Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2008, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 21. ágúst 2008 15 Knattspyrna - Fyrsta deild karla ÍBV 1 - Víkingur Reykjavík Með aðra löppina í efstu deild Miðað við stigatöfluna, þar sem ÍBV trónir á toppnum, hefði mátt reikna með að Víkingar Reykjavík, sem Eyjamenn mættu á Hásteins- velli á laugardaginn, yrðu þeim auðveld bráð. En svo varð alls ekki og sigmðu heimamenn með einu marki sem kom úr víti í seinni hálfleik. Auðvitað hefði sigurinn getað orðið stærri en Eyjamenn gerðu það sem þurfti til að vinna og em sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 43 stig þegar fimm leikir eru eftir. Víkingar em í 8. sæti með 19 stig. Leikurinn fór fram við bestu aðstæður en mörkin létu standa á sér hjá Eyjamönnum þrátt fyrir að and- staðan væri ekki mikil. Voru Víkingar með hálfvængbrotið lið því lykilmenn vom ýmist meiddir eða í banni. Hjá IBV var Atli Heimisson, næstmarkahæsti leik- maður deildarinnar, í banni og var þar skarð fyrir skildi. En Eyja- mönnum tókst að skora og þar var að verki Ingvi Borgþórsson sem skoraði úr víti í seinni hálfleik. Með sigrinum jók IBV forskot sitt í deildinni um sex stig því Stjaman tók Selfyssinga í kennslustund í Garðabænum, sigraði með sex mörkum gegn einu. Þessi lið ásamt IBV keppa um tvö sæti I efstu deild að ári og nú þegar ftmm umferðir eru eftir er staða ÍBV mjög vænleg með 43 stig úr 17 leikjum. Selfoss er með 37 stig og Stjaman 34. Þessi MARKASKORARI Ingvi Borgþórsson fagnar hér marki sínu í leiknum á móti Víkingum. Ingvi er að koma inn í liðið eftir meiðsli og hefur staðið sig mjög vel. níu stig sem skilja að ÍBV og Stjörnuna ættu að duga Eyja- mönnum en stórsigur Garðbæinga á Selfyssingum gæti hleypt spennu í baráttu um annað sætið. Aðeins einn heimaleikur Af ftmm leikjum IBV sem eftir eru er aðeins einn heimaleikur: 21. ágúst KA-ÍBV 28. ágúst ÍBV - Haukar 3. september Njarðvík - ÍBV 12. september KS/Leiftur 20. september Selfoss - ÍBV Staðan að loknum 17 umferðum ÍBV 43 Selfoss 37 Stjaman 34 Haukar 24 KA 23 Þór 20 Fjarðabyggð 19 VíkingurR. 19 Víkingur Ó 19 Leiknir R. 16 Njarðvík 14 KS/Leiftur 11 Markahæstir: Sævar Þór Gíslason Selfossi....l2 Atli Heimisson, ÍBV.......... 11 Ellert Hreinsson, Stjörnunni.... 10 Henning Jónasson, Selfossi... 10 Sveinbjörn Jónasson, Fjarðabyggð................. 10 |Knattspyrna -1. deild kvenna Þróttur 1 - ÍBV 1 Mjög ásættanlegur árangur Kvennalið ÍBV gerði á þriðju- dagskvöldið 1:1 jafntefli gegn Þrótti á útivelli í sínum síðasta leik í sumar. Þórhildur Ólafs- dóttir skoraði eina mark IBV eftir að Þróttarar komust yfir á upphafsmínútunum. Þar með er Ijóst að IBV kemst ekki í úrslitakeppni 1. deildar og á ekki möguleika á að komast í efstu deild. Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari stelpnanna, er ekki ósátt- ur við niðurstöðuna, því ekki hafi verið tímabært að fara með svona ungt lið upp í efstu deild. Leikið var á Valbjarnarvelli í Laugardal. Þetta var síðasti leikur liðsins á tímabilinu og enduðu stelpurnar í þriðja sæti A-riðils. „IR-ingar eru langefstir með 30 stig, næst koma GRV með 22 stig og við með 19,“ sagði Jón Óli. „Eg er mjög ánægð- ur með þennan árangur því hann er meiri en stefnt var að í upphafi. Auðvitað hefði maður viljað , VSV ! j ';i * \ j ÞAKKAÐ fyrir leikinn ÍBV stúlkur höfðu ástæðu til að fagna þegar þær unnu FH 4:1. komast alla leið en of mörg jafn- tefli í sumar urðu til þess að svo varð ekki. Svo er hin hliðin sem er að svona ungt lið á lítið erindi í efstu deild. Okkar áætlanir mið- ast við að það gerist eftir eitt eða tvö ár. Styrkurinn liggur í öðrum flokki sem er í góðum málum í A- riðli. Eiga stelpurnar eftir þrjá heimaleiki þannig að þær eru til alls vísar. Góðu fréttirnar eru að allar nema ein verða með okkur á næsta ári.“ Jón Óli segist því ekki getað verið annað en ánægður með sumarið. „Eg vil þakka öllum sem hafa hjálpað til við að skapa frábæra umgjörð um kvennaboltann í sumar. Það hafa öll liðin verið mjög spennt fyrir að koma til Eyja,“ sagði Jón Ólafur sem aðspurður kvaðst ætla að halda áfram að þjálfa stelpurnar á næsta tímabili. |íslandsmót eldri kylfinga í golfi: Fyrrum Eyjamenn mjög sigursælir íslandsmótið í höggleik í golfi hjá eldri kylfingum fór fram í síðustu viku á Hvaleyrarvelli f Hafnarfirði. Alls tóku 133 kylfmgar þátt í mótinu, þar af fjórtán frá GV sem verður að teljast mjög góð þátttaka. Þetta var þriggja daga mót, sem hófst á fimmtudag og lauk á laugardag. Keppt var í fjórum flokkum, karlaflokki 55 til 69 ára og 70 ára og eldri, og kvennaflokki 50 til 64 ára og 65 ára og eldri. Keppt var bæði með og án forgjafar í öllum flokkum. Aðeins einn keppandi var frá GV í kvenna- flokki, Katrín Magnúsdóttir, og endaði hún í 16. sæti, með og án forgjafar. Sigurvegari, bæði með og án forgjafar, var Eyjakonan Erla Adolfs- dóttir sem nú spilar raunar fyrir Golfklúbbinn Keili Hafnarfirði. Sömuleiðis var aðeins einn keppandi frá GV í flokki karla 70 ára og eldri, Sveinn Halldórsson, og endaði hann í 14. sæti og 13. sæti með forgjöf. í karlaflokki 55 til 69 ára voru flestir þátttak- enda GV, eða tólf talsins en þetta var fjölmenn- asti flokkurinn, alls 75 keppendur. Þar sigraði Eyjamaðurinn Jón Haukur Guðlaugsson sem spilar fyrir Golfklúbbinn Odd og í 2. sæti varð annar fyrrum GV-maður, Björgvin Þorsteinsson. Af félögum í GV stóð Magnús Þórarinsson sig best, varð í 9. sæti, Ragnar Guðmundsson í 25. sæti og Hallgrímur Júlíusson í 30. sæti. í keppni með forgjöf varð fyrrum GV-félagi, Jóhann Pétur Andersen í 2. sæti en af GV-félögum varð Sigurður Guðmundsson í 13. sæti, Sigurgeir Jónsson í 15. sæti og Gunnar K. Gunnarsson í 22. sæti. Þessi góða þátttaka Eyjamanna vakti nokkra athygli en GV átti yfir tíu prósent keppenda. Á næsta ári verður þetta mót haldið í Eyjum og má þá búast við enn meiri þátttöku héðan. KATRIN Magnúsdóttir var eina konan í hópi keppenda GV sem þó voru fjölmennir. Voru um tíundi hluti allra keppenda. íþróttir Misjafnt gengi yngri flokkanna Nú fer að styttast i knattspyrnu- vertíðinni sumarið 2008 og lýkur henni hjá yngri flokkunum um mánaðamótin. Gengi ÍBV hefur verið misjafnt í sumar, sumir flokkar á botninum á meðan aðrir eru í toppbarátttunni. Fimmta flokki karla hefur gengið vel og eru fjögur lið af fimm á leið í úrslit. Ekki er eins bjart hjá stelpunum þar sem A-liðið er í botnbaráttu en B-liðið fyrir miðju. Fjórði fiokkur karla er í B-riðli og er í ströggli. Stelpunum hefur gengið mjög illa og eru í níunda og neðsta sæti. Þriðji flokkur kvenna er í B-riðli þar sem þær eru í ströggli en kar- lamir eru í C-riðli og eru á topp- num. Annar flokkur kvenna er 1 A-riðli þar sem þær eru um miðja deild. Strákarnir eru í C-riðli og eru í toppbaráttunni. Næstu leikir eru: Laugardagur 4. fl. Kvenna ÍBV - Keflavík Sunnudagur 4. fl. kvenna Þór Ak. - ÍBV mætast í Reykjavík. 2. fl. kvenna IBV - Þrótlur 3. fl. karla ÍBV - Sindri Ætla að spila illa „Við höfum oft verið að spila nokkuð vel í þessum undirbún- ingsleikjum en síðan ekki byrjað keppnina sérstaklega vel. Við ætlum því að reyna að spila rnjög illa á morgun og byrja síðan keppnina vel,“ sagði Hermann Hreiðarsson kíminn í samtali við Vísi.is. Island mætir Aserbaídsjan í vináttulandsleik á morgun en þetta er síðasti leikur liðsins fyrir undankeppni HM sem hefst með leik gegn Noregi þann 6. september. „Nei, nei, þetta er góður leikur. Allir eru mættir og við fáum þennan stutta tíma til að slípa okkur aðeins saman. Það eru kynslóðaskipti í þessu og gaman að sjá að mjög teknískir og skemmtilegir fótboltamenn eru að koma inn,“ sagði Hermann. www.visir.is greindi frá.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.