Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2008, Blaðsíða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 21.ágúst2008 Ákveðið að nýtt hús Þekkingarseturs rísi við smábátahöfnina: Á að skapa lifandi vettvang fyrir fræðastörf á öllum skólastigum -Allt frá leikskóla upp í háskóla um leið og ferðamönnum verður áfram veitt innsýn í heillandi náttúru Vestmannaeyja, segir Elliði Vignisson, stjórnarformaður setursins LILJA MARGRÉT við störf í Rannsóknasetrinu þar sem allt að 30 manns hafa starfað í sumar. ■ Viðtöl Guðbjörg Sigurgeirsdóttir gudbjorg @ eyjafrettir.is Áætlanir eru uppi um að byggja 2400 fm hús undir Þekkingasetur Vestmannaeyjaen mjög er farið að þrengja að starfseminni að Strand- vegi 50, Hvíta húsinu. Þetta byggist fyrst og fremst á þarfagreiningu Ingibjargar Þórhallsdóttur. Bæjarstjóm stefnir því að byggingu á 2400 m2 húsi í miðbæ Vestmanna- eyja. Þar er hugmyndin að vera bæði með þekkingarsetur og Sæheima. Til samanburðar má nefna að húsnæði Þekkingar- setursins í dag er um 630 fm. „Þekkingarsetrið er menntunar- og hátækniklasi sem að standa 36 að- ilar. Þeirra á meðal eru háskólar á íslandi, Vestinannaeyjabær, Matís, Hafró, Hitaveita Suðumesja, Vinnslustöð, ísfélag og margir fleiri sterkir aðilar. Tilgangur Þekkingar- seturs Vestmannaeyja er að stuðla að aukinni almennri þekkingu og fjölbreytni atvinnulífs í Vest- mannaeyjum með fræðslustarfi, eflingu háskólamenntunar, vís- indarannsóknum og nýsköpun,“ sagði Elliði Vignisson, formaður stjórnar setursins, þegar hann var spurður um stöðu þess og hverjir standa að því. Starfsemin er fyrir löngu búin að sprengja utan af sér húsnæðið í Hvíta húsinu, Strand- vegi 50. Miklar væntingar Elliði sagði miklar vœntingar til setursins og vísindastarfs sem þar á aðfara fram en hvar verður það til húsa? „Þekkingarsetrið byggir ofan á þeim góða grunni sem markaður var með Rannsókna- og fræðasetri Vestmannaeyja. Þekkingarsetur Vestmannaeyja mun fyrst um sinn verða staðsett í húsnæðinu að Strandvegi 50. Það er hins vegar hverjum degi ljósara að starfsemin er þegar búin að sprengja þar alla ramma enda hefur bæði starfs- mönnum fjölgað og umsvifm auk- ist. Til dæmis voru um 30 starfs- menn við störf í sumar þegar mest var og Þekkingarsetrið því þegar orðið meðal stærstu vinnustaða í Vestmannaeyjum. Því hefur stjórn nú þegar tekið ákvörðun um að stækka við sig húsnæði að gefnum ákveðnum forsendum. Nefnd um framtíðarhúsnæði fyrir Þekkingarsetrið skilaði tillögum til stjómar þar sem lagt er til að ráðist verði í nýbyggingu á smábátasvæð- inu við höfnina, austan við Kaffi Kró. í framhaldinu fól stjóm Þekk- ingarseturs framkvæmdastjóra að undirrita viljayfirlýsingu við leigu- taka. Stefnt er að því að hefja byg- gingu á næsta ári ef samningar nást við leigutaka.“ Nýtt húsnæði hýsir alla starfsemina Hvaða starfsemi verður þar innan- húss? „Hinu nýja húsnæði er ætlað að hýsa alla þá starfsemi sem í dag fellur innan Þekkingarseturs. Þá er einnig verið að líta til þess hvort aðrar tengdar stofnanir svo sem Nýsköpunarmiðstöð, Fiskistofa og fleiri stofnanir vilji samnýta hús- næðið. Vestmannaeyjabær hefur einnig hug á að leita leiða til að staðsetja Sæheima, náttúmgripa og fiskasafn í húsnæði Þekkingarset- ursins. Hafa þarf hugfast að hug- myndafræðin að baki Sæheima er ekki hvað síst að skapa lifandi vettvang fyrir fræðastörf á öllum skólastigum allt frá leikskóla upp í háskóla um leið og ferðamönnum verður áfram veitt innsýn í heill- andi náttúm Vestmannaeyja." Efla samstarf milli aðila Hvernig fer vísindastarfið fram, hver verður megináherslan ? „Þekkingarsetri Vestmannaeyja er ætlað að vera miðstöð öflugrar rannsókna- og þróunarstarfsemi í Vestmannaeyjum. Þessu markmiði verður meðal annars náð með því að efla samstarf milli fyrirtækja og mennta- og rannsóknastofnana í Vestmannaeyjum og annars staðar á landinu um verkefni á sviði ný- sköpunar og rannsókna. Með nýju húsnæði er horft til þess að hægt verði að bjóða framúrskarandi rannsóknaaðstöðu og aðstoð við innlenda og erlenda ncmcndur og vísindamenn. Þá er sí- og endur- menntun í Vestmanneyjum með því besta sem gerist á landinu og Þekk- ingarsetrið ætlar sér að bjóða full- komna aðstöðu fyrir símenntun og fullorðinsfræðslu. Til að mynda er Þekkingarsetrinu ætlað að stuðla að miðlun þekkingar til almennings, háskólanema og sérfræðinga, m.a. með því að halda ráðstefnur og námskeið og gefa út fræðslu- og rannsóknarit. Sérsvið Þekkingar- setursins er fyrst og fremst lífríki sjávar, þróun vinnslu matvæla í Vestmannaeyjum og náttúra Vest- mannaeyja í breiðum skilningi. Þannig er ætlunin að hafa frum- kvæði að rannsókna- og þjónustu- verkefnum á þessu sérsviði. Eitt af lykilatriðum bú- setuþróunar Núverandi húsnæði er orðinn þrösk- uldur fyrir starfsemina -segir Páll Marvin, forstöðumaður Þekkingarseturs Stjóm Þekkingarseturs í Vest- mannaeyjum hefur samþykkt til- lögur nefndar um að ráðist verði í nýbyggingu á smábátasvæðinu við höfnina svo framarlega sem Vest- mannaeyjabær samþykkir að láta lóðina undir þessa starfsemi og flytja Náttúmgripasafnið inn í húsið. Stjórnina skipa þau Elliði Vignis- son, Jóhann Sigurjónsson, Ingi Sigurðsson, Amar Sigurmundsson Rögnvaldur Ólafsson og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. Páll Marvin Jónsson er framkvæmdastjóri Þekkingarsetursins en hann var áður forstöðumaður Rannsókna- setursins og Háskóla Islands í Vestmannaeyjum. Frábær staðsetning Páll Marvin segir tilhlökkunarefni að flytja í nýtt húsnæði enda sé staðsetningin frábær. Stjórnin telur að hún henti starseminni mjög vel og ef vel er haldið á spöðunum geti þetta orðið mikil lyftistöng fyrir miðbæinn. „Við sjáum m.a. mögu- leika í því að tengja miðbæinn við höfnina sem mun gefa ákveðin tækifæri í ferðamannaiðnaði og þjónustu. Fiska- og náttúrugripa- safnið verður þá í hjarta miðbæjar- ins og farþegar Herjólfs ganga nánast framhjá húsinu þegar þeir koma að og frá borði í Herjólfi," sagði Páll Marvin og telur brýna þörf á nýju húsi undir starfsemina. „Það er orðið nokkuð langt síðan ég hóf störf hjá Rannsóknasetrinu. Þá var alltaf talað um að starfsemin þyrfti að koma fyrst og að síðan þyrfti að finna starfseminni að- stöðu. Nú er svo komið að núver- andi húsnæði er löngu orðinn þröskuldur fyrir starfsemina. Rýmið er ekki bara vandamálið heldur er aðstöðu til rannsókna og kennslu ábótavant." Páll Marvin sagði að með sam- starfi við Náttúrugripasafnið megi samnýta tæki, búnað og starfsfólk sem gefur mikla möguleika. Hug- myndin er að í nýju húsnæði verði búnaður til að stjóma ákveðnum umhverfisþáttum, en það er mikil- vægt til að hægt sé að stunda til- raunir á lifandi sjávardýmm og það getur einnig nýst safninu vel. Hann sagði þessa aðstöðu bráðnauðsyn- lega, t.d. erum við að vinna að rannsóknum á humri í dag við aðstæður sem era mjög takmark- andi. Starfsmönnum fjölgar Attu von á að starfsfólki muni fjölga þegar fullnœgjandi húsnœði verður fyrir hendi? „Stjóm Þekkingarsetursins setti þau markmið að við setrið störfuðu yfir 40 starfsmenn innan fárra ára. I sumar unnu 27 starfsmenn við ýmis verkefni í Setrinu en þegar ég kom hingað fyrst 1995, vom átta til níu manns starfandi við rannsóknir og tengd störf. Starfsmenn hafa þurft að tvímenna í skrifstofur og plássið er augljóslega orðið fullnýtt. Við munum væntanlega þurfa að finna aðstöðu fyrir utan Strandveg 50 á næstu vikum og mánuðum þar sem okkur er stöðugt að fjölga. Nýr forstöðumaður verður ráðinn við útibú Háskóla Islands og síðan liggur fyrir samþykki um nýja stöðu hjá Matís þannig að við eigum von á tveimur nýjum starfs- mönnum til Setursins áður en árið er liðið." Viska mun hafa umsjón með menntaþættinum í nýju Þekk- ingarsetri, símenntun, fjarnámi og almennu háskólanámi. „I dag eru kennslustofur litlar og þröngar og það vantar tilfinnanlega lesaðstöðu. Gert verður ráð fyrir þessum þátt- um í nýju húsi, þannig að aðstaða til kennslu mun stórbatna. „Við vonumst líka til þess að með betri aðstöðu og stærri umgjörð getum við tekið á móti fleiri og stærri hópum erlendra og innlendra nemenda sem hafa áhuga á að nýta aðstöðuna til að stunda rannsóknir eða nám hér í Eyjum. Við verðum að standast samkeppnina á þessu sviði því það eru fleiri en við sem eru að reyna að draga til sín vís- indamenn og skólahópa," sagði Páll Marvin og telur mikil tækifæri liggja í nýju húsnæði við höfnina. Hver erframtíðarsýnin? „Fram- tíðarsýnin endurspeglast fyrst og fremst í þeim markmiðum sem hér voru nefnd. Eitt af lykilatriðum búsetuþróunar er sá kraftur og frumkvæði sem fylgir háskólasam- félagi. Hér í Eyjum eigum við gríðarlega möguleika á sviði há- skólastarfs, bæði hvað varðar rannsóknir og kennslu. Vestmanna- eyjabær og stjóm Þekkingarseturs Vestmannaeyja eru algerlega ein- huga í áherslum á uppbyggingu háskólasamfélags hér í Vestmanna- eyjum. Landssvæði hér á landi, eins og svo víða erlendis, eru í óða önn að þróast í átt til enn frekari þekk- ingarhagkerfa og í því viljum við taka þátt. Breytingar á samgöngum skapa okkur enn aukin tækifæri og stækka markaðssvæði fyrir öll þekkingarfyrirtæki í Vestmanna- eyjum. Mannauður er lykilatriði í samkeppnishæfni, hagþróun og bættum lífskjörum. Hér í Vest- mannaeyjum er mikill mannauður og mikilvægt að nýta þau tækifæri sem í honum felast. Þessi þróun krefst aukinnar áherslu á upp- byggingu mannauðs, s.s. innan menntakerfis, ekki síst háskóla- menntunar eigi Vestmannaeyjar að verða samkeppnishæfar í verð- mætum og lífskjörum. Framtíðarsýn okkar felur í sér að hér rísi öflugt háskólasamfélag sem sérhæfir sig í rannsóknum og kennslu tengdri okkar einstöku nát- túru og sérstæða mannlífi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.