Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.08.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 28.08.2008, Blaðsíða 15
Frcttif / Fimmtudagur 28. ágúst 2008 15 J! 1. deild karla: KA - IBV 2:1 - Síðasti heimaleikurinn í kvöld Væri gaman að sjá ÍBV í efstu deild - segir varnarmaðurinn Bjarni Hólm Aðalsteinsson FAGN. Vonandi fá leikmenn ÍBV tækifæri til að fagna í kvöld í leiknum gegn Haukum. Sigur er nauðsyn- lcgur í toppbaráttu 1. deildar. Eyjamenn sóttu ekki gull úr greipum KA síðasta fimmtudag þegar liðin mættust í 18. umferð 1. deildar karla. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Eyjamenn voru þó örlítið hættulegri. KA menn komust gegn gangi leiksins yfir á 43. mínútu, markamínútunni frægu, þegar Elmar Dan Sigþórsson skoraði með góðu skoti eftir homspymu. Eftir markið fjaraði fyrri hálfleikurinn út og staðan því I -0 fyrir heimamönnum í leikhléi. Heimir Hallgnmsson hefur greini- lega látið sína menn heyra það í hálfleik því Eyjamenn komu mun grimmari til leiks í seinni hálfleik og jöfnuðu metin á 76. mínútu. Augustine Nsumba fékk boltann á kantinum, fór illa með vamarmann KA og sendi boltann á Andra Olafs- son sem framlengdi honum á Inga Rafn Ingibergsson sem skoraði með góðu skoti. Eftir markið voru Eyjamenn mun líklegri til að skora og áttu ágætis færi en allt kom fyrir ekki. Það var síðan þvert gegn gangi leiksins þegar KA menn skoruðu sigurmarkið. Andri Júlíusson átti þá góða fyrirgjöf á Stein Gunnarsson sem stakk sér fram fyrir varnarmann ÍBV og skoraði framhjá Albert Sævarssyni. Þung pressa var að marki KA en Eyjamenn náðu ekki að jafna og lokatölur því 2-1 fyrir KA. Lokamínúturnar Eyjamönnum erfíðar Eyjamenn em enn á toppi 1. deild- arinnar og hafa þriggja stiga forskot á Selfyssinga sem unnu Njarðvík sannfærandi 4-1 á heimavelli. Eyjamenn hafa unnið fjórtán leiki, gert eitt jafntefli og tapað þremur leikjum. Markatala IBV er afar góð en þeir hafa skorað 34 mörk og aðeins fengið á sig 11. ÍBV er því með 23 mörk í plús sem verður að teljast mjög gott. Eyjamenn hafa tapað leikjum gegn Haukum, Stjörnunni og KA og svo virðist sem leikmenn ÍBV tapi þeim leikjum sem spilaðir eru á gervigrasi en leikirnir gegn Haukum og Stjömunni vom báði leiknir á gervi- grasi. Einnig reynast lokamínútum- ar Eyjamönnum erfiðar því mörkin sem liðið fær á sig í þeim leikjum sem það misstígur sig koma flest þegar lítið er eftir af leikjunum. Sökin gæti verið einbeitingarleysi. Stór hluti af velgengni strákanna í sumar er hversu sterkur heimavöll- urinn er. ÍBV hefur ekki tapað einu stigi á heimavelli í sumar og það er virkilega mikilvægt að taka öll stig sem gefast á heimavellinum. Verðum að vinna Blaðamaður náði tali af Bjarna Hólm Aðalsteinssyni og ræddi við hann um framhaldið hjá liðinu en Bjami er afar bjartsýnn fyrir næstu leiki og líst vel á stöðuna. „Mér líst mjög vel á framhaldið, núna er þetta í okkar höndum og staðan er bara orðin þannig að við verðum að vinna.“ Næsti leikur Eyjamanna er á fímmtudaginn en þá mætir liðið Haukum á heimavelli. IBV tapaði fyrir Haukum 2-0 á útivelli fyrr í sumar og Bjarni vill ná fram hefnd- um á fimtudaginn. „Haukarnir eru lúmskt sterkir, þeir eru með virkilega gott sóknarlið að mínu mati og það eru leikmenn þama sem við Jturfum virkilega að passa okkur á. Eg held hins vegar að við hlökkum bara til að mæta þeim hér á grasi, þetta er einnig síðasti heimaleikurinn og við erum staðráðnir í því að sýna góðan bolta svo áhorfendur sjái hvað við getum" Lið eiga að vera hrædd Bjarni er mjög ánægður með árangurinn á heimavelli en ÍBV hefur ekki tapað stigi á Hásteinsvelli í sumar. „Svona á þetta að vera, þetta gekk svona þegar ég kom héma fyrst og ég man líka þegar ég var að koma hingað að spila þá var maður alltaf hálfsmeykur og þannig á það líka að vera. Liðin ofan af landi eiga að vera hrædd þegar þau koma hingað og vita að þetta er einn erfiðasti völlur á landinu." Þegar Eyjamenn hafa misstigið sig í sumar hafa þeir verið að fá mörk á sig á lokamínútunum en Bjarni segir að það sé til skýring á því. „Við tókum þá ákvörðun í byrjun sumars að þegar við erum með tap eða jafntefli í höndunum og þurfum að sækja þá fækkum við í vörninni og reynum að setja fleiri leikmenn í sókn og reyna að kreista fram jafn- tefli eða sigur. Það er áhætta sem við ákváðum að taka í byrjun leik- tímabils og reyna að freista þess að taka þrjú stig og að að því leytinu til þá gæti það verið ástæðan en að mínu mati er bara jákvætt að reyna að taka þrjú stig heldur en að sætta sig við eitt.“ Bjarni er bjartsýnn á framtíðina og vill sjá sama leikmannahópinn prufa að fara í efstu deild. Gaman að spila saman í efstu deild „Það væri gaman að sjá þennan hóp sem hefur verið saman í 3-4 ár spila saman eitt leiktímabil í efstu deild og reyna að bæta við sig mannskap en auðvitað eru nokkrir leikmenn með lausa samninga og auðvitað er verið að reyna að næla í þá.“ IBV mætir Haukum á fímmtu- daginn kl. 18.30. Vonandi munu sem flestir mæta og styðja strákana okkar til sigurs. 1 Staöan ÍBV 18 14 1 3 34:11 43 Selfoss 18 12 4 2 44:28 40 Stjaman 18 10 5 3 36:20 35 Haukar 18 8 3 7 33:30 27 KA 18 7 5 6 26:21 26 Þór 18 6 3 9 26:34 21 Fjarðabyggð 18 4 8 6 29:31 20 Vikingur 18 5 5 8 24:27 20 Víkingur O. 18 4 8 6 14:23 20 Leiknir R. 18 4 5 9 22:35 17 Njarðvík 18 3 5 10 20:37 14 KS/Leiftur 18 1 8 9 15:26 11 Knattspyrna 3. deild karla: KFS - KFR 6:1 og lokahóf Eyjamanna Stefán Björn valinn bestur KFS lauk sínu tímabili í seinustu viku með leik gegn KFR. KFS stóð ekki undir þeim væntingum sem liðinu voru gerðar í byrjun sumars en liðinu var spáð að fara upp um deild. KFS hefur þó ekki spilað leiðinlega knattspymu í sumar, liðið hefur spilað skemmtilegan bolta og skorað ófá mörk. Seinasti leikur liðsins var gegn KFR á heimavelli. KFR hafði fyrir leikinn aðeins unnið einn leik allt sumarið og sat því í neðsta sæti riðilsins. KFS var hins vegar í næst- neðsta sæti með fjórtán stig, leikurinn skipti því svo sem ekki miklu máli fyrir hvorugt liðið. KFS byrjaði leikinn mun betur og komst yfir eftir aðeins tíu mínútna leik með marki frá Sigurði Inga Vilhjálmssyni sem átti stórleik í liði KFS. Sigurður var aftur á ferðinni um tíu mínútum fyrir hálfleik og skoraði sitt annað mark. Hann full- komnaði síðan þrennuna með marki SIGURÐUR INGI VILHJÁLMSSON var markahæstur hjá KFS í sumar en hér tekur hann við bikar af því tilefni úr hendi Hjalta Kristjánssonar, þjálfara liðsins og guðföður félagsins. rétt fyrir hálfleik. Staðan því 3-0 fyrir KFS í hálfleik og Sigurður Ingi með þrennu. KFS kom ákveðið til leiks í seinni hálfleik og var ekkert á þeirri skoðun að leggja árar í bát. Ivar Róbertsson bætti tveimur mörkum við og Sigurður Ingi skor- aði sitt fjórða mark rétt fyrir leiks- lok. KFR lagaði stöðuna aðeins með einu marki og lokatölur því 6-1 fyrir KFS. Glæsilegur endir á ágætis sumri. Lokahóf liðsins var haldið við miklar dýrðir á laugardaginn þar sem Birkir Hlynsson var valinn efni- legastur en hann hefur staðið frábærlega í vörn KFS í sumar. Sigurður Ingi Vilhjálmsson var markahæstur í liðinu með ellefu mörk í tíu leikjum en hann var einn- ig markahæstur í riðlinum. Stefán Bjöm Hauksson var svo að lokum valinn leikmaður ársins en hann stóð sig afar vel í sumar og heldur nú til Bandaríkjanna í nám. íþróttir 5. flokkur í úrslit Strákamir í 5. flokki náðu þeim stórkostlega árangri að komast í úrslit Islandsmótsins í flokkum A, B, C og D. ÍBV sendi fímm lið til keppni í mótinu og fjögur þeirra eru komin í úrslit sem fara fram næstu helgi. Þetta er hreint út sagt magnaður árangur sér- staklega í ljósi þess hvað Vest- mannaeyjar eru lítið bæjarfélag. Ljóst er að þarna eru á ferðinni framtíðar knattspyrn uhetj ur Vestmannaeyja og vonandi að strákarnir haldi áfram á söntu braut. Heimir Hallgrímsson og aðstoðarmenn hans eiga mikið hrós skilið og eru greinilega að vina frábært starf fyrir flokkinn. Hermann á tréverkið Eyjamaðurinn Hermann Hreið- arsson vermdi tréverkið hjá Portsmouth á mánudag þegar liðið tapaði 0:1 gegn Manchester United. Hermann hefur fengið aukna samkeppni um stöðu vinstri bakvarðar en Arsenal- maðurinn Armand Traore var lánaður til Portsmouth en Traore leikur sömu stöðu og Hermann. Vonbrigði með Gunnar Islenski landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur að mati danska vefmiðilsins onside.dk ekki staðið sig sem skyldi í fyrstu umferðum dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Hann er í hópi þeirra fímm leik- manna sem taldir eru hafa valdið mestum vonbrigðum það sem af er keppnistímabilinu. Gunnar Heiðar var engu að síður í lands- liði íslands sem mætti Aser- baídsjan í æfíngaleik í síðustu viku en náði ekki að skora. Skoraði tvö á laugardag Það er þó engin ástæða fyrir Gunnar Heiðar að örvænta enda aðeins fímm umferðir búnar. Hann á þó enn eftir að skora í deildaleik fyrir lið sitt Esbjerg en þangað var hann keyptur nú í sumar frá norska félaginu Váler- enga. Gunnar Heiðar skoraði hins vegar tvö mörk í bikarleik á laug- ardaginn gegn neðrideildaliðinu Tjæreborg og vonast menn til að þar hafí hann komist á skotskóna. Morgunblaðið Framundan Fimmtudagur 28. ágúst Kl. 18.30 ÍBV-Haukar 1. deild. Kl. 17.00 Grótta-ÍBV 3. fl. karla. Föstudagur 29. ágúst Kl. 17.00 Selfoss-ÍBV 4. fl. kk AB. Laugardagur 30. ágúst Kl. 14.00 ÍBV-BÍ/Bolungarvík 4. fl. karla B. Sunnudagur 31. ágúst Kl. 13.00 Fylkir2-ÍBV 3. fí. karla B. Mánudagur 1. septembcr Kl. 18.00 Leiknir-ÍBV 3. fl. karla. Miðvikudagur 3. september Njarðvík-ÍBV 1. deild karla.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.