Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.09.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 04.09.2008, Blaðsíða 8
Fréttir / Fimmtudagur 4. september 2008 Eyjamennirnir Jón Valgeirsson og Sigurður Jónsson eru sveitarstjóra Byggja afkomu sína á landbúna Fréttir voru á ferð á Suðurlandi fyrir skemmstu og tóku hús á tveimur Eyjamönnum sem stjórna sitt hvoru sveitarfélaginu í Arnessýslu. Þeir eru Jón Valgeirsson sem er sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi og Sigurður Jónsson, sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi. Báðir láta vel af sér og athyglisvert er að bera saman búsetu í sveit og það að búa í Eyjum. JÓN við sundlaugina á Borg sem er mjög vinsæl. Hana sækja um 30 þúsund gestir á ári og skartar hún snyrtilegu útisvæði og stórri renni- braut. „Elsti starfandi borgarstjóri á íslandi" -segir Jón Valgeirsson að Borg í Grímsnesi þar sem hann hóf störf sem sveitarstjóri á síðasta ári, sem með þessum orðum er að gera létt grín af því sem er að gerast í borgarstjórn Reykjavíkur Vitöl Ómar Garðarsson omar@ eyjafrettir.. is Á Borg í Grímsnesi ræður Jón G. Valgeirsson ríkjum sem sveitarstjóri Grímsnes- og Grafn- ingshrepps. Skrifstofan er í sama húsi og grunnskólinn þar sem lfka er sundlaug og íþróttaaðstaða. Þau starfa þrjú á skrifstofunni auk þess sem oddvitinn kemur að starfi sveitarstjórnar. Pólitíkin öðru vísi Jón segir að sveitarstjórnarumhverfið sé með öðru sniði í sveitahreppum en því sem við þekkjum hérna í Vestmannaeyjum þar sem stóru flokkarnir fara að mestu með ferðina. „Hér eru listarnir ekki pólitískir þó sumir á listunum séu eflaust flokksbundnir en ég er ekki að velta mér upp úr því," segir Jón þegar hann var beðinn um að bera saman fyrirkomulag sveitarstjórna hér í Vest- mannaeyjum og hans nýju heimaslóðum. Jón bjó með fjölskyldu sinni nógu lengi í Vestmannaeyjum til að geta talist Eyjamaður með fullum sanni en segja má að hann sé kominn á nokkuð kunnuglegar slóðir í Arnessýslunni því hann er frá Þverspyrnu í Hrunamannahreppi. Að loknu námi í lög- fræði starfaði hann í tvö ár á Selfossi. „Þá var tekin ákvörðun um að opna lögmanns- stofu í Vestmannaeyjum og Lögmenn Vestmannaeyjum urðu til. Það kom í minn hlut að hefja störf í Vestmannaeyjum og tíminn varð nokkuð drjúgur því árin í Eyjum urðu 11," sagði Jón sem lfkaði vel í Eyjum. Viðbrigði að flytja til Eyja „Já, okkur lfkað mjög vel í Eyjum. Það hlýtur að segja sitt að við vorum þarna í 11 ár, það er ekkert öðru vísi." Hvernig var að flytja til Vestmannaeyja frá Selfossi. „Að vissu leyti voru það viðbrigði en Eyjamenn eru opið og skemmtilegt fólk og það voru engin aðlögunarvandamál. Enda held ég að bæði ég og konan höfum dottið KERIÐ í Grímsnesi er ein af perlum Suðurlands en það er í rfki Jóns Valgeirssonar. Þangað koma þúsundir á hverju ári og hér eru tveir peyjar að kíkja á dýrðina, Omar Smári og Andri Þór. inn í góðan félagsskap. Og núna þegar maður horfir út til Eyja er ekki annað að sjá en að samfélagið sé á réttri leið og allt gangi vel." Það er rúmt ár síðan Jón tók við stjórnartaumunum í Grímsness- og Grafningshreppi. „Ég tók við starfinu 1. mars en flutti með fjölskylduna í júlí þannig að um tíma var ég farandsveitarstjóri. Jú, það er rétt sveitarfélagið er landfræðilega stórt, nær frá Hvítá í austri að Henglinum í vestri, þvert yfir Þingvallavatn og í suðri í Brúará. Nýjustu tölur um íbúa eru að hér eru skráðir 420 en um helgar eru hér um 10.000 manns. Það eru fleiri en þessir 420 sem eru hér með fasta búsetu þó þeir séu skráðir hjá okkur. Hjá okkur er stærsta sumarbústaðabyggð landsins, milli fimmtungur og fjórðungur af öllum sumarbústöðum á íslandi," segir Jón og þarf ekki að efast um þá fullyrðingu hans eftir að hafa ekið um víðáttumiklar lendur Jóns Valgeirssonar. Bæði íbúar og þeir sem nýta bústaðina sækja mikið þjónustu á Selfoss en Jón segir að mikil starfsemi sé í hreppnum sem tengist sumarbústöðunum. „Það er verktakastarfsemi við uppgröft og gerð grunna, lagningu veitna, byggingu sumarhúsa og svo er endalaust viðhald. Auk þess höfum við mikil samskipti við félög sumarbústaðaeigenda og vinnum með þeim að því að þróa hér framúrskarandi sumar- húsabyggð." Þó sumarhúsabyggðin skipti máli fyrir sveitarfélagið segir Jón það misskilning að þeir lifi af henni. „Þetta er virkjanasamfélag lfka því innan okkar marka eru Nesjavalla- virkjun og Sogsvirkjanirnar þrjár og höfum við verulegar tekjur af fasteignagjöldum af virkjununum og starfsfólki sem vinnur við þær." Þorp að rísa að Borg Þegar talið berst að Borg þar sem er að rísa þéttbýliskjarni með flestri grunnþjónustu segir Jón að markvisst sé unnið uppbygg- ingunni þar. Margir kannast við, við Borg, litlu verslunina við þjóðveginn og einhverjir hafa farið á dansleiki að Minniborg þar sem haldin voru sveitarböll hér á árum áður. Þar er nú risinn nýr skóli eins og áður er getið og þar á bakvið eru nokkur nýleg einbýlishús. „Þetta er að verða töluvert þorp þó ég segi ekki borg," segir Jón og hlær að samlfking- unni. „Hér erum við að byggja upp höfuðstöðvar sveitarfélagsins með skrifstofu, grunnskóla, leikskóla, íþróttaaðstöðu og sundlaug. Þetta er skemmtilegt verkefni að fá tækifæri til að byggja upp þorp og spurning hvenær Borg fer að standa undir nafni. Það verður kannski einhvern tímann en í dag segi ég stundum í gríni að ég sé elsti starfandi borgarstjóri á Islandi," segir Jón og hlær við tilhugsunina um síðustu hremmingar í Reykjavfk." Þegar talið berst að landbúnaði sem ásamt sjávarútvegi var undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar segir Jón að vissulega fari hann halloka, bændum hafi fækkað og enn eru menn að hætta búskap. „Það er alveg rétt að landbúnaður er á undanhaldi, búum fækkar og verið er að leggja jarðir undir sumarhúsa- byggðir. En sem betur fer er hér öflugur búskapur og við stöndum enn undir nafni sem sveit. Hér eru fá kúabú en meira um sauðfjárbúskap og hrossabú en flestir stunda bændur aðra vinnu með búskapnum þannig að þeir eru ekki eins varnarlausir þegar sviptingar eru í afurðaverði." Hollt að breyta til Jón segir framtíðina bjarta í Grímsnes- og Grafningshreppi og það hafi verið skemmti- leg reynsla að breyta til eftir 13 ár í lög- mennskunni. „Það er alltaf hollt að breyta til þó það skjóti kannski svo lítið skökku við að hætta að starfa sem lögfræðingur um leið og ég öðlaðist réttindi sem hæstaréttarlögmaður. Það er gott að kynnast einhverju nýju og þetta er mjög skemmtilegur vettvangur og gaman að fá að kynnast sveitarstjórnarstiginu í víðustu merkingu þess orðs." Að lokum berst spjallið aftur út í Eyjar og segir Jón að þaðan sé margs að sakna en aðrir kostir komi á móti. „Það var erfitt að taka sig upp eftir 11 ár því auðvitað þótti okkur og þykir mjög vænt um Vestmannaeyjar og fólk sem við kynntumst þar. En við áttum allt okkar fólk uppi á landi og þegar samgöng- urnar eru eins og þær eru í dag getur það verið erfitt. Vonandi verður framþróun með tilkomu Landeyjahafnar og þá komum við kannski aftur. Enginn veit ævina fyrr en öll er," segir Jón sem setur veðrið í Eyjum ekki fyrir sig. „Vestmannaeyjar eru einstakar og það getur víðar blásið. Hér blæs hann jafnt í öllum áttum því skjólið er ekkert hér á slétt- lendinu og slæmt veður í Eyjum er bara mýta," sagði Jón sem að lokum bað um kveðju til vina og kunningja í Eyjum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.