Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.2008, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.2008, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 11. september 2008 11 Stóra stúkumálið Þegar ég var í bakaríinu um daginn, heyrði ég menn tala um það að ein- hverjir vildu að settar yrðu 100 milljónir í stúku í Vestmannaeyjum. Ég hrökk nú svolítið við. Eru Eyjamenn loksins búnir að fá nóg. Þegar ég gekk heim lét ég hugann reika aftur í tímann. Mér fannst nú alltaf gaman í stúkunni. Við sátum borðalagðir á fundum og boðuðum bindindi og sungum af innlifun: Vér göngum svo léttir í lundu - því lífs- gleðin blasir oss við. I stúkunni var minn vegur varðaður. Ingibjörg Johnsen stjómaði stúkustarfmu af miklum hugsjónaeldi. Blessuð sé minning hennar. Imba var merkileg kona. Það er oft sagt að maður komi í manns stað. Það á kannski ekki við um konur. Ég er alltaf að bíða eftir annari Imbu. • • • Brennivínsþamb, er þjóðaríþrótt ís- lendinga og Eyjamenn gera tilkall til og berjast fyrir íslandsmeistaratitli og fara oft á skallann, þeir eru einn- ig rígmontnir af stærstu fylliríishátíð Evrópu, sem íþróttahreyfmgin í bænum stendur stolt fyrir. Auðvitað hefur maður oft orðið mjög undr- andi á ótrúlegri áfengisgleðinni. Einn morguninn á síðustu hátíð var ég á heilsubótargöngu í Dalnum og gekk fram á hóp fólks sem sat í brekkunni og söng af mikilli inn- lifun. Það verður að segjast eins og er að ekki hijómaði hópurinn eins og Pólífónkórinn. Nei, það var frekar eins og 200 kettir væru þama á hörku lóðaríi. Allt í einu rak ég augun í nágranna minn í hópnum. Þessi annars dagfarsprúði maður sat þama eldrauður með græna hárkollu spangólandi eins og hungraður úlfur: Let it be. I ekki meira en 15 metra fjarlægð frá galandi hópnum sat eiginkonan á hækjum sér með buxurnar á hælunum að pissa. Hún brosti til mín með einhvern fáránlegan góm í kjaftinum. Bara eins og þetta væri jafn sjálf- sagt og eðlilegt og hún væri að hengja út þvott. Ég velti því fyrir mér hvort nágranni minn sæti þarna spangólandi með græna hárkollu og frúin væri þarna sprænandi fyrir framan alþjóð ef ekki væri búið að innbyrða áfengi. Ég efast um það. Þegar ég hitti þau eftir hátíðina urðu þau ekkert vand- ræðaleg, það var bara eins og þetta hefði ekki gerst, hefði hreinlega þurrkast úr minni þeirra. Þau voru mjög ánægð með hátíðina, fannst hún frábær. • • • Fyrir nokkrum árum reistu harð- duglegir hugsjónamenn skemmti- stað og fiskibolluverksmiðju í sama húsi í bænum. Spennan var svo óhugnaleg hjá bæjaryfirvöldum og bæjarbúum, allir hlökkuðu svo til að fara á ball í fiskibolluverksmiðjunni, að það steingleymdist að hljóð- einangra húsið í öllu atinu og allir íbúar í nágreninu eru orðnir snar heyrnalausir eftir öll böllin og brjálæðið. Ég heyrði að einum af nágrönn- unum hefði ekki komið dúr á auga í þrjá mánuði, það var ekki fyrr enn hann setti yfir höfðið vel einangrað 300 lítra fiskabúr að hann náði hænublundi. Heilbrigðisyfirvöldum finnst þetta mjög óheilbrigt. Eyja- mönnum finnst þetta æðislegt og eru mjög undrandi á því að fólk vilji ekki sofa með fiskabúr á hausnum. • • • Ég heyrði líka að bæjarstjórinn væri brjálaður út af þessum hugmyndum um 100 milljónir í stúku. íslands- meistaratitillinn í bráðri hættu. Hann styður líka og fagnar því innlega ásamt bæjarstjórninni að reist verði bjórverksmiðja í bænum. Enda mikill meirihluti bæjarstjórn- arinnar víðfræg niðurföll og þessir fulltrúar vita vel að bæjarbúar myndu aldrei kjósa þá væru þeir allsgáðir. Helstu rök bæjarstjórnarinnar eru þau að það veiti mikla öryggis- tilfinningu að hafa bjórverksmiðju í bænum ef einhverjar frátafir verða í samgöngum og flutningar á helstu nauðsynjum tefjast. Það kæmi því ✓ I ekki meira en 15 metra fjar- lægð frá gal- andi hópnum sat eiginkonan á hækjum sér með buxurnar á hælunum að pissa. Hún brosti til mín með einhvern fáránlegan góm í kjaft- inum. ekki mikið á óvart að bæjarstjómin færi fram á það að kranar og stöðumælar yrðu staðsettir utan á verksmiðjunni fyrir þá sem mest kveljast af þorstanum. Gott aðgengi tryggt. Þar verður frábært að slátra nokkrum timbur- mönnum og smyrja raddböndin áður en farið er að spangóla og spræna. Bjórinn á að heita Volcano. Eldfjall. Hann hlýtur að verða 35%. Ég er sammála því, það muni kosta mikið að innleiða boðskap bindindis og heilbrigðis í Vestmannaeyjum. Það þarf meira en einn íþróttaálf í Blautabæ. Það eru svo rosalega margir Glannar í bænum. Ég efast um að 100 milljónir dugi. 5. Höfundur mun halda áfram skrifum næstu vikur og á endanum kemur í ljós hver hann er. Ritstjórn. Hryllingurinn mikli Góðkynja sumarið 2008 Cjrein................. Guðmundur Þ.B Ólafs- son skrifar: Höfundur er forstöðumaður hjá Vestmannaeyjabœ. Það kemur fyrir að mann setji hljóðan þegar tíðindi berast um þá neyð sem margir jarðarbúar lifa við. í fréttum fjölmiðla blasa hörm- ungamar við okkur. Já, okkur setur hljóða og hvað svo? Við bara snúum okkur á hina hliðina, þetta er svo fjarlægt, við lifum í allt öðrum heimi, við vitum ekki, þekkjum ekki, skiljum ekki, kannski viljum ekki, af því að við höldum að við getum ekki, brugðist við til hjálpar. En er það svo? Leiðum við ekki margt hjá okkur, margt sem við teljum að sé ekki okkar mál, hvað getum við gert? Já, við getum verið afskiptalaus gagnvart þeim sem minna mega sín. Við lifum mörg hver í okkar heimi, og teljum flest af því sem við höfum sem sjálfsagðan hlut. Allt á að snúast um að við höfum það sem best. Ef lífsgæðunum væri jafnað væri enginn hungraður á þessari jörðu, næg er fæðuframleiðslan. Meinið er bara það að alltof stór hluti jarðar- búa fær ekki mat, á ekki fyrir mat, hvað þá fyrir öðru nauðsynlegu til að lifa, á sama tíma og aðrir henda mat. Meira en einn milljarður manna í heiminum þjáist af hungri og van- næringu, þar af deyja 24 þúsund á degi hverjum. Fyrir 10 árum síðan dóu 35 þúsund á degi hverjum og 41 þúsund fyrir 20 árum síðan. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að það er hægt að ná árangri þó hann sé ekki nægilegur. Hryllingurinn er mikill, 75% þeirra sem deyja úr hungri eru böm undir 5 ára aldri. (heimildir af netsíðu www.the- hungersite.com ) Sitjum ekki hjá, við getum hjálpað. Það getum við meðal annars gert, án þess að hafa mikið fyrir því og án þess að það kosti nokkuð. Sem dæmi má nefna að með einni að- gerð, að fara á netsíðuna http://www.thehungersite.com klikka á „Click Here to Give - its FREE!“ með þeirri aðgerð sjáum við til þess að fyrirtæki sem auglýsa á síðunni skuldbinda sig til að gefa hungruðum heimi ókeypis matar- gjafir. Fyrir hvert klikk, þegar við kveikjum á tölvunni og netinu í framhaldi af því, sjáum við til þess að fátækum berast matarskammtar. Frá upphafi þessa verkefnis, sem hófst I. júní árið 1999 hafa 300 milljónir heimsóknir verið á síðunni og hafa fyrirtækin gefið meira en 500 milljónir matarskammta. Hjálp- um þeim sem minna mega sín. Ég hef þessa síðu sem upphafssíðu hjá mér bæði í vinnunni og heima, og byrja aldrei á netinu án matargjafar. Tekur ekkert frá mér, en gefur öðrum svo mikið, minna get ég ekki gert. Gjrcin.................... Sigmar Þröstur Óskars- son skrifar: Höfundur er sjómaður. Nú þegar sumarið er búið þá er gaman að fara yfir hvað við höfum gert gott í sumar. Eyjan okkar hefur aldrei verið fallegri, goslokin og þjóðhátiðin heppnuðust vel, IBV er við það að fara upp um deild og kvennaboltinn farinn að rúlla. Við eigum tvo fulltrúa í golfinu sem eru íslandsmeistarar og Golf- klúbburinn átti stórafmæli sem var minnst með því að gefa út veglegt afmælisrit sem er höfundi til sóma. Sami höfundur gaf út aðra bók sem ég er ekki ánægður með! Það mun- aði litlu að ég hætti að elska hann! Ef fyrri bókin er góðkynja þá er sú seinni, sem er um viðurnefni í Eyjum, illkynja að mínu mati. Hvemig geta menn verið svo litlir og bmggað svo slæman mjöð um meðbræður sína og sett á prent. Þama er mikill sori, lygar, bull og mannorð manna er svert. Ef ég væri sálfræðingur þá myndi maður halda að viðkomandi hafi orðið fyrir einelti í æsku og þessi skrif væru afleiðingar þess. Ef ég væri mannfræðingur þá teldi ég viðkomandi haldinn fíkn eða græðgi. En af því að ég er sjómaður þá þarf ég ekki að pæla í því frekar en ég væri kennari sem langaði að vera rithöfundur! Nú þegar þessi illkynja bók er farin að dreifa sér og við getum ekki skorið meinið burt án leyfis höf- undar og útgáfuforlags. Einnig getum við ekki notað geislameðferð því höfundur er með geislabaug. Spurningin er samt þessi: Hvemig getum við losnað við meinið án þess að það skaði okkur öll? Gróusögur og viðumefni em oftast neikvæð og ættu þess vegna ekki að fara á prent nema að vel athuguðu máli og þá rifjast upp eitt kvæði sem ég las í sumar sem lýsir þessu vel: Kjöftug glyðra kveður hljóðs Klœmin illsku sigar. Finnur öðrum flest til hnjóðs, fléttar róg við lygar. Gróa á Leiti gapir hátt, gífuryðrum slengir. Gasprið hennar gleypum hrátt, gaglið enginn rengi. Naðra þessi níðirflest, nöpuryrðin ríður. Það mun henni þykja best þegar öðrum svíður. Höfundur ljóðs er Valdimar Kr. Sæmundssen úr bókinni Með stein í skónum. Með þökkfyrir birtingu, virðingarfyllst. Sigmar Þröstur Óskarsson Spurning vikunnar: Kemst ÍBV í efstu deild á föstudag? Rakel Hlynsdóttir: -Já, auðvitað gera þeir það. Rósa Sólveíg Sígurðardóttir: Já, alveg örugg- lega. Guðný Úsk Guðmundsdóttir: Jú, ætli það ekki. GUMMI og Ófeigur á Lund- anum létu sér hvergi bregða. Þrjár íkveikjur Að morgni 6. september sl. var tilkynnt um að eldur logaði í svokallaðri “Keikokvf’ sem er í Klettsvík. Lóðsinn fór strax á staðinn og náði að ráða niðurlögum eldsins. Ljóst er að þeir sem þarna voru að verki þurftu bát til að komast út í kvín- na og biður lögreglan þá sem urðu varir við mannaferðir við höfnina að morgni sl. laugardags um að hafa samband. Að kvöldi 7. september sl. var tilkynnt um eld við Sorpu en þarna hafði verið kveikt í plast- kari. Ekki varð um mikið tjón að ræða. Leikur grunur á að þarna hafi verið börn að leik og biður lögreglan þá sem einhverjar upplýsingar geta veitt varðandi málið um að hafa samband. Einnig var kveikt í við Lundann þar sem dyraverðirnir voru fljótir til og slökktu eldinn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.