Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.2008, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 4. september 2008 Sigurmundur Einarsson sendir ritstjóra Frétta tóninn: Skrif þín eru mjög illa ígrunduð Sigurmundur: Svo kemur skemmtilcg klausa sem ritstjórinn hefur haldið á lofti í langan tíma en því miður fyrir hann er löngu orðin úrellt um einhverjar hendur sem eru á móti öðrum höndum. Jafnframt að samvinna sé erfiðleikum háð í ferðamálum hér. i tilefni greinar ritstjóra Frétta um skemmtiferðaskip í síðasta tölublaði vil ég koma eftirfarandi á framfæri. Þeir leiðsögumenn sem hafa unnið við komu skemmtiferðaskipa í sumar eru: Alfreð Alfreðsson frábær tungu- málamaður og einstakur leiðsögu- maður sem hefur fengið hrós frá þúsundum ferðamanna. Ruth B. Zohlen einn reyndasti leiðsögu- maður sem við eigum. Frábær tungumálamanneskja með einstaka þekkingu á Eyjunum og náttúru Eyjanna. Hefur af öllum fengið lof fyrir einstaka framkomu og fag- mennsku. Kristján Karlsson gamalreyndur leiðsögumaður með próf uppá vasann frá Leiðsögumannaskól- anum. Alltaf tilbúinn að gera það sem hann getur til að upplýsa fólk sem er hér á ferð. Sigríður A. Karlsdóttir ein sú besta enskumælandi leiðsögumanneskja sem ég veit um hér í Eyjum. Unnur Olafsdóttir hefur ótrúlega þjónustu- lund og hefur getið sér gott orð víða um lönd fyrir einstaka framkomu við ferðamenn. Það var sorglegt að lesa grein rit- stjóra Frétta í síðasta tölublaði. Greinin er skrifuð af vanþekkingu. I jafn litlu samfélagi og við búum í hér í Eyjum ættu að vera hæg heimatökin að leita eftir réttum upplýsingum, nema tilgangurinn sé annar. Það er hlálegt að lesa í fyrri parti greinarinnar að fjölgun skemmtifer- ðaskipa standi í framhaldi af skipu- lagðri markaðsstarfsemi fulltrúa bæjarins þar sem fyrsta skipti var farið nú í vor á söluráðstefnu fyrir skemmtiferðaskip héðan frá Eyjum, Mjög fjölbreytt vetrarstarf Landa- kirkju er að hefjast þessa dagana. Alla daga nema laugardaga verður margvíslegt starf á vegum kirkj- unnar fyrir fólk á öllum aldri. Fréttir ræddu við þá séra Kristján Björnsson, sóknarpresl og séra Guðmund Örn Jónsson prest um starfið, en óvíða á landinu er eins öflugt safnaðarstarf og hér í Vestmannaeyjum og í engri kirkju landsins mun vera jafn fjölbreytt starfsemi undir einu þaki. Sunnudagar A sunnudögum er barnaguðsþjón- usta klukkan ellefu og barnastarf fyrir yngsta aldurshópinn. Starf fyrir níu til tíu ára böm verður klukkan þrettán og síðan er guðsþjónusta alla sunnudaga klukkan fjórtán og auk þess á hátíðum að vanda. Fjórða sunnudag í mánuði er síðan guðsþjónusta fyrir vistmenn á Hraunbúðum klukkan 15:15. Klukkan sextán er starf fyrir böm ellefu til tólf ára og síðan starfar Æskulýðsfélagið um kvöldið klukkan 20:30. Það starf er undir stjóm Huldu Líneyjar Magnúsdóttur æskulýðsfulltrúa, sem getið hefur sér mjög gott orð fyrir starf sitt með börnum og unglingum. Mánudagar Á virkum dögum eru viðtalstímar prestanna á milli klukkan ellefu og tólf í Landakirkju. Kirkjustarf fatl- aðra, yngri deildar, verður annan hvem mánudag klukkan sextán og eldri deildar klukkan sautján, einnig annan hvern mánudag. Á þess skal tekið fram að ég er mjög ánægður með þá framför sem hefur átt sér stað hjá Vestmannaeyjahöfn með tilkomu nýrra manna sem hafa áhuga á tilkomu skemmtiferðaskipa. Síðan litlu seinna í sömu grein að tekjur af þessari starfsemi séu frem- ur rýrar. Spyr sá sem ekki veit! Hver er þá tilgangur fulltrúa bæjarins að eyða tíma og peningum í þessa starf- semi? mánudagskvöldum klukkan 19:30 er starf í hópnum Vinir í bata, sem er tólf spora kerfi, sem líka er nefnt andlegt ferðalag. í þessu starfí rækt- ar fólk trú sína, dýpar trúarskiln- inginn og trúarþroskann. Byrjenda- hópur starfar á mánudagskvöldum, en framhaldshópur á fímm- tudagskvöldum. Á mánudagskvöld- um starfar einnig Kvenfélag Landakirkju, sem lengi hefur verið ein traustasta stoð kirkjunnar og hefur meðal annars efnt til basars og Nú færist ristjórinn heldur í aukana og fullyrðir að „engin skipulögð starfsemi sé í bænum til þess að taka á móti farþegum og beina þeim í skoðunarferðir og nýta sér áhuga þeirra á verslun. Þarna opinberar rit- stjórinn vanþekkingu sína. Sú kynn- ing fer fram um borð í skipinu löngu áður en það kemur til hafnar hér og er vel að henni staðið enda hags- munir umboðsaðila að sem mest kaffisölu þegar nær dregur jólahátíðinni. Þriðjudagar Fermingarfræðsla verður á þriðjudögum klukkan fjórtán þrjátíu og Gideonfélagið heldur fund fyrsta þriðjudag í mánuði klukkan tuttugu. Miðvikudagar Helgistund verður í Hraunbúðum annan hvern miðvikudag klukkan ellefu og fermingarfræðsla verður í fjölbreytni sé í boði. Nú virðist ritstjórinn hafa skroppið í kaffí eða eitthvað annað til að safna nýjum kröftum og kemur til baka í ritstjórastólinn með fídonskrafti. Það sem líklega á að vera hápunktur greinarinnar fjallar um einhvem farþega sem gekk út úr rútu þar sem hann skildi ekki ensku! Halló, hvað er maðurinn að fara? Svo kemur skemmtileg klausa sem ritstjórinn hefur haldið á lofti í lang- an tíma en því miður fyrir hann er löngu orðin úrellt um einhverjar hendur sem em á móti öðmm hönd- um. Jafnframt að samvinna sé erfiðleikum háð í ferðamálum hér. Eg spyr herra ritstjóri hver er samvinna þinnar starfsemi t.d. við prentsmiðjuna Eyrúnu? Þið eruð í sama geira með ykkar starfsemi og væri ekki gott að nýta eina prentsmiðju í stað tveggja? Til hvers keyptuð þið vikublaðið Vaktina, var ekki best að þið ynnuð bara saman svo allir gætu verið vinir í skóginum? Nei herra ritstjóri þessi skrif þín voru illa ígrunduð og falla um sjálf sig. Okkar fyrirtæki hefur fengið þakklæti frá þúsundum ferðamanna sem hingað hafa komið og notið okkar þjónustu. Þú nefnir einn óánægðan farþega sem gekk út úr rútu vegna tungumálaerf-iðleika hans. Þetta er svipað og Fréttir, það ágæta blað sem þú ritstýrir, væri dæmt út frá áður nefndri grein þinni sem óábirgt og tími væri komin til að fá nýja „utanaðkomandi“ aðila til að taka við. Meö þökkfyrir birtinguna. Sigurmundur G. Einarsson kirkjunni klukkan þrettán og 13:45. Kaffíhúsakór Landakirkju æfir klukkan tuttugu á miðvikudagskvöl- dum og Aglow fundar fyrsta ntiðvikudag í mánuði klukkan tutt- ugu. Aglow er sérstakt félag krist- inna kvenna í öllum kirkjudeildum. Fimmtudagar Mömmumorgnar eru í kirkjunni á fimmtudagsmorgnum klukkan tíu og annan hvern fímmtudag er hel- gistund á sjúkrahúsinu klukkan 14:30. Kór Landakirkju æfir á fímmtudagskvöldum klukkan tutt- ugu undir stjórn organistans og kórstjórans Guðmundar H. Guðjónssonar. Klukkan tuttugu á fímmtudögum er síðan Æskulýðsfélagið með starfsemi í KFUM & KFUK-húsinu klukkan tíu, undir stjórn Huldu Líneyjar Magnúsdóttur æskulýðsfulltrúa. Föstudagar Yngri deild sönghópsins Litlu lærisveinanna æfir í kirkjunni á fös- tudögum klukkan þrettán undir stjórn Védísar Guðmundsdóttur. Eldri deildin æfír síðan klukkan fjórtán, einnig undir stjórn Védísar. Fræðsluerindi presta Hér hefur verið drepið á kjamann úr starfí Landakirkju í vetur. Við þetta er svo að bæta því, að prestar safn- aðarins halda fræðslufundi öðru hverju, sem verða auglýstir síðar. Meðal annars verður þar fjallað um sorg og missi, auk sorgar og kvíða í nánd jólahátíðarinnar. Herjólfsbæjarfélagið: Vildi jarð- göng að Löngu Á fundi umhverfis- og skipu- lagsráðs Vestmannaeyjabæjar í síðustu viku var tekið fyrir erindi Árna Johnsen, fyrir hönd Herjólfsbæjarfélagsins, þar sem óskað er heimildar ráðsins til að hefja undirbúning að borun jarð- ganga um Neðri-Kleifar á Eiðinu að Löngu. Ráðið kvaðst ekki geta orðið við erindinu, en lýsti aftur á móti áhuga á að koma af stað vinnu við að auðvelda gangandi fólki aðgengi undir Löngu og felur starfsmönnum Umhverfís- og framkvæmdasviðs að kanna hvað aðrir möguleikar væru til staðar, svo sem uppfylling eða göngu- brú, eins og þar var á árum áður. Árni Johnsen sagði í samtali við Fréttir, að Langa væri ótrúleg náttúruperla, sem öllum væri ógleymanleg sem þangað hefðu komið. Þama væri oft á tíðum mjög mikil veðursæld og kyrrð, jafnframt því sem hljómburður væri stórkostlegur. Gröftur jarðganga væri að mörgu leyti einfaldasta, ömgg- asta og ódýrasta leiðin til þess að opna almenningi aðgang að þess- ari paradís. Hugmynd Herjólfs- bæjarfélagsins hefði verið að bora 4x4 metra göng, sem væri tveggja vikna verk miðað við tækjakost verktaka sem tilbúinn hefði verið til verksins. Kostnaður hefði verið áætlaður sjö til átta milljónir króna. Árni kvað auðvelt að vinna verkið á þann veg að fyllilega yrði tekið tillit til umhverfisverndarsjón- armiða. -Við vildum einfaldlega benda á hagstæða lausn til þess að opna bæjarbúum leið í þessa paradís og höfum ekki fengið rökstudda skýringu ráðsins hvers vegna erindinu var hafnað. Hún á sjálfsagt eftir að koma og ef menn vilja skoða þetta eitthvað nánar er það auðvitað sjálfsagt, sagði Ámi. -Og svo hefðum við að sjálf- sögðu haft í bakhöndinni að taka vinstri beygju upp á land, sagði Ámi að lokum og hló við. Atvinnuþróun- arfélagið fundar í Eyjum Stjórn Atvinnuþróunarfélags Suðurlands og starfsmenn félagsins héldu stjómarfund á Kaffi Kró í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Stjómin heldur fundi sína til skiptis í þeim sveitarfélögum á Suðurlandi sem aðild eiga að félaginu. Auk reglubundinna fundarstarfa stjómarinnar er tækifærið jafnan notað til þess að hitta sveitarstjómarmenn í viðkomandi sveitarfélögum og var svo einnig að þessu sinni. Einnig notaði stjómin tækifærið og hitti fulltrúa atvinnulífsins í Eyjum og ræddi við styrkþega félagsins og kynnti sér framgang verkefna þeirra. Afar fjölþætt vetrarstarf Landakirkju BARNASTARF í Landakirkju. Alla daga nema laugardaga verður margvíslegt starf á vegum kirkjunnar fyrir fólk á öllum aldri. ÍJfgefandi: Eyjasýn elif. 480278-0549 - Véstmannaeyjuni. Ritstjóri: Ómar Oarðarsson. Blaðamenn: (íuðbjörg Sigurgeii'sdóttir «g .lúlins lngasun. tþróttír: Július Ingason. Ábyrgdarmenn: Ómar Gardarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjmn. Adsetnr ritstjómar: Strandvegi 47. Símar: 4H1 1300 & 4H1 3310. Myndriti: 4H1-1S93. Netfang/rafpóstnr frettir@cyjafrettir.is. Veffang: littp/www.eyjal'rettir.is PRÉlTiH koma út alla fimmtudaga. Bladið er selt i áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistínmn, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, Isjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu i Fridarhöfn.. FRÉ4TIK eru prentaðar i 2000 eintökmn. FRÉTi'iR eru aililar ad Samtökuin bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftírprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheiniilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.