Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2008, Blaðsíða 6
Frcttir / Fimmtudagur 21. ágúst 2008 FJÖLMENNI var í fjörunni þegar skrifað var undir Skrifað undir samning um gerð Landeyjahafnar: Sannfæring mín að þessi aðgerð eigi eftir að verða Islendingum öllum til heilla -sagði Kristján Möller, samgönguráðherra, við þetta tækifæri Samantekt Ómar Garðarsson omar@ eyjafrettir.. is Það var mikið um dyrðir í Bakkafjöru þegar skrifað var undir samning við Suðurverk um gerð hafnar í Landeyja- sandi sem á að verða tilbúin sumarið 2010. Undirskriftin fór fram niður við fjöru þar sem samankominn var hópur fólks til að fagna tímamót- unum. Þar var mættur sam- gönguráðherra, fulltrúar Rangárþings eystra og Vest- mannaeyja, verktakans og fleiri sem fannst áhugavert að fylgjast með þessum merku tímamótum í sögu samgangna Vestmannaeyja og Rangæinga. Fram- kvæmdir hefjast í þessari viku en gert er ráð fyrir að grjót í hafnargarða verði flutt á staðinn eftir áramót. Samgönguráðherra upplýsti að samningar við landeig- endur væru að nást og því þyrfti ekki að koma til eignarnáms eins og stefndi í. FRAMKVÆMDANEFND Sigurður Ass Grétarsson, Róbert Marshall, Elliði Vignisson, Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Kristín Sigurbjörnsdóttir hjá Vegagerðinni. Söguleg stund „Þetta er sóguleg stund," sagði Kristján Möller í samtali við Fréttir að lokinni undirskrift. „Að tveimur árum liðnum eigum við vonandi eftir að vígja hér höfn- ina með móttöku á nýjum Herjólfi sem kemur siglandi í sinni fyrstu ferð frá Eyjum. Hér byggjum við nýja höfn, Landeyjahöfn, og það er sannfæring mín að þessi aðgerð eigi eftir að verða Islendingum öllum til heilla. Framkvæmdir hefj- ast bráðlega og við förum nú yfir tilboð sem við hófum fengið í smíði nýrrar ferju og eigum von á að því verði brátt lokið þannig að hægt verði að hefjast handa. Það er góð sigling á þessu verki, rétt eins og verða mun með þessa nýju samgönguleið milli lands og eyja. Það verður góð sigling." Kristján upplýsti við þetta tæki- færi að samningur við landeigendur væri nánast í höfn en um tíma leit út fyrir að taka þyrfti land eignar- námi en það heyrir undir Bakka í Landeyjum. Að verja heima- lendurnar Suðurverk átti lægsta tilboðið í verkið og var tilboðsupphæðin tæpir 1,9 milljarðar króna sem er un 60% af kostnaðaráætlun sem losaði 3 milljarða. Dofri Eysteins- son, forstjóri Suðurverks, sagði að kostnaðaráætlun væri bara eins og Kristján upplýsti við þetta tækifæri að samningur við landeigendur væri nánast í höfn en um tíma leit út fyrir að taka þyrfti land eignar- námi en það heyrir undir Bakka í Landeyjum. hver önnur tala. „Svo komum við með okkar tölu þegar við buðum í verkið," sagði Dofri þegar hann var spurður út í mismuninn. Hann sagðist lfka mjög ánægður með að hafa náð verkinu því með því væri hann að verja heimalend- urnar. Þarna vísar hann til þess að hann er upprunninn á svæðinu og hann er ekki ókunnur framkvæmd- um á Landeyjasandi. „Okkar fyrsta verk var að grafa fyrir Vatnsveitu Vestmannaeyja á árunum 1966 og 1967 frá uppsprettu og niður í fjöru sem þótti stórt verk á þeirra tíma mælikvarða. Þá kynntist maður mörgum skemmtilegum Eyjamönn- um en lfka aðstæðum á sandinum." Grjótið í hafnargarðana verður flutt af Seljalandsheiði niður í fjöru og hafa Suðurverksmenn fundið styttri leið en upphaflega átti að fara. „Já, þetta er önnur leið að hluta og heldur styttri," sagði Dofri en óttast hann ekki brimið þegar framkvæmdir við hafnargerðina byrja? „Jú, það geri ég. Það mun sækja á okkur einhvern daginn og þá er að taka á því. Við höfum áður farið út í sjó en það verður bara að reyna á þetta," sagði Dofri að lokum. Kostnaður við verkefnið í heild, með ferjunni, er áætlaður hátt í sex milljarðar kr. Suðurverk er þegar byrjað að flytja vélar á svæðið til að undirbúa framkvæmdina. Hafist verður handa í næstu viku en grjótið verður flutt í hafnargarðana á næsta ári. *

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.