Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2008, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 21. ágúst 2008 Þrjú tilboð í nýjan Herjólf - Afhending 9. júlí og 30. nóvember 2010: Ekkí lægri en tilboð Eyja- manna sem var hafnað TÖLVUGERÐ mynd af ferjunni sem Simek ætlaði að smíða fyrir Eyjamenn. Gera má að ferjurnar sem Simek og Fassmer bjóða verði ekki ósvipaðar. Á fimmtudaginn voru opnuð tilboð í smíði á nýrri ferju sem ætlað er að halda uppi siglingum milli Eyja og Landeyjahafnar sem verður tilbúin 2010. Þrjú tilboð bárust frá tveimur skipasmíðastöðvum, Fassmer í Þýskalandi sem sendi inn tvö tilboð og Simek í Noregi. Simek var sam- starfsaðili Eyjamanna sem einir lögðu inn fullgilt tilboð í smíði ferju og rekstur hennar til 15 ára fyrr á árinu. Því tilboði var hafnað og var smíðin boðin út aftur. Tilboð Fassmer hljóðaði upp á tæpa 3,7 milljarða og annað upp á tæpa 3,4 milljarða. Ekki kemur fram í hverju frávikstilboðið er fólgið. Afhendingartími fyrir bæði skipin er 30. nóvember. Fassmer gerir ráð fyr- ir svartolíubrennslu eins og kveðið er á um í útboðsgögnum. 1 tilboði Simek er afhendingartíminn 9. júlí og er gert ráð fyrir að nota hefð- bundna skipaolíu en ekki svartolíu. Tilboð Eyjamanna, Vestmanna- eyjabæjar og Vinnslustöðvarinnar, fyrr á árinu var upp á rúmlega 3,3 milljarða. Þar var bæði smíði og rekstur skips boðið út. Hvorki kemur fram hjá Fassmer eða Simek hvernig skip eru í boði en í útboðsgögnum er gert ráð fyrir 62 m langri ferju sem taka á 250 far- þega og 50 fólksbíla. Miðað er við 30 mfnútna siglingu milli lands og Eyja og gert ráð fyrir 5 ferðum á dag að jafnaði sem er breytilegt eftir árstíðum. Þá er gert ráð fyrir að ferj- an geti siglt til Þorlákshafnar ef þörf krefur. Heildarkostnaður við verkefnið allt, höfn, ferju og vegagerð, er áætl- aður kringum 5,6 milljarðar króna. Af hverju annað útboð? Þegar smíðin var boðin út í síðara skiptið var það gert á þeim for- sendum að tilboð Eyjamanna væri of hátt en það virðist ekki vera raunin þegar tilboð Fassmer og Simek eru skoðuð. Norðmennimir ætla að afhenda skipið 9. júlí og virðist sem samstarfið við Eyja- menn í fyrra tilboðinu gefí þeim ákveðið forskot. Verði öðm hvom tilboði Þjóðverjanna tekið mun það seinka komu nýrrar ferju sem að mati kunnugra er mjög óheppilegt, að fá skipið afhent þegar hávetur er að ganga í garð. Af hverju svartolía? Krafan um svartolíu vekur spum- ingar og hefur blaðið undir höndum upplýsingar sem benda til þess að hún muni ekki henta á svo stuttri siglingaleið. Eins hefur verið bent á að það skjóti skökku við að ríkið, sem hefur það á stefnuskrá sinni að minnka útblástur skipaflotans skuli sjálft láta smíða skip sem knýja á með svartolíu sem mengar umtalsvert meira en venjuleg skipaolía. Þá eru á lofti háværar kröfur um að notkun svartolíu til brennslu verði bönnuð í Evrópu. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er það m.a. ástæðan fyrir því að Simek býður ekki upp á svartolíubrennslu í tilboði sínu. Ætlað er að ný samgönguleið milli Bakkafjöru og Heimaeyjar hafi margvísleg áhrif á samskipti fbúa Vestmannaeyja og Suðurlands, ferðaþjónustu og aðra atvinnuvegi, húsnæðismál, vinnumarkað og skóla. Nýir möguleikar opnast í samstarfi sveitarfélaga og stærra atvinnu- og markaðssvæði getur aukið fjölbreytni í atvinnulífi Vest- mannaeyja. Skip Eyjamanna Skipið sem Vestmannaeyingar buðu átti að vera 69 metra langt, 16 metrar á breidd og hámarksdjúprista 3,3 metrar. Fjöldi bíla, ef einungis bflar eru fluttir, eru 52 á bflaþilfari og möguleiki að hafa auk þess 16 bíla á lyftu, alls 68 bflar. Hámarks- fjöldi um borð, farþegar og áhöfn, verður 399 manns en gert ráð fyrir átta í áhöfn. Kojur verða 24. Hægt verður að flytja sex fjórtán metra flutningavagna með stórum dráttar- bflum og þá er pláss fyrir 18 fólks- bíla á bíladekki. Möguleiki er að hafa auk þess 16 bfla á lyftu, sem er frávik og þá yrðu bflarnir samtals 34. Einnig er hægt að hafa fjórar raðir af flutningavögnum í skipinu, samtals tíu fjórtán metra flutninga- vagna með stórum dráttarbflum en þá án bílalyftu. Tilboðin Fassmer EUR. 30.500.000,- Frávikstilboð EUR. 27.700.000,- Simek Frávikstilboð NOK. 224.000.000,- Umhverfís- ráðherrar í heimsókn Þórunn Svcinbjarnardóttir umhvcrflsráðherra og Marthinus van Schalkwyk umhverfisráð- herra Suður Afríku hcimsóttu Eyjarnar á mánudag ásamt fríðu föruneyti. Hópurinn fékk höfð- inglegar móttökur í Eyjum og var m.a. boðið í siglingu og skoðunarferð um Heimaey. Veðrið lék við gesti og gestgjafa en á myndinni eru Þórunn Sveinbjarnardóttir, Marthinus, Elliði Vignisson og dóttir hans Bjartey Bríet sem var sérstakur sendifulltrúi Eyjanna í þessari hcimsókn. Framkvæmdastjóri stofnunar um orkumál í Suður Afríku var afskaplega hriflnn af ungu dömunni og bauðst til að flétta Ijósa hárið þegar hún ætti leið til Afríku. Sr. Kristján sækir um Mosfells- prestakall Séra Kristján Björnsson, sóknar- prestur Landakirkju hefur sótt um Mosfellsprestakall. Umsóknarfrestur er til 28. ágúst og má búast við niðurstöðu í byrj- un september. Prestakallið er eitt það feitasta á landinu og gera má ráð fyrir að margir verði um hituna. Hver hlýtur hnossið kemur í ljós á næstu vikum. Sr. Kristján vígðist á Hólum í Hjaltadal 9. júlí 1989 og var sóknarprestur í Breiðabólsstaðar- prestakalli í Húnavatnssýslu frá 1. júlí 1989 til 31. ágúst 1998. Hann hefur verið skipaður sókn- arprestur í Vestmannaeyjum frá 1. sept. 1998. Sr. Kristján var rit- stjóri Kirkjuritsins í níu ár, í full- trúastjórn Hjálparstarfs kirkj- unnar í 6 ár og sat í héraðsnefnd Kjalarnessprófastsdæmis 1999- 2001. Hann hefur setið á kirkju- þingi fyrir Kjalarnessprófasts- dæmi síðan 2002 og í kirkjuráði Þjóðkirkjunnar frá 2006. SUS-arar þinga í Eyjum Dagana 19. til 21. september verður milliþing SUS haldið í Vestmannaeyjum og má búast við miklum fjölda gesta til Eyja af þessu tilefni. Ungir Sjálfstæðis- menn héldu síðast þing í Eyjum 1999 og nú á að endurtaka leikinn. Á vef SUS segir að ungir sjálf- stæðismenn séu langstærsta og öflugasta stjórnmálahreyfing ungs fólks á Islandi. I gegnum árin hafi ótrúlega margar góðar hugmyndir kviknað í SUS sem svo hafa orðið að veruleika. Yfirskrift þingsins er: Nýtum tækifærið. „I Eyjum ætlum við að kynna hugmyndir unt þau mál sem við viljum að sett séu á odd- inn hjá sjálfstæðismönnum í ríkisstjórn. Með því að setja fram hugmyndir okkar á skýran og lifandi hátt getum við haft mikil áhrif,“ segja ungliðarnir. Rannsókn á viðkvæmu stigi Lögreglan á Hvolsvelli vinnur enn að rannsókn máls er varðar ólöglegan llutning á farþegum milli Bakkafjöru í Landeyjum og Vestmannaeyja um verslunar- mannahelgina. Búið er að tala við vitni og munu nokkrir boðaðir í yfirheyrslur á næstunni. Lögreglan lítur málið alvar- legum augum og segir að það liggi ljóst fyrir að fólk var flutt á milli án nauðsynlegra leyfa og haft það verið lagt í stórfellda hættu. eyjar.net (Jtgefandi: Eyjasýn chf. 480^78-0549 - Vcstmajmaeyjum. Ritetjóri; Ómar Gardarssoa Blaðamenn: Gudbjörg Sigurgcirsdóttir og Júlíus Ingason. Iþróttir: Jiilius lugason. Ábyrgdarmenn: Ömar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: llyjasýn/ Eyjaprent. Vcstmannacyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47. Símai: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstnr frettir@eyjafrcttir.is. Veffang: http/Avww.eyjafrettir.is FRÉTTER koma út alla fimmtudaga lilaðið erselt í áskrift og einnig i lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, Isjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu i Friðarhöfn.. FRÉTiTK eru prentaðar i 2000 eintökum. FRÉTTIK eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Bftirprenhm, hljóðritnn, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé gehð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.