Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.08.2008, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 28.08.2008, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 28. ágúst 2008 13 Persónumiðuð framleiðsla með tölvustuddri tækni LOGREGMN - Frosti Gíslason, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöðinni, um stafræna framleiðslutækni eða Fablab Nýsköpunarmiðstöð íslands stendur á þessari önn fyrir námskeiðum í stafrænni framleiðslutækni í sam- vinnu við Framhaldsskólann í Vest- mannaeyjum og Visku. Nemendur á námskeiðinu læra að nota lasera, fræsivélar, þrívíddarprentara en með nýrri tæki opnast leið til að innleiða ný iðnaðarferli og finna skilvirkari leiðir til að búa til hluti. Á það annars vegar við persónumiðaða framleiðslu og hins vegar frum- gerðasmíði. „Námskeiðið, sem er að hefjast í Framhaldsskólanum, verður val- námskeið til þriggja eininga sem hugsað er fyrir fólk bæði á verknáms og bóknámsbrautum sem vill efla skilning sinn á tölvutækni og iðnaði,” sagði Frosti Gíslason, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunar- miðstöðinni. Sameinar tölvutækni og tölvustýrð iðnaðartæki „Stafræn framleiðslutækni sameinar tölvutækni og tölvustýrð iðnaðar- tæki til að útvíkka framleiðslugetu fyrirtækja, auka nákvæmni og afköst. „Nú hefur þessi tækni verið að ryðja sér til rúms í íslensku Frosti Gíslason, verkefnastjóri. atvinnulífí sem og annars staðar og nú erum við að veita almenningi aðgang að slíkum tækjabúnaði til þess að læra á og nota,” bætti Frosti við til útskýra málið enn frekar. Nýsköpunarmiðstöð Islands er þátttakandi í alþjóðlegu samstarfs- neti um rekstur á stafrænum smiðjum, svokölluðum Fab Labs (fabrication laboratory), en slíkar smiðjur má fínna í New York, Suður Afríku, Costa Rica, Hollandi, Noregi, Indlandi og víðar. „Smiðj- umar gefa almenningi kost á að komast í tæri við nýjustu tækni og alþjóðlegt samfélag frumlegra hönn- uða og sérfræðinga á öllum sviðum vísinda. Með þessari tengingu má ýta undir meiri nýbreytni og nýsköpun,” sagði Smári McCarthy, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunar- miðstöðinni sem sér um námskeiðin. Endalausir möguleikar Frosti og Smári telja að þetta námskeið eigi mikið erindi til þeirra sem stefna á hvers lags vinnu í tæknigeiranum, hvort sem það er vélstjórn eða verkfræði. ,,Á námskeiðinu ætlum við að kenna fólki að nota lasera, fræsivélar, þrívíddarprentara og önnur tæki sem verður hægt að finna í verksmiðjum framtíðarinnar,” sagði Smári. „En það er ekki nóg að kunna á tækin, heldur verður fólk líka að vita hvemig þau virka. Það verður aðeins farið ofan í kjölinn á framleiðslu og tölvutækni almennt og reynt að hafa þetta spennandi.” Aðspurðir, hver sé ávinningurinn af því að taka þátt í þessu, segja þeir að möguleikarnir séu endalausir. „Við höfum alist upp við þá hugmynd að allir hlutir verða til einhvers staðar í fjarskanistan og það eina sem Vestmannaeyjar geta framleitt er fiskur, “ segir Smári. „Alls staðar í heiminum í dag em menn að tala um sjálfbæmi þetta og vistvænt hitt, og þessi smiðja er holdgerving þeirrar umræðu. Með því að innleiða ný iðnaðarferli og frnna skilvirkari leiðir til að búa til hluti og deila þeim með öðmm getum við leiðrétt þenn- an misskilning. Það getur þýtt að unga fólkið í Eyjum getur farið að búa til húsgögn, listaverk og tölvur frá grunni. Annars vegar er það per- sónumiðuð framleiðsla, þar sem þú býrð til hlutinn nákvæmlega eins og þú vildir hafa hann, og hins vegar er það ör frumgerðasmíði, þar sem þú hannar hlutinn, býrð til frumgerð hér og getur svo látið fjöldaframleiða hann hvar sem er.” „Þessi áfangi sem við verðum með í Framhaldsskólanum í samvinnu við Visku mun verða gagnlegur og áhugaverður og vonandi upphafið að einhverju miklu stærra,” bætir Frosti við. Hugsað upphátt: Á að útiloka lítil bæjarfélög frá því að leika í efstu deild knattspyrnunnar? Pistill Gísli Valtýsson gisli @ eyjafrettii: is Manni varð bylt við, eftir lestur fréttar í Vaktinni í síðustu viku. Þar var fjallað um kröfur KSI um áhorf- endastúkubyggingu við Hásteins- völlinn. Sú stúka skal rúma 700 áhorfendur og vera yfirbyggð. Og ef slík bygging verður ekki risin árið 2009, fær ÍBV ekki að leika heimaleiki væntanlegs efstudeildar- liðs síns í Eyjum. Heldur verður að leika þá annars staðar á landinu, þar sem yfirbyggð 700 manna áhorf- endastúka er fyrir. Ber KSÍ fyrir sig reglur Knattspymusambands Evr- ópu. - Manni sýnist nú KSI foryst- an vera kaþólskari en sjálfur páfinn í þessu máli. Ég er fastur gestur á heimaleikjum IBV liðsins og kvarta ekki yfir aðstöðuleysi mínu á vellinum. Yfirbyggð áhorfendastúka yrði til bóta í rigningu og roki. En slík bygging er hinsvegar fáránleg frá fjárhagslegu sjónarmiði lítils bæjar- félags. Kostnaður við byggingu hennar slagar sjálfsagt hátt í hundr- að milljónir króna. Notkunartíminn yrði frá miðjum maí fram í miðjan september og leikjaíjöldinn á þessu tímabili kannski 20 leikir eða um 40 klukkustunda notkun á ári. Fyrir lítil bæjarfélög er slík fjárfesting þeim hreinlega ofviða að óbreyttu ástandi. Með kröfum um 700 manna yfirbyggða stúku, eða þó hún væri að hluta yfirbyggð, og með til- heyrandi alls kyns reglugerðum, er verið að gefa litlum bæjarfélögum iangt nef, - þeirra veru í efstu deild er greinilega ekki óskað. AIls kyns reglur er að finna í Leyfishandbók Knattspyrnusam- bandsins, varðandi knattspymuvelli. Þar er að finna ýmis atriði sem sjálf- sagt eru nauðsynleg þar sem áhorf- endafjöldinn skiptir þúsundum eða tugþúsundum. En í bæjarfélagi eins og Vestmannaeyjum með um 4000 íbúa, eru sumar þessara reglna afkáralegar. T.d. „Gera verður ráðstafanir til að hindra troðning við innganga.“ KSI ætti að meta aðrar aðstæður meira en þessa stúkubyggingu. Það er rétt sem Elliði Vignisson, bæjarstjóri, sagði í Vaktinni í síð- ustu viku, að nær væri að KSÍ ynni að því að önnur knattspymufélög en þau, sem eru á Faxaflóasvæðinu leiki í efstu deild, eins og nú er málum háttað. Hér í Eyjum höfum við grasvöll eins og þeir gerast bestir. Slíkar aðstæður hljóta að vera aðalatriði hvers knattspyrnuleiks. Þar að auki er Hásteinsvöllur einstaklega fal- lega innrammaður frá náttúrunnar hendi. Og nú hillir undir byggingu knattspymuhúss, sem ætti að koma íþróttafólkinu sjálfu til góða og efla áhuga þess og getu og efla knatt- spymuna sem slíka. Þetta stóra knattspymuhús kallar KSÍ forystan, gæluverkefni bæjarstjórnarinnar. - Þá vitum við það! Því verður ekki trúað að KSI ætli að útiloka þann mikla knattspymu- bæ, sem Vestmannaeyjar eru og löngum hafa verið, að leika sína knattspymuleiki í efstu deild að ári, á Hásteinsvelli. - Af því að þar er ekki yfirbyggð 700 manna stúka, - en hins vegar einn besti knatt- spyrnuvöllur landsins. Tekinn með fíkniefni í Herjólfi Lögregian hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið og ljóst að mannlífið hér í Eyjum er að komast í sitt hefðbundna horf eftir þjóðhátíð. Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en við venjubundið eftir- lit með Herjólfi hafði lögreglan afskipti af einum farþeganum og við leit á honum fannst lítilræði af kannabisefnum. Viðkomandi viðurkenndi að eiga efnin og er málið talið upplýst. 25. ágúst var lögreglu tilkynnt um að brotist hafði verið inn í afgreiðslu N1 á Básaskers- bryggju. Hafði verið farið inn með því að sparka upp hurð í porti við húsið. Stolið var um kr. 15.000,- og 6 símakortum með því að brjóta upp peninga- kassa. Talið er að innbrotið hafi átt sér stað aðfaranótt 25. ágúst. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hver eða hverjir þarna vom að verki en allar upplýsingar eru vel þegnar. Ein líkamsárás var kærð eftir skemmtanahald helgarinnar og átti hún sér stað á veitinga- staðnum Lundanum. Gjöld leik- skóla hækka Tillaga um hækkun gjalda í leik- skólum Vestmannaeyjabæjar var samþykkt á fundi fræðslu- og menningarráðs í síðustu viku. Þannig hækka leikskólagjöld um 4,5% og fæðisgjald hækkar um 6,5% ef miðað er við fullt fæði. Hækkanimar eru í samræmi við launa- og neysluvísitölu samkvæmt reglum um endur- skoðun leikskólagjalda. Samkvæmt þessu fer gjald fyrir 8 tíma vistun með fullu fæði úr kr. 26.824 í kr. 28.167 sem er hækkun um 1.343 krónur á mánuði. Menning: Guðgeir sýnir gömul hús Guðgeir Matt- híasson listmálar opnar sýningu á málverkum í glugga gamla bakarísins að Vestmannabraut á föstudaginn kemur klukkan sextán. Þar sýnir Guðgeir myndir frá liðnum tíma. Sýningin er í fjómm þáttum. I fyrsta lagi sýnir Guðgeir málverk sem sýna hús sem stóðu á Baldurshagalóðinni. I öðm lagi em myndir af gömlu lögreglustöðinni og fleiri húsum við Stakkagerðis- tún. I þriðja lagi sýnir Guðgeir myndir úr austurbænum af húsum sem fóru undir hraun í gosinu 1973, séð frá Garðtúni, svo sem gamla og nýja Reykholti, Fagurlyst, Steinum og Sæbergi. Loks sýnir Guðgeir fantasíumyndir, sem hann nefnir smásögur. Sýning listmálarans stendur fram á mánudagsmorgun. Skólamál: Matseðill barnanna á netinu Fræðslu- og menningarráð ákvað á fundi sínum 21. ágúst sl. að bjóða bömum í grunnskólanum upp á heitan mat í hádeginu fjórum sinnum í viku. Af því tilefni hefur verið samið við Einar Björn Árnason um að elda matinn og verður lagt verður upp með að maturinn fullnægi kröfum Lýðheilsustöðvar um hollustu og næringu. Matreiðslan verður í fullu samráði við Lýðheilsustöð og þess gætt að boðið verði upp á mat úr öllum fæðuflokkum í réttum mæli. Þess má geta að foreldrar geta nú skoðað matseðil bama sinna með því að fara inn á heimasíðu Gmnnskóla Vestmannaeyja, www.grv.is. Samgöngur: Herjólfur í slipp Ákveðið hefur verið að Herjólfur fari í slipp á Akureyri í lok september. Skipið verður tekið upp í nýrri flotkví nyrðra. Farþegaferjan St. Ola mun sigla milli Vest- mannaeyja og Þorlákshafnar meðan Herjólfur er í slipp, en skipið hefur leyst Herjólf af hólmi frá árinu 2004. Endanleg dagsetning hefur enn ekki verið ákveðin, en Herjólfur siglir norður annaðhvort 29. eða 30. september.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.