Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2008, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2008, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 21. ágúst 2008 13 Formaður stjórnar Sparisjóðsins segir erfitt að spá í framtíðina Mikið er að gerast í umhverfi allra fjármálafyrirtækja í dag -Það á ekki eingöngu við um sparisjóðina - Ekki liggur fyrir hver áhrifin verða á stöðu sjóðsins - Á eignir að hluta í sömu félögum og SPM f ljósi hörmunga Sparisjóðs Mýra- manna vakna spurningar um stöðu Sparisjóðs Vestmannaeyja. SPM hefur tapað 4,6 milljörðum á þessu ári. Tap sjóðsins má að mestu rekja til lækkunar á gengi bréfa fjögurra fjármálafélaga, sem fjárfest var í og tengjast öll sparisjóðunum. Þessi fyrirtæki eru Exista, Kista, VBS fjárfestingarbanki og Icebank. Fréttir leituðu til Helga Bragsonar, stjórnarformanns Sparisjóðs Vest- mannaeyja, um stöðu mála hjá Sparisjóðnum í ljósi hræringa á fjár- málamörkuðum. I árslok 2007 var bókfært verð hlutabréfa í eigu Sparisjóðsins tæplega 1,9 milljarðar króna en var í upphafi ársins rúm- lega 1,2 milljarðar króna. A árinu jók Sparisjóðurinn hlut sinn í Icebank hf. úr tæpum 4% í 5,3%, aðrir stórir eignarhlutar Spari- sjóðsins eru í VBS fjárfestingar- banka hf. tæplega 4% og í SP fjár- mögnun rúmlega 2%. Um fimmtungur af hlutafjáreign Sparisjóðsins er skráð í Kauphöll, en rúmlega 60% eignarhlutar í fyrrgreindum þremur félögum, sem ekki eru í Kauphöll, eru undan- skildir. Þegar Helgi var spurður um hlut Sparisjóðsins í krónum talið í Icebank og VBS og hvort hann ætti hlut í Exista, Spron og FL-Group og Kaupþingi sagði Helgi að Sparisjóð- urinn ætti ekki sjálfur eignarhluti í Exista, Spron eða FL Group sem nú hefur fengið nafnið Stoðir. „Stærstur hluti af rúmlega 1,8 milljarða króna hlutafjáreign Spari- sjóðsins um sl. áramót var í Ice- bank, VBS fjárfestingarbanka, SP fjármögnun og Kaupþingi," sagði Helgi og vísaði til reikninga síðasta I síðasta ári var samþykkt að auka stofnfé um milljarð í heildina, en fundur stofnfjáreigenda samþykkti að nýta 350 milljónir króna undir lok ársins 2007. Var hluti þessi nýtt- ur síðasta haust. „Stjórn Spari- sjóðsins hefur heimild stofnfjár- eigendafundar til að auka stofnfé sjóðsins enn frekar um 140 milljónir króna. Ekki hefur verið tekin ákvörðun af stjóm um að nýta heim- ildina,“ sagði Helgi þegar hann var spurður um frekari aukningu stofn- fjár. Ekkert ákveðið um breytt rekstrarform En sér hann fyrir sér breytingar á rekstarformi sjóðsins í náinni framtfð? „Stjórn sparisjóðsins hefur ekki tekið neina ákvörðun um að leggja tillögu um breytt rekstrarform fyrir stofnfjáreigendafund. Stjórnin fylgist grannt með því sem er að gerast í umhverfi sparisjóðanna og leitar stöðugt leiða til að efla rekst- urinn enn frekar, stofnfjáreigendum, viðskiptavinum, starfsmönnum sjóðsins og samfélaginu til góða.“ Nú eru SPRON, BYR og SPM dottnir út úr samstarfi Sparisjóð- anna, gætu verið fleiri. Lifa hinir það af? „Spron og Byr hafa ekki verið í samstarfi með sparisjóðunum í markaðs- og vöruþróunarmálum, en starfað með sparisjóðunum að öðru leyti m.a. í rekstri tölvufyrirtækisins Teris. Mikið er að gerast í um- hverfi allra fjármálafyrirtækja í dag, ekki eingöngu sparisjóðanna og því erfitt að segja til um hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Helgi að lokum. Danskir sýna gerð Landeyjahafnar áhuga Danir sýna gerð Landeyjahafnar áhuga og í vikunni var hér hópur manna sem kynnti sér aðstæður í Bakkafjöru og í Vestmannaeyjum. Danirnir skoðuðu aðstæður í Bakkafjöru á mánudag og funduðu með fulltrúum hafnar og bæjar á þriðjudag. Þá fengu þeir tækifæri til að fara í siglingu, skoða Isfélag Vestmannaeyja og Pompei norðursins og voru að vonum ánægðir með móttökurnar. Erik Clausen, hafnarstjóri í Hvide Sande Havn í Danmörku var einn gestanna en höfnin er byggð í sand- fjöru rétt eins og fleiri hafnir í Danmörku. Erik hefur unnið um árabil sem hafnarstjóri og bindur miklar vonir við að Danir geti nýtt sér þá hugmynda- og aðferðafræði sem beitt verður við hafnargerðina í Bakkfjöru. Hann hefur því fulla trú á Landeyjahöfn. Maríulaxinn Grétar Þorgils fór í laxveiði með pabba sínum, Grétari um síðustu helgi. Fóru þeir í Kaldá á Mýrum og fengu fjóra laxa. Grétar Þorgils fékk þarna sinn fyrsta lax, Maríulaxinn og var hann að vonum stoltur. Hér er hann með laxinn góða og einn sem pabbinn veiddi. Fjögur þjófn- aðarmál Lögreglan hafði ekki í mörgu að snúast í vikunni sem leið og hafa helstu verkefni lögreglu verið í vikunni, eins og reyndar í vik- unni á undan, að taka á móti fyrirspurnum fólks sem var á þjóðhátíð og týndi munum eða varð fyrir því að munum var stolið frá því. Fjögur þjófnaðarmál voru tilkynnt til lögreglunnar í vik- unni sem leið og eru tvö þeirra tengd þjóðhátíðinni. Annars vegar er um að ræða þjófnað á farsíma og hins vegar þjófnað á fatnaði sem hékk á snúru við Bessahraun 1 lb. Mun sá þjófn- aður hafa átt sér stað mánu- daginn 4. ágúst sl. Þá var tilkynnt um að fram- gjörð hafi verið stolið af reið- hjóli sem stóð við Heiðarveg 9b aðfaranótt 13. ágúst sl. Fjórði þjófnaðurinn mun hafa átt sér stað á tímabilinu 8. ágúst til 15. ágúst sl. en um er að ræða þjófnað á IBM-fartölvu sem var að Strandvegi 73a. Ekki er vitað hver eða hverjir stóðu að þessum þjófnuðum en þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um gerendur eru vinsam- legast beðnir um að hafa sam- band við lögreglu. Jarðvegs- framkvæmd- ir að hefjast Jarðvegsframkvæmdir vegna knattspyrnuhússins eru að hefjast en í dag var byrjað girða svæðið af. Aætlað er að verkinu verði lokið fyrir 20. september sam- kvæmt samningi við Vestmanna- eyjabæ en það er Islenska Gámafélagið sem vinnur verkið. Hafþór Snorrason, verkstjóri, segir að farið verði hægt í sakirnar til að byrja með en áætlað sé að sprengja þurfi klettana í sundur. „Við erum svona að undirbúa verkið og munum á næstu dögum búa til nýjan veg að framkvæmdasvæðinu. Við förum niður hjá Þórsheimilinu til að skemma ekki vegaklæðning- una hjá Týsheimilinu. En þetta er hörkuframkvæmd og við komum til með að sprengja þarna,“ sagði Hafþór.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.