Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.09.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 04.09.2008, Blaðsíða 15
4 Fréttir / Fimmtudagur 4. september 2008 15 Knattspyma - Fyrsta deild karla ÍBV 5 - Haukar 1 Haukar kláraðir á tíu mínútum -Eyjamenn komnir með annann fótinn í úrvalsdeild Eyjamenn fengu Hauka frá Hafnar- firði í heimsókn á fimmtudaginn en aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru afar slæmar. Hávaðarok og úrhellisrigning sem léku leikmenn beggja liða grátt. Eyjamenn mættu þó virkilega ákveðnir til leiks og voru greinilega staðráðnir í því að hefna fyrir fyrri leik liðanna sem Haukar unnu 2:0. Fór hann fram á gervigrasi. Heimamenn höfðu mikla yfirburði í leiknum og var staðan 3:0 í hálfleik og lokatölur 5:1. Eftir aðeins þriggja mínútna leik átti Pétur Runólfsson sendingu inn á teig sem ætluð var Augustine Nsumba sem náði ekki til boltans en Jónas Bjarnason varnarmaður Hauka rak fótinn óvart í boltann og í netið fór hann. Þetta mark skrifast samt að mestu leyti á Pétur sem átti þessa frábæru sendingu. Nokkrum mínútum síðar áttu Eyjamenn aðra fallega sókn en þá var boltanum stungið inn á Atla Heimisson sem stakk varnarmenn Hauka af og lék á Atla Jónasson markvörð Hauka og renndi bolt- anum auðveldlega í netið. Heimamenn kórónuðu síðan þessa frábæru byrjun með þriðja markinu sem var afar glæsilegt. Andrew Mwesigwa vann boltann inn á miðjunni og sendi boltann upp kant- inn á Atla Heimisson sem fékk boltann aftur inn f teig og átti gott skot sem Atli markvörður Hauka varði en Atli fylgdi vel eftir með góðu skoti í fjærhornið. Staðan því 3:0 fyrir ÍBV eftir rúmar tíu mín- útur. Eftir þriðja markið komst jafnvægi á leikinn og liðin skiptust á að halda boltanum. Bæði lið áttu nokkur hálf- færi en lítil hætta skapaðist og leik- tíminn rann út. Veðrið versnaði til muna þegar seinni hálfleikur hófst og það hafði áhrif á leikinn. Hásteinsvöllur rennandi blautur og áttu bæði lið í nokkrum erfiðleikum rneð að halda boltanum. A 73. mínútu bættu Eyjamenn við fjórða markinu, Arnór Eyvar geystist þá upp kantinn og sendi Góður árangur hjá fimmta flokki drengja A og B-lið 5. flokks karla léku í úrslitakeppni Islandsmótsins á Akureyri um helgina. A-Iiðið náði frábærum árangri vann alla sína leiki. A-liðið byrjaði að vinna Fjölni 3:2 þá Fjarðabyggð/Leikni 6:2 og endaði að sigra KA 4:1. Með pessum frábæra árangri er A-liðið komið í undanúrslit mótsins. B-liðið vann tvo leiki en tapaði einum, það gaf liðinu möguleika á að komast í undanúrslit með besta árangur liða í 2. sæti. Hins vegar enduðu tvö lið með 7 stig í öðrum úrslitariðlinum og B-Iið ÍBV kemst því ekki í undanúrslita- leikinn. B-Iiðið byrjaði á að tapa gegn Fjölni 2:4, sigraði svo Fjarða- byggð/Leikni 8:1 og endaði svo með stórsigri á KA 6:1. Strákarnir í 5. flokk voru bæði sér og félaginu til sóma á mótinu og Ijóst er að þetta eru framtíðar knattspyrnuhetjur Vestmanna- eyja. Það er alveg ótrúlegt að lítið félag eins og IBV hafi komið fjórum liðum í úrslitakepnni Islandsmóts og eiga strákarnir og þjálfarar flokksins mikinn heiður skilinn. Um næstu helgi leika svo C og D liðin í úrslitakeppninni og fer hún fram á Þróttaravelli í Reykjavík. LÉTU ekki vaða yfir sig. Ingvi Borgþórsson og Pétur Runólfsson verjast hér vel atlögu Hauka sem stein- lágu en Eyjamenn gátu farið keikir af velli. boltann fyrir á Agustine Nsumba sem tók boltann niður lék á varnar- mann og sendi boltann laglega í fjærhornið. Virkilega fallegt mark. Rigningin versnaði eftir því sem leið á leikinn og þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum bað Albert Sævarsson um skiptingu en honum var einfaldlega orðið það kalt að hann gat ekki haldið áfram. Elías Fannar Stefnisson tók stöðu hans í markinu. Haukar náðu að minnka muninn þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum en það gerði Hilmar Rafn, skoraði með góðum skalla sem Elías Fannar kom engu vörnum við. Nokkur hálffæri litu dagsins ljós eftir það en fímmta mark Eyja- manna kom þegar venjulegur leik- tími var liðinn en þá átti Augustine Nsumba fyrirgjöf sem fór í þver- slánna og þaðan datt boltinn beint fyrir fætur Andra Ólafssonar sem þrumaði boltanum í net Hauka. Lokatölur í leiknum 5-1 fyrir IBV sem hafði nokkurn veginn klárað leikinn á fyrstu tíu mínútunum. Staðan: ÍBV 19 39:12 46 Selfoss 19 47:32 40 Stjarnan 19 39:20 38 KA 19 29:23 29 Haukar 19 34:35 27 Víkingur R. 27:27 23 VfkingurÓ 19 18:26 23 Þór 19 26:37 21 Fjarðabyggð 19 29:34 20 LeiknirR. 19 24:38 17 Njarðvfk 19 20:37 15 KS/Leiftur 19 15:26 12 Skák: Úrslit Vinnslustöðvarmótsins Björn Ivar og Nökkvi sigursælir ÞUNGT HUGSI Ólafur Týr og Sverrir Unnarsson voru meðal keppenda. Um síðustu helgi fór fram í hið árlega Vinnslustöðvarmót, en það fór einnig fram í fyrra. Von var á nokkrum keppendum ofan af landi, en vegna slæms veðurs ákváðu þeir að mæta ekki til leiks að þessu sinni. Tefldar voru fimm umferðir með monrad kerfi og hafði hver keppandi klukkustundar umhugsunarfrest auk 15 sekúntna á hvern leik. Mótið hófst á föstudagskvóldinu og á laugardeginum var stíft pró- gram og voru þá tefldar þrjár umfer- ðir, en lokaumferðin var svo á sun- nudegínum. Þátttakendur voru 11 og urðu úrslit þessi : Heildarúrslit: 1. Björn ívar Karlsson (2140) 5 vin- ninga af 5. 2. - 3. Karl Gauti Hjaltason (1645) 3,5 vinningar. 2. - 3. Sverrir Unnarsson (1875) 3,5 vinninga. Unglingar, 15 ára 1. Nökkvi Sverrisson (1605)3 vinningar. 2. Ólafur Freyr Ólafsson (1230) 2,5 vinningar. 3. Sigurður A. Magnússon (0) 2 vin- ningar. Starf Taflfélagsins er nú að fara af stað og hefst á hraðskákmóti nk. fimmtudag kl. 19:30 og eru allir velkomnir. I íþróttir ErlBV komið í efstu deild? Víkingur R. gat tryggt ÍBV sæti í efstu deild með því að ná stigi af Stjörnunni í gærkvöldi í gærkvóldi, miðvikudagskvöld, fóru fram fjórír leikir í 1. deild karla. Stjarnan er í þriðja sæti, Selfoss í öðru sæti og ÍBV í því efsta. ÍBV gæti verið öruggt með sæti í úrvalsdeild eftir leiki kvöldsins og hugsanlega nánast öruggt með efsta sætið. Staðan er þannig að Stjarnan er átta stigum á eftir ÍBV þegar þrír leikir eru eftir. Garðbæingar verða með öðru orðum að vinna alla þrjá leiki sína og IBV tapa öllum sínum til að Eyjamenn missi af úrvalsdeildarsætinu. Ef Stjarnan tapar eða gerir jafntefli gegn Víking R. í kvöld, er sæti IBV í efstu deild hins vegar tryg- gt. Leikur Stjörnunnar og Vfk- inga R. fer fram á heimavelli Vfkinga. Selfyssingar, sem hafa elt ÍBV eins og skuggann í allt sumar, eiga Ifka leik £ kvöld, heimaleik gegn KS/Leiftri, sem er í harðri fall- baráttu. Ef svo ólfklega vildi til að Selfyssingar myndu tapa leiknum og Stjarnan tapaði einnig sínum leik, væri IBV nánast örug- gt með efsta sætið en Selfyssingar gætu þá aðeins náð IBV að stigum. ÍBV er hins vegar með mun betri markatölu. Leik ÍBV og Njarðvíkur, sem átti að fara fram í kvöld var hins vegar frestað þar sem markvörður Njarðvíkinga er á ferðinni með U- 21 árs landsliðinu. Leikur liðanna verður ekki fyrr en þriðjudaginn 16. september. Eyjamenn leika því síðustu þrjá leiki sína á aðeins átta dögum, alla á útivelli. Framundan Fimmtudagur 4. september Kl. 18.00, KR-ÍBV, 2. flokkur kvenna Föstudagur 5. september Kl. 18.00, Tindastóll-ÍBV, 3. flokkur kvenna Laugardagur 6. september Kl. 13.00, ÍBV-Tindastóll, 3. flokkur kvenna Kl. 14.00, Tindastóll/Hvöt-ÍBV, 3. flokkur karla Sunnudagur 7. september Kl. 14.00, KFR-ÍBV, 2. flokkur karla Mánudagur 8. september Kl. 18.00, ÍBV-Valur, 2.flokkur kvenna

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.