Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.09.2008, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 04.09.2008, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 4. september 2008 11 Kristín Osk Oskarsdóttir - Skyndibitar fyrir sálina: Haltu áfram að læra svo lengi sem þú í þessum skrifuðu orðum var ég að enda við að senda inn umsókn mína á Sóknarbraut en námið er á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Islands sem verður kennt í Visku þetta haustið. Fannst mér það skemmtileg tilviljun þegar ég fletti upp geðorði númer 3 sem er: Haltu áfram að læra svo lengj sem þú lifir. Ég er einstaklega námsfús og lít á hvert einasta námskeið, fyrirlestur eða skólagöngu sem mikið sóknar- færi í lífinu. Eg er líka mjög hlynnt símenntun því öll getum við átt hættu á að festast í þægilegu fari og við það getur sköpunargleðin og frumkvæði okkar glatast. f bókinni góðu um geðorðin tíu segir: „Það hefur jákvæð áhrif á geðheilsuna að vilja læra meira og halda áfram að þroskast. Með opnum huga verður auðveldara að sjá lausnir á vandamálum sem upp koma. Með því að horfa á nýjungar opnum huga skapast einnig tækifæri til að þroskast og efla sterku hlið- arnar og það stuðlar bæði að vel- gengni og vellíðan". Jafnframt kemur fram, eins og ég kom inná hér á undan: „Ekki þykir eftirsóknarvert að staðna og þröng- sýni telst síður en svo til kosta. Til að koma í veg fyrir stöðnun er mikilvægt að tileinka sér víðsýni og takast á við lífið með jákvæðum og opnum huga." Úr bókinni Velgengni og vellíðan, um geðorðin 10. Eins og ég ræddi við góðan vin minn um daginn, að skóli er svo miklu meira heldur bara eitthvert þurrt námsefni og kennarar. Maður fær tækifæri til að kynnast nýju fólki, nýjum hugmyndum og stund- um myndast ævilöng vinabönd. Þetta er eitthvað sem er ómetanlegt og kannski það sem maður lærir einna mest af. „Þeir sem hafa mikla reynslu á einhverju sviði telja oft að þeir geti lítið lært af öðrum. Langskólagengið fólk telur til dæmis oft að það geti lítið lært af þeim sem eru minna menntaðir". Reynsla verður seint ofmetin, það Þröngsýni og andstaða við að temja sér nýj- ungar hindrar þroska og sá sem þannig hugsar forðast yfirleitt að- stæður sem honuni finnst ögrandi og hann missir þar af leiðandi af tæki- færi til að þroskast. er hægt að læra margt af fólki með mikla reynslu. Einnig er hægt að læra margt af börnum, þau eru svo einlæg og sjá oft hlutina í réttu ljósi. Þau hjálpa okkur oft og tfðum að koma auga á það sem mestu máli skiptir í lífinu og kenna öðrum að meta það. Sýn barna á heiminn er oft bæði skýrari og betri en þeirra sem eldri eru og því mikilvægt að vera opinn fyrir því sem þau segja og læra af þeim. „Viljinn til að vera betri í dag en í gær er drifkraftur persónulegs þroska. Þröngsýni og andstaða við að temja sér nýjungar hindrar þroska og sá sem þannig hugsar forðast yfírleitt aðstæður sem honum fínnst ögrandi og hann missir þar af leiðandi af tækifæri til að þroskast." Eg hef nánast verið skömmuð fyrir að vera of dugleg að ögra sjálfri mér en þetta er það sem mér fínnst gefa lífinu aukið gildi. Þegar ég verð til dæmis hrædd þá er það eitt af mott- óum mínum að stíga einu skrefi lengra en ég þori. Ef maður gerir það þá er maður sigurvegari og þá tilfinningu er svo gott að hafa í hjartanu. „Mikilvægt er að láta ekki stolt eða þrjósku koma í veg fyrir að við höldum áfram að læra og þroskast. Það ber vott um hugrekki, lítillæti og sjálfsöryggi að geta tekið við ábendingum frá hverjum sem er og veitir okkur tækifæri til að þroskast." Úr bókinni Velgengni og vellíðan, um geðorðin 10. Þetta var einna erfíðast fyrir mig að ná tökum á og stundum dett ég jafn- vel í gamla farið og fer í vörn þegar einhver gagnrýnir mig. Þarna er samt sem áður oft besta tækifærið. Að taka eitthvað inn, læra af því og tileinka sér það. Jæja ætla að láta þetta duga um lærdóminn, jafnt skólalegan sem og lærdóm lífsins. Haldið áfram að njóta þess að læra og vera til. Kœr kveðja ykkar Kristín Ósk kristino @ vestmannaeyja r. is Horfum til framtíðar - Hussum stórt Grcin................................ Sigurður Jóns. skrifar: Höfitndur er sveitarstjórí í Skeiða og Gnúpverjahreppi. og Eyjamaður. Allt stefnir í að meistaraflokkur ÍBV leiki í efstu deild á næsta ári. Allt stuðningsfólk ÍBV fagnar þessu því Eyjamenn eiga hvergi heima nema meðal þeirra bestu. Til hamingju Heimir þjálfari og allir í liðinu,til hamingju með glæsi- legan árangur. Nú heyrir maður og sér að KSI gerir auknar kröfur til áhorf- endastúku og eflaust fleiri atriða eigi liðið að fá að leika heimaleiki sína á Hásteinsvelli. Að mörgu leyti finnst mér skiljan- legt að Eyjamönnum fínnist óþarfi að vera að setja fjármuni í þennan aðbúnað, völlurinn sé glæsilegur og það ætti bara að vera nóg. Jú, ósköp var nú þægilegt að sitja norðan megin í grasinu með sitt teppi og horfa á leikina. Ekki fannst manni neitt að þessu. En tímarnir breytast og kröfurnar aukast. Þetta sér maður á öllum sviðum. Það er gífurlega mikið atriði fyrir sveitarfélag að eiga afreksmenn eins og meistaradeildar- lið IBV Þar skapast fyrirmyndin hjá unga fólkinu. Það sýndi sig best núna á dögunum hvers konar víta- mínsprauta árangur íslenska hand- boltaliðsins er fyrir allt íþróttalíf í landinu. Knattspyrnulið í efstu deild eflir samstöðu og samhug Eyjamanna, ekki bara í Eyjum heldur um allt land. Mér finnst að það verði að horfa til framtíðar, ekki bara næstu tveggja eða þriggja ára. Eyjamenn eiga að horfa til framtíðar. Horfa á til næstu 20 eða 30 ára. Framundan er bylting í samgöngumálum, sem getur orðið mikil lyftistöng fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum. Það á að hugsa stórt. Bæjarsjóður er nú í allt annarri stöðu heldur en áður. I mfnum huga er það ekki nokkur spurning að það á að gera alla umgjörð um Hásteinsvöllinn sem glæsilegasta þ.m.t. yfirbyggðri stúku. Stefnan hlýtur að vera tekin á að meist- araflokkur karla í IBV leiki sem lengst í efstu deild. Það eru líka til fleiri lið í Eyjum en karlaliðið. Kvennaboltinn á örugglega eftir að eflast ásamt yngri flokkunum. Eyjamenn, horfið vel til framtíðar og hugsið stórt. Notið tækifærin sem blasa við. Mismunun í skilta- málum Qrein Bergur Sigmundsson skrifar: Höfundur er bakari og hlut- hafi í Sœporíi ehf Þann 23. júlí síðastliðinn var tekin fyrir umsókn frá Sæsporti ehf. um leyfi fyrir upplýsingaskilti sem setja átti upp í grjótbeði við enda Bárustígs. Atti það að auðvelda ferðamönnum sem ekki þekktu til staðhátta í Vestmannaeyjum að finna sprotafyrirtæki sem er að reyna að hasla sér völl á ört vaxandi sjóstangveiðimarkaði Evrópu. Ráðið hafnaði erindinu með þeim skýringum að það, skiltið, væri utan þess svæðis sem fyrirtækinu hefði verið ákveðinn staður og að það væri skýrt brot á reglum þar sem aðeins mættu fyrirtæki auglýsa sína starfssemi innan sinnar lóðar. Ég undirritaður er alls ekki sáttur við þessa ákvörðun ráðsins og fínnst hún í raun og veru sýna algjört þekkingarleysi og og vankunnáttu á eðli sölu og viðskipta og að koma skilaboðum til væntanlegra við- skiptavina. Eg átti líka von á því að þar sem þessir sömu aðilar sem höfnuðu erindinu eru alltaf rausandi um nauðsyn þess að fjölga beri ferða- mönnum hingað til Eyja byggju yfir þeirri vitneskju að til þess að sjást verður þú að vera sýnilegur. Ég vill í framhaldi benda aðilum ráðsins á að skilti það sem stendur við flugvöll Vestmannaeyjabæjar. Þar er auglýst bifreiðategundin Toyota sem er töluvert langt frá því svæði sem Toyota er að selja sínar vörur og enn lengra frá fram- leiðslusvæði þeirra. Hlýt ég sem löghlýðinn borgari og skattgreið- andi hér í Vestmannaeyjum að fara fram á að skiltið verði flutt á þann stað þar sem sala eða önnur starf- semi fyrirtækisins fer fram. Eg ætlast til þess að þessu fyrirtæki verði veittur sami frestur til að fjalægja skiltið og Sæsporti var veittur til þess að fjarlægja sitt skilti eða eins og sagði í úrskurði ráðsins Að skilti Sæsports verði fjarlægt inna 14 daga. Þannig að þetta skilti verði farið inna 14 daga. Virðingarfyllst, Bergur M Sigmundsson Hluthafi í Sœsport ehf. Margrét Lára marka- drottning -Stefnir á að leika erlendis á næsta tímabili - Stór lið haft samband Enn heldur Margrét Lára Viðars- dóttir sig við efnið í markaskorun. A laugardaginn skorðaði hún þrennu fyrir Val gegn Fylki í Landsbankadeild kvenna. Þar með er ljóst að hún verður marka- drottning deildarinnar eitt árið enn. Margrét Lára, sem hefur gert 29 mörk í 17 leikjum í ár, sagði við Morgunblaðið eftir leikinn að hún væri farin að hugsa sér til hreyfings og hygðist fljótlega reyna fyrir sér erlendis. „Ég einbeiti mér fyrst og fremst að Val í dag en held að minn tími á Islandi sé að verða búinn og stefni á að fara utan í haust. Það gerist bara þegar það gerist og það eru spennandi tímar framundan. Umboðsmaður minn segir að stór lið úti í heimi hafi haft samband en ég hrindi því öllu frá mér fram yfir Islandsmót og reyndar fram yfir árið, læt bara umboðsmanninn sjá um þetta," sagði Margrét Lára við Morgunblaðið. www.mbl.is greindifrá. Botninn er dottinn úr síldar- og makríl- veiðum Botninn er dottinn úr sfldar- og makrflveiðunum og eru veiðiskipin nær öll á landleið. Eftir árangurslausan leitarleið- angur nokkurra skipa norður undir Jan Mayen um helgina og trega veiði annarra skipa austur af landinu á meðan, fóru skipin að halda heimleiðis í gær og nótt. Þrjú skip eru þó enn út í regin- hafi í grennd við norsku lögsögulínuna. Sjómenn og útgerðarmenn ætla nú að endurmeta stöðuna, því vegna mikils olíukostnaðar er dýrt að halda skipum úti, ef ekki er á vísann að róa. www.visir.is greindifrá.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.