Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.09.2008, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 04.09.2008, Blaðsíða 16
FRETTIR Frétta- og auglýsingasími: 481-1300 / Fax 481-1293 £ ) sun investments S.L FASTEIGNASALA A SPÁNi LINDA RÓS (0034) 646 930 757 lindarosg@hotmall.com www.suninvestmantil.com TIL ÞJÓNUSTU reiðubúinn Jón hefur staðið vaktina við barinn á Lundanum í tíu ár. Jón Ingi heldur upp á tíu ár á Lundanum um helgina: Afrek að hafa þraukað í áratug Það urðu margir hissa þegar fréttist fyrir rúmum tíu árum að trillukarl og fiskbúðareigandi ætlaði að kaupa skemmtistaðinn Lundann við Kirkjuveg af Sparisjóðnum sem hafði fengið staðinn í hausinn eftir gjaldþrot. Lundinn hafði lengi verið aðalskemmtistaður bæjarins og þar gerðust hlutirnir. Það var því talsverð ábyrgð lögð á herðar þess sem tæki við staðnum og ekki öllum sem leyst á það þegar heyrðist að Jón Ingi Guð- jónsson, sjómaður, trillukarl og fiskbúðareigandi ætlaði að söðla um og fara í skemmtanabransann. Það gerði hann og enn er Lundinn við lýði tíu árum síðar í hans eigu. Þó ekki hafi orðið róttækar breyt- ingar á rekstrinum hefur Jóni Inga tekist að gera þetta af snyrti- mennsku og haldið úti pöbb og ballstað þar sem fólk gengur að ákveðinni þjónustu. En auðvitað kallar staðurinn á andlitslyftingu en það eitt að halda sjó í tíu ár er kannski afrek út af fyrir sig. „Ég keypti Lundann 1998 og hef rekið hann óslitið síðan," sagði Jón Ingi sem stökk frá borði á trillunni og beint upp á Lunda. „Við opn- uðum með dansleik 4. september sama ár og það var hljómsveitin Dans á rósum sem lék fyrir dansi. Ég ætla að minnast tímamótanna á laugardaginn með veislu fyrir okkar helstu velunnara og samstarfsaðila. Þar ætla Dans á rósum og Tríkót að sjá um að skemmta fólki og eftir miðnætti hefst dansleikur þar sem þessar sveitir munu sjá um fjörið." Þegar Jón Ingi lítur yfir farinn veg segir hann að kannski sé stærsta afrekið að hafa lifað af í heilan áratug. „Þegar ég tók við var Lundinn bara dansstaður en ég breytti honum í pöb á virkum dögum og áfram var hann dans- staður um helgar. Það var oft fámennt á pöbbnum fyrstu mánuð- ina en svo fór fólk að líta inn og nú á ég nokkuð fastan kúnnahóp og svo líta ferðamenn við til að fá sér einn kaldan. Sem skemmtistaður hefur Lundinn alltaf staðið undir nafni og fólk kann að meta það þegar maður býður upp á hljóm- sveitir og þá þjónustu sem við bjóðum upp á." Jón Ingi segir að á Lundanum sé fyrsta flokks eldhús og býður hann upp á veisluþjónustu. „Svo eru það jólahlaðborðin sem verða vinsælli með hverju árinu." Þegar talið berst að starfsumhverfi og rekstrarskilyrðum í veitinga- rekstri í Vestmannaeyjum segir Jón Ingi að því miður sé markaðurinn of lítill fyrir marga skemmti- og veitingastaði. „Samstarf eða sam- eining gæti skilað hagnaði fyrir alla. T.d. dæmis gengur varla að halda dansleiki á tveimur stöðum og á ég þar við Lundann og Höllina. Ég á alltaf mína tæplega 100 gesti þó ball sé í Höllinni. Ef rekstur beggja væri á sömu hendi eða samstarf í gangi mætti beina fólkinu á böllin í Höllinni þar sem ég gæti mætt með mitt fólk. Þetta væri öllum til góðs og kannski verður þetta einhvern tímann veruleikinn. Þangað til verður maður að berjast og svo horfir maður til bættra sam- gangna með Landeyjahöfn. Þá sé ég fyrir mér að Lundinn verði, pöbb, fyrsta flokks veitingastaður og skemmtistaður um helgar. Það er framtíðarsýnin en um helgina ætlum við að skvetta úr klaufunum og minnast þess með glæsibrag að tíu ár eru síðan ég tók við Lundanum," sagði Jón Ingi að lokum. Viðkomubrestur fjórða árið í röð Ljóst er að viðkomubrestur hefur orðið í lundastofninum í Vestmannaeyjum fjórða árið í röð. Útlit er fyrir að mjög lítið verði um pysju í ár og að hún komi mjög seint. Þær pysjur sem enn eru lifandi í holunum eru mjög litlar og óvíst hvort þær lifa. Ástæðan er sú að lundinn hefur fundið mjög lítið af síli til að fóðra ungana og hafa þeir því verið í svelti. Sem dæmi má nefna að vaxtatími pysjunnar er 39 dagar við eðlilegar kringumstæður, en er nú um fimmtíu dagar. Innan við tíu pysjur hafa skilað sér í pysjueftirlitinu og voru þær allar undir vigt. Erpur Snær Hansen, nát- túrufræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands, segir að of snemmt sé að spá fyrir um hve mikið að pysju skili sér, en útlitið nú sé afskaplega dapurt og það stefni óðfluga í mjög rýrt pysjutímabil. Nokkurrar bjartsýni gætti í vor. I upphafi varptímans var varpárgangur, klakárangur eggja og afkoma unga þokkalegt. Aðeins bar á smávægilegum afföllum, þ.e. ekki stöðugum dauða út allan varptímann eins og í fyrra. Vonir stóðu því til að nýliðun yrði í meðallagi. Þegar leið á varptímann fór hins vegar að halla undan fæti og nú er ljóst að um viðkomubrest er að ræða í ár, eins og þrjú síðustu ár. Aldurssamsetning veiði á þessu ári sýnir að tveggja og þriggja ára árgangarnir frá 2005 og 2006 eru næstum horfnir úr veiðinni. Dræm aflabrögð í veiðinni endur- spegla 76% minnkun veiðistofnsins. Um 58% veiðinnar nú eru fjögurra ára fuglar sem hefðu hafið varp á næsta ári. Varpfuglar, fimm ára og eldri, eru 38% veiðinnar. «- 1,0 i? • ao ct *'* RaufS.H. Höfdavik S.H. Malarkórar S.H. Eilidaey Stórato S.H. Lambhilla S.H. / maí jún. jún. júl. júl. ágú. ágú. sep. Hér má sjá afdrif 226 virkra hreiðurhola í 2008. Hver punktur táknar eina heimsókn í allar tilraunaholur á hverjum staö. Aföll meðan álegu eggja stendur eru lítil sem engin (maí-11. júlí). Fljótlega eftir klak eggja sem náði hámarki um 11. júlífór að bera á örum pysjudauða sem hélt áfram til loka ágúst og fœkkaði pysjum um 80% á þessum tímabili. Svo virðist sem verulega hafi hœgt á dauðanum um mánaðamótin ágúst-september en þœr pysjur sem enn eru í hreiðrum eiga flestar enn eftir að taka út meiri vöxt svo þœr geti yfirgefið holuna. Hafa þœr þá verið (53 daga í hreiðri þegar þetta er ritað en eðlile- gur vaxtartími liggur á bilinu 34 til 44 dagar, um 39 daga. Lítið hefur borið á bœjarpysjum og hafa þœr verið magrar (undir 260 gj og þar afleiðandi ólífvœnlegar. Fylgst verður áfram með afdrifum holupysja sem œttu að óllu jöfnu að láta sjá sig á nœstu vikum, hve margar mun ráðast afþví að hve miklu leyti pysjudauðinn muni halda áfram. 4 4 piús (Mi & ™ MN SUmflRFERÐ'R mmDímmÆ Eyjafréttir.ís - fréttir millí Frétta VIKUTILB0Ð 4.-10. september ke light u verð nú kr 120/™ verðdðurkr 188,- Góu Hraun bitar vcrð nú kr 199,- verð dður kr 298,- Góu Æði bitar verð nú kr 199,- verð áður kr 298,- ibj Wf' Lu Bubba byggir kex verð nú kr 218,-verð áður kr 298,- Lu Prince 2pk ii.iis,i verð nú kr 228,~ V 'v^^^^ Socceraid swmi verð nú kr 158,' verðáður kr 198,- \. * 0 Danskar kjúklingabringur. verð nú kr 1198,- verðóðurkr 1968,- NY beikonborgarar 3.ns, verð nú kr 4/8,- verð óður kr 570,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.