Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2008, Side 1

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2008, Side 1
35. árg. I 34. tbl. I Vestmannaeyjum 21.ágúst2008 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is Stórtónleikar hippatímans og Hippaball í Höllinni 3. og 4. október: Úrval tónlistarmanna -í þeim hópi eru Bjartmar Guðlaugsson, Shady Owens, Rúnar Júlíusson, Helgi og Ingi Hermannssynir, Chris Foster og Bára Grímsdóttir - Til stóð að sjálfur Donovan mætti á hátíðina Hippahátíð er orðin fastur liður í Eyjum og sjöunda hátíðin verður haldin fyrstu helgina í október. Hátíðin hefst með stórtónleikum hippatímans föstudaginn 3. október og dagskráin er að venju bæði fjöl- breytt og metnaðarfull. Helga Jónsdóttir, talsmaður Hippabandsins, sagðist verða vör við mikinn áhuga fyrir hátíðinni og valinkunnir tónlistarmenn mæta á hana. Má þar nefna Bjartmar Guðlaugsson, Shady Owens, Rúnar Júlíusson, Helga og Inga Hermannssyni, Chris Foster og Báru Grímsdóttur. Hippabandið mun flytja brot af því besta frá tímabiiinu en bandið skipa þau Helga Jónsdóttir, Arnór Hermannsson, Gnmur Gíslason, Þröstur Jóhannsson, Hrafnhildur Helgadóttir, Agúst Einarsson, Páll Viðar Kristinsson og Karl Bjömsson. Chris Foster og Bára Grímsdóttir koma fram á tónleikunum ásamt Hippabandinu en þau flytja tónlist sem má flokka þjóðlagamegin í hippatónlistinni. Þá munu Helga og Arnór flytja Donovan lög en eins og komið hefur fram stóð til að Donovan sjálfur kæmi á hátíðina. Því miður gat ekki orðið af því en tónlistin mun engu að síður fá sinn sess á hátíðinni. „Við Amór höfum verið miklir aðdáendur tónlistar- mannsins og ætlum að flytja nokkur lög eftir hann og komum til með að njóta stuðnings Hippabandsins," sagði Helga þegar hún var spurð út í dagskrána Davíð Amórsson og Sigurður Árnason verða í aðalhlutverki þegar Kinks tónlist hljómar á hátíðinni. Óhætt er að segja að Davíð og Siggi séu Kinks vinir en þeir hafa verið vinsælir á English pöbb í Reykjavfk. „Þeir hafa gjörsamlega fallið fyrir öllu sem Kinks hefur verið að gera í tónlist og það er líka skemmtilegt að þeir hafa verið að kynna óþekkt lög The Kinks fyrir okkur hinum og má fullyrða að þeir em að ná grúvinu. Bjartmar Guðlaugsson er öllum kunnur og minnir okkur á boðskap tímabilsins og hristir alltaf upp í liðinu, text- arnir em alveg frábærir." Papar koma einnig fram á hátíð- inni, hljómsveitin hefur tekið nokkrum mannabreytingum en byggir á gömlum grunni og er að miklu leyti skipuð hljómlistar- mönnum frá Eyjum Hermann Ingi og Helgi Helgason flytja Rolling Stones lög fyrir gesti og síðast en ekki síst munu Shady Owens og Rúnar Júlíusson skipa stóran sess á hátíðinni. „Shady er mjög spennt að koma til Eyja. Hennar þáttur og Rúnars verður stærri en áætlað var þar sem Donovan kemur ekki. Þau munu eflaust verða frábær saman á sviði og lagaval þeirra ætti að gleðja aðdáendur Shady og Rúnars Jrví lög eins og Ég vil að þú komir, Eg elska alla og Án þín hafa verið vin- sæl síðan þau vom gefín út fyrst, “ sagði Helga en Hippaballið verður síðan á sínum stað á laugar- dagskvöldinu og verður auglýst nánar síðar. BÆJARPRYÐI Fréttir fóru um bæinn í leit að húsum sem hafa verið tekin í gegn á síðustu mánuðum og misserum. Ulugagata 15 er eitt þeirra sem eru sannkölluð bæjarprýði. Bls. 15. Vantar leikskóla- pláss -Fjölga á dag- gæsluúræðum „Staðan á leikskólum er þannig að rugsanlega náum við ekki að taka 511 18 mánaða böm inn á leikskóla m við leysum, það með því að fjölga daggæsluúræðum og þá bætast við allt að 16 daggæslu- aláss, sagði Jón Pétursson, fram- kvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs þegar hann var ípurður út í stöðuna á leikskóla- plássum í Vestmannaeyjum. Jón segir að með tilkomu fjög- urra nýrra daggæsluaðila sem taka að sér böm í daggæslu ætti að vera hægt að mæta þörfinni. Sam- kvæmt reglugerðum bæjarins sé daggæsla hjá daggæsluaðilum liðurgreidd fyrir 18 mánaða böm og einstæða foreldra. Greiðslur foreldra ættu því að vera svipaðar og fyrir leikskólapláss. Jón bendir á að vísbendingar séu um að yngri foreldrar séu að flytj- ast hingað og fjölgað hafi í yngri bekkjum grunnskólans. „Það er sem betur fer jákvæð þróun en fæðingar eru um 40 til 45 á ári. Fáar dagmæður hafa verið starf- andi í Vestmannaeyjum miðað við önnur bæjarfélög og við fáum nú 16 daggæslupláss. Stefnan er að böm fái leikskólapláss í kringum 18 mánaða aldur en eldri börn bafa forgang. Ef það kemur í ljós að við höfum ekki úrræði til að mæta þörfmni þá verðum við að opna daggæsludeild við leik- 3kóla,“ sagði Jón. Stórhýsi undir Þekkingarsetur Áætlanir em uppi um að byggja 2400 fm hús undir Þekkingarsetur Vestmannaeyja en mjög er farið að þrengja að starfseminni að Strandvegi 50, Hvíta húsinu. Þetta byggist fyrst og fremst á þarfagreiningu Ingibjargar Þór- ballsdóttur. Bæjarstjórn stefnir því að bygg- ingu á 2400 m2 húsi í miðbæ Vestmannaeyja. Þar er hugmynd- in að vera bæði með Þekk- ingarsetur og Sæheima. Til samanburðar má nefna að hús- næði Þekkingarsetursins í dag er um 630 fm. BIs. 8 og 9. Nýr fjármálastjóri Bergur Ármannsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri hjá bænum. Tekur hann við af Páli Einarssyni. VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMU netÉhamar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / ÞJÓNUSTUAÐILI í EYJUM FLATIR 21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.