Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2008, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2008, Blaðsíða 11
4 Fréttir / Fimmtudagur 21. ágúst 2008 11 Kristín Ósk Öskarsdóttir - Skyndibitar fyrir sálina: spaming vikcinnar: Hlúðu að því sem þér þykir vænt um Ég er búin að vera að lesa meira í bókinni um geðorðin tíu og finn alltaf meira og meira áhugavert. Ég ætla því að halda áfram að skrifa út frá þeim og fjalla núna um geðorð númer 2, Hlúðu að því sem þér þykir vænt um. Annað geðorðið er hvatning til okkar um að hlúa að því sem okkur þykir vænt um. Ég hef að sjálfsögðu komið oft inn á þetta áður en finnst þetta svo mikilvægur þáttur í lífínu að ég ætla að skrifa meira um hann. Ein mikilvægasta uppspretta ham- ingjunnar er góð samskipti við aðra. Mér finnst það alltaf jafn mikið merki um ríkidæmi, þegar maður á góða að til að eiga góða stundir með. „Annað geðorðið nær til alls sem lifir og þarfnast ástar og umhyggju til að geta dafnað. Það getur því verið manneskja, gæludýr eða planta. Að hlúa að því sem okkur þykir vænt um snýst ekki bara um ánægju heldur einnig um tilgang í lífínu. Ákaflega mikilvægt er að finna að einhver þarf á umhyggju manns að halda og vita þannig að manns yrði saknað væri maður ekki hér á morgun". „Ekki er síður mikilvægt fyrir líðan okkar að geta tjáð öðrum væntum- þykju eða þiggja hana. Það getur valdið streitu og haft slæm áhrif á heilsuna að eiga í erfíðleikum með að veita öðrum félagslegan stuðn- ing. Sömuleiðis virðist það mikil- vægara fyrir langlífi að geta veitt • , '/ /:,M M J ^N félagslegan stuðning heldur en að þiggja stuðning. Það er því afar mik- ilvægt fyrir heilsu okkar og líðan að geta sagt öðrum að okkur þykir vænt um þá og veitt þeim stuðning. Ur bókinni Velgengni og vellíðan, um geðorðin 10. Ég veit að þetta er kannski að hluta til endurtekning en sjaldan er góð vísa of oft kveðin! Munið hvað það skiptir gríðarlega miklu máli að láta fólkið okkar vita um væntumþykj- una sem býr í brjósti okkar. „Hægt er að láta væntumþykju í Að lokum langar mig að biðja ykkur um að sýna ein- hverjum vænt- umþykju í kvöld áður en þið farið að sofa og hlúa þannig að þeim sem þér þykir vænt um. ljós á margvíslegan hátt, bæði í orðum og gjörðum. Ekki tekur lang- an tíma að segja einhverjum að manni þyki vænt um hann. Það er hægt að hringja, skrifa tölvupóst, senda sms-skeyti eða bréf. Þetta kostar lítið en er ótrúlega gefandi fyrir báða. Þegar við hugs- um til þeirra sem okkur þykir vænt um vakna hjá okkur minningar sem veita vellíðan. Á sama hátt veldur það vanlíðan að hugsa um þá sem fara í taugarnar á okkur. Við ræktum gott samband við þá sem okkur þykir vænt um með því að gleðja þá og um leið stuðlum við að eigin vel- líðan. Ur bókinni Velgengni og vel- Iíðan, um geðorðin 10. Þetta gerist varla mikið betra! Að gera þeim sem þér þykir vænt um eitthvað gott og verðlaunin eru að líða vel á eftir. Margt smátt gerir eitt stórt og eins og við vinkonurnar sátum og ræddum um daginn. Að þá væri það ekki alltaf magnið sem skipti máli, heldur gæðin. Mér þykir til dæmis vænst um eina gjöf sem kostaði 250 krónur. Þarna hafði ég verið að segja sögu úr hversdags lífinu og hlustandinn tók svona vel eftir. Næst þegar við hittumst þá var hann með tvær happaþrennur, þær glöddu mig óendanlega mikið og þykir mér alltaf jafn vænt um þessa gjöf! Það er gott að vita til þess að stundum er bara verið að hlusta á það sem maður segir og gera eitthvað fallegt út frá því. Leyfið því ímyndun- araflinu að flæða! Að lokum langar mig að biðja ykkur um að sýna einhverjum vænt- umþykju í kvóld áður en þið farið að sofa og hlúa þannig að þeim sem þér þykir vænt um. Mér þykir allavega vænt um að þú skulir gefa þér tíma af lífi þfnu til að lesa þessi orð sem ég skrifa, hjartað mitt fyllist af kær- leik af því einu saman að vita af því. Kær kveðja, ykkar Kristín Ósk kristino @ vestmannaeyjar. is Maddid Theatre Company sýnir í Eyjum -Eyjamaðurinn Astþór Agústsson leikstýrir verkinu í næstu viku, 27. og 28 ágúst mun Maddid Theatre Company, sem starfar aðallega í London, sýna leikverkið Maddid í Bæjarleikhús- inu. Sýningin var upphaflega sett upp í London og var afrakstur vinnu sem stofnmeðlimirnir þrír unnu saman til að finna hvar sameigin- legur áhugi þeirra lægi innan leiklis- tarinnar. Útkoman var Maddid, sem leikin er af Völu Ómarsdóttur leikkonu. Maddid er ófullsköpuð persóna sem veit ekki alveg hver hún er og vill endilega skilgreina sjálfa sig svo þeir sem hún hittir muni eftir. En þar sem hún á dálítið erfitt með að tjá sig, eins og flestir, reynist þetta vera hægara sagt en gert. Þegar hana skortir orðin til að koma hugmyndum sínum á framfæri tekur lfkaminn stjórnina, hvort sem henni lfkar betur eða verr, oft með spaugi- legum afleiðingum. Eyjamaðurinn Astþór Agústsson leikstýrir verkinu. Maddid var sýnt fyrst í London í fyrra en þá var sýningin smærri í sniðum og gekk vel. „Eg kom ekki að uppfærslunni þá en nú er búið að þróa sýninguna áfram til að bæta hana. Þetta er í fyrsta skipti sem Maddid er sýnt hér á landi og við verðum með þrjár sýningar í tengslum við altFalt lista- hátfð um næstu helgi þ.e. fimmtu- dag, föstudag og laugardag. Svo verðum við í Hafnarfjarðarleikhús- inu 5. og 6. september," sagði Ástþór. Segja má að hópurinn sem stendur að verkinu sé alþjóðlegur en auk Ástþórs Ágústsonar leikstjóra og Völu Ólafsdóttur leikkonu er Mari Rettedal-Westlake frá Noregi bæði framleiðandi og listrænn stjórnandi og Jordi Serra frá Spáni sem hannar leikmynd. Isla Gray semur texta og Sian Estelle Petty sér um búninga og förðun en þær eru báðar frá Bret- landi. Steindór Ingi Snorrason sér um ÁSTÞÓR ég hef haft nóg að gera í leiklistinni og starfað með smærri leikhópum. Ég vinn á bar til að hafa fyrir leigunni tónlist og Gael Le Cornec sem er bæði ættaður frá Frakklandi og Brasilíu, er leikstjóri og leikþjálfi. Þá kemur Amy Forsch, dramatúrgur, frá Bandaríkjunum. „Fólkið sem kemur að þessu þekkist í gegnum ýmis tengsl í London. Það er æðislegt að fá þetta tækifæri en þetta er fyrsta verkið sem ég leikstýri fyrir utan skóla. Ég kynntist Völu þegar við lékum saman í öðru verki." Þú hefurþá haft nóg að gera? „Já, ég hef haft nóg að gera í leik- listinni og starfað með smærri leikhópum. Eg vinn á bar til að hafa fyrir leigunni en hef sveigjanlegan vinnutíma og get þar af leiðandi sinnt þessu. Eg vonast til að þessi minni leikhópar geti aflað tekna í framtíðinni og þá geti maður snúið sér alfarið að þessu," sagði Ástþór. Sýningarnar í Bæjarleikhúsinu verða miðvikudaginn 27. og fimmtudaginn 28. ágúst nk. klukkan 19:00, miðaverð verður 1000 krónur og bókanir í síma 897-9387 Er sumarið 2008, gott sumar? sem eftir er. Gisli Kristinsson Já, veðrið er búið að vera mjög gott. Ég labba mikið og þetta hefur verið fínt sumar. Jón Raynar Sævarsson Já, mjög gott. Það hefur ekki gert nein veður og óvenju hlýtt. Astríd Lfsa Ingvadóttir Sumarið er búið að vera alveg yndislegt. Því fer senn að ljúka en vonandi verður gott veður það Snæborg Þorsteinsdóttir Æðislegt. Það er búið að vera fínt veður og gott sumar. Sighvatur nýr frétta- ritari RÚV Sighvatur Jónsson tekur við sem fréttaritari RUV um næstu mánaðamót. Tekur hann við af Júlíusi Ingasyni. Sighvatur, sem er fæddur og uppalinn í Eyjum, er ekki ókunnur fjölmiðlum. Ungur kom hann að rekstri útvarpsstöðva í Eyjum og á Stöð 2 og Bylgjunni í ein tólf ár. Sighvatur er að ljúka námi í Danmörku og er fjölskyldan að koma sér fyrir í Eyjum. Eiginkona hans er Dóra Hanna Sigmarsdóttir og eiga þau tvo stráka. Þau hafa keypt hús afa Dóru Hönnu, Sigmundar Andrés- sonar bakara, við Vestmanna- brautina.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.