Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2008, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2008, Blaðsíða 7
Fréttir / Fimmtudagur 18. september 2008 7 Bæjarsálinni mikilvægt að y IBV standi sig vel s -segir Sigursveinn Þórðarson, formaður knattspyrnuráðs IBV Viðtal Viiheim Ö7 Krist- insson Vilhelmg @ simnet. is Sigursveinn Þórðarson tók við starfi formanns knattspyrnuráðs ÍBV síðastliðið haust. Þrátt fyrir að hann og félagar hans í ráðinu hefðu ekki haft mikla reynslu af vinnu af þessu tagi, hefur starfið gengið vel. Meistaraflokkur ÍBV hefur verið á góðri siglingu í fyrstu deildinni og tryggði sér á föstudaginn sæti í úrvalsdeild að ári. Fréttir ræddu við Sigursvein á dögunum, þar sem meðal annars bar á góma stúku- málið margumrædda, árangurinn í sumar og framtíð og gildi fótbolt- ans hér í Vestmannaeyjum. Góðir menn alltaf tilbúnir -Við komum að rekstri deildarinnar síðastliðið haust. Það var komið að máli við mig um að koma inn í ráðið þegar ljóst var að fráfarandi knattspymuráð ætlaði að hætta. Eg vissi við hverja fleiri var talað og leist vel á þann hóp þannig að ég ákvað að slá til. Það var boðað til fundar og í fyrstu leit út fyrir að það yrði stór hópur áhugamanna sem tæki þetta að sér. Því miður kvamaðist töluvert úr þeim hóp og emm við fimm núna í ráðinu. En fleiri em í kringum þetta og góðir menn eru alltaf tilbúnir til þess að aðstoða við hin ýmsu verk sem falla til. Asamt mér í ráðinu eru Magnús Steindórsson, Huginn Helgason, Sigurjón Birgisson og Bjarki Guðnason. Til þess að vel ætti að vera þyrfti að tvöfalda fjöl- da knattspyrnuráðsmanna. Starfið hefur gengið ágætlega -Við emm tiltölulega reynslulitlir í þessu starfi, reyndar hefur Sigurjón áður starfað í knattspymuráði og Magnús var í nokkur ár í knatt- spymuráði kvenna. Við höfum því rekið okkur á nokkra veggi en heilt yfir hefur starfið gengið vel. Það sem skyggir á er erfið staða í sam- félaginu. Við lögðum af stað síðast- liðið haust með ágætar væntingar um fjármögnun en á nokkmm mánuðum gjörbreyttist staðan í samfélaginu og erfiðara og erfiðara er að afla fjármagns. Við emm samt sem áður með öfluga styrktaraðila sem skipta sköpum í rekstrinum og fyrirtæki í Eyjum hafa tekið okkur vel þegar við höfum leitað til þeirra og fyrir það emm við þakklátir. Við fómm af stað með ungan mannskap, fengum reyndar til okkar reynsluboltann Albert Sæv- arsson í markið sem hefur reynst okkur vel en í öðmm stöðum vom ungir og efnilegir peyjar sem hafa staðið sig frábærlega í sumar. Þrír Brasilískir leikmenn komu til okkar fyrir tímabilið en það fór því miður ekki eins vel og við vonuð- umst til. Við sendum einn þeirra heim fljótlega vegna agabrots. Við gerðum okkur miklar vonir um þessa stráka en þvf miður stóðu þeir ekki undir þeim væntingum sem til þeirra vom gerðar. Annar þeirra komst aldrei af stað, meidd- ist í æfmgaferðinni í Tyrklandi og náði sér aldrei af þeim meiðslum. Italo Maciel var sá eini af þeim sem spilaði eitthvað að viti fyrir okkur og stóð sig gríðarlega vel. Sigursveinn: -Ég get aðeins talað fyrir mig varðandi stúkumálið enda hefur ráðið ekki tekið neina formlega afstöðu til málsins. Kröfurnar sem gerðar eru á félög í fótboltanum eru miklar. Mér er til efs að KSI gæti mannað 12 liða deild ef kröfurnar yrðu keyrðar á fullu í gegn.. Því miður ollu persónulegar að- stæður því að hann óskaði eftir því að fara aftur til heimalandsins. Við urðum við því en vonbrigðin voru mikil enda höfðum við eytt bæði miklum fjármunum og tíma í þessa leikmenn en uppskárum ekki eftir því. Árangurinn fram úr björtustu vonum - Við fórum í gegnum tímabilið án þess að tapa stigi á Hásteinsvelli sem er frábær árangur. IBV var í ákveðnum vandræðum á heimavelli árið 2007, þá gerðum við fjögur jafntefli og töpuðum tveimur leikjum og unnum aðeins fimm leiki. Nú vinnum við alla ellefu leikina okkar hér og það er grunn- urinn af þeim góða árangri sem peyjamir hafa náð í sumar. Við eram búnir að tapa þremur leikjum. Tveir þeirra hafa verið á gervigrasi og það er einfaldlega allt annar leikur og lið sem ekki era vön þeirri spilamennsku eiga oft í erfiðleikum þar. Heilt yfir má segja að ungir strákar í liðinu hafi stigið upp og sýnt að þeir eru tilbúnir í að fara fyrir félaginu. Það var gríðarlega ánægjulegt að strákamir náðu að klára þetta á Siglufirði um helgina. Þetta er búið að vera frábært sumar hjá liðinu. Markmiðið var alltaf að fara upp og bónusinn er sigur í deildinni. Ég tel ÍBV eiga fullt erindi í efstu deild, við eram með ungt lið og þó við verðum vissu- lega að styrkja okkur þá verður það að vera á skynsamlegum nótum. Það sem við leggjum hins vegar mestu áhersluna á þessa dagana er að semja við þá leikmenn sem era með lausa samninga í haust. Margir af þessum strákum hafa verið saman núna í þrjú ár og það er okkur mikilvægt að þeir verði með okkur áfram í þessari baráttu. Heilt yfir held ég að ÍBV, eins og það er skipað í dag, hefði vel getað staðið sig í efstu deild. Það sem okkur vantar hins vegar er breiddin. Nú er spilað í 12 liða deildum, leikirnir eru fleiri og leikbönn og meiðsli verða meira vandamál. Við verðum að vera undir það búnir. Stúkumálið -Eg get aðeins talað fyrir mig varðandi stúkumálið enda hefur ráðið ekki tekið neina formlega afstöðu til málsins. Kröfumar sem gerðar era á félög í fótboltanum eru miklar. Mér er til efs að KSI gæti mannað 12 liða deild ef kröfurnar yrðu keyrðar á fullu í gegn. Hins vegar hefur Vestmannaeyjabær líkt og önnur sveitarfélög haft góðan aðlögunartíma til þess að koma sínum málum á hreint. Það hefur ekki verið gert og þess vegna eram við komin í þá stöðu sem við erum í. Það er ekki við núverandi stjórn- endur bæjarins að sakast, þetta mál er búið að vera inn á borði bæjar- yfirvalda síðan 2001. Ég held að við getum vel náð góðum sáttum við KSÍ og bæjaryfirvöld. Hásteinsvöllur er einn fallegasti grasvöllur landsins, landslagið í kringum völlinn er einstakt og að mínu mati má það ekki verða auka- atriði. Nú þegar era 535 sæti í stúkunni norðanmegin. Menn geta deilt um það endalaust hvort sá gjömingur var réttur á sínum tíma en sú aðstaða er fyrir hendi. Við eigum að byggja yfir þá stúku, jafnvel helminginn af henni, þannig að efstu sætin séu undir þaki. Ég hef trú á því að ef menn setjist niður í rólegheitunum þá sé hægt að leysa þetta mál farsællega. Það er hundfúlt að á sama tíma og liðið er að ná frábærum árangri þá fellur það í skuggann af umræðum um vallarmál félagsins. Trúi að menn leysi málið Telur þú að IBVfái ekki keppnis- leyfi á Hásteinsvelli á næsta ári? -Nei, ég trúi því að menn leysi þetta mál fyrir næsta tímabil. Það er mikið undir enda í sjálfu sér lítið vit í að gera út knattspyrnulið héðan ef menn geta ekki spilað hér. Þama þarf KSI aðeins að slaka á. Vestmannaeyjar eru ekki eina bæjarfélagið í þessari stöðu. KSÍ er að setja kröfur á félögin en það era bæjarfélögin sem eiga vellina. ÍBV er til fyrir bæjarfélagið, fólkið í bænum sem kemur á leikina og styður liðið á einn eða annan hátt. Að neita þessu fólki að sjá liðið er í sjálfu sér andhverfa þess sem KSI og félögin í landinu standa fyrir. Stærra verkefni en við gerðum ráð fyrir -Að reka knattspymudeildina hefur verið mun meira verkefni en við gerðum okkur í hugarlund. Þess vegna er mikilvægt að ef vel á að gera að fleiri komi að þessu. Það er ljóst að á næsta ári aukast kröfumar umtalsvert. Við verðum að vera undir það búin. Ég held að það sé bæjarsálinni afskaplega mikilvægt að IBV standi sig vel. Við höfum gott „record“ sem verður ekki tekið af okkur, höfum Iandað fslandsmeistaratitl- inum þrisvar, jafnoft og FH sem líta nú orðið á sig sem stórveldi og orðið bikarmeistarar fjórum sinn- um. Eyjamenn vilja vera í fremstu röð og þar eigum við heima. ÍBV er lið sem á að gela státað af félagi sem er í efstu deild ár eftir ár. Ég tel líka að með tilkomu ferðajöfnunarsjóðs og bættra sam- gangna til Eyja muni aðstaða IBV breytast mjög til batnaðar. Við munum geta ferðast ódýrar f leiki en nú er en ferðakostnaður er gríðarlega stór hluti af okkar út- gjöldum. Ég held að framtfð fótboltans sé björt að mörgu leyti. Til þess að ÍBV get teflt fram öflugu liði í efstu deild þurfa að koma tveir til þrír góðir leikmenn úr hverjum árgangi upp í meistaraflokk á hver- ju ári. Lykillinn af góðum árangri ÍBV eru heimamenn, strákar sem hafa alist upp við það að spila fyrir félagið og vita um hvað lífið hér snýst. Það í bland við öfluga stráka sem koma hingað að spila skapar gott lið. Hvorugt gengur upp án stuðnings frá hinu. Það er byrjað að grafa fyrir knattspyrnuhúsinu og það mun gjörbreyta æfinga- aðstöðunni yfir vetrartímann. Það mun skila sér í betri leikmönnum úr yngri flokkum félagsins. Við erum núna með marga unga og efnilega peyja í liðinu sem eiga vonandi eftir að halda uppi merkjum félagsins næstu árin. Ef svo verður áfram þá er framtíðin björt. vilhelmg@ simnet.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.