Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2008, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2008, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 18. september 2008 13 í norsku hönnuninni, eins og hún er sett fram í tilboðinu, er gert ráð fyrir einu lyftanlegu bfladekki, einfaldri röð í annarri síðunni sem tekur 8 bfla. í NAVÍS ferjunni er gert ráð fyrir tveimur lyftanlegum bíladekkjum sem taka 14 bfla hvort. I heildina tekur norska ferjan, því 60 bfla, en sú þýska 68 bfla. Aftur á móti ef að farið væri í að setja bfladekk yfir allt dekk norsku ferjunnar, sem er auðveldlega hægt, líkt og ráðgert er í þeirri þýsku þá gæti norska ferjan borið 40 bfla á lyftanlegu dekki eða alls 92 bfla. Ef skoðuð er burðargeta á flutn- ingavögnum þá hefur norska ferjan augljóslegan vinning. í þeirri tillögu sem lögð var fram í tilboði V&V var gert ráð fyrir að hægt væri að flytja 10 flutningavagna með dráttar- bflum, í ferð. í hönnun NAVÍS er talað um að flytja megi 9 vagna í ferð en það gleymist að geta þess að þá er ekki reiknað með að dráttarbfll fylgi vagni. Það er ráðgert að park- era inn 6 vögnum í sitt hvora síðu, líkt og gert er í Herjólfi í dag, og síðan geti þrír vagnar ásamt dráttar- bflum verið á miðjunni. Engan veg- inn sambærilegt og reyndar fárán- legt að miða flutningsgetuna við vagna sem flytja á án dráttarbfla. Þegar síðan er borin saman flutn- ingsgeta skipanna tveggja þar sem hluti flutnings er vagnar og hluti fólksbflar hefur norska ferjan yfir- burði í flutningsgetu, þar sem svo stór hluti bíla er fluttur á lyftanlegu dekki á NAVÍS feijunni og því tak- markast sá flutningur mjög um leið og fleiri vagnar en þrír eru fluttir í ferð. Fullyrðingar um að minna skipið hafi meiri flutningsgetu er því aðeins afbökun á sannleika og staðreyndum en sú aðferð kemur ekki á óvart í ljósi þess sem á undan er gengið. Mönnum með þekkingu og reynslu ber saman um að norska hönnunin sé mun betur unnin enda menn með reynsla að verki Eg hef frá því í janúar verið meira og minna með hugann við þessa væntanlegu ferju. Legið yfir teikn- ingum, skoðað skip, rætt við fjöl- marga og aflað mér upplýsinga. I mínum huga er mikill munur á þeim tveimur teikningum sem boðnar voru og ég er ekki einn um þá skoðun. Ég hef, eftir að tilboð voru opnuð, farið yftr þessi mál með nokkrum skipatæknifræðingum, virtum mönnum á því sviði, ásamt því sem ég hef einnig farið yfir þetta með reyndum vélstjórum, skipstjómar- mönnum ofl. og nær allir þeir sem ég hef rætt við telja norsku tillöguna mun betri lausn og lengtum dýpra hugsaða og lengra unna en hönnun NAVÍS. Slíkt þarf að vísu ekki að koma á óvart því þeir norsku hönnuðir sem að þessu koma hafa áratuga reynslu í hönnun farþegaskipa og ferja meðan þeir hjá NAVIS hafa amk. litla ef þá nokkra reyslu af hönnun slíkra skipa. Ef teikningamar em bomar saman og farið ofan í þær sést að norska teikningin er nær full unnin meðan teikningin frá NAVIS er bara hálfklárað verk. Hægt er að tína margt til í þeim efnum en yrði of langt mál að tíunda hér en bendi á viðtal við Alfreð Tuliníus í síðustu Fréttum þar sem hann dró ýmislegt upp hvað það varðar. Mjórra og styttra skip með mun þyngri búnað en engar efasemdir um djúpristuna nú! Það er líka rétt að benda á, vegna þess sem kom fram hér fyrr í greininni, að NAVÍS ráðgjafarnir höfðu efasemdir um að skip V&V myndi standast kröfur um djúpristu. Nú hafa þeir hannað skip sem er mjórra og styttra, með tugum tonna þyngri vélbúnað, með svartolíubún- að og auka bfladekk með tilheyrandi þunga, en þeir virðast ekki hafa áhyggjur af djúpristu þess eins og þeir höfðu af þeirri hönnun sem V&V buðu. Er hægt að taka svona lagað alvarlega? Þeir sem menntun og þekkingu hafa á þessu sviði hafa amk. efasemdir um hvemig slíkt á að geta gengið upp. Hugmyndir um svartolíubrennslu í skipinu eru fjarstæðuskennd vit- leysa ásamt ýmsu fleiru sem snýr að vél- og rafbúnaði. Og hvað sem Sigurður Ass eða hver annar segir þá gefur stærra skip meiri möguleika til framtíðar, það er algjörlega ljóst og þarf ekki að deila um. Smíðatilboð í búningi Nýju fata keisarans Það liggur nú fyrir að þýska stöðin Fassmer lagði ekki fram neinar teikningar eða smíðalýsingu með tilboði sínu heldur buðust þeir til að smíða skip samkvæmt þeim leið- beinandi teikningum og smíðalýsin- gu sem fylgdu útboðsgögnum. Tilboðið var bara eitthvað út í loftið í hálfkláraða hönnun sem enginn veit enn hvemig líta mun út þegar upp verður staðið. Þetta er svona svipað og í sögunni um Nýju fötin keisarans. Kannski að tilboð Fassmer í smíði ferjunnar fái viðumefnið Tilboðið í nýju ferju ráðherrans? Hvernig á að vera hægt að taka afstöðu til slíks tilboðs? Hvernig getur slíkt tilboð talist gilt? Hvað er eiginlega í gangi? Ætli það sé stefna ráðherranna að reisa sér minnis- varða í formi ferjuklúðurs í hverju kjördæmi? Ég leyfi mér að halda að það sé engin tilviljun að Fassmer bauð í þetta verk. Ég leyfi mér einnig að halda að það sé ekki tilviljun að Fassmer bauð engar teikningar eða hönnun. Ég leyfi mér einnig að halda að það sé ekki tilviljun að ganga eigi til samninga við Fassmer á eiginlega engum gmndvelli. Ég leyfi mér einnig að halda að það geti verið einhverjir hagsmunir í veði fyrir einhverja sem að þessu máli hafa komið og kannski veitt ráðgjöf í því. Það er til skammar fyrir þá er ákvarðanir taka í þessum efnum ef þeir samþykkja þau vinnubrögð sem þama hafa verið viðhöfð og ráðherr- ar í ríkisstjóminni sem að því koma em þeir aðilar sem ábyrgðina bera í þeim efnum. Nú á að byrja hönnun ferju að nýju Það nýjasta í vitleysunni löngu er Grímur: Ég leyfí mér að halda að það sé engin tilviljun að Fassmer bauð í þetta verk. Ég leyfi mér einnig að halda að það sé ekki tilviljun að Fassmer bauð engar teikningar eða hönnun. Ég leyfi mér einnig að halda að það sé ekki tilviljun að ganga eigi til samninga við Fassmer á eiginlega engum grundvelli. Ég leyfi mér einnig að halda að það geti verið einhverjir hagsmunir í veði fyrir ein- hverja sem að þessu máli hafa komið og kannski veitt ráðgjöf í því. síðan það að nú á að setja á fót nefnd eða starfshóp, samhliða því sem sest verður að samningaborði við Fassmer, til þess að hanna ferjuna sem Fassmer á að smíða og er búist við að skipið eigi eftir að taka mik- lum breytingum í því hönnunarferli. Er nema furða að maður velti því fyrir sér hvað sé í gangi. Vestmannaeyjabær á að tilnefna fulltrúa í þessa vinnu og líklega fleiri og nú er vert að spyrja. A NAVÍS lika að vera með puttana í því að endurhanna, eða hvað á að kalla það, ferjuna sem þeir voru búnir að hanna og Fassmer bauðst til að smíða. Um hvað snýst þetta mál orðið og í hvað var verið að bjóða? Hvað bauð Fassmer eiginlega í sínu tilboði og hver verður niðurstaðan þegar upp verður staðið? Hver verður kostnaðurinn? Hvers vegna er ekki litið til hönnunar Polarkonsult sem tilbúin er og ekki þarf að setja milljónir í endurhönn- un á? Hvað er eiginlega í gangi? Hvaða hagsmunir eru í veði? Er nú nóg til af krónum í kassanum hjá fjármálaráðherra sem hægt er að ausa út í einhverja vitleysu? Grímseyjarferja hvað? Hönnun Polarkonsult djúpt hug- suð og vel unnin, byggð á reynslu í bland við þekkingu og óskir Eyjamanna Mér er slétt sama um hver smíðar nýja ferju til siglinga milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru, svo fremi að tryggt sé að hún verði tibúin til siglinga í byrjun júlí 2010, en mér er ekki sama um hvemig skip verður smíðað. Skip það sem Polarkonsult hefur hannað er nær full hannað, af mönn- um með reynslu á sviði skipa af þessari gerð. Rétt er einnig að líta til þess á hverju sú hönnun er byggð. Hún er byggð á þeirri hönnun sem unnin var í samráði við fulltrúa Vestmannaeyjabæjar, sem leituðu ráðgjafar víða, m.a. hjá yfirmönnum af Herjólfi, mönnum með reynslu af skiparekstri, mörgum erlendum fag- mönnum á sviði ferjuhönnunnar, innlendum ráðgjöfum með reynslu af skipahönnun og fleirum og síðast en ekki síst er hún grundvölluð á hönnun ferju sem þegar hefur verið hönnuð og er í siglingum. Breið þekking og reynsla með þarfir Eyjamanna í huga var því lögð til grundvallar þeirri hönnun sem Polarkonsult vann síðan. NAVÍS hönnunin er aftur á móti eitthvað nýtt, lítið unnið og bara alls ekki klárt og því mikil vinna eftir til að gera hana góða ef hún verður þá nokkurntímann góð. Þess vegna á nú að hefja enn á ný hönnunarferli ferju. Það eru hagsmunir Eyjamanna en ekki fjárhagslegir hagsmunir fyrirtækja sem eiga að ráða úrslit- um Við eigum ekki að vera að reyna að finna upp hjólið í þessum efnum. Það á að nýta það góða sem til er, þá vinnu sem þegar hefur verið lagt mikið í. Vilji SI láta smíða ferjuna í þýsku stöðinni, sem engin reynsla er af hér á landi, frekar en hjá norsku stöðinni sem þegar hefur byggt 3 skip fyrir íslendinga með góðum árangri, þá er það í góðu lagi. Það á bara að láta Þjóðverjana hafa teikninguna frá Polarkonsult og nýta þannig bestu lausnina sem á borðinu er. Lausn sem búið er að leggja mikla vinnu í. Öflugt skip sem mun geta þjónað á siglingaleiðinni milli Eyja og Bakka næstu 25 árin. Það eru fagleg sjónarmið og hagsmunir Eyjamanna sem eiga að skipta öllu máli í þessari ákvarðanatöku en ekki annarleg sjónarmið eða fjárhagslegir hagsmunir einhverra aðila sem hafa setið við samningaborð ríkisins til að skara eld að eigin köku. Við höfum vítin til að varast þau. Það muna allir ennþá eftir Grímseyjarferjuævintýrinu og hverjir komu að því verki. Okkur Eyjamenn langar ekki að verða fómarlömb í einhverju álíka ævin- týri. Grímur Gíslason. Greinarhöfundur er áhugamaður um samgöngumál Vesmannaeyinga og varaþingmaður Sjálfstœðis- flokksins í Suðurkjördœmi Þjófnaður og einn stútur Það var öllu rólegra hjá lögreglu í vikunni sem leið en í vikunni þar á undan og engin alvarleg mál sem upp komu. Lögreglan þurfti samt sem áður að aðstoða fólk til síns lieinta eftir skemmtanahald helgarinnar sökum ölvunar- ástands þess. Einn þjófnaður var kærður til lögreglunnar í vikunni en um var að ræða þjófnað á farsíma, svokölluðum „Black- berry-síma“ en honum var stolið úr íþróttamiðstöðinni, búningsklefa karla, síðdegis þann 8. september sl. Leikur grunur á að þarna hafi verið að verki ungir drengir og eru foreldrar hvatt- ir til að kanna hvort börn þeirra séu komin með nýja tegund farsíma í hendurnar. Einn ökumaður var stöðv- aður vegna gruns um ölvun við akstur um helgina og fer hans mál hefðbundna leið í kerfinu. Af öðrum umferðarlagabrot- um er það helst að einn öku- maður var sektaður fyrir hraðakstur en hann mældist á 73 km/klst. á Strembugötu. Afritunar- þjónusta hjá Tölvun Undanfarið ár hefur Tölvun boðið fyrirtækjum og stofnunum upp á netafritun gagna. Fjölmörg fyrirtæki nýta sér þessa þjónustu sem felst í sjálfvirkri, daglegri afritun yfir internetið af öllum gögnum fyrirtækja. Fyllsta öryggis er gætt þar sem öll gögn eru dulkóðuð áður en þau eru send á milli staða. Notendur geta sjálfir búið til dulkóðunarlykilinn og getur þá enginn skoðað gögnin nema þeir sem hafa þann lykil undir hönd- um. Stærð afritasafnsins fer eftir fjölda daga (aftur í tímann) sem fyrirtæki vilja eiga afrit af. Afritun allt að 10GB af gögnum kostar einungis 3.900,-/mán án VSK Það nýjasta í vitleysunni löngu er síðan það að nú á að setja á fót nefnd eða starfshóp, samhliða því sem sest verður að samningaborði við Fassmer, til þess að hanna ferjuna sem Fassmer á að smíða. Lundaballið: Árgangur ‘48 mætir Lundaballið nýtur mikilla vinsælda og margir bíða spenntir eftir fjörinu. Frést hefur að nú ætli '48 árgangurinn að fjölmenna og halda upp á 60 ára afmælið. Heimildarmaður blaðsins sagði að árgang- urinn muni mæta sem Surtseyingar og á það vel við þar sem eyjan er nýlega komin á heimsminjaskrá. Allir þeir sem eru í þessum merka árgangi eru hvattir til að hafa samband við Magga Braga í síma 8971110 sem allra fyrst og skrá sig á Surtseyjarborðið. Frozðslu- og menningarráð um stöðuna á lcikskólum: 31 barn, fætt 2007 og 2008, á biðlista Greint var frá stöðu daggæslumála á fundi fræðslu- og menningarráðs. Fjöldi barna á leikskólaaldri, fædd 2003 til 2007, er 218. 32 böm eru fædd 2008, samkvæmt íbúaskrá 1. september. I leikskólum bæjarins eru 176 böm og 6 af þeim em fædd árið 2007. Á biðlista eftir plássi em 4 böm fædd 2008 og 27 böm fædd 2007. Hjá starfandi dag- foreldrum em 12 böm fædd 2007 og 1 barn fætt 2008. Bæjarfélagið greiðir niður gjald fyrir böm 18 mánaða og eldri um rúmar 31 þúsund krónur á mánuði. Að auki er greitt niður gjald einstæðra foreldra um rúmar 27 þúsund krónur á mánuði eftir að fæðingar- orlofi lýkur. Þriðja dagforeldrið tekur til starfa á næstu dögum. Fjórir aðilar em í umsóknarferli um að verða dagforeldrar og hyggjast tveir þeirra taka til starfa í október og tveir í desember. Ráðið fagnar því að fleiri dagforeldrar skuli hafa hug á að taka til starfa. Mikilvægt er að fylgjast náið með daggæslumálum þar sem fjöldi bama í árgangi er síbreytilegur. Frazðslu- og menningarráð: Skólastarf vel af stað Skólastarf hefur farið vel af stað. Nemendur í unglingadeild virðast almennt ánægðir með nýtt ferðakerfi sem tekið var upp í haust. Ferðakerfið er skipulagt í ís- lensku, stærðfræði, dönsku og ensku. Allur árgangurinn er t.d. í stærðfræði á sama tíma. Boðið er upp á fjóra ferðamöguleika. Flugferð, hraðferð, miðferð og hægferð. Umsjónarkennari, nemandi og foreldrar velja í sameiningu bestu leiðina. Jafnframt kom fram að gott samstarf er á milli Framhalds- skólans og Gmnnskólans um nemendur sem sækja áfanga í FfV. Fram kom að mikil ánægja er með nýuppgert húsnæði og aðstöðu í starfsstöð BV.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.