Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.09.2008, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 04.09.2008, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 4. september 2008 13 LÖGREGÍ4N Sæbjörg Logadóttir hljóp heilt maraþon, 42 km, fyrst Eyjamanna: Ekki stoppa - drullaðu þér áfram Opið hús hjá Island studios: Fullkomið hljóðver í Betel við Faxastíg Korta- þjófur og bruni Lögreglan hafði ýmsum verkum að sinna í vikunni sem leið þrátt fyrir að engin alvarleg mál hafi komið upp. Einn þjófnaður var kærður til lögreglu í vikunni og átti hann sér stað aðfaranótt 31. ágúst sl. Um var að ræða þjófnað á veski og misnotkun á greiðslukorti sem var f veskinu. Sá er þarna var að verki var handtekinn sama dag og hefur viðurkennt verknaðinn. Mun hann hafa náð að taka út um kr. 13.000,- af kortinu áður en upp komst um athæfið. Málið telst að mestu upplýst. Ein kæra liggur fyrir vegna skemmdarverks. Um er að ræða skemmdir á girðingu við Heima- götu. Þama mun hluti girðingar hafa verið fjarlægður án heim- ildar. Ekki er vitað hver þarna var að verki. Að morgni síðasta fimmtudags var lögreglu tilkynnt um reyk frá húsi við Höfðaveg. Reyndist pottur hafa gleymst á hellu þannig að töluverður reykur barst frá húsinu. Náðist að ráða niður- lögum eldsins áður en tjón hlaust af. Hins vegar varð eitthvað tjón af völdum reyks og sóts. Sigldi á Básaskers- bryggju Að kvöldi föstudagsins sl. var lögreglu tilkynnt um að flutn- ingaskipið Arnarfell haft keyrt utan í Básaskersbryggju þegar verið var að snúa skipinu. Mun stjómkerfi skipsins ekki hafa látið af stjórn með fyrrgrein- dum afleiðingum. Ekki varð um alvarlegt tjón að ræða og engin slys á fólki. Af umferðarmálum er það helst að frétta að tveir ökumenn fengu sekt fyrir of hraðan akstur á Hamarsvegi, annar fyrir að aka á 70 km/klst en hinn á 93 km/klst. Þá fengu tveir ökumenn sekt fyrir ólöglega lagningu ökutækja sinna. -hugsaði ég en hefði ég séð einhvern sem ég þekkti hefði ég bara farið að grenja Opið hús verður hjá Island studios á föstudag en þá gefst bæjarbúum kostur á að skoða aðstöðuna við Faxastíg, þar sem Betel var áður til húsa. Olafur Guðjónsson, Arni Oli Guðjónsson og Védís Guðmunds- dóttir standa að stúdíóinu en miklar breytingar hafa verið gerðar á hús- næðinu og nánast búið að byggja nýtt hús inn í húsið sem var fyrir. Útkoman er fyrsta flokks hljóðver. Ólafur og Ámi Óli hófu fram- kvæmdir í október í fyrra og unnu að þeim fram í mars. Hófust handa aftur í júlí og luku þá verkinu. Húsið er nú allt hljóðeinangrað og þar em nú þrjú upptökuherbergi og upp- tökusalur. Hljóðverið er búið öllu því nýjasta í tækjabúnaði sem við- kemur hljóðblöndun. Auk þess er íbúð í húsinu fyrir þá sem vilja búa þar á meðan þeir vinna í hljóðver- inu. Island studios vinnur nú að tveimur verkefnum en í október er von á þekktri hljómsveit sem ætlar að taka upp „live“ en stúdíóið mun henta vel fyrir það sem hjómsveitin leitar eftir, sem er topp upptökuver í aflöppuðu umhverfi. Eitthvað sem tónlistarmenn leita eftir. Ólafur mun vera hugmyndasmið- urinn að því að byggja hljóðverið og hann segir að oft hafi verið öflugt hljómlistarlíf í Eyjum. Með þessu vilji þau sem standa að Island stu- dios stuðla að því að hér verði meiri ISLAND STUDIO Hljóðverið stenst allar kröfur og hafa þekktir tónlistarmenn sýnt því áhuga. Óli, Árni ÓIi og Védís eru tilbúin að taka á móti þeim. gróska en undanfarin ár. Védís bendir á að fólk hafi oft gælt við að taka upp tónlist og nú verði allt auðveldara með tilkomu stúdíósins. Ámi Óli segir réttilega að tónlist lifi alltaf, kreppa breyti þar engu um. Bæjarbúar em hvattir til að skoða húsakynnin hjá Island studios á föstudag en húsið verður opið frá klukkan 16.00 til 19.00. Sæbjörg Logadóttir gerði sér lítið fyrir og hljóp heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis 23. ágúst sl. Hún byrjaði að hlaupa úti í byrjun sumar og skráði sig í hlaupið þremur dögum áður en það fór fram. Sæbjörg var að vinna austur á landi í sumar og keyrði í bæinn, daginn fyrir hlaup og stóðst ekki mátið og borðaði súkkulaðirúsínur á leiðinni. Undirbúningurinn var því ekki ker- fisbundinn og Sæbjörg er ömgglega eini maraþonhlauparinn sem tók þjóðhátíð með trompi. Hún æfði ekki í þrjá daga fyrir hlaup og segir það hafa skipt miklu því hún hafi í raun verið komin í mikla þörf fyrir að hlaupa þegar stóra stundin rann upp. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer heilt maraþon en ég fór hálft maraþon 2005 og 2006, “ segir Sæbjörg þegar hún er spurð út í hlaupið en hún hljóp á tímanum 3.48 og var þriðja af íslenskum kvenkeppendum og í 9. sæti af kvenkeppendum í hennar aldurs- flokki, 18 til 39 ára. Núna er hún í 24 sæti yfir besta árangur kvenna á árinu. Sæbjörg byrjaði að hlaupa úti í júlímánuði og tók ákvörðun um að hlaupa heilt maraþon stuttu eftir þjóðhátíð. „Ég átti barn í september á síðasta ári og mátti byrja að æfa sex vikum seinna en ég byrjaði ekki að hlaupa úti fyrr en í júlíbyrjun, “ segir Sæbjörg þegar hún er spurð út í undirbúninginn. Hún segir hlaupið vissulega hafa verið í erfitt og að hún hafi fengið hnút í magann þegar hlaupið var um það bil að byrja. „Ég hljóp hægt til að byrja með og mér fannst ég eigin- lega vera að drolla. Eftir um 25 kílómetra hlaup kom veggur og ég stoppaði á næsta stoppi og fékk mér tvö vatnsglös. Ekki stoppa núna - drullaðu þér áfram, hugsaði ég en ef ég hefði séð einhvem sem ég þekkti þá hefði ég bara farið að grenja. Ég hélt áfram og held að 70 % af því sem drífur mann áfram sé viljinn. Sæbjörg var ekki með neinn hlau- pafélaga en segist hafa farið framúr nokkrum hlaupurum og þeir svo Komið í mark eftir 42 km. Eftir því sem Fréttir komast næst er Sæbjörg fyrst Eyjamanna til að hlaupa heilt maraþon enn margir hafa spreyt sig á hálfu maraþoni. framúr henni og þannig hafi þetta gengið fyrir sig. Ég fann ekki fyrir að þolið var neitt að plaga mig og ég var ekkert móð en ég var að drepast í liðum í fótum og í tánum. Það eina sem angraði mig eftir hlaupið á voru tærnar þó svo að ég hafi verið með teip þá eru neglurnar svartar. Ég var fín að öðru leyti, ekki með harðsper- rur en aðeins stíf í öxlum en ekkert annað. Það sem er kannski erfiðast við svona hlaup er að stoppa alveg, því þá kemur smá skjálfti í lap- pimar, annað ekki, “ segir Sæbjörg sem er greinilega með hlaupagenið í sér. Vestmannaeyingar hafa verið duglegir að taka þátt í Reykjavíkur- maraþoni Glitnis. Adda Sigurðar- dóttir, Guðmunda Bjarnadóttir, Jó- hanna Magnúsdóttir, Gyða Arnórs- dóttir og Sigrún Logadóttir, systir Sæbjargar, hlupu hálfmaraþon. Ágústa Guðnadóttir, Björk Elías- dóttir og dóttir hennar Ánna Fríða Stefánsdóttir, og Baldvin Johnsen hlupu 10 kílómetra. Ólöf Aðal- heiður Elíasdóttir og Ester Haf- steinsdóttir 3 kílómetra. Þá hljóp Eyjamaðurinn Vilhjálmur Bjamason sitt 20. hálfmaraþon í röð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.