Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.10.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 02.10.2008, Blaðsíða 1
 BlLAVERKSTÆÐIÐ BRAGGINNsf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöd - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35.árg. I 40. tbl. I Vestmannaeyjum 2. október 2008 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is mt FLOTTAR á Lundaballi. Ásta María, Guðrún, Þóra, Helga Björk, íris og Jóhanna. Nánar er sagt frá ballinu á bls. 7. Bærinn hagnast um 117 milljónir með uppgreiðslu erlendra lána: - Samsvarar kostnaði við útivist- ™ arsvæði við íþróttamiðstöðina Sveitarfélög eins og aðrir rekstrar- aðilar fara ekki varhluta af versnan- di stöðu krónunnar. Hjá sumum er ráðandi hluti skulda þeirra í erlendri mynt og gengistapið því mikið. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir þó að staðan í Vestmannaeyjum sé betri en flestra annarra sambæri- legra sveitarfélaga enda hafí sein- ustu tvö ár verið lögð rík áhersla á að greiða niður erlend lán. „Við höfum á seinustu tveimur árum gera breytingar á fjár- venc málastjórn hjá okkur og farið samningaviðræður til að kaupa upp Skemmtileg uppákoma í Miðstöðinni: Bókin, Lundinn er ljúfastur fugla, kynnt Marinó Sigursteinsson í Mið- stöðinni stóð fyrir skemmtilegri uppákomu á föstudagskvöld þar sem boðið var upp á bókarkynn- ingu, upplestur, matarkynningu og tónlist. Jóhann Óli Hilmarsson kynnti bók sína, Lundinn er ljúfastur fugla, sem er prýdd frábærum myndum og þar koma m.a. fram nýjar upplýsingar um lundann. Hilmar Högnason las frumsamda lundapysjusögu og Leó Snær Sveinsson flutti lagið „Lundinn er ljúfastur fugla" eftir Asa í Bæ. Magnús Bragason bauð gestum að bragða á lundapaté, enda vel við hæfí og smakkaðist vel. „Þetta heppnaðist mjög vel og hingað komu um fjörtíu manns. Dagskráin tengdist lundanum á einn eða annan hátt, því maður HOFUNDUR áritar bók sína. verður að halda sig við efnið. Jóhann Óli seldi um þrjátíu bækur og mér fannst allir ánægðir," sagði Marinó. þau erlendu lán sem við vorum með," sagði Elliði. „Við mátum stöðuna svo að sterk staða krónunnar fyrir ári væri ekki komin til að vera. Því sömdum við' við lánadrottna okkar um að greiða annarsvegar upp myntkörfulán upp á rúmar 116 milljónir og hinsvegar dollaralán upp á rúmar 72 millj- ónir." Hver vœri staðan ef það hefði ekki verið gert? „I dag stæði myntkörfulánið í tæp- um 202 miHjónum og dollaralánið í tæpum 103 milljónum. Miðað við stöðuna núna er því hagnaður af þessari ákvörðun um 117 milljónir sem lætur nærri að vera áætlaður kostnaður við væntanlegt útivistar- svæði við íþróttamiðstöðina." Elliði sagði enn fremur að nú væri Vestmannaeyjabær ekki með nein erlend lán og því væri Vest- mannaeyjabær laus við það gengis tap sem verið hefur að koma fram í árshlutauppgjörum víða. Sjá nánar á bls. 2. Styttist í stórtón- leika Mezzoforte - Flugfélag íslands bíður uppá pakkaferðir Stórtónleikar Mezzoforte fara fram í Höllinni fimmtudaginn 9. október n.k. Húsið opnar klukkan 20:00 og hefjast tónleikar klukkan 21:00. Miðaverð er 2.500 krónur. Forsala aðgöngumiða hefst í Sparisjóði Vestmannaeyja fimm- tudaginn 2. október og er miða- verð 2000 krónur. Einnig er hægt að tryggja sér miða í forsölu með því að senda tölvupóst á net- fangið mezzoforte@heimaey.is Vegna mikils áhuga hefur Flugfélag Islands ákveðið að bjóða upp á pakkaferðir á tón- leika Mezzoforte í Eyjum. Flug fram og til baka og miði á tón- leikana kostar aðeins 9.900 krónur. Einungis er hægt að bóka pakkaferðir hjá hópadeild Flugfélags íslands og er hægt að fljúga til og frá Eyjum dagana 8. - 10. október. Til að bóka ferð er hægt að senda tölvupóst á net- fangið hopadeild@flugfelag.is eða hringja í síma 570-3075. Allar nánari upplýsingar um tónleikana er að finna á vefsíð- unni www.heimaey.is/mezzoforte Vaktin með Fréttum Héðan í frá verður Vaktinni dreift með Fréttum. Með þessu er ætlunin að auka þjónustu við áskrifendur Frétta en Vaktin kemur nú út með breyttu sniði, bæði umbroti og efnistökum. f nýrri Vakt verður áherslan lögð á öðruvísi fréttir, menningarlífi Eyjamanna gerð góð skil og nýir og fastir póstar hefja göngu sína. Auk þess að berast áskrifendum Frétta mun Vaktin liggja í helstu verslunum bæjarins. VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI...! SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / ® ÞJÓNUSTUAÐILITOYOTA ÍEYJUM amar VÉLA-OGBÍLAVERKSTÆÐI FLATIR21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.