Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.09.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 04.09.2008, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 4. september 2008 Kjaftfori kokkurinn veiddi og matreiddi lunda í Eyjum: Datt í sjóinn og var bitinn af lunda Cordon Ramsay, sjónvarps- kokkurinn heimsfrægi, var í þætti hjá Jay Leno á mánudagskvöld og kom þá m.a. inn á gerð matreiðslu- þáttar í Vestmanneyjum. Cordon, sem kannski er þekktastur fyrir að vera kjaftfori kokkurinn í Hell's Kitchen og fleiri matreiðsluþáttum, var í aðalhlutverki í þættinum ásamt Ólafi Tý Guðjónssyni, kennara og lundakarli. Þátturinn var tekinn upp í júlímánuði og hefur þegar verið sýndur í bresku sjónvarpi. Fréttir komust yfir eintak af þætt- inum sem er einstaklega skemmtile- gur og virkilega flott kynning á Vestmannaeyjum þar sem náttúran skartar sínu fegursta. Cordon kemur með lítilli flugvél til Eyja vegna þess að hann hefur lengi dreymt um að matreiða lunda en í þáttum sem hann stýrir fer hann um heiminn til að nálgast hráefni í ýmsa sérstaka og framandi rétti. Oli Týr tekur á móti kappanum og sýnir honum réttu handtökin við lundaveiði í Stórhöfða. Þeir fara síðan út í Elliðaey þar sem þeir veiða í soðið og það er létt yfir veiðimönnunum þrátt fyrir að Cordon sýni nú ekki mikil tilþrif við veiðiskapinn og einn lundinn nái að bíta kokkinn í nefið Þeir halda síðan í land, baka brauð í hlíðum Eldfells og Cordon matreiðir lundann eins og honum einum er lagið. Þátturinn er léttur og skemmtilegur og tökurnar flottar, Eyjarnar einstök náttúruperla í skjóli Eyjafjalla- jökuls. í þættinum hjá Jay Leno sagði Cordon farir sínar ekki sléttar í tengslum við tökurnar í Eyjum. Hann hefði fallið í sjóinn og verið í kafi í a.m.k. 45 sekúndur og ekki mátti skilja hann öðruvísi en að hann hafi verið í bráðri lífshættu. Þegar þetta var borið undir Óla Tý sagði hann frásögn Cordon ýkta en skemmtilega. „Það var fjallað um þetta atvik í Fréttablaðinu og okkur þótti fyndið hvað þetta voru miklar ýkjur. Cordon rann af steðjanum í Elliðaey og datt í sjóinn. Við vorum fljótir að ná honunt upp í tuðruna og ég reikna með að hann hafi verið í sjónum í um 45 sekúndur. Eg lét hann hafa úlpuna mína svo honum yrði ekki kalt og þeir fífluðust með þetta á leiðinni í land. Cordon ýkir þetta atvik og gerir ævintýralegt og meira spennandi," segir Óli Týr og hlær að öllu saman. „Skemmtilegast var að fá viðbrögð við þættinum eftir að hann var sýnd- ur í breska sjónvarpinu. Þegar við Cordon vorum að hamfletta lund- ann, tók ég hjartað úr lundanum og stakk upp í mig og át. Ég sagði honum að gera það sama og hann hlýddi. Eftir að þátturinn var sýndur í breska sjónvarpinu var haft sam- band við mig frá BBC því þeir höfðu fengið margar fyrirspurnir frá áhorfendum sem vildu vita hvort þetta væri venja í Vestmanneyjum eða hvort þetta væri fjölskylduhefð o.s.frv.," segir Óli Týr. „Þetta var nú bara hugdetta á staðnum til að sjá viðbrögðin hjá Gordon og hann var ekkert að tvínóna við þetta heldur átt eitt hrátt hjarta sjálfur. Gott hjá honum.“ Óli Týr segir að um 15 manns hafi komið að þáttagerðinni hér í Eyjum og fyllsta öryggis gætt. „Hann datt bara í sjóinn af einskærum klaufa- skap og það var aldrei nein hætta í sambandi við það.“ Ber ekki alveg saman í frétt á Vísi þann 28. júlí er sagt frá Islandsförinni og því lýst þegar Ramsey féll ofan af kletti niður í ískaldan sjó og drukknaði næstum því. „Ramsey var hér að vinna að þætti fyrir Channel 4 sjónvarpsstöðina, þar sem hann ætlaði að veiða og elda lunda. En það gekk ekki þrauta- laust að koma lundanum á diskinn. I breska dagblaðinu The Sun er sagt frá því að þegar kokkurinn var að príla niður klett hafi hann runnið til og húrrað fram af rúmlega áttatíu metra háum kletti. Ramsey lenti í ísköldum sjó fyrir neðan og leist víst ekki á blikuna. „Ég hélt ég væri farinn. Skórnir mínir og pollabuxumar drógu mig niður. Eg er frábær sundmaður, en ég komst ekki upp á yftrborðið. Ég sturlaðist af hræðslu og lungun á mér byrjuðu að fyllast af vatni,“ er haft eftir kokkinum, sem náði þó fyrir rest að losa sig úr skónum og komast upp á yftrborðið. Tökuliðið, sem hafði verið farið að óttast um kokkinn eftir 45 sekúndur í kafi, kastaði til hans kaðli og dró hann upp. Þetta voru ekki einu hremmingar- nar sem Ramsey lenti í við veiðamar. Einn lundinn beit hann í nefið, með þeim afleiðingum að sauma þurfti þrjú spor. En lundinn var lamb að leika sér við í samanburði við eiginkonuna sem beið hans heima. „Ég þorði ekki að segja henni frá þessu í fyrstu. En hún vissi að eitthvað hafði gerst. Hún varð alveg brjáluð," sagði Ramsey, og bætti við að óvíst væri hvort eiginkonan leyfði sér að mynda næstu þáttaröð sína - Dangerous food for boys. http://www.visir.is/ Sex mánaða uppgjör Sparisjóðs Vestmannaeyja : Tap 29 milljónir en grunn- rekstur skilaði hagnaði -Ásættanlegt miðað við erfiðar aðstæður á markaði Á föstudaginn var lagt fram sex mánaða uppgjör Sparisjóðs Vest- mannaeyja opinberað, tímabilið I. janúar til 30. júní. Heildamiður- staða rekstrar SPV er tap upp á 29 milljónir eftir skatta. Þá voru eignir Sparisjóðsins í óskráðum félögum færð niður um 209 milljónir. í frétt frá Sparisjóðnum kemur fram að stjóm sjóðsins telji afkomu fyrstu sex mánuði ársins ásættanlega miðað við erfiðar ytri aðstæður í starfsemi fjármálafyrirtækja. Grunnrekstur skilar hagnaði Helstu niðurstöður rekstrarreiknings eru að hagnaður er af reglulegri starfsemi en heildarniðurstaða rekstrar er tap upp á 29 milljónir króna eftir skatta. Eignir Spari- sjóðsins í óskráðum félögum hafa þá verið færðar niður um 209 millj- ónir, markaðsverðbréf eru færð á skráðu gengi í Kauphöll, virðisrýrn- un útlána er reiknuð 40 milljónir til gjalda og tekjuskattur til tekna er er 66 millj. kr„ m.a. vegna breytinga á skattalögum. Helstu niðurstöður efnahagsreikn- ings eru 13.825 milljónir króna og hefur hún hækkað um 13,5% frá upphafi árs. Útlán eru 8.357 milljónir og hafa hækkað um tæp- lega 8%. Innlán eru 8.519 milljónir og hafa hækkað um tæplega 21 %. Á tímabilinu veiktist íslenska krónan verulega og verðlagshækkanir hafa verið miklar. Eigið fé Sparisjóðsins er 1.770 milljónir og hefur lækkað um rúmlega 4% frá upphafi árs vegna taps tímabilsins og arð- greiðslna sem námu 50 milljónum. Afkoma fyrstu sex mánaða ársins verður að teljasl vel ásættanleg miðað við erfiðar ytri aðstæður í starfsemi fjármálafyrirtækja að mati stjórnarinnar. Niðurstaða grunnrekstrarsé góð og ekkert bendi til að seinni sex mánuðir ársins verði með öðrum hætti hvað varðar grunnreksturinn. Sparisjóðurinn hefur verið lánveit- andi á millibankamarkaði enda fjár- magnaður að mestu með innlánum og eigin fé. „Ljóst er að ytri aðstæður eru fjármálafyrirtækjum mótdrægar en fjárhagsleg staða Sparisjóðsins er sterk og því er hann vel í stakk búinn til að takast á við framhaldið. Sparisjóðurinn er stöð- ugt að leita leiða til að efla starfsem- ina á starfssvæði sínu, sem spannar frá Hveragerði í veslri að Breið- dalsvík í austri, með höfuðstöðvar í Vestmannaeyjum," segir í fréttinni. TUTTUGU skemmtiferðaskip eru væntanleg hingað í sumar. Skemmtiferðaskipin eru vannýtt auðlind -Lítið gert til þess að vekja áhuga far- þeganna á Eyjunum Um tuttugu skemmtiferðaskip eru væntanleg hingað til Vestmannaeyja í sumar. Töluverð fjölgun hefur verið á komu skipanna undanfarin ár í kjöl- far skipulagðrar markaðsstarfsemi. Þannig hafa fulltrúar bæjarins farið á ferðaráðstefnur og kynnt Vest- mannaeyjar sem viðkomustað skemmtiferðaskipa og dreift upp- lýsingaefni. Hvarvetna er litið á komu þessara skipa sem drjúga búbót fyrir viðkomustaðina, þar sem farþegarnir nýta tækifærið, fara í skipulagðar skoðunarferðir, kaupa mynjagripi og fleira. Fréttir hafa haldgóðar heimildir fyrir því að tekjur okkar Vest- mannaeyinga af þessum skipakom- um séu fremur rýrar. Ástæðan er fyrst og fremst sú að engin skipu- lögð starfsemi er í bænum til þess að taka á móti farþegum og beina þeim í skoðunarferðir og nýta sér áhuga þeirra á verslun. Dæmi eru um að farþegar hafi gengið út úr rútum í skoðunarferðum þar sem þeir áttu í erliðleikum með að skilja þá ensku sem leiðsögumaðurinn talaði. Ljóst er að átaks er þörf til þess að nýta þá auðlind sem skemmtiferða- skipin eru. Samræma þarf kraftana og vinna að þessu verkefni af fag- mennsku. Ef til vill er slíkt ofmælt þar sem í ferðaþjónustu í Vest- mannaeyjum er hver höndin upp á móti annarri og samvinna erfiðleikum háð. Spurning er hvenær utanaðkomandi aðilar sjá sér þama leik á borði og taka á móti skipunum af fagmennsku og mynd- ugleik. I L'tficfaiidi: Byjasýn chí'. 480278-0549 - Vcstmannaeyjnm. RitBtjóri; Omar (iardarsson. Bladameim: Guðbjörg Sigurgcirsdóttir og .Júlíus lngason. íþróttrr: Júliiis Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentviima: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannacyjum. Aðsctur ritstjómar: Strandvegi 47. SímaiC 481 1300 & 481 3310. Myndriti; 481-1293. Netfang/rafpóstnr: frettir@eyjafrottir.is. Veffang: http/Awvw.eyjafrettir.is FRÍJITLR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasöln á Kletti, Tvistimim, Toppnum, Vöruval, Herjójfi, Flnghafnarverduninni, Krónunni, Isjakannm, verslun 11-11 og Skýlinu i Friðarhöfn.. FRÉ'ITIK eru prentaðar i 2000 eintökum. FRÉTTIR eruaðilar að Samtökum lnejar- og héraðsfréttahlaða. Bftirpreiitiiu, liljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.