Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2008, Qupperneq 7

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2008, Qupperneq 7
31 Fréttir / Fimmtudagur 21. ágúst 2008 7 Skrifað undir í fjörunni, Elliði Vignisson, bæjarstjóri Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Hermann Guðjónsson siglingamálastjóri, Dofri Eysteinsson framkvæmdastjóri Suðurverks, Kristján L. Möller samgönguráðherra og Elvar Eyvindsson, starfandi sveitarstjóri í Rangárþingi eystra. Verðum að sameinast um að nýta sóknarfærin sem gefast -segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri - Stór stund í lífi Gísla Viggóssonar Höfn, þjónstumiðstöð og vegagerð Höfðu trú á verkefninu Gísli Viggósson og Árni Johnsen. „Það sem mestu skiptir er að þessi bylting í samgöngum Eyjamanna er komin af spjallstigi yfír á fram- kvæmdastig,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri, þegar skrif- að var undir samninginn við Suðurverk. „Þetta þýðir að Vestmannaeyja- bær, einstaklingar og fyrirtæki geta nú markvisst farið að búa sig undir þær miklu breytingar sem í vænd- um eru. Það er sama hvaða skoðun fólk hefur á verkefninu, við verðum að sameinast um að nýta þau miklu sóknarfæri sem munu skapast með tilkomu Landeyjahafnar. Állir hljóta að geta orðið sammála um að sigling í 25 mínútur sjö sinnum á dag skapar ný og önnur tækifæri en ástandið sem við búum við í dag, siglingu í þrjá tíma tvisvar á dag. Verkefni okkar nú er að standa vörð um það sem vel er gert um leið og við fjölgum sóknarfærum." Sóknarfæri í matvæla- framleiðslu, þekkingar- iðnaði og ferðaþjónustu Hvaða sóknarfæri sérðu í stöðunni? „Þau eru fleiri en hönd á festir. Með þessum samgöngubótum tengjast tvö helstu matvælasvæði landsins. Vestmannaeyjar sem stærsti útgerðarbær landsins og Suðurland sem er ráðandi á öllum sviðum landbúnaðar. Þar að auki skapast stóraukin tækifæri í þekkingariðnaði með stærra markaðssvæði. Fyrirtæki í léttiðn- aði, byggingarverktakar, þjónustu- aðilar og fleiri hafa nú aukið val og þurfa að taka meðvitaða ákvörðun um það hvort og þá hvemig þeir hyggjast nýta sér þau. Þetta á líka við ferðaþjónustu sem á eftir að eflast mikið ef rekstraraðilum og bæjarfélaginu ber gæfa til að ein- henda sér í þau verkefni sem fyrir liggja. Síðast en ekki síst má svo Landeyjahöfn er við sandströnd á Landeyjasandi og verður varin með 600 metra liingum boga- dregnum brimvarnargörðum úr grjóti. Hafnarmynnið verður 70 m breitt og inn af því 600 metra löng innsiglingarrenna, 70 metra breið við hafnarmynnið en innri hluti hennar verður 50 m breiður. Dýpi verður 7 metrar í ytri hluta rennunnar en 5,5 m í innri hlutanum miðað við meðal- stórstraumsfjöru. Ferjubryggjan verður í núver- andi fjöruborði, um 600 metrum innan við hafnarmynnið, 65 metra löng úr stálþili með ekjubrú. Þá verður reist 200 fer- metra þjónustuhús með land- göngubrú fyrir farþega. Einnig verður gert 200 bíla stæði við ferjuhúsið og hugsanlegt er að þar verði komið upp bfla- geymsluhúsi. Jafnframt hafnargerðinni verður lagður nýr 11,2 km lang- ur vegur sem liggja á rétt vestan Markarfljóts milli hafnar og hringvegarins. Viðamikil upp- græðsla er hafin við fyrirhugað hafnarsvæði og verður kostnaður við hana alls um 280 milljónir króna. Miða áætlanir við að sandfok verði stöðvað árið 2010 og síðan verði viðhaldsaðgerðum sinnt allt til ársins 2014. Árni átti hugmyndina Lykillinn að Landeyjahöfn er nefna að almenn lífsgæði íbúa í Vestmannaeyjum munu aukast með bættum samgöngum því aldrei í sögu byggðarlagsins hefur sveigjanleikinn í samgöngum verið jafnmikill og hann verður þann 1. hlið í rifi sem liggur með ströndinni og líka það var af Vestmannaeyjum sem er hér fyrir innan. Árni Johnsen, alþingismaður, vakti athygli á þessu, við athöfn- ina í Bakkafjöru en hann lagði fram fyrir tíu árum tillögu á þingi um að kannað yrði hvort möguleiki væri á gerð hafnar í Bakkafjöru. Var Kristján Möller, núverandi samgönguráðherra, einn mcðllutningsmanna. Þingsályktunin var samþykkt en hugmyndin fékk ekki miklar undirtektir í byrjun. Gísli Viggósson og hans menn hjá Sigl- ingastofnun gripu verkefnið á lofti. í fyrstu var gripið til sög- unnar en útræði var úr júlí 2010," sagði Elliði að lokum. í sátt við náttúruna Það var stór stund fyrir Gísla Viggósson hjá Siglingastofnun Landeyjasandi frá örófi alda og fram á síðustu öld. Þar könn- uðust menn hlið í rifinu og þar fundu Gísli og hans fólk lausnina að Landeyjahöfn. Frá árinu 2000 hafa rannsóknir staðið yfir og hafa bæði innlendir og erlendir vísindamenn komið að þeim. Sandrifin eru um kflómetra frá landi og þar fyrir innan brýtur ekki. Hliðiö í rifinu er að meðal- tali sex metra djúpt en það dýpk- ar í slæmum veðrum. Það athyglisverða er að það hefur haldist á sama stað í áratugi. Gert er ráð fyrir talsverðum sandburði inn í höfnina en hann verður ekki óviðráðanlegur. þegar skrifað var undir samning við Suðurverk um gerð Landeyja- hafnar. Hefur Gísli unnið ötullega að verkefninu frá árinu 2000 og fengið til liðs við sig innlenda og erlenda vísindamenn. Alltaf sann- færður um að gerð hafnar í fjörunni innan við Vestmannaeyjar væri möguleg. Hann hefur oft á tíðum mætt andstöðu sem hann segir ekki óeðlilega þegar höfn er gerð við þessi skilyrði. „Þetta var virkilega stór stund fyrir mig og aðra sem hafa komið að verkefninu," sagði Gísli. „Það er líka ánægjulegt að sjá þetta í hönd- um Suðurverks sem við höfum unnið mikið með. Þeir eru líka staðkunnugir og þekkja svona verk.“ Þegar Gísli var spurður um deil- umar sem staðið hafa um hafnar- gerðina sagði hann þær ekki óeðlilegar þegar gera á höfn fyrir opinni sandströnd og hann á allt eins von á að þær haldi áfram. „Þetta er ekki einfalt mál en ég er sannfærður um að við erum að gera rétt. Sem dæmi get ég nefnt að núna eru hér Danir sem eiga við sama vandamál að stríða. Þeir eru að kynna sér reynslu okkar af því að eiga við mikinn efnisburð. Það sem við erum að gera er að há- marka efnisburð framhjá höfninni og um leið að lágmarka það magn sem berst inn í hana.“ Gísli sagði líka að haft hefði verið að leiðarljósi að raska náttúrunni sem allra minnst. „Við vinnum þetta með náttúrunni og viljum fá leyfi hennar til að koma þarna fyrir lítilli höfn og í sem mestri sátt við hana.“ Gísli sagðist ekki sjá nokkra ástæðu til að efast um að höfnin verði tilbúin á tilsettum tíma, sumarið 2010. „Suðurverk er ekki þekkt fyrir annað en að standa við sitt og eins og Hermann Guðjóns- son, siglingamálastjóri, sagði við undirskriftina þá ætlum við ekki að sleppa af þeim hendinni."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.