Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.2008, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 11. september 2008 skotum Árni Johnsen hefur fallið frá kæru á hendur Agnesi Braga- dóttur vegna ummæla sem hún lét falla um Áma í morgunþætt- inum I bítið á Bylgjunni hinn 9. júlí síðastliðinn. Fyrirhugað var að málið yrði þingfest á þriðjudag, en áður en til þess kom gaf Ámi út svo- hljóðandi yfirlýsingu: „Undirritaður ætlar að fyrirgefa Agnesi Bragadóttur ósmekklegt orðaval í minn garð. Agnes hefur m.a. kallað mig stórslys, en það er svo sem vægt til orða tekið um mig og nánast hrósyrði úr einstöku fúkyrðasafni hennar. Maður á ekki að elta ólar við fólk sem hefur yndi af illmælgi. Agnes hefur alltaf verið mjög linfróm í mannasiðum og hefði þess vegna, jafnvel með dóms- orði, haft gott af því að vera minnt á að hún er aðeins jafningi meðal jafningja. Agnes hefur klárlega brotið lög með orðbragði sínu og skíthroða í minn garð. Svona er innræti Agnesar en við emm gamlir starfsfélagar og ég veit ekki um neitt illt á milli okkar frá þeim tíma, enda varði ég hana oft. Hún á nógu erfitt með sjálfa sig þó ég fari ekki að þyngja þá bagga. Agnes á mjög brjóstgóða takta þannig að hennar svið er vítt og vinalegt á margan hátt þótt slíkt sé alltaf afstætt í stærðum. Þökk sé Einari Huga Bjarnasyni hdl. fyrir vandaðan undirbúning stefnu og fróðlegt væri að láta reyna á þau lög sem banna umfjöllun um málsatvik hjá fólki sem hefur gert upp að fullu við dómskerfið og hlotið uppreist æru, banna umfjöllun að við- lögðum sektum eða fangelsi. I ljósi þess að mér finnst skemmtilegra að skemmta fólki en skrattanum þá geri ég allt sem í mínu valdi stendur til þess að komast hjá því að hitta Agnesi Bragadóttur og fell því frá boðaðri stefnu um meiðyrði um leið og ég bið henni alls góðs og varúðar í munnhálkunni því það er skreypt á skötunni frá kjafti og afturúr. Ámi Johnsen. Agnes svarar fyrir sig á mbl.is þar sem hún segir Áma vera með algerlega tapað mál. „Þessi yfir- lýsing Áma kemur mér ekkert á óvart," segir Agnes Bragadóttir. „Ég held að hann hafi gert sér grein fyrir því þegar hann skoð- aði málið nánar að hann var auðvitað með algerlega tapað mál í höndunum og hefði þurft að kosta æmu til. Ef Ámi þarf að borga sjálfur, þá hefur hann ekki áhuga. Yfirlýsing hans er fáránlegt skítkast og allt í lagi með það. Ekki dettur mér í hug að fara í mál við hann út af henni. Ég geri þó athugasemd við það sem segir í yfirlýsingunni um að við séum gamlir starfsfélagar og hann viti „ekki um neitt illt á milli okkar frá þeim tíma“. Ég ætla að rifja upp fyrir Árna sumarið 2001 þegar ég var fréttastjóri á vakt og hann hafði Morgunblaðið að ginningarfífli með hreinum lygum í sambandi við vaxdúkinn góða.“ Ámi fellur frá málssókn á hendur Agnesi: Skjóta föstum ÁÐ við Þjófafoss. Haraldur, Ólafur, Þórarinn Ingi, Bragi, Helgi, Sigurður og Karl. Á myndina vantar Kristján Georgsson sem tók myndina. Gönguhópur Hjólbarðastofunnar lætur ekki að sér hæða: Allt fór vel þó forystusauðurinn týndist -Legudeildin sat heima eins og venjulega I nokkur ár hefur gönguhópur Hjólbarðastofunnar, þar sem feðg- amir Bragi Steingrímsson og Magnús, sem reyndar treysti sér ekki með núna, eru fremstir meðal jafningja, farið í gönguferðir á fastalandinu. Þeir er nýkomnir úr einni ferðinni og eins og stundum áður lentu þeir í ýmsum ævin- týrum. Þeir sem fóru í ferðina eru feðg- arnir Bragi, Helgi og Sigurður, Þórarinn Ingi Ólafsson, Haraldur Sverrisson, Guðjón Ólafsson, Karl Haraldsson og Kristján Georgsson. Blaðið hafði samband við mann úr innsta hring hópsins sem ekki vildi koma fram undir nafni og verður það virt. En gefum honum orðið: -Ferðin var farin helgina 28. til 30. ágúst en legudeildin varð hins vegar eftir heima en fyrir henni fer Jóhann Pétursson. Gist var í sumarbústað í Þjórsár- dal og þangað var komið að kvöldi föstudagsins. Allárla var risið úr rekkju og að loknum morgunverk- um á sjálfum sér var náttstaður yfirgellnn. Fyrsti kostur í gönguleið var að ganga á sjálfa drottninguna Heklu en hún var skýjum hulin og því ekki fýsilegur kostur. Þá var plan B tekið fram sem var að ganga í kringum Búrfell í Þjórs- árdal. Veður var hið besta, þurrt, skýjað og vindur hægur. Bílnum var lagt við inntaksmannvirki Landsvirkjunar og lagt af stað með nesti og nýja skó. Gengið var réttsælis í kringum fjallið, þ.e. niður með því að austan og gekk ailt að óskum. Eftir um tveggja tíma göngu var Bragi týndur og tóku menn sér tíma til að meta stöðuna og ákveða aðgerðir. Tveir voru valdir til að snúa við og leita að Braga. Annar var Haraldur Sverrisson og hinn Sigurður Bragason og vakti valið spurningar um hvort nokkur áhugi væri á að finna Braga. Til að flækja dæmið enn frekar var Helgi Braga- son sendur upp á Búrfell en m.a.s. hann skilaði sér hjálparlaust. Ekki er að orðlengja það að hin vaska sveit, Siggi og Halli, fann Braga heilan á húfi í bílnum sínum. Eða eins og Bragi sagði: Ég stytti mér aðeins leið, átti ekki hvort sem er að enda við bílinn? Það voru því tjórir af átta sem gengu hina fyrirhuguðu leið, Kiddi Gogga, Kalli Har, Þórarinn Ingi og Óli Guðjóns og rómuðu þeir leiðina mjög. Komu menn síðan í skála síðla dags og var þegar slegið upp mikilli veislu eins og vera ber þegar týndi sauðurinn er fundinn. Óli Guðjóns á Gæfunni bauð upp á forréttinn sem var grillaður Veiði- vatnasilungur með Fiskistofusósu. Var gerður góður rómur að réttinum og fannst sumum votta fyrir humar- keim af honum. I aðalrétt var hefð- bundið lambalæri og var það ekki síður gott. Að borðhaldi loknu var svo kvöld- vaka í anda Kaffistofu Hjólbarða- stofunnar. Lýkur þar með frásögn af árlegri gönguferð göngudeildarinnar sem var hefðbundin og tíðindalaus eins og frásögnin ber með sér. Vinna barnabók um lunda og lundapysjur: Hlotið verðlaun fyrir myndskreytingar Bandarísk hjón, Ted og Betsy Lewin, voru í Eyjum fyrir skömmu og söfnuðu efni í barnabók um lunda og lundapysjur. Hjónin hafa safnað efni víðs vegar um heiminn undanfarin fjörtíu ár og gefið út bækur sem njóta mikilla vinsælda í heimalandi þeirra. Þau hafa m.a. unnið bækurnar Gorilla Walk sem er um fjallagór- illur f Uganda, Horse Song; The Naadam of Mongolia, sem fjallar um m.a. um samskipti hesta og barna í Mongolíu ásamt bókinni Elephant Quest o.fl. Ted og Betsy eru bæði myndlist- armenn og segjast vinna vel saman. „Við höfum ólíkan stfl, Ted vinnur vatnslitamyndir sem prýða bókina en ég geri skyssur og lita myndir af atburðum sem tengjast sögunni,“ segir Betsy og bendir á stórar vatnslitamyndir eftir Ted í einni bókinni og til hliðar, rétt við spássíumar, eru fjörlegar teikningar af sögupersónum eftir hana sjálfa. Þau hafa bæði myndskreytt bækur eftir aðra höfunda og svo skemmti- lega vill til, að hvort um sig hefur unnið til Caldecott Honor Metal sem eru veitt á hverju ári í Bandaríkunum fyrir bestu mynd- skreyttu barnabókina. Þau eru einu hjónin í Bandaríkjunum sem hafa unnið til þessara verðlauna en Betsy fékk þau fyrir myndskreytin- gar á Click, Clack, Moo; Cows SAMHENT Ted og Betsy eru bæði myndlistarmenn og segjast vinna vel saman. That Type eftir Doreen Cronin og hefur verið margútgefin og notið óhemju vinsælda. Hjónin segja að hugmyndin að því að koma til Vestmannaeyja hafa komið upp fyrir sjö ámm þegar vinur þeirra sendi þeim grein um Vestmannaeyjar. „Við höfum reynt að koma hingað en það hefur ekki gengið upp fym Viðtökumar sem við höfum fengið hafa verið frá- bærar. Tvö yndisleg börn hafa að- stoðað okkur við að bjarga lunda- pysjum og sem betur fer gátum við sleppt fjórum pysjum þannig að sagan gengur upp,“ segir Betsy og brosir og tekur fram að Rut Zohlen og Sigurgeir Scheving hafa að- stoðað þau mikið sem og starfs- menn Náttúrugripasafnsins og Náttúmstofu Suðurlands. „Tuttugu mínútum eftir að við lentum í Vestmannaeyjum þann 27. ágúst vomm við komin um borð í bát með fuglafræðingum sem fóru með okkur í úteyjar til að kanna stöðu lundans og pysjunnar. Það var komið við í Elliðaey, Álsey og Brandinum en ástandið á lunda- stofninum verður hluti af sögunni," segir Ted og bætir því við að aftast í bókinni verði ein síða með upp- lýsingum um Vestmannaeyjar og svo önnur um lundann og pysjuna. Ted og Besy segja skemmtilegt hvað börnin gegna stóm hlutverki í tengslum við pysjurnar og það hafi verið svipað og þegar þau unnu bókina, Horse Song; The Naadam of Mongolia en hún fjallar um börn sem safna hestum og í lokin fer fram keppni í eyðimörkinni. „Krakkamar ríða 14 mflur og þau sem koma fyrst í mark vinna til verðlauna," segja hjónin sem fóru frá Eyjum þann 2. september en þau eru hugfangin að viðfangs- efninu og segja ekkert skemmti- legra en að vinna og myndskreyta bækur fyrir böm.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.