Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2008, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 21. ágúst 2008 Blogghelmar Eyjamaður vlkunnar: Nýfozddir Eyjamenn: Sigursveinn Þórðarson: Flottur dagur er stór dagur í samgöngumálum okkar. Skrifað undir samning um byggingu ferjuhafn- ar í Bakkafjöru og tilboð opnuð í byggingu nýrrar ferju. Einhvem veginn allt að gerast. Reyndar eru tilboðin þannig að alls óvíst er við hvem verður samið. Kannski verður öllum tilboðunum hafnað og rikið ákveður enn aðra leið? Það er ávísun í að þetta kosti mikið mikið meira. Þetta er stóra fréttin í dag ... var einhver að tala um borgarstjóra- skipti? Nei, það er nú svo algengt nú til dags http://svenko. blog. is Dagurinn í dag Magnús Bragason: Sumir sumardagar Frábærar móttökur á Flskidegi Grímur er Eyjamaður vikunnar. Grímur kokkur kynnti framleiðslu sína á Fiskideginum mikla á Dalvík um þar síðustu helgi. Þetta er annað sinn sem Grímur kokkur tekur þátt í Fiskideginum mikla en fjöldi manns lagði leið sína á Dalvík þar sem ýmsir sjávarréttir voru á boðstólum. Grímur kokkur fékk góðar móttökur og starfsfólk fyrirtækisins lét sig ekki muna um að matreiða sitt hvort tonnið af bollum og plokkfiski ofan í mannskapinn. Grímur Gíslason er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Grímur Þór Gíslason. Fæðingardagur: 22.12/64 Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Kvæntur Ástu Maríu Ástvaldsdóttir, eigum 3 böm, Halldór Sævar, Thelmu Rut og Hörpu Dögg. Draumabíllinn: Renault Megan Scenic. Uppáhaldsmatur: Nautalundir. Versti matur: Bjúgu. Uppáhalds vefsíða: Grimurkokkur.is Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Tónlist frá hippatímabilinu. Aðaláhugamál: Tónlist, sjóstöng og fótbolti. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Janis Joplin. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Charmoni í Frakklandi. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Maggi Braga á góðri stundu og IBV. Ertu hjátrúarfullur: Hæfilega. Stundar þú einhverja íþrótt: Sjóstöng og Hressó. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir. Hvers vegna tekur Grímur kokkur þátt í Fiskideginum mikla lengst norður í landi: Okkur veittist sá heiður að vera með og þetta er gríðarleg kynning á vörunum okkar. Er þetta ekki rosaleg törn hjá starfsfólkinu: Jú, en við höfum gott og jákvætt starfsfólk með okkur. Þið fenguð góðar móttökur, er ekki alltaf stígandi hjá fyrirtæk- inu: Jú, það er stöðug aukning í framleiðslunni hjá okkur og viljum við þakka frábærar móttökur. Hún Elísabet Garðarsdóttir fæddist í Reykjavík þann 23. janúar og var hún 17 merkur og 55 sm. Foreldrar eru Jóhanna Berta Bernburg og Garðar Heiðar Eyjólfsson. Kirkjur bazjarins: Stundum finnst manni allt streyma á móti. Ekkert gengur með manni og maður fyllist vonleysi. En maður á aldrei að gefast upp. Það eru einmitt erfiðu stundimar sem gera þær góðu betri. Nú er lokið minnstu lundavertíð sem ég man eftir. Menn vissu svo sem fyrir að veiðin yrði lítil, veiðimenn tóku ákvörðun um það að draga úr veiðinni og stytta veiðitímann. En maður var alltaf að vona að þetta yrði betra en raunin var. Það verður alla vega ekki hægt að kenna ofveiði um hvemig staðan er, það er eitthvað að gerast neðansjávar sem við ráðum ekki alveg við. En svo koma svona góðir dagar eins og í gær. Fór að hlaupa, ætlaði varla að nenna og reyndi að láta mér detta einhverjar afsakanir í hug, en frúin dró mig af stað. Hlupum 16 km og var þetta loka langa hlaupið fyrir Reykjavíkur- maraþon sem fram fer næsta laug- ardag. Allar líkur á því að ég missi af því vegna þess að það er vinnu- helgi á Bifröst, en Adda ætlar að hlaupa 21 km. Síðan var það leikurinn við Dani. Þvílík spenna og tilfmningin þegar Snorri skoraði úr vítinu, aahhhhhh. Og sjá svo hrokann í Dönunum eftir leikinn, gerði þetta ennþá skemmtilegra. Fór svo á fótbolta- leikinn og sá peyjana fara langt með að tryggja sér sæti í efstu deild að ári. Já, þetta var góður dagur. Endaði á að fara á Café Maríu og fá mér skötusel og hvítvínsglas. Þorkell Sigurjónsson: Loksins, Loksins! Loksins eru jarðvegsframkvæmdir að hefjast vegna knattspymuhússins, sem fyrirhugað var að byggja i Eyjum. Nokkuð langur aðragandi, en betra seint en aldrei og ánægulegt, að nú skuli bæjarfélagið loksins vera tilbúið að byrja. Sjálfsagt verða framkvæmdir ekki komnar á það stig á þessu ári, að það nýtist í vetur og eru það nokkur vonbrigði, sérstaklega þar sem IBV liðið keppir í úrvalsdeild næsta sumar. AFRAM IBV. Matgazðingur vikunnar: Steinbítssteik og Bailysterta Eyjólfur Heiðmundsson er mat- gæðingur vikunnar og hann býður upp á: Steinbítspiparsteik Hráejhi • Steinbítsflök • Heilhveiti og rúgmjöl • Grófmalaður svartur pipar Aðferð Skerið steinbítsflökin í bita og veltið upp úr heilhveiti og rúgmjöli. Steikið í olíu og kryddið með grófmöluðum svörtum pipar. Piparsósa Hráefni • Sveppir • 2 dl mjólk • I dl rjómi • 2 stk. kjötkraftur • 1 tsk. grófmalaður svartur pipar • Sætt sjerrí og villisveppakraftur Aðferð Saxið sveppina og steikið í potti. Bætið mjólk og rjóma út í og Olli er matgœðingur vikunnar. bragðbætið sósuna með sjerríi, kjötkrafti og svörtum pipar. Borið fram með bakaðri kartöflu og fersku salati. Eftirréttur Baily's terta: 3 eggjahvítur 150 gr sykur 1 tsk. lyftiduft Þeytt saman, sett í tvö tertuform og bakað við 150°C í einn tíma. Vi ltr rjómi 3 dl Baily's Rjóminn þeyttur og Baily's sett út í, sett á milli botnanna og ofan á, síðan fryst. Tertan tekin úr frysti klukkutíma áður en hún er borin fram (á að vera hálffrosin). Ég skora á Gísla Val Gíslason tengdason, hann á víst meiri háttar kokkabók sem hann fékk í jólagjöf sem heitir Lærðu að elda maður, þvílík snilld. Höfum við fjölskyld- an verið svo heppin að kynnast hans snilld í matargerð og ekki er hann síðri að töfra fram gómsæta eftirrétti. Gamla myndin Hægt miðar að nafn- greina stúikurnar á síðustu mynd. Þó má sjá að önnur frá hægri fremst á myndinni eða aftast er Ásta Engil- bertsdóttir Gísiasonar málara. Hinar stúlk- urnar eru ekki jafn afráttarlaust auð- kenndar og því enn beðið um aðstoð glöggra lesenda Frétta. Hér birtum við aðra íþróttamynd í tilefni af Ólympíuleikunum. Þar má sjá Oddgeir Kristjánsson tón- skáldið góða frá Heið- arbrún sitja sem fyrir- liði Týs fremst fyrir miðri mynd með gull- bikar sér hið næsta. í öftustu röð gnæfa tveir drengir upp úr. Annar er ystur til vinstri og er sá Ingólfur Guðjónsson frá Skaftafelli, síðar í Lukku. Hinn er annar frá hægri. Sá er Júlíus Sigurðsson formaður frá Skjaldbreið. En hverjir eru hinir gulldrengirnir og hvaða sigur er sá er þeir fagna? Sem fyrr biðjum við lesendur að líta við hjá okkur á Bókasafnið eða hringja í síma 481 1184. Jafnframt minnum við enn á möppurnar í andyri Safnahússins. Þar hafa gangandi bætt við fjölda nafna við andlit er áður voru óþekkt. Þó er enn eftir og því tilvalið að líta við hjá okkur og berja í brestina. Hver veit nema ferðin verði báðum jafngjöful - að vinur eða ættingi nafngreinist og að sá er nafn- greinir sjái mynd af viðkomandi er enginn vissi um fyrri. Landakirkja Sunnudagur 24. ágúst Kl. 11.00. Messa með altarisgöngu og miklum góðum söng. Efni guðspjallsins er: „Hvar eru hinir níu?“ Tökum það til okkar! Kór Landakirkju syngur. Organisti Guðmundur H. Guðjónsson. Sr. Kristján Björnsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messunni verður útvarpað á fm 104 klukkan fjögur síðdegis sama dag. Kaffisopi í Safnaðarheimilinu eftir messu. Mánudaga til föstudaga Kl. 11 - 12. Viðtalstímar presta Landakirkju í Safnaðarheimilinu. Sjá nánari fréttir af kirkjustarfinu á www.landakirkja.is Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur Bænaganga kl. 20.30 biðjum í gegn. Sunnudagur Samkoma kl. 13.00 lofgjörð vitnis- burðir og fl. allir velkomnir. Aðventkirkjan Laugardagur Vertu velkominn að rannsaka með okkur Biblíuna kl. 10:30. Sérstök dagskrá fyrir bömin. Sjáumst!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.