Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2008, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2008, Blaðsíða 16
í sun investments s.L FASTEIGNASALA A SPÁNI LINDA RÓS (0034)646 930 757 lindarosg@hotmail.com www.suninvestmentsl.com piús ÍM wjæaljgyiM Eyjafréttír.is - fréttír milli Frétta rj'Eulrifjaf itlrifjitUijköUJJ AFANGA FAGNAÐ. Jónas Gunnarsson og Hafdís með soninn Astþór við opnun stofunnar sem er öll hin smekklegasta. Heilbrigt og stílhreint hár inn Hafdís Ástþórsdóttir hefur keypt hárgreiðslustofuna Hárlist við Skólaveg en stofan heitir nú DIZO. Hafdís keypti stofuna af Ólöfu Unu Ólafsdóttur og tók við rekstrinum 1. september. Auk Hafdísar starfar Ólöf Una á stofunni eitthvað fram á næsta ár en þá flytur hún ásamt fjölskyldu sinni frá Eyjum. Sveinsína Ósk Emils- dóttir mun koma inn og Margrét Ríkarðsdóttir starfar einnig á stof- unni. Hafdís byrjaði að læra hárgreiðslu 2003 og útskrifaðist í maí 2007. Hún vann hjá TONI&GUY þar til hún flutti til Eyja í september 2007 og starfaði hjá Hárhúsinu þar til hún fór í fæðingarorlof. Hún segir mikil samskipti við fólk vera skemmtilegast við starfíð. „Ég hef alltaf fylgst vel með tfsku og það er nauðsynlegt að vera meðvitaður um hvað er í gangi. Það er alltaf gaman þegar viðskiptavinurinn er sáttur og ánægður þegar hann fer frá manni.“ Hvað er það nýjasta í hártískunni? „Það er allt í gangi núna. Það er mikið lagt upp úr því að hver og einn hafí sinn stíl og aðalatriði er að hárið sé heilbrigt. Vestmannaeyingar eru duglegir að hugsa um hárið sitt en hármenningin er önnur hér en í Reykjavík. Á stof- unni sem ég vann á þar var yngra fólk í miklum meirihluta en hér er meiri fjölbreytileiki í þessu. Hér hugsar fólk almennt vel um hárið sitt. Hins vegar mættu yngri stelpumar vera duglegri að koma, þær vilja hafa hárið sítt en það kemur meiri rækt í hárið ef það er klippt neðan af því. Það er inn að vera með stílhreint heilbrigt hár,“ sagði Hafdís en það er nóg að gera á stofunni. Er þegar farið að taka niður pantanir í desember. Lamb mjög illa leikið eftir dýrbít suður á Bakka: Ung börn geta verið í hættu -Hundar sem komast á bragðið til alls líklegir Bændur á Breiðabakka urðu fyrir óskemmtilegri reynslu á þriðjudag. Aðkoman að lambi sem hefur verið í umsjón Birgis Sigurjónssonar fjár- bónda var ömurleg. Lambið var svo illa bitið og sært að gripið var til þess ráðs að aflífa það á staðnum. Þeim sem urðu vitni af ástandi lambsins var mjög brugðið. Áverkar á lambinu voru mjög miklir og allt bendir til þess að dýr- bítur hafi ráðist á það með þessum afleiðingum. Hundar mega eins og kunnugt er ekki ganga lausir nema á svokölluðu Haugasvæði. Hins vegar mun vera algengt að hundaeigendur viðri hunda sína með því að sleppa þeim lausum suður á eyju við rimla- hliðið og aki sjálfir á undan þeim á bílum sínum. Þetta getur skapað mikla hættu því dæmi eru um að hundar hafi orðið undir bílum eigen- da sinna við svipaðar aðstæður. Fjárbændur telja nær víst að hundur hafí bitið lambið og hafa miklar áhyggjur af framhaldinu. Lambið sem var bitið á þriðjudag var heimalningur og því gæfari en önnur lömb en annað lamb hvarf af Bakka snemma í surnar og ekki vitað um afdrif þess. Áhyggjur fjár- bænda eru ekki ástæðulausar. Lambið var mjög illa farið og leið miklar kvalir og vísbendingar eru um að hundur sem er einu sinni kominn á bragðið sé líklegur til að ráðast til atlögu aftur. Þá hafa fjár- bændur ekki síður áhyggjur af því að börn geti verið í hættu því dýrbí- tur er til alls líklegur. Nýtum tækifærið í Vestmannaeyjum -Ungir sjálfstæðismenn halda milliþing Von er á í kringum 130 ungum sjálf- stæðismönnum til Vestmannaeyja um helgina. Tilefnið er að Samband ungra sjálfstæðismanna stendur fyrir milíiþingi sínu. Dagskráin er glæsileg og byggist upp á Vest- mannaeyskri afþreyingu og kröf- tugu málefnastarfi. Eyjamenn eiga sína fulltrúa í for- ystusveit ungra sjálfstæðismanna, en Þórlindur Kjartansson er for- maður sambandsins. Þá eru Ingi- björg Guðlaug Jónsdóttir, Helgi Ólafsson og Skapti Örn Ólafsson öll í stjórn SUS og starfar Ingibjörg Guðlaug í dag sem framkvæm- dastjóri sambandsins. Mikið hefur mætt á þeim og Eyverjum, félagi ungra sjálfstæðismanna í Vest- mannaeyjum, undanfarnar vikur í að gera þinghaldið og helgina ógleym- anlega fyrir unga sjálfstæðismenn. Fréttir ræddu við formanninn og Eyjamanninn Þórlind. Hvernig leggst í þig sem gamall Eyjamaður og formaður SUS að koma út í Eyjar með milliþing sam- bandsins? - Mér finnst það alveg stórkostlegt. Ég hlakka mikið til að koma út í Eyjar og gefa öðrum ungum sjálf- stæðismönnum tækifæri til að upp- lifa mínar gömlu æskuslóðir og kynnast Eyjunum og Eyjamönnum. Er góð stemning fyrir þinginu? - Það er óhætt að segja að áhuginn á í Eyjum um helgina milliþinginu sé ótrúlega mikill. Þátttaka á milliþingið er vel yfir meðallagi og mikil stemning meðal ungra sjálfstæðismanna að koma út í Eyjar um helgina. Það er síðan bara að vona að flugveðurguðimir verði með okkur í liði. Yfirskrift þingsins er: „Nýtum tœk- ifcerin Utskýrðu það nánar? - I Eyjum ætlum við að kynna hug- myndir um þau mál sem við viljum að sett séu á oddinn hjá sjálfstæðis- mönnum í ríkisstjórn. Með því að setja fram hugmyndir okkar á skýran og lifandi hátt getum við haft mikil áhrif. VIKUTILBOÐ 18. - 24. september Billy's pizzur verð nú kr 259/" verð óður kr 378,- Orville Örb.popp verð nú kr 339,- verð óður kr 398,- A.B. marsipanbrauð verð nú kr 128/" verð úður kr 169,- Oreo kex verð nú kr 159,- verð óður kr 218,- Létt & laggott 4oog verð nú kr 168,- verð dður kr 224,- SS Cordon bleu verð nú kr 398,- verð dður kr 470,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.