Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2008, Blaðsíða 9
Frcttir / Fimmtudagur 21. ágúst 2008 9 ELLIÐI: Hér í Eyjum cigum við gríðar- lega möguleika á sviði háskólastarfs, bæði hvað varðar rannsóknir og kennslu. INGVAR: Allt bergsýnasafn sem tilheyrir stofunni er geymt á Náttúrufræðistofnun en hluti af því safni ætti heima hér. INGVAR: Allt bergsýnasafn sem tilheyrir stofunni er geymt á Náttúrufræðistofnun en hluti af því safni ætti heima hér. PÁLL MARVIN: Við verðum að standast samkeppnina á þessu sviði því það eru fleiri en við sem eru að reyna að draga til sín vísindamenn og skólahópa. Náttúrustofu skortir ekki verkefni -segir Ingvar Atli Sigurðsson, forstöðumaður Náttúrustofa Suðurlands flytur í nýtt húsnæði Þekkingarsetursins þegar það verður tilbúið en nefnd um framtíðarhúsnæði fyrir Þekk- ingarsetrið skilaði tillögum til stjórnar þar sem lagt er til að ráðist verði í nýbyggingu á smábátasvæð- inu við höfnina. Fastir starfsmenn tveir Ingvar Atli Sigurðsson, forstöðu- maður Náttúrustofunnar, sagði að stofan væri nú í eigin húsnæði við Strandveg en hún kæmi til með að Hafrannsóknastofnunin er einn af stofnaðilum Þekkingarseturs Vestmannaeyja og situr Jóhann Sigurjónsson forstjóri í stjórn setursins. Valur Bogason, útibússtjóri, sagði starfsemina færast í nýja húsnæðið þegar það verður tilbúið og fyrsta mat á því plássi sem stofnunin þarf að ráða yfir hefur þegar farið fram. „Núverandi húsnæði er sprungið, sérstaklega ef ætlunin er að efla starfsemina. Nú starfa tveir starfs- menn við útibúið sem er það næst- minnsta á landinu en til saman- burðar eru fimm starfsmenn á ísafirði. Stefnan er að efla útibúið hér en auk höfuðstöðvanna í Reykjavík eru fimm útibú, þ.e. á Olafsvík, Isafirði, Akureyri, Homafirði og Vestmannaeyjum. Stofnunin rekur einnig tilraunaeld- isstöð í Grindavík." Þegar Valur er spurður hvaða auknu verkefni Hafrannsókna- stofnunin í Vestmannaeyjum gæti tekið að sér segir hann uppi hugmyndir um að rannsóknir á van- nýttum tegundum, eins og t.d. makríl, færu fram frá Eyjum. Einnig hefur verið rætt um að efla rannsóknir á hrygningarfíski og þá þorski sérstaklega. Þessu til við- bótar hefur einnig verið á teikni- leigja aðstöðu í nýju húsakynnun- um. „Óvíst er hvaða áhrif það hefur á fjárhaginn en það þýðir aukin rekstrargjöld og við þurfum að fá aukið fjármagn á móti. Á sínum tíma fékkst styrkur frá umhverfis- ráðuneyti til húsnæðiskaupa og væntanlega verður það selt þegar fram í sækir og ekkert fast í hendi að það fjármagn renni til Náttúru- stofunnar. Að öðm leyti er ég bjart- sýnn. Náttúrustofan ræður ekki yfir geymsluhúsnæði og allt bergsýna- safn sem tilheyrir stofunni er t.d. geymt á Náttúmfræðistofnun borðinu að aldursgreiningar á tegundum eins og löngu, keilu o.fl. tegundum yrðu unnar hér. Til að þetta gæti orðið að veruleika þá þyrfti fjármagn til að fjölga starfs- mönnum við útibúið. Valur segir að stærstu verkefnin sem útibúið fæst við séu vöktun á sandsílastofninum og verkefnis- íslands.Hluti af því safni ætti heima hér og hluti á heima á Náttúru- gripasafninu hér.“ Fastir starfsmenn Náttúrustofunnar em tveir en auk Ingvars starfar Erpur Snær Hansen sem sviðsstjóri vistfræðirannsókna. „Hálfdán Helgi Helgason og Elínborg Sædís Páls- dóttir hafa unnið hjá stofunni í sumar og Hálfdán mun vinna að meistaraverkefni við rannsóknar á lunda. Við erum líka með einn sjálfboðaliða, Bérengére Bougué en hún hefur starfað hjá okkur í sumar og verður fram í desember," sagði stjórnun á netaralli fyrir utan hefðbundnar sýnatökur úr lönd- uðum afla o.fl. „Við eru einnig þátttakendur í öðmm verkefnum eins og rannsóknum á fæðu úr þorski, ýsu og ufsa. Einnig er unnið að endurskoðun og þróun gagna- söfnunarforrita" Ættu ekki að vera óþrjótandi Ingvar og var í framhaldinu spurður út í verkefnastöðuna. í samstarfi við rússneska jarðvísindamenn Náttúrustofan hefur fengist við rannsóknir á lunda í samstarfí við Hafrannsóknastofnunina, Háskóla íslands, Náttúmfræðistofnun ís- lands og fleiri og fékk til þess styrk frá Rannís og fjárlaganefnd. Einnig em í gangi rannsóknir á farháttum skrofu í samstarfi við Háskólann í Barcelóna og Yann Kolbeinsson verkefni fyrir Hafrannsóknastofnun á stað eins og Vestmannaeyjum? „Það er mjög mörgum spumingum ósvarað og því er nóg af verkefnum til hafrannsókna fyrir hendi en þetta er alltaf spuming um að finna fjár- magn til þeirra og hafa starfsmenn til að sinna þeim. Við emm mjög vel staðsett hvað varðar rannsóknir á hrygningu fiska, en mikilvægustu hrygningarstöðvar margra helstu nytjafiska em við suðurströndina og í kringum Vestmannaeyjar. Segja má að Eyjamar séu ákjósan- legur staður fyrir hafrannsóknastöð. Menn ættu að sækja fram með nýju Þekkingarsetri og öll efling er af hinu góða því starfsemin hér innan- húss styður hvað við annað. Sem dæmi um það em rannsóknir á síli og lunda en samstarf stofnana Þekkingarsetursins hefur auðveldað það að sækja um rannsóknastyrki. Það fékkst t.d. fjármagn frá Rannís til rannsókna á lunda sem Náttúrustofa Suðurlands hefur staðið fyrir. Þar fékkst einnig fjár- magn til að kortleggja búsvæði sílis í kringum Vestmannaeyjar, sem er viðbót við vöktun á sandsílastofn- inum,“ sagði Valur og telur það ótvíræðan styrk í því að stofn- animar vinni saman. sem áður vann hjá Náttúrustofunni. Jafnframt eru starfsmenn u.þ.b. að ljúka við efnagreiningar á berg- myndunum Vestmannaeyjakerfisins og sex sýni úr norðurklettum Heimaeyjar hafa verið aldursgreind í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Islands en eins og kunnugt er kom í ljós að norðurklettamir á Heimaey eru u.þ.b. 40 þúsund ára gamlir, en áður töldu menn að þeir væru 10 til 12 þúsund ára gamlir, en þeir em að mestu leyti myndaðir undir jökli. „Eg er einnig í samstarfi við rúss- neska jarðvísindamenn um uppmna frumstæðrar bergkviku og við söfn- uðum bergsýnum hringinn í kring- um landið í sumar. Við höfum líka verið í samstarfi við Náttúrustofu Norðurlands vestra og fleiri við rannsóknir á berghlaupinu sem féll á Morsárjökul í fyrra og skoðuðum við það aftur í sumar til að athuga með breytingar," sagði Ingvar og bætir því við að Náttúrustofu Suðurlands skorti ekki verkefni til að fást við. Draumurinn að geta fjölgað starfsfólki „Það er nóg að gera og næg verk- efni bæði hér og uppi á landi. Farnar voru þrjár ferðir út í Ing- ólfshöfða til að fylgjast með varp- árangri lundans þar og það hefði vissulega verið gagnlegt að fylgjast með varpárangri á fleiri stöðum, t.d. Bjarnarey í Vopnafirði og í Lundey og Flatey á Skjálfanda og þá í samstarfi við Náttúrustofurnar í þeim landshlutum. Auðvitað væri það draumastaða ef við gætum bætt við starfsmönnum. Ef starfsemi Þekkingarsetursins eflist skapast störf fyrir náttúrufræðinga hjá hinum ýmsu stofnunum. Vinnuaðstaða verður mun betri í stærra og nýju húsnæði en hingað til hef ég mikið þurft að leita til Náttúrufræðistofnunar íslands og Háskóla íslands þar sem tæki og aðstaða eru fyrir hendi sem ekki er til staðar hér,“ sagði Ingvar. Eyjarnar ákjósanlegur staður fyrir hafrannsóknastöð -segir Valur Bogason hjá Hafrannsóknastofnuninni

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.