá að hluta til í tvær áttir svo unnt væri að nota stærra svæði undir brekku, þ.e. meira í austurátt, en þar væri brekkan líka ekki eins brött, Þetta mannvirki mætti svo nota undir fleiri viðburði. Rætt var um tjaldsvæði heima- manna og hvort helluleggja ætti fyrir framan hvítu tjöldin og göng- ustíga og hvort ekki ætti að jafna allt svæðið undir hvítu tjöldin, en það væri heilagt fyrir sumum. Fram kom að unnt væri að stýra fólki meira niður að malbikinu við tjörn- ina með því að hækka garðana við hringtorgið, þá færi fólk fremur niður veginn. Þannig væri líka hægt að minnka átroðslu við hvítu tjöldin sem þyrfti að vemda. „Ég tel að það yrði til mikilla bóta að helluleggja fyrir fram hvítu tjöldin og einnig að göngustígana mætti leggja með grashellum Hugmynd kom upp um hvort ekki þyrfti að fá landslagsarkitekt til að teikna upp Dalinn. Elliði Vignisson sagði að rætt hefði verið um að setja nefnd í að gera eina heildar- sýn fyrir Dalinn og þá einnig með tilliti til markaðssetningar til fram- tíðar. Stýrihópur var skipaður á bæjarráðsfundi sama dag og óhætt að segja að unnið hafi verið hratt og vel í málinu. Hópurinn er skipaður aðilum frá bænum og Þjóðhátíðamefnd. . Girðing, göngustígar og sorphirða Karl Gauti nefndi að nauðsynlegt væri að styrkja girðingu ofan við brekkuna til að koma í veg fyrir grjóthrun. Helst þyrfti að gera sterkan varanlegan garð, þama yrðu slys á hverju ári og nú var einn sjúkraflutningur vegna bakmeiðsla af völdum grjóts í brekkunni og bara tímaspursmál hvenær mjög alvarlegt siys verði. „Það er ýmislegt sem þarf að fara yfir, bílstæðin em á tímum yfirfull og fjölga þarf ruslagámum, þá yrði betra yfirbragð á svæðinu. Fram kom að sorphirðun í bænum og Dalnum sjálfum er ekki tilbúin í svona stóra hátíð. Það þyrfti að endurskoða hana. Hugmynd kom upp um hvort hægt væri að greiða krökkum fyrir að tína flöskur og skila þeim á svæðinu sjálfu og mikilvægi þess að losna við gler- flöskur úr Dalnum." Fram kom að næsta skref í skipulagsmálum Dalsins væri að malbika snúningsplanið. „Mér finnst að lengja þurfi göngustíginn inn í Dal og sveigja hann í austur að rakkunarskúrnum til að fólkið gangi ekki yfir á bílaplanið. Göngustígurinn var stórt fram- faraskref á sínum tíma. Mér finnst líka að leggja þurfi göngustig ofan við Hásteinsvöll og tengja hann við göngustíginn inn í Dal, en þama á hominu gengur fólkið allt yfir göt- una á leið inn og úr Dalnum. Fólksflutningabifreiðar vora of fáar og þar af leiðandi var meiri umferð gangandi vegfarenda en áður.“ Heimamenn hurfu í mannhafið A fundinum kom fram að áætluð flutningsgeta um Landeyjahöfn væri um 2.500 farþegar á sólar- hring, en með aukinni ferðatíðni fyrir Þjóðhátíð mætti flytja a.m.k. 5.000 manns á sólarhring. „Elliði Vignisson benti á að við gætum verið að horfa á meira rennsli af fólki, það kæmi e.t.v. á föstudegi en færi daginn eftir og fleira í þeim dúr, fólk dveldi kannski ekki allt hér alla helgina þegar samgöngur yrði betri. Menn verða að átta sig á því strax að með tilkomu aukinnar flutnings- getu er ein leiðin að setja fjöldatak- markanir á gestafjölda á Þjóð- hátíið, það yrði hreinlega uppselt í Dalinn þegar þeim fjölda yrði náð. Kostirnir væri þó þeir að fólkið væri líka fljótara í burtu og auðveldara að fá aðstoð ofan af landi, en minni viðvera fólks hefði þá líka áhrif á minni verslun. Fólk hefur kvartað yfir því að það fann verulega fyrir því hvað hátíðin var mannörg núna. Stundum hurfu heimamenn í mannhafið og þá var eins og maður væri staddur á venjulegri hátíð uppi á landi.“ Fjöldatakmörk á hátíðina „Ég held að best sé að huga að þessum margháttuðu breytingum strax en ekki bíða og sjá hvað verða vill. Þörf er á að allir hlutað- eigandi aðilar leiti leiða til þess að undirbúa mun stærri þjóðhátíðir en hingað til hafa þekkst hér, ef menn á annað borð vilja leitast við að viðhalda sömu stemmningu og hingað til. Ella er hætta á því að Þjóðhátíðin eins og við þekkjum hana nú, hverfi og heimamenn verði í aukahlutverki vegna mikils fjölda annarra gesta sem yfirgnæfa skemmtanahald gestgjafanna. Fjöldatakmarkanir gætu því verið nauðsynlegar, ekki síst öryggis vegna. Það er lögreglustjóra að meta gestafjölda á slíkum hátíðum um leið og hann gefur út samkomu- leyfið. Fjöldi gesta ræðst af því rými sem er í Dalnum þ.e. hversu marga gesti svæðið ber og umgjörðinni í kringum hátíðina. Þetta væri leið til þess að bjarga hátíðinni eins og hún er í dag. Slíkar fjöldatakmarkanir eru auðvitað ekki uppfinning mín og tíðkast alls staðar erlendis. Við höfum tvö ár til þess að undirbúa okkur,“ sagði Karl Gauti sýslu- maður að endingu. Á fundinum kom fram að áætluð flutningsgeta um Landeyjahöfn væri um 2.500 farþegar á sólarhring, en með aukinni ferðatíðni fyrir Þjóðhátíð mætti flytja a.m.k. 5.000 manns á sólarhring.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.