Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.09.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 04.09.2008, Blaðsíða 4
4 Frcttir / Fimmtudagur 4. september 2008 Bloggh«lmar Guðmundur Þ.B. Ólafs: Einn til bjargar Eyjamaður vlkunnar: Vil koma gömlum húsum á striga Hún er virðingarverð barátta Björgvins Guð- mundssonar, sem hefur nánast verið eina röddin sem hefur minnt stjórn- völd á þau mann- réttindabrot sem stunduð eru gagn- vart öldruðum og öryrkjum hér á landi. Undir vemd- arvæng stjórnvalda, eru þeir sem meira mega sín, hinir eiga að þegja, í besta falli að sækja sín réttindi í gegnum dómstóla. Milljarða fjármagnstekjur millan- na bera 10% skatt, fjármagns-og verðbótaþáttur lífeyristekna bera hinsvegar fullan skatt. Hvenær á þessum mannréttindabrotum að linna? Björgvin, ég treysti þér manna best til að leiða baráttuna til enda, eina lausnin virðist vera að fara með málið fyrir Mannréttinda- dómstólinn. Eyðumerkurgögnu Björgvins verður að linna. http://gtbo.blog.is/blog/gtbo/ Álsey VE 2: 500 tonnum ríkari í dag Það var híft um fimmleytið í gær og úr varð þetta fínasta hal eða 350 tonn og það eftir tæpa sjö tíma. Troll þeirra Júpítersmanna fór svo í kjölfarið eftir dælingu hjá okkur. Var svo híft aftur í nótt þar sem lítið var að sjá en þó var dælt um 150 tonnum um borð. Því er samanlagður árangur okkar um 500 tonn á sólahring hér fyrir norðan. Nú er komin svipuð staða upp og áður þar er að segja við erum að leita og í leiðinda skælingi. Þá er bara að vona að kallanir í brúnni hitti á það og finni eina klessu og gott væri það myndi slétta aðeins sjóinn. Að lokum þar sem aðgát skal höfð í nærveru sálar þá tölum við ekki um fyrsta bikarinn sem Man Utd tapaði í gær...segjum bara BÍB... LætjDetta duga í bili bestu kveðjur frá Alsey í talsverðum sjó norður í JÚ NÓ, Kristó... http://www. 123.is/alseyve2/ Tobbi Villa Guðrún VE á leið í pottinn Pétursey ehf hefur selt Guðrúnu VE 122 til Noregs og er kaupandinn Norskt útgerðarfélag. Þeir munu nota Guðrúnu sem svokallaðan „kvótahoppara" en þá munu þeir gera skipið út til skamms tíma til fiskveiða en nota það svo til einhvers kvótabrasks. Þá mun skipið liggja verkefna- laust í ákveðinn tíma en fara svo að lokum í pottinn. Guðrún Ve 122 er sögufrægt skip eða bátur, það fer eftir því hvernig menn skilgreina muninn. Guðrún Ve 122 var keypt til Eyja í kringum 1990 eða það minnir mig. Á þessum bát var á sínum tíma fangaður einn frægasti háhyrningur seinni tíma hann Keikó eða Siggi eins og hann var kallaður sína fyrstu daga í umsjá íslenskra manna. Það vita allir hvernig fór fyrir Keikó og er Guðrún á leið sinni til að mæta svipaðra örlaga. Þ.e.a.s. fara til Noregs og enda ævina þar. Guðgeir Matthíasson listmálari sýndi myndir í glugga gamla bakarísins að Vestmannabraut 36 um síðustu helgi. Myndirnar voru af húsum í miðbænum, húsum sem stóðu í austurbænum og fóru undir hraun í gosinu og fantasíumyndir. Guðgeir er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Guðgeir Matthíasson Fæðingardagur: 14. desember 1940. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Matthías klæðskeri og Unnur Pálsdóttir voru foreldrar mínir. Eiginkona mín er Lovísa Sigurðardóttir og við eigum fjögur uppkomin böm, þrjár dætur og einn son. Barnabörnin eru átta og eitt langömmubarn. Draumabíllinn: Nú verð ég að taka orð konunnar vegna þess að ég er ekki með bílpróf. Hún á Hondu, það er hennar besti bíll en hún hefði getað fengið sér jeppa ef hún vildi. Uppáhaldsmatur: Það er nú svo margt. Ég var kokkur á mörgum bátum, bakaði yfirleitt allt sjálfur. Ætli það sé ekki soðin ýsa með kartöflum og káli. Versti matur: Það var hafragrautur en nú er ég farinn að borða hann á morgnanna vegna þess að hann er svo hollur. Uppáhalds vefsíða: Nei, ég fer ekkert inn á netið. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Seinni ár hef ég haft rosalega gaman að ópemsöng, ég er eigin- lega alæta á tónlist. Aðaláhugamál: Mitt aðaláhugamál frá 1976, hefur verið að koma gömlu húsunum, sem voru og eru í bænum, á striga Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Ég held ég taki hann úr Vest- mannaeyjum. Mínir bestu vinnu- félagar úr mannkynssögunni em Eyþór á Sólheimum, fyrsti raun- verulegi frjálshyggjumaðurinn, sem gaf hluta í veghefli svo við hefðum vinnu hjá bænum. Hann var verka- maður. Síðan get ég talið upp eldri menn sem ég lærði af, Beggi vinur, Valdi Brandsson, Valdi í Vallarnesi, Jón Nikk, Gaui á Lögbergi og Tóti á Háeyri. í Hraðfrystihúsinu þegar ég var 12 ára voru þeir Grósi, Maggi á Sjónarhól og Jónas á Grundarbrekku o.fl. Þeir vom allir á besta aldri en mér fannst þeir allir rosalega gamlir. Fallcgasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar. Uppáhaids íþróttamaður og íþróttafélag: Ég hef engan áhuga á fótbolta en frjálsar íþróttir eru í uppáhaldi hjá mér. Mér finnst mik- ilvægt að hafa góðan tónlistarskóla að skapa nemendum góða aðstöðu og góða kennara. Ertu hjátrúarfullur: Já. Stundar þú einhverja íþrótt: Nei, en ég stunda jóga með sjálfum mér. Ég hef lært af syni mínum sem hefur stundað jóga í sjö ár. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ut og suður og svoleiðis þættir eru fróð- legir og góðir. Hvernig datt í hug að sýna myndir í glugga á Vestmanna- brautinni: Mér dettur svo margt í hug, ég held að það sé ekkert ómögulegt. Hefur þú fengið viðbrögð: Já, ég fékk fín viðbrögð. Fólk hlýtur að hafa sýnt húsa- myndunum áhuga: Þetta em allt hugverk. Vestmannaeyingar hafa sýnt þessu áhuga en ekki síður fólk sem býr uppi á landi og hefur verið hér til sjós eða unnið hér. Hingað hafa komið eldri borgarar frá Akureyri, Vestfjörðum og víðar sem hafa haft mikinn áhuga á þess- um myndum. Eitthvað að lokum: Nú sit ég á Skansinum gamla, horfi á öldumar brotna berginu á. Þá er eins og k\’ikni Ijós í gömlu fiskiþorpi semfólkið, þjóðin lifir á. Matgozðingur vikunnar: Grilluð lúða og drauma eftirréttur Gulli er matgœðingur vikunnar. Matgæðingur vikunnar er stýri- maðurinn galvaski á Herjólfi, Gunnlaugur Olafsson. Hann vill þakka Lilla kjúlla fyrir áskomnina sem hann tók fúslega og ætlar hann að bjóða upp á grillaða lúðu. Grilluð lúða Takið lúðuflökin og setjið þau í matarolíu með sex geirum af mörðum hvítlauk og slatta af sítrónupipar. Þetta er látið liggja í sex til átta tíma og svo skellt á grillið. Grillað í smástund, grillið hliðina með roðinu fyrst. Með þessu er borið fram hrísgrjón og salat. I eftirrétt mæli ég með að menn fái sér sæti í leðrinu og láti svo konuna færa sér gott kafft og fallegt kristalsglas með lögg af koníaki. Þá ætti máltíðin að vera fullkominn. Ég ætla að skora á líkamsræk- tardrottningu Vestmannaeyja, Hafdísi Kristjánsdóttur. Ég er viss um að hún lumar á einhverju svakalega hollu og lífrænu. Verði ykkur að góðu. Nýfccddir Eyjamann: Magdalena fæddist í Reykjavík þann 13. mars 2008 og var hún 16 merkur og 54 sm. Foreldrar hennar eru Ester Torfadóttir og Jónas Logi Ómarsson. Rúnar Gauti fæddist í Reykjavík þann 7. júní 2008 og var hann 9 merkur og 46 sm. Foreldrar eru Sigríður Ósk Jensdóttir og Gísli Ármansson. Fjölskyldan er búsett í Þorlákshöfn. Kirkjcir bazjarins: Landakirkja Fimmtudagur 4. september Kl. 10.00. Mömmumorgun, kaffi og spjall. Kl. 16.30. Námskeiðið Innandyra fyrir starfsfólk í bama- og æsku- lýðsstarfi kirkjunnar. KI. 20.00. Æfing hjá kirkjukór Landakirkju Laugardagur 6. september Kl. 14.00. Útför Kristínar Sveins- dóttur. Sunnudagur 7. september Kl. 11.00. Fjölskylduguðsþjónusta með léttum og skemmtilegum sálmum. M.a. kynning á því starfi sem fram undan er í kirkjunni í vetur. Tónlistin í höndum barna- fræðara og kórs Landakirkju undir stjóm Guðmundar H. Guðjóns. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 4. september K120:30 Bænaganga Laugardagur 6. september Kl. 20:30 Bænastund Sunnudagur 7. september Kl. 13:00 Samkoma, Ræðukona: Lilja Óskarsdóttir Mánudaga til föstudaga eru morgunbænastundir kl 7:30 Vikuna 8. til 13. september er bænavika og byrja kvöldstundimar kl 20:00 Allir eru hjartanlega velkomnir Aðventkirkjan Laugardagur Vertu velkominn að rannsaka með okkur Biblíuna kl. 10:30. Sérstök dagskrá fyrir bömin. Sjáumst!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.