Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.08.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 28.08.2008, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 28. ágúst 2008 BlogghQlmar Eyjamaður vlkunnar: Kirkjur bazjarins: Georg E. Arnarson: Stóri Brama- fiskurinn Vegna spuminga um stóra brama- fiskinn í fyrri færslu, ákvað ég að skrifa þessa færslu. Ég hef veitt svona fisk bæði djúpt austan og vestan við Eyjar, en ekki á grynnri sjó en 60 faðma dýpi. Kunningi minn á trillu fór sl. miðvikudag djúpt suður fyrir Eyjar, eða niður á 80 faðma dýpi og fékk ca. 70-80 kg af þess- um fiski, en hver ftskur er 1-2 kg. Besta lýsingin á þessum fiski er sennilega sú, að hann sé mitt á milli karfa og makríls. Hann er aðeins stærri en karfmn, en töluvert mjórri. Hann er sléttur eins og makríllinn og með alveg eins sporð. Hann er hins vegar greinilega rán- fiskur, því hann er með tvöfalda röð af tönnum uppi í sér og hef ég fengið hann bæði á handfæri sem ég er að slaka niður og á línu, sem liggur á botninum. Þess má geta að ég heyrði í skipstjóra á stóru línu- veiðiskipi frá Grindavík, sem var sunnan við Eyjar í síðustu viku og var hann kominn með rúmlega hálft kar af þessum fiski, eða ca. 250- 300 kg. Fiskurinn er ægifagur þegar hann kemur upp úr sjónum, eða nánast fjólublár og eru litirnir í uggunum sérlega fallegir og nánast eins og regnbogi, því þeir skipta litum, eftir þvf hvemig sólin fellur á þá. Þegar hann hins vegar drepst, þá breytist liturinn og hann verður nánast grásilfraður. http.V/georg. blog. is Álsey VE-2: Guðmar og Kolbrún Berg- þórsdóttir skyld? fsland best í heimi! Já við erum ekki lítið land heldur „STÓRASTA LAND í HEIMI“ eins og okkar ástkæra forsetafrú gat réttilega til um... eða næstum réttilega;-)...en við vitum öll hvað hún meinar og tökum undir með henni. Innilega til hamingju strákamir OKKAR með æðislegan árangur á OL 2008. Hér um borð var vaknað í leikinn eins og víðast hvar til sjávar eða sveita. Með einni undantekningu þó þar sem við höfum hér hann Guðmar sem á það líkt með henni Kolbrúnu Bergþórsdóttur að hvomgt hefur minnsta áhuga á handbolta. En hún Kolbrún sem kom fram fyrir alþjóð í Kastljósi og viðurkenndi það að hún hafði ekki hugmynd um mikil- vægi þessa leiks þegar OKKAR strákar tóku þá suðrænu og bræddu í undanúrslitum. Hún hafði þá óskað þess að einhver hefði fyrir- fram sagt henni frá því svo hún hefði getað tekið þátt og áttað sig á afrekinu. En sama hvað við reynd- um þá vom öll ljós kveikt en enginn heima svo lítið fannst Guðmari um þetta afrek, því lét hann sig vanta í morgun fyrir fram- an kassann. En við gerum bara eins og Óli Stefáns og hugsum bara fall- ega til hans sem og annarra og emm ekki með neitt BÍB...enda topp náungi þrátt fyrir að vera ekki að rifna úr stolti með strákana OKKAR;-) Ég hef þó ekki upplýsingar um hvort Kolbrún hafi séð leikinn í morgun, en ég leyfi mér að halda að svo hafi verið... þar til annað kemur í ljós. http://www. 123.is/alseyve2/ Leiklist, tónlist snóker og góker Ástþór Ágústsson er Eyjamaður vikunnar. Leikverkið Maddid var sýnt í Vestmannaeyjum í gærkvöldi en seinni sýningin er í kvöld. Astþór Ágústsson er leikstjóri verksins en hann stundaði á sínum tíma nám í leiklist í London, þar sem hann er búsettur um þessar stundir. Ástþór er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni og upplifir þar með æsku- draum sinn eins og hann segir sjálfur. Nafn: Ástþór Ágústsson. Fæðingardagur: 26. maí 1979. Fæðingarstaður: Vestmanneyjar. Fjölskyida: Foreldrar em Ágúst Einarsson og Edda Ólafsdóttir. Bræður mínir em Einar og Kristján. Draumabfllinn: Austin Mini. Uppáhaldsmatur: ítalskur matur, pasta og pizzur. Versti matur: Allt svona þorra- eitthvað. Uppáhalds vefsíða: baggalutur.is Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Fönk-tónlist, Tom Waits og Cake svo ég nefni einhver dæmi. Aðaláhugamál: Leiklist, tónlist, snóker, póker. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Ætli ég myndi ekki helst vilja hitta Da Vinci. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Fyrir utan Vestmanna- eyjar, þá er það Ásbyrgi. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Ég er púlari þannig að mitt lið er Liverpool. Uppá- haldsíþróttamaðurinn er handbolta- landslið Islands eins og það leggur sig. Ertu hjátrúarfullur: Nei, ég blístra og segi Macbeth eins og ég vil. Stundar þú einhverja íþrótt: Já ég spila körfubolta þegar ég kemst í hann. Svo syndi ég líka stundum en annars er ég mikið fyrir það að hreyfa mig. Ef einhver býður mér í eitthvað þá er ég oftast til í tuskið. Uppáhaldssjónvarpsefni: Nevermind the Buzzcocks eru æðislegir þættir í anda Popppunkts, reyndar meira spjall og fjör en minni áhersla á spurningaleikinn. Af hverju á fólk að koma á Maddid: Er ekki alltaf gaman að sjá eitthvað nýtt? Um hvað fjallar sýningin: Sýningin fjallar um Maddid sem er svo óheppin að vera ófullgerður karakter. Hún reynir að skilgreina sjálfa sig svo áhorfendur geti munað eftir henni en Maddid á erfitt með að tjá sig og líkaminn tekur oft völdin þegar hana skortir orðaforða, oft með spaugilegum afleiðingum. Eigum við eftir að sjá Ástþór á sviði í Vestmannaeyjum aftur: Vafalítið. Landakirkja Sunnudagur 31. ágúst Kl. 11.00. Skólamessa. Fulltrúar frá grunnskólanum og framhalds- skólanum lesa ritningarlestra og beðið verður sérstaklega fyrir skólastarfmu hér í Eyjum á öllum skólastigum. Kennarar og skólafólk fjölmennið. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar. Sr. Guðmundur Örn Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kl. 14.00. Guðsþjónusta á Hraunbúðum. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guðmundar H. óuðjónssonar og Sr. Guðmundur Öm Jónsson prédikar. Miðvikudagur 3. september Kl. 11.00. Helgistund á Hraunbúðum. Viðtalstímar prestanna eru þriðjudaga til föstudaga milli 11.00 og 12.00. Matgozðingur vikunnar: Tikkandi „Tikka Masala“ kjúklingur - og kókosbollubomba í sparifötum. Gísli Valur Gíslason er matgæð- ingur vikunnar og býður uppá spennandi rétti. Tikkandi „Tikka Masala“ kjúk- lingur Hráefni 4 kjúklingabringur 2 pokar Basmati hrísgrjón 1 krukka Tikka Masala sósa frá Patak's 1 hnefi möndluflögur Aðferð Þessi réttur er í einfaldari kantinum en vekur ávallt hrifningu. Sjóðið hrísgrjónin í 15 mínútur, skerið kjúklingabringurnar í litla bita. Steikið bitana í 5 mínútur í olíu á heitri pönnu. Bætið við Tikka Masala sósunni ásamt möndlum og látið réttinn malla í 8 mínútur við meðalhita. Berið fram með hrís- grjónum og nanbrauði. Raihita Jógúrtsósa Hráefni 1 dós hrein jógúrt 1/2 agúrka kjamhreinsuð og skorin Gísli Valur er matgœðingur vikunnar. smátt 1 teskeið þurrkuð mynta nokkur blöð fersk mynta söxuð smátt dass af salti og ögn af hrásykri Aðferð Allt hráefnið er hrært saman við jógúrtina og kælt. Eftirréttur: kókosbullubomba í sparifötum Hráefni 4 kókosbollur 1 bakki fersk jarðarber 1 bakki fersk bláber 2 Mars súkkulaðistykki 2 Snickers súkkulaðistykki 1/2 poki Nóakropp 1/2 lítri þeyttur rjómi Aðferð Kókosbollumar em skomar í bita og raðað í botninn á fallegu móti, t.d. eldföstu. Súkkulaðið er skorið í smáa bita og raðað þar ofan á ásamt Nóa-kroppinu. Þeytta rjómanum er nú hellt yfir allt gúm- melaðið og þar ofan á koma berin. Ég skora á Guðlaug Olafsson siglingafrœðing, Ég veit að honum þykir matur mjög góður en mér þœtti forvitnilegt að vita hvernig hann stendur sig við eldavélina. Hvítasimnii- kirkjan Fimmtudagur 28. ágúst Kl. 20:30 Bænaganga biðjum í gegn. Laugardagur 30. ágúst Kl. 20:30 Brauðsbrotning. Sunnudagur 31. ágúst Kl. 13:00 Samkoma, hvað vill Guð gera með þér? Verið velkomin. Aðventkirkjan Laugardagur Vertu velkominn að rannsaka með okkur Biblíuna kl. 10:30. Sérstök dagskrá fyrir bömin. Sjáumst! Gamla myndin Hér birtist enn ein kappantyndin í tilefni loka Olym- píuleikanna. Þegar þessi orð eru rituð höfum við ný- tapað fyrir Frökkum og því silfrið súrt, en væntan- lega mun það réttast af. En hverjir eru þeir drengir er hér fagna sigri? Brátt munu þær myndir er birst hafa í Fréttum einnig birtast á Heimaslóð - brjóst- mylkingi Frosta Gíslasonar. Ætlunin er að taka upp það samstarf sem dugar til sigurs, að koma myndum Kjartans Guðmundssonar á framfæri við umheiminn þannig að hver sá er þekkir það sem ekki hefur tek- ist að auðkenna af okkur starfsmönnum fái öll tæki- færi heimsins til að gera þekkingu sína heyrinkunna. Jafnframt munum við gera gleggri grein fyrir þeim góðu ábendingum sem lesendur Frétta hafa gefið. Markmiðið með samvinnu Bókasafnsins, Frétta og Heimaslóðar er sama og landsliðsins í handbolta og borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík - að fara alla leið. Það er að minnsta kosti ljóst í okkar tilviki að ef þið lesendur góðir þekkið drengina á þessari mynd hafið þið komið samvinnu okkar hænufetinu áfram.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.