Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.08.2008, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 14.08.2008, Blaðsíða 12
12 Fréttir / Fimmtudagur 14. ágúst 2008 NYUTSKRIFUÐ Hressir tíundu bekkingar með prófskírteinin að loknum skólaslitum í vor. Hæstánægð með hversu vel hefur gengið að ráða kennara s -segir Fanney Asgeirsdóttir, skólastjóri GV sem settur verður 25. ágúst Grunnskóli Vestmannaeyja verður settur 25. ágúst. í kringum 640 nemendur verða við nám í skólanum í vetur þar af rúmlega 200 á ung- lingastigi í 8. 9. og 10. bekk og tæplega 150 í 6. og 7. bekk Barna- skólans. Tæplega 300 nemendur verða á yngra stigi í Hamarskóla. Fanney Asgeirsdóttir, skólastjóri, sagði undirbúning fyrir skólaárið standa yfir og kennarar koma til starfa 18. ágúst. „Við erum hæstánægð með hversu vel hefur gengið að ráða kennara fyrir veturinn. Allir bóklegir tímar í vetur eru í höndum réttindakennara. Við erum aðeins með örfáa leiðbein- endur í verklegum greinum, allt fólk sem við þekkjum og vitum að skilar afar góðu starfi." Miklar framkvæmdir og endurbæt- ur hafa farið fram innanhúss í Barnaskólanum og er þeim að mestu lokið. „Anddyrið er tilbúið og búið að setja hurðir í lyftuhúsin og allt nánast klárt. Nú er verið að klæða salinn, þ.e.a.s. félagsaðstöðuna að utan og hann verður því aðeins málaður til bráðabirgða í haust því veggirnir verða að fá að þorna en fyrir næsta vetur verður hann kláraður endanlega. Þannig að þetta lítur allt Ijómandi vel út.“ Fanney segir að helsta breytingin á skólastarfmu í vetur sé svokallað ferðakerfi í ensku, íslensku, stærð- fræði og dönsku á unglingastigi. „Við kynntum þetta fyrir nemendum og foreldrum síðasta vor en í stuttu máli má segja að þetta byggist á því að hverjum árgangi er skipt í námshópa í þessum greinum, þvert á bekki. Þannig er hægt að miða kennsluna betur að getu og áhuga nemenda. Nemandi sem er t.d. sterkur í stærðfræði en slakur í íslensku getur þá notið kennslu með sínum jafningjum í hvorri grein fyrir sig. Undirbúningur að þessari skiptingu fór þannig fram að nemendur og foreldrar voru, í vor, beðnir að meta hvar þeir teldu að þeir ættu að raðast í hverri grein fyrir sig. Kennarar fóru yfir þessar niðurstöður og gerðu sínar athugasemdir og í framhaldi af því var nemendum skipt í ferðir. Þetta fyrirkomulag ætti líka að auðvelda samstarfið við Framhaldsskólann þar sem öflugir nemendur geta nýtt sér þessa skiptingu til að fara hraðar yfir námsefni grunnskólans og geta í framhaldi af því byrjað fram- haldsskólanám sitt meðan þeir eru enn innan veggja hjá okkur," sagði Fanney sem vonast til að þessi breyting eigi eftir að skila sér í enn öflugra skólastarfi. 6€RGUR- HUGINN €hf. Bergur-Huginn leitar að vélstjóra á eitt skipa sinna. Réttindi VSIII. Upplýsingar gefur Guðmundur ísíma 840 4440 do US Domus Vestmannaeyjar Bárustíg 15 Sími 440 6160 Páley Borgþórsdóttir Ágústa J. Kjartonsdóttir Þórunn Gísladóttír Svanhildur Sigurðardóttir lögg. fosteignosoli, Hdl. þjónustufulitrúi þjónustufulltrúi viðskiptastjóri Brimhólabraut 38 - einbýlishús Mjög gott 148,5m! einbýlishús ásamt 28,0m! bílskúr. 4 svefnherbergi. Eldhús með nýrri innréttingu, nýjum tækjum og flísum á gólfi. Ágætis stofa, parket, þaðan er gengið út í sólhús, út úr sólhúsi er gengið út á tim- burverönd.lBaðherbergi endurnýjað með sturtu/klefa, innrétting og flísum á gólfi.. Bilskúr með bilskúrhurðaopnara. Nýlegt gler að hluta. Eignin er klædd og einangruð bæði að utan og innan. Ótrúlega fallegur garður. Mjög gott útsýni. Góð lán frá Ibúðalánsjóði áhvílandi. Búhamar28 - einbýlishús Verulega hentugt 133,5m! einbýlishús með 43,8m! bílskúr með gryfju. Það liggur fyrir teikning á stækkun á bilskúr auk tengibygg- ingu við húsið. Allt á einni hæð. 4-5 svefnher- bergi. Búið er að endurnýja járn á þaki og hluta af gluggum. Öll tilboð skoðuð. Húsið er laust nú þegar. Verð kr. 19,5millj. Faxastígur 11 - kjallari Mikið endurnýjuð 60,0m!. 2 svefnherbergi. Ný skverað baðherbergi, flísalagt í hólf gólf. fbúðin er laus nú þegar. Góð lán frá fbúða- lánasjóði áhvílandi. A.t.h. stórlækkað verð Verð kr. 5,9 millj. Hvítingavegur 8 - einbýlishús Eign sem kemur skemmtilega á óvart. 109,8 m! einbýlishús ásamt 27 m! bílskúr. 3-4 svefn- herbergi. Öll neðri hæðin var endurnýjuð fýrir einhverjum árum. Suðurhliðin er einangruð og klædd að utan. Falleg og gróin lóð. Búið er að endumýja rafmagn. Öll tilboð skoðuð, skipti koma til greina á stærri eign. Verð kr. 8,9 millj. Verð kr. 21,9 millj. 4 Akureyti I Akrones I Biönduós I Borgornes I Egilsstoðir I Reyðorfjörður I Reykjovik I Vestmonnoeyjor www.domus.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.