Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.08.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 14.08.2008, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 14. ágúst 2008 15 1! Knattspyrna - Fyrsta deild karla ÍBV 3 - Víkingur Ólafsvík 1 Fjarðarbyggð D - ÍBV 1 Máttu þakka fyrir stigin þrjú Þrátt fyrir að hafa yfirburði á flest- um sviðum mátti ÍBV þakka fyrir að fara með sigur af hólmi í leiknum gegn Víkingi Olafsvík á fimmtu- daginn. Gestirnir skomðu sitt fyrsta og eina mark á tíundu mínútu í fyrri hálfleik en það tók Eyjamenn allan hálfleikinn og uppbótartíma til að jafna. Þá höfðu þeir náð að klúðra víta- spyrnu, sem tekin var tvisvar. Staðan var því jöfn í hálfleik en í seinni hálfleik skoruðu heimamenn tvö mörk. Lokatölur urðu því 3:l Eyjamönnum í vil og þrjú nauðsyn- leg stig í toppbaráttunni í höfn. Það var gegn gangi leiksins þegar gestimir skoruðu á tíundu mínútu en markið sýndi að gestimir voru sýnd veiði en ekki gefm. Markið varð til þess að Eyjamenn bættu í og sóttu þeir nær látlaust en höfðu ekki er- indi sem erfiði. Hápunktur lánleys- isins var þegar Bjarni Hólm fékk tvisvar tækifæri til að skora úr sömu vítaspyrnunni. Það mistókst í báð- um tilfellum og lauk viðskiptum Bjarna og Einars Hjörleifssonar, sem stóð í marki gestanna, þannig að sá síðarnefndi varð að fara af velli, handarbrotinn. Áfram sóttu Eyjamenn en það var ekki fyrr en í uppbótartíma að til tíðinda bar. Þar var að verki orkuboltinn og bakvörðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson sem skoraði örugglega eftir að hafa komist einn og óvaldaður upp að marki gestanna. Staðan 1:1 í hálfleik. Það var ljóst strax á upphafsmín- útum seinni hálfleiks að Víkingar ætluðu sér að ná stigum úr leiknum þó á útivelli væri. Og þeir voru ekki með nokkra minnimáttarkennd þó andstæðingamir væru á toppi deild- arinnar. I tvígang, strax á upphafs- mínútunum, tókst þeim að skapa sér færi þar sem Eyjamenn náðu að verjast á ótrúlegan hátt. Þetta nægði til að koma Eyjamönn- um í gang og sóttu þeir stíft og áttu nokkur færi en það var ekki fyrr en um miðjan hálfleikinn að Atli Heimisson kom IBV yfir. Hann bætti um betur undir lokin og tryggði IBV 3:1 sigur og þrjú stig. KFS óheppnir KFS varð að sætta sig við 3:3 jafn- tefli gegn Ægi á Hásteinsvelli á þriðjudaginn. Heimamenn vom yfir 3:2 að loknum venjulegum leiktíma en í viðbótartíma tókst gestunum að skora jöfnunarmarkið. Var það súrt í broti fyrir KFS sem var 2:0 yfir í hálfleik. Þar með virðast vonir Hjalta Kristjánssonar, þjálfar og lærisveina hans um sæti í 2. deild vera fyrir bí. ANDRI í leiknum gegn Víkingi Ólafsvík. Hann hefur átt frábært tímabil í sumar sem mikilvægur hlekkur í öflugustu vörn deildarinnar, þegar Albert markmaður er talinn með. Hefur hún aðeins hefur fengið á sig níu mörk í 16 leikjum. Þó ÍBV hafi vissulega verið betri aðilinn í leiknum máttu þeir þakka fyrir að fara með sigur af hólmi því fjórum til fimm sinnum í seinni hálfleik komust Víkingar í dauða- færi og uppskáru eitt víti. Þar kom Albert Sævarsson, markvörður og besti maður vallarins, heima- mönnum til bjargar með frábærri markvörslu. Þurfti hann oftar að taka á honum stóra sínum og gerði það með glæsibrag eins og hann hefur svo oft gert í sumar. Níu mörk í fimmtán leikjum segja allt sem segja þarf um það hvað Álbert hefur reynst IBV mikill happafengur. Aðrir sem stóðu sig vel eru Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Pétur Runólfsson, Atli Heimisson og síðast en ekki síðst Augustine Nsumba og Andrew Mwesigwa. Kristinn Baldursson kom inn á fyrir Þórarin Inga á 75. mínútu. Bjamólfur Lárusson kom inn á fyrir Bjama Hólm á 80. mínútu og spilaði þar með sinn fyrsta leik fyrir IBV á Hásteinsvelli í langan tíma. Ingi Rafn Ingibergsson kom inn á fyrir Arnór Eyvar á 35. mínútu. Yngvi Borgþórsson og Elías Fannar Stefnisson komu ekki inn á. Mörk IBV: Þórarinn Ingi og Atli. Gul spjöld: Heimir Hallgrímsson, Atli Heimisson og Pétur Runólfs- son. Enn á sigurbraut ÍBV tók stórt skref í átt að sæti í efstu deild með sigri á liði Fjarðarbyggðar á útivelli á þriðjudagskvöldið. Leikurinn fór frarn á Eskiílrði og lauk honum 0:1 sigri ÍBV. Það var Augustine Nsumba sem skoraði sigurmarkið snemma í síðari hálfleik. Með þessum sigri em Eyjamenn komnir nálægt því að í að tryggja sér sæti í efstu deild að ári. Selfoss hangir enn í IBV með sigri á Haukum á þriðjudaginn en Stjarnan, sem er í þriðja sæti, tapaði mikil- vægum stigum á heimavelli gegn Þór frá Akureyri en liðin skildu jöfn 1:1. Staðan: 1 IBV 40 2 Selfoss 37 3 Stjarnan 31 4 Haukar 24 5 KA 22 6 Fjarðabyggð 19 7 Víkingur R. 19 8 Víkingur Ó. 19 9 Þór 17 10 Leiknir R. 13 11 Njarðvík 16 11 12 KS/Leiftur 10 Knattspyrna - 1. deild kvenna GRV 1 - ÍBV 1 Draumur um umspil úti? MARKASKORARI Katya Arruda skoraði mark ÍBV gegn GRV. ÍBV stelpurnar í meistaraflokki mættu GRV, sameinuðu liði Grindavíkur, Reynis Sandgerði og Víðis í Garði, á föstudaginn. GRV var fyrir leikinn í öðru sæti 1. deildar og IBV í þriðja og var nánast um hreinan úrslitaleik að ræða um að komast í umspil um sæti í efstu deild. Leikurinn endaði með 1:1 jafntefli og þó tvær umferðir séu eftir eru litlar líkur á að Eyjakonur komist í umspil en það er þó ekki alveg útilokað. Leikurinn fór fram í Grindavík og byrjuðu Eyjakonur vel. Var skammt liðið á leik þegar Katya skoraði mark IBV. Næstu mín- úturnar sótti IBV stíft og náði að skapa sér fleiri færi en þegar leið á seinni hálfleikinn jafnaðist leik- urinn. Á fyrstu 25 mínútum seinni hálfleiks hefði ÍBV átt að skora tvö til þrjú mörk en lukkan var ekki okkar megin. Þegar nær dró leikslokum sóttu gestgjafarnir í sig veðrið og tókst þeim að jafna á þriðju mínútu í uppbótartíma. Urðu það úrslit leiksins. „Ég er nokkuð sáttur við úr- slitin,“ sagði Jón Ólafur Daníels- son, þjálfari stelpnanna. „GRV var einu stigi fyrir ofan okkur fyrir leikinn sem var hreinn úr- slitaleikur um að komast í umspil um sæti í efstu deild. Það var svo sem aldrei ætlunin að fara upp á þessu tímabili þar sem við erum að byrja með meistaraflokk í kvennaboltanum eftir nokkurt hlé. En fyrst við vorum komin þetta langt var ekki um annað að ræða en að keyra á það. Þó mögu- leikinn á að komast í umspil virð- ist ekki mikill getur allt gerst,“ bætti hann við. Bestar í liði IBV voru Maira Negri, Katya Arruda, Alin Santos og Þórhildur Ólafsdóttir sem átti stórleik. Næsti leikur IBV-stúlkna átti að vera gegn FH í gærkvöldi. Iþróttir ÍBV þakkar ÍBV íþróttafélag þakkar fjöl- mörgum sjálfboðaliðum, starfs- mönnum, samstarfsaðilum og öllum, sem komu að framkvæmd Þjóðhátíðar 2008. Það er mikils virði fyrir félagið að geta treyst á allt þetta fólk. Frábært samstarf lögreglu, sýslumanns, Vestmanna- eyjabæjar og annarra, sem koma að framkvæmd hátíðarinnar er lykilatriði í því hve vel tókst til. Síðast en ekki síst viljum við þakka gestum hátíðarinnar fyrir skemmtunina. Maður er manns gaman, það sannast á Þjóðhátíð ár hvert. Við hlökkum til að sjá ykkur á næsta ári. Hermann og Gunnar Heiðar báðir með Eyjamennirnir Hermann Hreið- arsson, leikmaður Portsmouth og Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leik- maður Esbjerg, eru báðir í leik- mannahópi íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sem mætir Azerbaijan í vináttulandsleik á Laugardalsvelli miðvikudaginn 20. ágúst. Alls voru 20 leikmenn valdir í verkefnið. Framundan laugardagur 16. ágúst Kl. 14.00, ÍBV-Víkingur Reykjavík, mfl. karla. Kl. 19.00 Grótta-ÍBV, 3. fi. karla. Fimmtudagur 21. ágúst Kl. 18.30, KA ÍBV

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.