Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.10.2008, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 02.10.2008, Blaðsíða 7
Fréttl'r / Fimmtudagur 2. október 2008 7 Frábært lundaball hjá Helliseyingum: Skemmtiatriði á heimsmælikvarða Gleði og góð stemming er það sem stendur upp úr eftir lundaballið í Höllinni á laugardag. Helliseyingar sáu um ballið í ár og tókst mjög vel upp, eins og þeirra var von og vísa. Maturinn frábær, skemmtiatriði á heimsmælikvarða og varla hægt að gera betur. Bjargveiðimenn og aðrir gestir skemmtu sér konunglega og upphitunin felst í því að eyjamar keppast um að ná athyglinni með því að kyija „einkennislög" út- eyjanna. Omissandi þáttur á lunda- balli. Vel tekið á móti gestum Helliseyingar tóku vel á móti gest- um þegar þeir streymdu í Höllina en yfir fimm hundruð manns mættu í matinn. Einsi kaldi og hans starfs- fólk sá um matreiðsluna þar sem haldið var í gamlar hefðir, í bland við nýstárlega og spennandi rétti. Útkoman aldeilis frábær. Það er líka mikilvægt að hafa gott skipu- lag á hlutunum í svo fjölmennri veislu og Helliseyingar eiga hrós skilið fyrir hversu fumlaust og vel gekk að bera fram matinn, en borðhald hófst stundvíslega klukkan átta. Svavar Steingrímsson, úteyjajarl Helliseyinga, bauð gesti velkomna, vingjamlegur og flottur í sínu hlut- verki. Bjarnareyingurinn Árni Johnsen var sérstaklega heiðraður af Bjargveiðimannafélaginu fyrir mikið og gott starf í þágu félagsins. Við tók skemmtidagkrá sem var fjölbreytt og vel heppnuð. Rósalind Gísladóttir, Steingrímssonar Helliseyings, söng nokkur eyjalög við undirleik hljómsveitarinnar Dans á rósum. Rósalind er góð söngkona og vakti verðskuldaða athygli og minnti okkur á að við Eyjamenn eigum frábærar perlur. Þá vakti ísey litla Sævarsdóttir ekki síður athygli en hún er aðeins 5 ára gömul. Hún söng lagið Bahama fyrir gesti og það var tilfinningarík stund þegar litla stúlkan stóð á sviðinu fyrir framan allan þennan mannfjölda, svona einlæg og falleg. Mikill galdur Fréttatilkynningar með skotum á úteyjakarla, myndasýning undir stjórn Jóhanns Péturssonar og kvikmynd tengd úteyjum og úteyj- arkörlum voru vel heppnuð atriði. Helliseyingar hafa lagt mikla vinnu í skemmtidagsskrána og hugmynd- aflugið mikið og allt tæknilega vel 9 wu *lg 1 •» »***■ MiíKWKHnnrfhr**"1** » . i V IgR sj*- '"‘••y*ró9urt#9. WT v \ t1/// h HELLISEYINGAR tóku vel á móti gestum og þar voru Daði, Bragi og Helgi framarlega í flokki. ÍSEY litla Sævarsdóttir vakti athygli fyrir söng. SVAVAR var flottur í sínu hlut- verki scm úteyjajarl, RÓSALIND er góð söngkona og vakti verðskuldaða athygli. útfært, ekki síst þegar mynd var dregin upp af úteyjafélaginu í Dalfjallinu. Stemmningin var rafmögnuð þegar galdramaðurinn Macabra mætti á sviðið ásamt tveimur galdrastrákum. Macabra sló í gegn með frábærum galdrabrögðum og gerði ótrúlega hluti. Hann kallaði mann úr sal og gerði sér lítið fyrir og töfraði kvenmannsnærbuxur upp úr buxnastrengnum hans. Þá kom atriði sem á heima á hvaða heimssýningu sem er, því Macabra töfraði lundapysju upp úr hatti sínum. Erpur Snær Hansen, fuglafræð- ingur, staðfesti að með þessu bragði væri kannski komin leið til að bjarga lundastofninum. Alveg ótrúlegt og óborganlegt atriði. Dans á rósum spilaði fyrir dansi fram á rauða nótt. Stemmningin frábær og ekkert nema gleði og hjómsveitin góð og danssporin hjá gestum eftir því. Helliseyingar gerðu vel og það verður erfitt að toppa þá á næsta ári og mikið verk framundan hjá lundakörlum í Suðurey sem halda ballið á næsta ári. Bæjarstjórn samþykkir nýjar innkaupareglur: innkaupastefnunnar er bestu kaupin Hornsteinn Bæjarstjórn Vestmannaeyja sam- þykkti nýjar innkaupareglur á fundi sl. fimmtudag. I fundargerð segir að þekking, aðferðir og til- högun við innkaup bæjarins skipti miklu um þann árangur sem næst á þessu sviði. „Með það að markmiði að skapa traust og áreiðanlegt umhverfi í innkaupum er innkaupastefna nú lögð fyrir bæjarstjórn til umræðu og samþykktar. Innkaupastefnan nær til allra stofnana Vest- mannaeyjabæjar. Stefnan markar jafnframt áherslur og markmið í innkaupum sveitarfélagsins. I stefnunni er lögð áhersla á fram- kvæmd innkaupa, þannig að tryggt verði að öll innkaup Vest- mannaeyjabæjar séu hagkvæm, opin, ábyrg og sanngjörn. Framkvæmd innkaupa fylgir ábyrgð þar sem verið er að ráðstafa fjármunum bæjarbúa og því hvflir skylda varðandi með- ferð þessara fjármuna á þeim sem bera ábyrgð á og gera innkaupin. Bæjarstjórn telur mikilvægt að stjórnendur séu ætíð meðvitaðir um kostnað einstakra verkefna í rekstrinum og leiti ávallt hag- kvæmustu leiða við innkaup og er innkaupastefnan lciðheining fyrir stjórnendur og starfsmenn. Jafn- framt gerir hún kröfur uni að farið sé að settum lcikreglum. Hornsteinn innkaupastefnunnar er bestu kaup þ.e. besta mögulega niðurstaða að teknu tilliti til kostnaðar og ávinnings.“ Tyrkjaránsráðstefna: Matarganga í Höllinni Sögusetrið 1627 stendur í mikl- uni stórræðum í tengslum við við Tyrkjaránsráðstefnuna helgi- na 17. - 19. október. Þá verður blásið til Matargöngu í Höllinni sem er og verður einstök í sinni röð. Þar mun Einsi kaldi reiða fram mat sem rekur leið séra Ólafs Egilssonar frá Vestmanna- eyjum til Alsír og aftur heim upp eftir endilangri Evrópu. Um er að ræða sannkallaðan hátíðarkvöldverð þar sem gestir ráðstefnunnar og allir þeir sem áhuga hafa, geta brugðið sér aftur til fyrri hluta 17. aldar og upplifað reisubók séra Ólafs í gegnum mat. Matseðillinn sem Einsi kaldi hefur sett saman er eftirfarandi: Þurrkuð ýsa, með hrærðu smjöri. Islenskur saltfiskur, borinn fram á rúgbrauði með bemaise sósu. Lifrarpylsuterrine, með kartöfl- um og rófum. Alsírskur lamba- pottréttur, með kummin, chilly og kórianderfræjum, borinn fram með alsírsku cous-cous. ítalskt kjúklingasalat, með kapers, ólífum og sólþurrkuðum tómötum, ítölsk brauð og tab- inada. Pönnusteikt rauðspretta í frönsku tómatcoulis. Einiberja kryddaður lax, með hunangs- gljáa að hætti Hollendinga. Dönsk svínapurusteik, með sykurgljáðum kartöflum, græn- metissalati og hvítvínssósu.' Allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna og hátíðarkvöld- verðinn má finna á www.1627.is, þar sem jafnframt er hægt að skrá sig í Matargönguna. Einnig má senda póst á netfangið info@ 1627.is. Ný starfs- mannastefna Á síðasta fundi bæjarstjómar var ný starfsmannastefna fyrir Vestmannaeyjabæ samþykkt. í fundargerð segir að Vestmanna- eyjabær sé einn stærsti atvinnu- rekandinn í Vestmannaeyjum og að bæjarstjórn vilji axla þá ábyrgð sem slíku fylgir og leitast við að hafa í sfnum röðum framúrskarandi starfsfólk og efla það í störfum sínum. „Til að stuðla að aukinni þjón- ustu við bæjarbúa verður áfram að byggja upp og viðhalda aðlaðandi vinnustöðum, starfs- ánægju og góðu starfsumhverfi. Það er viðhorf bæjarstjómar að það sé ekki síst starfsfólkið, metnaður þess, kraftur og holl- usta sem er lykillinn að farsælum rekstri bæjarfélagsins. Með slíkt í huga hefur Vestmannaeyjabær nú unnið starfsmannastefnu," en hún verður kynnt starfsmönnum áður en hún til annarrar dreifingar. Ruddist inn d sína fyrrverandi: Réðist svo á lögreglu Á mánudaginn í síðustu viku var lögreglan kölluð að húsi hér í bæ þar sem fyrrverandi sambýlis- maður konu sem þar bjó hafði mðst inn í húsið og lagt á hana hendur. Þegar lögreglan kom á staðinn var maðurinn fyrir utan húsið og er lögreglan ætlaði að ræða við hann brást hann illa við og réðst á lögreglu- mennina sem þama vom að störfum. Maðurinn var því handtekinn og færður í fangageymslu. Prjú fíkniefnamd komu upp í vikunni: Gerði upptæk 20 gr. af kannabisefnum Þrjú fíkniefnamál komu upp í vikunni sem leið og um helgi- na og lagði lögreglan alls hald á um 20 gr. af kannabisefnum. Fyrsta málið kom upp sl. fimmtudag þegar hald var lagt á pakka sem kom með flugi og í framhaldi af því var karl- maður um tvítugt handtekinn þegar hann kom og sótti pakkann. I pakkanum reyndist vera um 10 gr. af kannabisefnum sem viðkomandi viður- kenndi að eiga. Hin tvö málin komu upp á sunnudags- kvöldið, en í framhaldi af því að karlmaður á þrítugsaldri var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna var farið í tvær húsleitir. I annari þeirra fannst smáræði af kannabisefnum en í hinni fundust um 10 gr. af sama efni. Játningar liggja fyrir í báðum tilvikum. Herjólfur: Skemmdir á klefa í vikunni lagði skipstjóri Herjólfs fram kæru vegna eignaspjalla í einum af svefnklefum skipsins en þama höfðu þeir sem höfðu klefann á leigu gert sér það að leik að brenna málningu á loftaklæðningu. Taldi skipstjórinn að þama hefði getað farið illa ef eldur hefði brotist út á meðan skipið var á siglingu. Lögreglan hefur upplýsingar um hverjir þama vom að verki enda skráð hverjir voru í klefanum, jafnframt sem við- komandi höfðu merkt sér handverk sitt.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.