Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2008, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2008, Blaðsíða 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 18. september 2008 Setning í sundlauginni. Konurnar voru ýmist í lauginni eða á bakkanum á setningunni sem þótti takast mjög vel. Mynd Óskar Pétur. Vel heppnað Kvennaþing Landsbjargar FRÍÐUR HÓPUR Alls voru um 170 konur frá 15 deildum skráðar á þingið, þar af 134 ofan af landi. Kvennaþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem haldið er annað hvert ár, var í Vest- mannaeyjum um síðustu helgi. Slysavarnadcildin Eykyndill hafði veg og vanda að þinginu ásamt skrifstofu Landsbjargar. Þingið þótti heppnast vel en megin efni þess var staða kvenna innan Landsbjargar og hvernig þær gætu haft meiri áhrif. Alls voru um 170 konur frá 15 deildum skráðar á þingið, þar af 134 ofan af landi. Þingið var sett í sundlauginni á föstudagskvöldið og vakti það mikla ánægju þingkvcnna sem ekki höfðu upplifað nokkuð þessu líkt áður. Guðfinna Sveinsdóttir, formaður Eykyndils var ánægð með hvernig til tókst. „Strákarnir í Björgunarfélaginu hjálpuðu okkur við að skapa skcmmtilcga stemmningu í lauginni mcð því að kveikja í skrauteldum fyrir utan gluggana. Inni var kveikt á kert- um og Ijósin í sjálfri lauginni loguðu og saman skapaði þetta skcmmtilcga umgjörð um setn- inguna," sagði Guðlinna. Hún sagði að Páley Borg- þórsdóttir, formaður bæjarráðs, hefði flutt skemmtilega ræðu og rakið sögu Vestmannaeyja. Lilja Magnúsdóttir frá Landsbjörg flutti einnig ræðu. Rakcl og Þröstur fluttu nokkur lög og sagði Guðfinna að framlag þeirra hefði verið mjög skemmtilegt og ekki síst vegna þess að hljómur er mjög góður í sundlaugarsalnum. „Guðmunda Hjörleifsdóttir, í Volare, notaði tækifærið og kynnti vöru sem hún býður upp á. Allt heppnaðist þetta mjög vel og áttu konurnar ekki orð til að lýsa þessu. Hugmyndina fengum við frá Saumaklúbba- hclgunum, sem hér voru haldnar fyrir nokkrum árum,“ sagði Guðfinna. Skilaði ánægðum konum Sjálft þingið var í Kiwanishúsinu á laugardeginum og tóku þátt í því 15 deildir alls staðar af land- inu. Þar var fjallað um stöðu og framtíð kvenna innan Lands- bjargar. „Við viljum vera sýni- legri og láta meira til okkar taka í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Lfka að auka samstarf á milli dcilda og að konur hafi sig meira í frammi þegar kemur að stjórn Landsbjargar. Auðvitað höfum við áhrif, erum á bakvaktinni með fjáröflunum og gjöfum til styrktar slysavörnum í landinu.“ Guðfinna sagði að einnig komi deildirnar að ýmsum verkefnum og þar sem þær hafa náð góðum árangri. „Dæmi um það er verkefnið öryggi barna í bílum. Þegar við fórum af stað var gerð könnun sem sýndi að um 30 prósent barna voru laus í bílum en nú er hlutfallið komið niður í 3 prósent. Þetta er eitt af okkar föstu verkefnum.“ Á sunnudeginum fór fram hópa- vinna þar sem tekin voru fyrir ýmis mál. Nefndi Guðfinna fjáraflanir, stuðning við slysa- varnadeildir, hálendisverkefnið, nýliðun og samvinnu við björg- unarsveitir. „Við eigum eftir að fá niðurstöðurnar úr þeirri vinnu,“ sagði Guðfinna. En það var líka slegið á létta strengi og í kvöldverði á laug- ardeginum var þemað sótt í Grease og sagði Guðfmna að það hefði heppnast frábærlega. „Þetta mæltist allt mjög vel fyrir eins og öll dagskrá þingsins. Skrifstofa Landsbjargar sá um að skipuleggja sjálft þingið en annað sáu Eykyndilskonur um. Og allt skilaði sér þetta í ánægðum konum sem sögðu þetta besta þingið til þessa,“ sagði Guðfinna að lokum. Næsta þing verður haldið á Húsavík eftir tvö ár. o\i'-t-usOAr^. Drullusokkar skemmta sér Aðalfundur Drullusokkanna, sem er félag vélh jólamanna í Eyjum, var haldinn á laug- ardaginn. Alls mættu milli 60 og 70 á fundinn og um 40 í mat um kvöldið í kró Frás VE, í Básum. Þar var slegið upp árshátíð nieð góðum mat og skcmmtilcgheitum. Nýja stjórn skipa Þórarinn Ólason, Sigurður Tryggvason, formaður, Sigurður Óli Steingrímsson, Þorleifur Hjálmarsson og Vignir Sigurðsson. Geir Valgeirsson 73 ára, Hilmar Lúthersson 70 ára og Stefán Hermann Jónsson voru gerðir heiðursfélagar við þetta tækifæri. „Við erum ánægðir með hvernig til tókst um helgina. Félagar eru 175 og þetta er virkur og virðulegur klúbb- ur,“ sagði formaðurinn. NÝ STJÓRN, Þórarinn Ólason, Sigurður Tryggvason, formaður, Sigurður Óli Steingrímsson og Þorleifur Hjálmarsson. jiA ■1 # HEIÐURSFÉLAGAR Geir Valgeirsson 73 ára og Hilmar Lúthersson 70 ára. Myndir Óskar Pétur. FRÆNDUR Ólafur Birgir og Vignir Papi Ólafsson. I GÓÐUM gír Harpa, Björgvin og Svenni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.