Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.08.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 28.08.2008, Blaðsíða 1
BíLAVERKSTÆÐIÐ BrAGGINNsf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35.árg. I 35. tbl. I Vestmannaeyjum 28. ágúst 2008 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is SZ:^ ^K < ' 7« ritf^fc A fEnHf ' '**/ flLÍfl **¦ '*!¦' »i # ÍFH^M 1' r" - ¦•^^^ ^^ ":*&£» ¦^g::.::;;:;.;v:'f^ r ¦r- ^W~ //rr- — . 12 1 • ... ' 11 f K • ¦"' -1 ' NYTT SKOLAAR hófst i byrjun vikunnar þegar nemendur í Grunn- og Framhaldsskóla Vestmannaeyja fengu í hendurnar stundatöflu vetrarins. Hér eru nemendur í 7. bekk ásamt kennara sínum, Bryndísi Bogadóttur. Hásteinsvöllur fær ekki keppnisleyfí í úrvalsdeild vegna of fárra sæta í stúku og þakleysis KSÍ óhagganlegt í stúkumálinu -IBV meinað að leika heimaleiki í úrvalsdeild á Hásteinsvelli - Stúkan myndi rúma 18% íbúa bæjarins segir Elliði Vignisson bæjarstjóri og er vonsvikinn yfír afstöðu KSÍ Knattspyrnusamband íslands er óhagganlegt í þeirri afstöðu að ÍBV fái ekki að leika heimaleiki sína í úrvalsdeild, nema reist verði stúka fyrir sjö hundruð áhorfendur á Hásteinsvelli. Elliði Vignisson bæjarstjóri er vonsvikinn með af- stöðu KSÍ og segir súrt í broti að þurfa að sæta þessum kostum. Elliði Vignisson átti á föstudaginn var óformlegan fund með formanni Knattspyrnusambands íslands, fram- kvæmdastjóra sambandsins og for- manni leyfisnefndar, um stúkumálið á Hásteinsvelli. Á fundinum ítrekaði KSI að samkvæmt reglum sam- bandsins fengi IBV ekki að spila heimaleiki sína í úrvalsdeild nema reist yrði sjö hundruð manna stúka á velfinum. Að sögn Elliða gerði hann KSI grein fyrir því á móti að bæjar- félagið og IBV hefðu sett uppbygg- ingu aðstöðu fyrir íþróttafólkið í for- gang, en ekki stúkubyggingu. Forráðamenn KSI kváðust hafa skilning á þessu sjónarmiði, en vísuðu í reglugerðir sambandsins og þar við situr. Stúkan á Hásteinsvelli er ekki nógu stór að mati KSÍ og á hana vantar þak svo hægt sé að spila leiki í efstu dcild. Elliði kvað fulltrúa Vestmanna- eyjabæjar hafa átt viðræður bæði við stjórn knattspyrnudeildar meistara- flokks ÍBV og forystumenn ÍBV íþróttafélags og falast eftir hug- myndum þeirra um hvort setja ætti stúkuna í forgang, en áætlanir sveitarfélagsins gera ráð fyrir að þrjú hundruð milljónum króna verði varið til knattspyrnumála. Það hafi verið einróma niðurstaða að peningunum yrði best varið til smíði knattspyrnuhúss. Aðrar fram- kvæmdir Vestmannaeyjabæjar á sviði íþróttamála er gerð útivistar- svæðis við sundlaugina með vatns- rennibrautum og heitum pottum og kvað Elliði engan vilja til þess að fresta þeim framkvæmdum vegna stúkumálsins. KSÍ veitti IBV undanþágu í stúku- málinu fram til 2007. Nú eru allar lfkur á að félagið leiki í úrvalsdeild á næsta keppnistímabili. Elliði kvað vissulega súrt í broti að KSI fari fram á þessar framkvæmdir af fullri hörku og engri eftirgjöf á fyrsta ári eftir að félagið hafí unnið sér keppn- isrétt í úrvalsdeild á ný. „Ég spyr mig hvort KSÍ hafí hugsað út í hvers konar hömlur þetta eru fyrir lítil bæjarfélög sem hugsa stórt," sagði Elliði og bætti því við til skýringar á umfangi verksins, að um 18% íbúa Vestmannaeyja kæmust fyrir í 700 manna stúku. Hann kvaðst oft fara á leiki IBV og aldrei verða var við óánægju fólks með að ekki væri stúka á vellinum. Hann kvað bæjaryfirvöld munu nú leita til ÍBV á ný til að leiða þetta mál endanlega til lykta og ef knattspyrnuhús væri enn í forgangi hjá félaginu, yrði ráðist í smíði þess. Vinnsla seni að hefjast -góð síldar- og makríl veiði austur af landinu Senn hefst vinnsla í hraðfrysti- húsum ísfélagsins og Vinnslu- stöðvarinnar að loknum sumar- leyfum starfsmanna. Síldar- og makrflveiðar nótaskipa fyrir- tækjanna hafa gengið vel að undanförnu. Vinnsla í hraðfrystihúsi ísfé- lagsins hefst á mánudaginn kemur að lokinni sumarlokun og verður unninn bolfiskur af tog- aranum Suðurey. Að sögn Ólafs Guðmundssonar hjá fsfélaginu hefur að undanförnu verið ágætis gangur í síldar- og makrílveiðum austur af landinu. Þar eru Guðmundur, Alsey, Þorsteinn og Júpíter að veiðum. Aflinn er frystur um borð í Guðmundi, en afli hinna skipanna fer í bræðslu á Þórshöfn. Hjá Vinnslustöðinni hefur undanfarna verið unnið við flatningu, pökkun á saltfiski og frystingu á karfa. Lágmarks- vinnsla verður í húsum VSV á næstunni vegna hópferðar starfs- manna fyrirtækisins til Kanarí- eyja, en mjög góð þátttaka er í ferðinni. Vinnsla hefst síðan af fullum krafti 10. september. Síldar- og makrflveiðar skipa Vinnslustóðvarinnar hafa gengið vel að undanfórnu og nýlega lönduðu Kap og Sighvatur Bjarnason afla úr þriðja túrnum í ágúst. Aflinn fer allur í bræðslu. Deilt um sæstreng við Surtsey I 24 stundum var í vikunni greint frá því að deilur væru um lóg- mæti leyfísveitingar vegna lagningar sæstrengs í gegnum friðlandið við Surtsey. Surtsey var tekin inn á heimsminjaskrá UNESCO 8. júlí síðastliðinn og aðeins þremur dögum síðar sótti Farice um leyfi til að Ieggja sæstrenginn í gegnum friðlandið. Umhverfísstofnun veitti leyfi 4. ágúst og var strengurinn lagður í síðustu viku. Haft er eftir Steingrími Hermannssyni, formanni Surtseyjarfélagsins, að félagið hafi aldrei lagt fram umsögn um málið sem samkvæmt reglum, á að líta til þegar kemur að leyfis- veitingu sem þessari. Sigrún Agústsdóttir, sviðstjóri laga- og stjórnsýslu hjá Umhverfis- stofnun, segir hins vegar að öll skilyrði hafí verið uppfyllt til að veita mætti leyfið. Hún segir að Steingrímur hafi gefið munnlega umsögn í gegnum síma sem er fullnægjandi. Steingrímur segist hins vegar ekki hafa verið að gefa umsögn Surtseyjarfélagsins. VIÐ LÁTUM BÍLINN GANGA... ...SVOÞÚÞURFIRÞESSEKKI SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / <&) ÞJÓNUSTUAÐILITOYOTA í EYJUM amar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI FLATIR21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.