Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 04.09.2008, Page 9

Fréttir - Eyjafréttir - 04.09.2008, Page 9
Fréttir / Fimmtudagur 4. september 2008 9 fr ar á Suðurlandi og líkar vel þó hugurinn leiti oft til Vestmannaeyja: iði, sumarhúsum og virkjunum SIGURÐUR kann vel við sig í sveitinni og nú hlakkar hann til rétta sem nú eru framundan. Segir hann réttir mikla uppákomu sem minni um margt á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. þessara tveggja hreppa árið 2002. íbúar voru 535 við síðustu talningu en landið sem sveitarfélagið nær yfir er gífurlega stórt landsvæði. Hér er gífurleg náttúrufegurð, Islandssagan á sínar sterku rætur á mörgum stöðum í sveitarfélaginu." Sigurður segir að það hafí komið sér á óvart hvað þjónustustigið er hátt í hreppnum. Þar eru stór kúabú, fjárbú, svínabú og loðdýrabú en sumarhúsabyggð er ekki mikil. „Hún er þó nokkur en eitt af verkefnum okkar að fjölga löndum undir sumarhús. Tekjur okkar af sumarhúsum eru ekki afgerandi en það eru virkjanimar við Búrfell og Sultartangavirkjun sem skapa okkur miklar tekjur. Næst koma landbúnaður og svo ferðamennska sem er allt frá bændagistingu upp í myndarleg hótel. Einhverjir vinna svo á Selfossi og Búrfelli,“ sagði Sigurður þegar hann var spurður um skiptingu eftir atvinnugreinum í hreppnum. Var vel tekið Sigurður segir að sér hafi verið vel tekið þegar hann mætti í uppsveitimar, beint af mölinni. „Ég kom inn í átök vegna samein- ingarinnar sem snemst um byggðakjarnana hér í Amesi og Brautarholt á Skeiðum. Þannig að fyrsta hlutverkið var að sameina tvo grunnskóla í einn skóla, tvo leikskóla í einn, tvö bókasöfn í eitt en sundlaugarnar tvær fengu að halda sér. Allt þetta er búið og sem betur fer hefur breytingin tekist vel og íbúarnir eru sáttir. Og auðvitað gerir fólk sér grein fyrir því að það er dýrara að reka tvö- falt kerft í öllu.“ Sigurður segir mjög spennandi tíma fram- undan í sveitarfélaginu og ýmislegt á döfinni. „Allt stefnir í að virkjað verði í neðri hluta Þjórsár og þó mannvirkin verði ekki innan okkar marka höfum við gert rammasamning við Landsvirkjun um upplýsingamiðstöð, bættar samgöngur og fjarskiptamál. Sveitar- félögin sem liggja að Þjórsá fá aðgang að raf- magni sem þarna verður til og það á eftir að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið hér með netþjónabúum og fleiru. Takist þessi markmið mun þetta leiða af sér fjölgun íbúa og öll sveitarfélögin munu njóta góðs af virkjunum.“ Skil betur núna af hverju fólk vill búa í sveit -segir Sigurður en segist of gamall til að gerast sveitamaður af fullum krafti Það koma upp þau augnablik í lífinu að maður er minntur á það hvað tíminn líður hratt. Það gerðist þegar blaðamaður ók um víðáttur Suðurlands á leiðinni í Ames þar sem em skrifstofur Skeiða- og Gnúpverja- hrepps og Eyjamaðurinn Sigurður Jónsson ræður ríkjum. I huganum rifjast upp að það eru heil 18 ár frá því hann hrökklaðist frá Eyjum eftir átök innan Sjálfstæðisflokksins. Það var árið 1990 og þá varð Sigurður sveitarstjóri í Garðinum. Fyrir tveimur ámm færði hann sig um set í uppsveitirnar sem hljóta að hafa verið talsverð umskipti, að fara úr sjávarplássi í sveitarfélag þar sem bú- skapur er ríkjandi og ekki sést til sjávar. Sagan öll kemur seinna Þau eru myndarleg búin sem keyrt er fram- hjá, minna frekar á búgarða en sveitarbæi, sum nöfnin em kunnugleg en önnur framan- di. Skrifstofur sveitarfélagsins eru í Arnesi sem samanstendur af verslun, sundlaug, skóla, félagsheimili með sama nafni, nokkmm húsum og skrifstofum sveitar- félagsins. Sigurður tekur blaðamanni ljúflega og einn til tveir klukkutímar fara í að ræða helsta áhugamál sveitarstjórans, pólitík í sem viðastri merkingu. Hann hefur alla tíð verið sjálfstæðismaður en hann þorir að hafa skoðanir á mönnum og málefnum og hann er ekki öllu leyti sáttur við það sem er að gerast í landsmálapólitíkinni. Hefði viljað sjá sinn flokk, Sjálfstæðisflokkinn, vera meira afgerandi. Það lá því beinast við þegar kom að viðtal- I, inu að nefna það sem gerðist eftir bæjar- I'' stjórnarkosningar þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn hafði unnið stórsigur og Sigurður var oddviti listans. Hann gerði kröfu til bæjarstjórastólsins en félagar hans í flokknum voru á öðru máli. „Ég fór frá Eyjum vorið 1990 eftir mikil átök í flokkn- um,“ segir Sigurður þegar hann rifjar upp það sem gerðist þetta örlagaár í lífi hans. „Það væri full ástæða til að segja frá því sem þarna gerðist og okkur fannst öllum erfítt að fara frá Eyjum en ég hef aldrei verið í vafa, eftir því sem mál þróuðust, að það var rétt ákvörðun. En seinna kemur sagan öll,það kemur að því að ég segi frá minni hlið.Það var illa farið með mig á þessum tíma af ákveðnum aðilum. Sextán góð ár í Garðinum Leiðin lá í Garðinn þar sem Sigurður átti eftir að eyða næstu 16 árum sem sveitarstjóri og síðar bæjarstjóri. „Það má segja að ég taki þetta í 16 ára köflum því ég var 16 ár í póli- tíkinni í Eyjum og nú stríði ég þeim á því hér að þeir muni sitja uppi með mig í 16 ár. Við áttum fínt tímabil í Garðinum og þennan tíma var mikil uppbygging í sveitarfélaginu og íbúum fjölgaði. Ég átti minn þátt í að þar reis íþróttamiðstöð og grunnskólinn var stækkaður. Við byggðum nýjan leikskóla auk þess sem tekin var stefna um lág bygginga- gjöld og að önnur gjöld væru eins lág og kostur var.“ Sameining sveitarfélaga var ofarlega á baugi á þessum tíma og þarna varð til Reykjanes- bær við sameiningu Njarðvíkur og Keflavíkur og Hafna. Sigurður var ekki á þeim buxunum að það væri Garðinum fyrir bestu að sam- einast öðru sveitarfélagi. „Tvisvar var efnt til kosninga sem átti aðgera Garðinn að hverfi í stærra sveitarfélagi. Eg var alfarið á móti og sem betur fer var það fellt í bæði skiptin. Ég er sannfærður um að þetta var rétt mat hjá mér því ég held að Garðurinn eigi meiri möguleika til að blómstra sem sjálfstætt sveitarfélag í framtíðinni. Reyndar finnst mér það svo grátbroslegt að helstu sameiningar- sinnarnir skuli stjórna Garðinum í dag. En svona getur pólitíkin verið skrýtin.“ Voru mikil viðbrigði að flytjast í Garðinn? „Já, vissulega. Það var mikið átak að taka sig upp, sérstaklega vegna þess að þetta ætlaði maður sér ekki. Aftur á móti er Garðurinn að mörgu leyti líkur því sem maður þekkti til í Vestmannaeyjum. Þeir líta stórt á sig eins og Eyjamenn og það eiga menn að gera. At- vinnulífið var svipað og oft rok og sjóselta. Ég var fljótur að komast inn í samfélagið og sætta mig við nýjan stað.“ Sagan á hverju strái Þá berst talið að Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem Sigurður hefur dvalið síðustu tvö árin. Fyrsta veturinn kenndi eiginkonan, Asta Arnmundsdóttir í grunnskólanum í Amesi en í fyrravetur urðu þau fómarlamb sameiningar sveitarfélaga þegar grunnskólar hreppanna voru sameinaðir. Þá var kennurum fækkað og lenti Asta hagræðingarmegin. Starfar hún nú í Reykjanesbæ þar sem þau eiga litla íbúð og em þau því í fjarbúð virka daga en í sambúð um helgar og í fríum. „Sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur varð til við sameiningu Landbúnaður skiptir máli Eins og Sigurður minntist á framar í viðtalinu er góð þjónusta f sveitarfélaginu. „Við erum með góða skóla en eðli málsins samkvæmt tekur lengri tíma að komast í skólann en við þekkjum t.d. í Eyjum. Öll sveitarfélögin í uppsveitum Arnessýslu reka sameiginlega félagsþjónustu og þau sameinast um skipu- lags- og byggingaþjónustu og ferðamál." Sigurður viðurkennir að fyrir borinn og barnfæddan Eyjamann séu viðbrigði að setj- ast að í sveit. „Það er öðru vísi sveitarlífið þar sem ekki byggist allt á fiski. Hér ræða menn fé og nyt í kúm og fleira sem viðkemur landbúnaði. Óg maður skynjar hér hvað land- búnaður skiptir miklu máli. Samfélagið hérna er líka afslappaðra en maður á venjast í Vestmannaeyjum og Garðinum. Gott dæmi um þetta eru fundir í sveitarstjórn sem byrja klukkan hálfellefu. Þeir standa iðulega til klukkan fimm án þess að um ágreining sé að ræða.“ Á sveitarlífið betur við þig? „Ég veit það ekki en núna getur maður skilið þetur en áður af hverju fólk vill búa í sveit.“ Ertu kannski orðinn svo lítill sveitamaður? „Nei. Ég hef sagt að ég sé orðinn of gamalj til að gerast sveitamaður af fullum krafti. Ég treysti mér ekki í hestamennsku þó hún sé eflaust mjög skemmtileg. Framundan núna eru réttir 12 . og 13. september. Þær eru mikil uppákoma og minna helst á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Það er tignarlegt að sjá safnið renna inn í réttina þar sem bændurnir draga sínar rollur í dilka. Það er gaman að upplifa sveitarmennskuna í því.“ Leitar hugurinn oft til Eyja? „Ég fylgist vel með gangi mála í Vestmanneyjum og auð- vitað eru ræturnar þar. Sem betur fer er þar margt jákvæðara en verið hefur og bættar samgöngur verða mikil bylting. Og gaman væri ef IBV kæmist aftur í efstu deild,“ sagði Sigurður að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.