Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.09.2008, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 04.09.2008, Blaðsíða 7
Fréttir / Fimmtudagur 4. september 2008 7 Jórlaug Heimisdóttir, verkefnisstjóri Lýðheilsustöðvar segir verk að vinna í Eyjum: Mikið og gott starf í skólunum -Mjög mikilvægt að huga að því umhverfí sem börnin eru í, aðgengi að hollum mat og fjölbreyttri hreyfingu - Unnið er að stefnu og aðgerðaáætlun fyrir bæjarfélagið þar sem lögð verður áhersla á þessa þætti auk leik- og grunnskóla, heilsugæslu, íþróttafélög, foreldrafélög og félagsmiðstöðvar - Neysla grænmetis og ávaxta er áberandi lítil meðal barna og unglinga í Vestmannaeyjum Samantckt Guðbjörg Sigurgeirsdóttir gudbjorg@eyjafrettir. is Jórlaug Heimisdóttir, verkefnisstjóri Lýðheilsustöðvar, er kunnug lýð- heilsumálum í Vestmannaeyjum og hefur m.a. kynnt mikilvægi skóla- máltíða og almenns mataræðis grunnskólabarna. Hún hefur líka skoðanir á almennri lýðheilsu í Vestmannaeyjum og hefur haldið bæjaryfirvöldum við efnið á já- kvæðan máta í þeim efnum. Verk- efni sem hún vinnur að hefur það að markmiði að stuðla að heilbrigðum lífsháttum barna og fjölskyldna þeirra með áherslu á aukna hreyf- ingu og bætt mataræði. Þar er meðal annars verið að bregðast við þeirri þróun að kyrrseta er að aukast og neysluvenjur að breytast. Fréttir höfðu samband við Jórlaugu til að forvitnast frekar um starf hennar. Almenn heilsuefling barna Þú starfar sem verkefnisstjóri lijá Lýðheilsustöð. Nú eru skólarnir að fara í gang, hvernig má bœta heilsu barna og unglinga á grunn- skólaaldri? -Skólastarf, leikskóla- og grunn- skólastarf, er mjög ákjósanlegur vettvangur til almennrar heilsuefl- ingar bama því þar er hægt að ná til nær allra barna á skólaaldri. Til þess að þetta heilsueflingarstarf sé mögulegt og skili sem bestum ár- angri þarf að koma til samstarf allra í skólasamfélaginu, þ.e. nemenda, starfsfólks, foreldra og heilsugæslu og eftir þörfum aðila utan skólans. Stuðningur við skólakerfið, kenn- arastéttir og menntun almennt er lík- leg leið til að bæta heilsu og vel- líðan. Mikilvægt er að skólamir móti sér heildræna stefnu sem tekur á sem flestum þáttum heilbrigðis. Það er unnið mikið og gott starf í skólunum og það er mjög mikilvægt að huga að því umhverfi sem börnin eru í og huga að t.d aðgengi að holl- um mat og fjölbreyttrri hreyfingu. Hvað með aðkomu sveitarfélaga? -Ljóst er að heilsuefling meðal barna og ungmenna verður að byggjast á mjög víðtæku og þver- faglegu starfi innan sveitarfélags. Það er mikilvægt að þar sé hvatning og stuðningur við íbúa á öllum aldri til að temja sér heilsusamlega lífs- hætti, auk góðarar heilbrigðis- þjónustu. Bent hefur verið á að lífs- hættir, heilsa og líðan ungmenna sé mun betri í þeim sveitarfélögum sem hafa mótað sér stefnu, aðgerða- áætlun og vinnulag í málefnum bama og unglinga, virkjað foreldra til samstarfs og fylgi orðum eftir með athöfnum. Verkefnið, Allt hefur áhrif einkum við sjálf! miðast við að hafa áhrif á og virkja sem flesta aðila. Markmiðið er að stuðla að heil- brigðum lífsháttum bama og fjöl- skyldna þeirra með áherslu á aukna hreyfingu og bætt mataræði. Þar er meðal annars verið að bregðast við þeirri þróun að kyrrseta er að aukast og neysluvenjur að breytast. Vestmannaeyjabær hefur verið þátttakandi í verkefninu frá upphafi. Stofnaður var stýrihópur 2005 en það hefur breyst eftir því sem verkefnið hefur þróast. Unnið er að stefnu og aðgerðaáætlun fyrir bæjar- félagið þar sem lögð verður áhersla á þátt bæjarfélagsins í þessarri vinnu auk leik- og grunnskóla, heilsu- JÓRLAUG: Það er að sjálfsögðu mikilvægt að foreldra hvetji börnin til að ganga eða hjóla í skólann og hætti að skutla þeim. Það eru nefnilega þessi hreyfing í daglegu lífi sem skiptir líka svo miklu máli. Að sjálfsögðu þurfa bæjaryfirvöld að sjá til þess að á veturnar sé gangstéttir ruddar og upplýstar til að fylsta öryggis sé gætt fyirr gangadi vegfarendur. gæslunnar, íþróttafélaga, foreldra- félaga og félagsmiðstöðva. Einn liður í þessar vinnu er að koma á fót hollu og góðu skóla- mötuneyti þar sem öllum börnum gefst kostur á heilsusamlegum mat og drykk í hádegi. Þar með talið grænmeti og ávextir, í skólum og tómstundastarfi. Mikilvægt að að börn og unglingar fái hollan og góðan hádegisverð Er mikilvœgt að skólamáltíðir séu í boði ískólum? -Það hefur orðið töluverð breyting á samfélaginu síðustu áratugina. í auknu mæli vinna foreldra úti og boðið er upp á máltíðir á vinnu- stöðum og skólastofnunum. Það er því minna um að einhver sé heima í hádeginu til að taka á móti böm- unum. Auk þess breyttist þetta þegar skólinn varð einsetinn. Aukinn á- hersla er á að samfella sé á milli skóla og íþrótta- og tómstundaiðk- unnar. Það er því mikilvægt að böm og unglingar, sem em að vaxa fái hollan og góðan hádegisverð. Það er ánægjulegt að sjá að nú þegar hefur verið tekin ákvörðun um að fara af stað með skólamáltíðir í Vestmanna- eyjum og að vandað er til verks. Það skiptir nefnilega geysilega miklu að sú aðstaða sem bömin borða í sé góð auk þess sem eld- unaraðstaða og innri gæði séu eins og best verður á kosið. Og að sjálf- sögðu er mikilvægt að fylgja ráð- leggingum Lýðheilsustöðvar fyrir skólamötuneyti, þar sem áherslan er að hafa fisk tvisvar í viku, bjóða upp á ávexti og grænmeti daglega, draga úr söltum, reyktum og feitum mat og má þar nefna pylsur, bjúgu og ýmis konar nagga. Fjórðungur yfir kjörþyngd Glímir hátt hlutfall barna á skóla- aldri við offitu? -Samkvæmt niðurstöðum mælinga skólasviðs Miðstöðvar heilsuvemd- ar barna á þyngd gmnnskólabarna skólaárið 2006 til 2007 kemur í Ijós að um 21% bama á grunnskólaaldri á höfuðborgarsvæðinu er yfir kjör- þyngd. Ekki voru aðgengilegar mælingar fyrir grunnskóla utan höfuðborgarsvæðisins. Skóla- heilsugæslan mælir hæð og þyngd skólabama í 1. bekk, 4. bekk, 7. bekk og 9. bekk. Skólaheilsugæslan gegnir einnig mikilvægu hlutverki í fræðslu til grunnskólabama og vil ég sérstak- lega nefna 6 H heilsunnar en þar eru gmnnskólaböm frædd um hreinlæti, hollustu, hugrekki, hamingju, hreyf- ingu og hvfid og vil ég hvetja for- eldra til að kynna sér vel þau bréf til foreldra sem börnin þeirra taka með sér heim eftir hverja fræðslu hjá skólhjúkrunarfræðingi. Skólamáltíðir verða í boði í Vest- mannaeyjum, hafa grunnskólaböm verið nógu dugleg að nýta þessa þjónustu þar sem hún er í boði? Hver er þáttur foreldra? -Samkæmt könnunum sem gerðar vom í tenglsum við þessa vinnu okkar með sveitarfélögunum kemur í Ijós að í um 75 % skóla á landinu eru 80% eða hærra hlutfall bama í fyrsta til fjórða bekk í mat í mötu- neytunum. Það dregur verulega úr þátttöku þegar börnin eldast og em aðeins 43% skóla á landinu með 80% eða hærra hlutfall af nemendum í mat á elsta stigi. Það kunna að vera ýmsar skýringar á þessu eins og að ungl- ingar sem eru á elsta stigi núna séu ekki aldir upp við skólamáltíðir. Það er því vonandi að þetta hlutfall hækki í framtíðinni. En við viljum leggja áherslu á mikilvægi þess við foreldra að böm og unglingar fái hollan mat í hádeginu. Er því miður allt of al- gengt að sjoppumatur og ýmsar sykraðar vörur verði fyrir valinu, nýti þau ekki skólamáltíðimar. Ég tel því sameiginlegt markmið allra að ná sem flestum inn í skólamötu- neytin. Bæjaryfirvöld og skóla- stjórnendur leggi sitt að mörkum til að bjóða það besta sem völ er á fyrir unga fólkið. Ekki síst að foreldramir hugsi um og hvetji krakkana til að nýta þá þjónustu sem sveitjarfélagið er að bjóða uppá, frekar en að nýta sér sjoppur og bakarí nálgæt skóla. Holl fæða hefur mikið forvamar- gildi og það helst gjarnan í hendur að ef menn neyta hollrar fæðu að þá eru menn líklegri til að hreyfa sig, reykja síður og drekka síður. Þannig að það er til mikils að vinna. Allt hefur áhrif Hvað þœtti leggur Lýðheilsustöð megin áherslu á íþví hvernig bœta má heilsufar og koma í veg fyrir sjúkdóma? -Lögð hefur verið mikil áhersla í gegnum verkefnið, Allt hefur áhrif að auka hreyfingu og bæta næringu barna og unnglinga. Auk þess sem mikið er unnið í forvarnarstarfi með áherslu á reykingar og áfengis- neyslu. Lýðheilsustöð leggur mikla áherslu á samvinnu við sveitarfélög, skóla og heilsugæsluna og ýmsa aðra hagsmunaaðila til að bæta lífshætti barna og fjölskyldna þeirra. Hvernig er staðan í Vestmanna- eyjum að þínu mati? -Verkefnið fór mjög vel af stað í Vestmannaeyjum og frábært þegar farið var að selja ávexti og grænmeti í íþróttamiðstöðinni. Almennt er ástandið nokkuð gott en það má alltaf gera betur. Ég reikna fastlega með að þyngd barna og unglinga í Vestmannaeyjum sé á svipuðu róli og á höfuðborgarsvæðinu. Miklar kyrrsetur barna og unglinga við tölvu og sjónvarpsskjá eru áhyggju- efni. Stór hluti barna og unglinga stundar of litla líkamlega hreyfingu og það fjölgar í hópi þeirra sem hreyfa sig lítið þegar komið er í elstu bekki grunnskóla. Neysla grænmetis og ávaxta er áberandi lítil meðal barna og unglinga í Vest- mannaeyjum. Ábyrgð foreldra mikil Hvernig getum við bœtt okkur? Er eitthvað sem er betra hér en annars staðar? -Ljóst er að heilsuefling meðal barna og ungmenna verður að byggjast á mjög víðtæku og þver- faglegu starfi innan sveitarfélags. Það þurfa allir að leggjast á eitt og vil ég þar nefna þátt sveitarfélagsins í því eins og ég hef rakið hér á undan til að bæta aðgengi og þær aðstæður sem íbúar búa við. Abyrgð foreldra er að sjálfsögðu mikil bæði varðandi framboð og reglur inn á heimilunu auk þess sem þau þurfa að hvetja og styðja börnin til að nýta sér það sem boðið er upp á vegum sveitarfélags og skólans. Hvernig er staðan hjá okkur varðandi hreyfingu? -Eins og ég nefndi áðan er nokkuð stór hluti bama sem hreyfir sig of lítið og kyrrsetur barna að aukast. Það er að sjálfsögðu mikilvægt að foreldra hvetji bömin til að ganga eða hjóla í skólann og hætti að skutla þeim. Það em nefnilega þessi hreyfing í daglegu lífi sem skiptir líka svo miklu máli. Að sjálfsögðu þurfa bæjaryfirvöld að sjá til þess að á veturnar séu gangstéttir ruddar og upplýstar til að fylsta öryggis sé gætt fyrir gangandi vegfarendur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.