Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.09.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 04.09.2008, Blaðsíða 6
Fréttif / Fimmtudagur 4. september 2008 Eygló ráðin til At- vinnuþró- unarfélags Suðurlands Atvinnuþróunarfélag Suðurlands hefur ráðið Eygló Harðardóttur, markaðsfræðing, sem verk- efnastjóra og ráðgjafa. Eygló hefur viðamikla reynslu af störfum í þjónustu, sjávarút- vegi og landbúnaði og starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Nínukots. Hún er í þann mund að ljúka við meistaragráðu í við- skiptafræði með áherslu á alþjóðasamskipti og markaðs- fræði frá Háskóla íslands. Meist- araverkefni hennar fjallar um ferðaþjónustu bænda, markaðs- setningu og áhrif internetsins. Að auki hefur hún gegnt fjölda trúnaðarstarfa s.s. verið aðal- maður í skólamálaráði Vest- mannaeyjabæjar, setið í stjórn Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja, og sem stjórnarformaður Nátt- úrustofu Suðurlands. í dag er Eygló stjórnarmaður í Visku, fræðslu- og símenntunarmiðstöð og IceCod á Islandi, eins helsta frumkvöðlafyrirtækis heims í þorskseiðaeldi. Eygló hóf störf þann 1. september sl. og hefur starfsaðstöðu á Selfossi. Fjórir starfsmenn starfa hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands .sudur.is, sem er með hófuð- stöðvar á Selfossi og starfsstöð í Vestmannaeyjum. Starfssvæði félagsins nær yfir allt Suðurland og standa sveitarfélógin Ása- hreppur, Bláskógabyggð, Flóa- hreppur, Grímsnes- og Grafn- ingshreppur, Hrunamannahrepp- ur, Hveragerðisbær, Mýrdals- hreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Skaftárhreppur, Skeiða- og Gnjúpverjahreppur, sveitarfélagið Arborg, Vest- mannaeyjar og sveitarfélagið Ölf- us að því. Markmið félagsins er að efla og örva atvinnulíf á Suðurlandi með ráðgjöf og styrkjum til einstakl- inga, fyrirtækja, félagasamtaka, sveitarfélaga og annarra hags- munaðaila. Félagið er einnig rek- straraðili að Vaxtarsamningi Suðurlands og Vestmannaeyja (www.vssv.is). Fréttatilkynning Árnað heilla Afmæliskveðja - 4. september Steina Ölafsdóttir er 88 ára í dag. Elsku mamma og amma. Innilegar hamingjuóskir með daginn. Við erum hjá þér i huganum. Kveðja, ÓlöfErla og börnin FJÖLBREYTTUR matseðill er í boði fyrir skólabörn Vestmannaeyjum. Kjöt eða fískur er á boðstólum þrisvar í viku og fjórða daginn eru grautar, súpur og mjólkurmatur á matseðlinum ásamt góðu meðlæti. Grunnskóli Vestmanneyja - Stórt skref í bættri þjónustu: Boðið upp á fjölbreyttan og spennandi matseðil -segir Erna Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi ^Vjðtql.................................... Guðbjörg Sigurgeirsdóttir Grunnskóli Vestmannaeyja býður nemendum upp á hollar skólamál- tíðir en aðstaða í skólanum hefur gjörbreyst með nýrri mötuneytisað- stöðu. Einsi kaldi sér um matreiðsl- una þar sem manneldismarkmið Lýðheilsustöðvar eru höfð í heiðri. Rannsóknir sýna að námsárangur í grunnskóla skiptir afar miklu máli fyrir framtíð barnsins og alla fram- tíðarmöguleika þess. Hollur matur hefur áhrif á líðan barna og unglinga og þar með námsárangur í skól- anum. Máltíð á 390 krónur Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi Vestmannaeyjabæjar, sagði að und- anfarið ár hefði verið unnið að gagn- gerum endurbótum á húsnæði Grunnskóla Vestmannaeyja í fram- haldi af sameiningu Hamarsskóla og Barnaskólans undir eina stjórn og í einn skóla. Við hagræðinguna sem varð af sameiningunni hafí loksins verið mögulegt að leggja fé í þessar endurbætur sem voru orðnar brýnar. I báðum húsum hefur m.a. verið gerð aðstaða til að framreiða mat. Sett voru upp afgreiðslueldhús í kjöllurum skólanna og þau búin bestu tækjum og jafnframt var sett upp mötuneytisaðstaða þar sem nemendur geta neytt matarins sem er í boði. „í haust var síðan komið að því að leita leiða hvernig hægt væri að bjóða upp á betri og heilsusamlegri mat en verið hefur á undanförnum árum. Ymsir kostir voru skoðaðir og tilboða leitað. Niðurstaðan varð sú að samið var við Einar Björn Árna- son matreiðslumann um að hann tæki að sér að matreiða skólamál- tíðirnar á haustönn, en starfsmenn skólans afgreiða matinn og sjá um mötuneytið að öðru leyti. I vetur verður boðið upp á fjöl- breyttan og spennandi matseðil þar sem kjöt eða fiskur er á boðstólum þrisvar í viku og fjórða daginn eru grautar, súpur og mjólkurmatur á matseðlinum ásamt góðu meðlæti. Áhersla er lögð á að manneldis- markmið Lýðheilsustöðvar séu höfð i heiðri og að hollusta og gæði séu í fyrirrúmi. Hægt er að skoða matseðil septem- bermánaðar á heimasíðu Grunn- skóla Vestmannaeyja. Forráðamenn geta skráð börnin í áskrift að mat einu sinni til fimm sinnum í viku í samræmi við þarfir heimilisins. Hver máltíð frá Einsa kalda kostar 450 krónur, en þar sem bærinn niðurgreiðir hvern skammt um 60 krónur greiða forráðamenn aðeins 390 krónur fyrir hvern skammt. Svo býður skólinn upp á léttari máltíð í hádeginu á föstudögum og kostar hún 200 krónur. Að sjálfsögðu geta nemendur einnig haft með sér nesti og neytt þess í mötuneytinu." Meiri kröfur í breyttu sam- félagi Með tilkomu mötuneytis í skólanum verður mikil breyting og hægt að bjóða upp á góðar máltíðir. Síðastliðin tvö eða þrjú ár hafa for- ráðamenn átt kost á að kaupa grauta, súpur, mjólkurmat og brauðmeti fyrir börn sín. Erna segir að með breyttu samfélagi og tíðaranda séu meiri kröfur um að börnin fái haldgóðan mat í hádeginu. „Því hefur þessi breyting að bjóða börnunum upp á máltíðir frá Einsa kalda mælst afar vel fyrir hjá for- ráðamönnum. Ekki má gleyma því að einnig er hægt að kaupa áskrift að ávaxtabitum sem nemendur fá á miðjum morgni og jafnframt geta forráðamenn keypt mjólk handa börnum sínum. Svo er verið að skoða möguleika á að bjóða nem- endum upp á hafragaut, þeim að kostnaðarlausu, áður en skólastarf hefst á morgnana. Ahersla er lögð á að nemendur séu ekki að drekka sykraða drykki í skólanum og að þeir séu ekki með sætabrauð í nesti. Einnig má benda á mikilvægi þess að börnin séu hvött til að drekka vatn því alltaf er hægt að finna nóg af góðu vatni til að drekka hér í okkar yndislega bæjarfélagi." Erna telur að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir hvað 390 krónur er lítið verð fyrir fullkomna, heilsu- samlega máltíð. „Unglingarnir okkar sem eru að stelast út í búð til að kaupa sér snakk eða samloku og sykurdrykk, eru að fara með mun fleiri krónur í slfkt fæði, sem auk þess er óhollt og fitandi. Við verðum að huga að hollustunni í því sem börnin okkar eru að láta ofan í sig. Kröftugir unglingar, sem stunda hreyfíngu og lfkamsrækt verða að fá haldgóðan mat og ég er algerlega viss um að það skiptir öllu máli varðandi námsárangur í skólanum. Barn eða unglingur sem er svangur hefur ekki eirð í sér eða athygli til að sinna námi og því er hætt við að árangur verði mun slakari en annars gæti verið." Þvílíkur munur að kenna þessum unglingi Hefur hollur matur ekki áhrif á námsárangur? Erna: Ég hef sjálf orðið vitni að þessu þegar ég samdi við foreldri nem- anda míns sem átti í verulegum erfiðleikum í náminu vegna einbeiting- arörðugleika að fara aðeins fyrr á fætur, vekja unglinginn sinn aðeins fyrr og láta hann ekki fara í skólann fyrr en hann væri búinn að borða góðan morgunmat. „Ég hef sjálf orðið vitni að þessu þegar ég samdi við foreldri nemanda míns sem átti í verulegum erfið- leikum í náminu vegna einbeiting- arörðugleika að fara aðeins fyrr á fætur, vekja unglinginn sinn aðeins fyrr og láta hann ekki fara í skólann fyrr en hann væri búinn að borða góðan morgunmat. Þvflfkur munur að kenna þessum unglingi eftir að hann fór að koma vel nærður í skólann. Maður þarf ekki að fara nema tíu til fimmtán mínútum fyrr á fætur. Góður diskur af morgunkorni og/eða hafragraut, mjólk og ávöxtur bjargaði þarna skólagöngu þessa nemanda vil ég meina. Rannsóknir sýna að námsárangur í grunnskóla skiptir afar miklu máli fyrir framtíð barnsins og alla fram- tíðarmöguleika þess. Hugsaðu þér ef hægt er að ná upp einbeitingu og í framhaldi af því mun betri náms- árangri bara með því að passa upp á að barnið borði staðgóðan morgun- mat, fari vel nært í skólann og borði síðan hollan og góðan hádegismat. Og það hefur áhrif á allt líf neman- dans og framtíð hans," sagði Erna og vildi að lokum hvetja fólk til að nýta sér þetta góða tilboð á skólamat sem verið er að bjóða fjölskyldum í bæjarfélaginu. „Frábær matur fyrir aðeins 390 krónur. Það er ekki mikið fé og ég er viss um að hægt er að spara í öðrum matarinnkaupum á móti."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.