Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.2008, Blaðsíða 1
BÍLAVERKSTÆÐIÐ BrAGGINNsf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35. árg. I 37. tbl. I Vestmannaeyjum 11. september 2008 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is NÁÐU í átta pysjur. Systkinin Margrét Björk og Grétar Þorgils Grétarsbörn náðu átta pysjum á mánudagskvöldið og er það stærsti skammtur sem komið hefur inn á borð Pysjueftirlitsins í ár. Samtals höfðu tæplega 70 pysjur verið vegnar og mældar á þriðjudaginn og sagði Kristján Egilsson, forstöðumaður Náttúrugripasafnsins, að flestar væru vel á sig komnar. Hér er Margrét Björk að sleppa einni pysjunni. Ferðamálaráðherra bjartsýnn á ferðamennsku í Vestmannaeyjum: Næsti mikli áfangastaðurinn -Allir sem þangað koma falla í stafi. Það er váá-ið, segir Össur Skarphéðinsson Ferðamálaráð hélt fund hér í Eyjum um miðja síðustu viku. Fundinn sat einnig ráðherra ferðamála, Össur Skarphéðinsson. Á bloggi sínu á netinu birtir hann hugleiðingar sínar um ferðina, stöðu Vestmannaeyja og möguleika eyj- anna í ferðaþjónustu á næstu árum og segir meðal annars: -Vestmannaeyjar munu verða næsti mikli áfangastaður ferðamanna á Islandi. Ég er ekki viss um að Eyjamenn geri sér allir grein fyrir því. Þegar höfnin á Bakka verður komin, og tíðar ferðir milli Bakka og Eyja, þá verða Vestmannaeyjar partur af lengri og skemmri ferðum innlendra og útlendra bflferðalanga um Suðurlandið. Ferðamálaráðherra hefur jafnframt áhuga á að bæta höfnina í Eyjum, þannig að öll skemmtiferðaskip sem hingað koma geti nýtt sér Eyjarnar. Þá er gráupplagt að þau eigi þar fyrstu viðdvöl á Islandi, túristarnir skoði Eyjarnar, fari svo með rútum upp á land og taki Gullna hringinn á leið í Reykjavík, þar sem skipið bíður þeirra. Þetta eykur möguleika skipatúristanna til að sjá ísland um einn dag, og það stendur svo upp á Eyjamenn að búa til góð tilboð sem halda þeim sem lengst í Eyjum. Mér sýnast þeir á góðri leið með það. Þar að auki er svo einstakt landslag í Eyjum að allir sem þar koma falla í stafi og vilja stoppa sem lengst. Það er váá-ið. Skemmdir á bílum og fasteignum vegna foks íbúar við Nýjabæjarbraut 10, hafa enn engin viðbrögð fengið frá bæjaryfirvöldum við kvörtunum sínum um vikurfok frá upp- greftrinum við Pompei norðursins, Eldheima. Lakk á tveimur bflum fjölskyldunnar er skemmt af völdum foksins og fleiri skemmdir hafa orðið, auk óþæginda sem vikurinn veldur. Jóhannes Þór Sigurðsson og Hulda Ólafsdóttir á Nýjabæjarbraut 10 hafa leitað til tryggingarfélags síns, Varðar, vegna málsins. Þeim þykir hins vegar seint bóla á viðbrögðum bæjarins, en bréf frá þeim var tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsráði í ágúst. I bréfinu segjast íbúarnir hafa full- an skilning á verkefninu Pompei norðursins, en hins vegar séu þeir ekki sáttir við hvernig staðið hefur verið að framkvæmdum. Tjóni sínu lýsa þeir svo: Um er að ræða tjón á gleri í gluggum, þakklæðningu og hugsanlega víðar á húsnæðinu, auk lakkskemmda á bifreiðum. Jóhannes Þór Sigurðsson sagði í viðtali við Fréttir, að láðst hafi að binda vikurinn með loðnunót eftir uppgröft. Þegar grafið hefði verið ofan af fjórða húsinu í Eldheimum hefði vikrinum verið ekið í skál ofan við hús þeirra og sturtað ofan á svæði sem búið var að binda. Þar liggi vikurinn nú og fjúki yfir húsið þegar vind hreyfi. Jóhannes segir að við svipað vandamál sé að etja við Gerðisbraut og þar hafi bílar skemmst vegna vikurfoksins. Hann segir einhug ríkja í hverfmu og að íbúar séu reiðubúnir að beita sér í málinu, verði ekki fundin lausn hið fyrsta. Þess má geta að umhverfis- og skipulagsráð fól í ágúst starfs- mönnum umhverfis- og framkvæm- dasviðs að kanna ástand húsnæðis og ræða við bréfritara, en af því hefur ekki orðið, eins og fyrr var getið. Jóhannes kvað framkvæmdir við Eldheima af meiri stærðargráðu en kynnt hefði verið á fundi með íbúum áður en þær hófust. Á þeim fundi hefði og verið lofað að gengið yrði frá öllum sárum og vikurinn bundinn jafnóðum. Þetta hefði ekki verið efnt. Tiu ar fra komu Keikós I gær voru tíu ár liðin frá því að háhyrningurinn Keikó kom til Vestrnannaeyja. Keikó fæddist við íslandsstrendur áríð 1976, en var fangaður þremur árum síðar og seldur til þjálfunar í Bandaríkjunum. Árið 1993 sló Keikó í gegn í kvikmyndinni Free Willy og lék einnig í tveimur framhaldsmyndum. Heill hópur vísindamanna og aðstoðar- fólks fylgdi Keikó til Vestmannaeyja þar sem til stóð að þjálfa hann og sleppa að því búnu. I desember 2003 greindist háhyrningurinn með lung- nasjúkdóm sem síðar varð honum að bana við Noregsstrendur hinn 12. desember sama ár. Eyjamenn töfðust á Kanarí Um eitt hundrað manna hópur frá Vinnslustöðinni, sem verið hefur í sumarleyfisferð á Kanaríeyjum að undanförnu varð fyrir töfum á heimkomu vegna gjaldþrots spænska flugfélagsins Futura. Hópurinn tafðist í um sólarhring, en var væntanlegur til Vestmannaeyja með Herjólfi í gær, miðvikudag. Flugvél frá öðru flugfélagi var fengin til þess að flytja hópinn til landsins frá Kanaríeyjum og tafðist hann um sólarhring. Þór vildi fá Ahaldahúsið Á fundi bæjarráðs í gær, miðvikudag, var tekið fyrir erindi Vélaverkstæðisins Þórs, þar sem fyrirtækið falaðist eftir maka- skiptum við bæinn á húsnæði fyrirtækisins og húsnæði Áhalda- húss Vestmannaeyjabæjar. Vélaverkstæðið Þór kvaðst reiðubúið að greiða 75 milljónir króna fyrir eign bæjarins, en mat hús sitt á fimmtíu milljónir. Bæjarráð hafnaði erindinu og engar frekari viðræður um málið eru fyrirhugaðar. VIÐ LÁTUM BÍLINN GANGA... ...SVOÞÚÞURFIRÞESSEKKI SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / ^ ÞJÓNUSTUAÐILITOYOTA í EYJUM net@hamar Vfl A- OC, Ríl A\/FRk'«;TÆF>l FLATIR 21 / S.481 -1216 / GSM. 864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.