Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.10.2008, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 02.10.2008, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 25. september 2008 11 Silli & Oft velta litlar þúfur þungu hlassi. Stundum valda litlir atburðir úr bernskunni þungum þönkum á efri árum. Það er vegna þess að í bem- skunni finnst oft orsök þó afleiðin- gin mæti manni ekki fyrr en mikið seinna í lífinu. Þá þarf maður stun- dum að kljást við samviskuna. Það gerðist á síðustu dögum. • ••••••• Einn sólríkan dag þegar ég var barn man ég eftir því að ég og vinur minn fundum penngaseðil úti á götu. Við vissum ekki alveg hvað við ættum að gera við hann. Fyrst fannst okkur að við ættum að leita að eiganda seðilsins. Svo leitaði hugur beggja í lostafullar áttir og við urðum við einhvem veginn alveg afhuga því. A þessum árum komust drengir yfirleitt ekki yfir fjármuni. Hvað þá fjármuni sem foreldrar höfðu ekki hugmynd um og gátu því auðveld- lega orðið gjaldmiðill í viðskiptum við Blaðatuminum. Það var sjald- gæft. Á þessum ámm hefðu allir drengir unnið kauplaust á lagemum í Blaðatuminum. Þegar við sátum undir húsvegg með seðilinn og skipulögðum innkaupa- ferð í Blaðatumin birtist allt í einu strákur aðeins eldri en við. Silli. Hann var hrekkjusvín. Við vorum alltaf hálfhræddir við hann. Hann sá seðilinn og spurði okkur hvasst hvar við hefðum fengið þessa pen- inga. Það stóð í okkur að svara en vinur minn aulaði út úr sér að við hefðum fundið hann út á götu. Við það lyftist brúnin á Silla. Hann rétti fram hendina og bað okkur um að rétta sér seðilinn eins og skot, hann hefði týnt honum. Ég rétti honum seðilinn. Silli brosti, þakkaði okkur fyrir og sagði að stundum væru greidd fundarlaun en það gerðist eingöngu þegar menn skiluðu peningunum af fús- um og frjálsum vilja, en við væmm glæpamenn og ættum ekkert slfkt skilið. Að því sögðu hvarf Silli. Við litum hvor á annann. Svo sannar- lega hafði veröldin hrunið. Vinur minn spurði mig raunamæddur af hverju ég hefði látið Silla hafa seðilinn, hann hefði örugglega verið að ljúga. Ég vissi ekkert hvað ég átti að segja, ég varð einfaldlega bara skíthræddur. Rosalega vorum við svekktir. Hvað áttum við að gera. Ef við fæmm til foreldra okkar og klög- uðum, segðum að við hefðum fundið peninga og ekki komið með þá beint heim þannig að hægt hefði verið að koma þeim í hendur á réttum eigendum, yrðum við hund- skammaðir. Og ég tala nú ekki um ef við hefðum tilkynnt um þau glæpaáform okkar að troða okkur út af sælgæti fyrir illa fengið fé. Vinur minn á stóran bróðir. Valda. Við ákváðum að ræða þetta svakalega mál við hann, þó mér væri illa við það. Valdi var nefni- lega með kraftadellu. Hann dreymdi um að fá vinnu á loft- pressu. Þegar við fundum Valda í herberginu hans, fór hann strax úr að ofan og lét okkur taka um vöðv- anna á sér og bað mig um að kíla í magann á sér. Ég gat ekki neitað þvf og meiddi mig í hendinni við höggið. Hann sagði að ég væri bölvaður dindill og lyfti mér upp fyrir hausinn á sér og þegar hann setti mig niður greip hann bróður sinn líka og krumpaði okkur saman undir sér þangað til við vorum báðir að kafna, þá loksins sleppti hann okkur. Ég þoldi aldrei að hitta Valda, maður vissi aldrei hvort maður þyrfti að kýla hann í magann eða hvort maður yrði hengdur upp á herðatré eða troðið í lítinn kassa. Þegar við loksins gátum komið okkur að efninu og sagt Valda söguna kom svipur á hann sem ég hafði aldrei séð áður. Hann horfði grafalvarlegur á okkur, hugsaði sig um í smástund, pírði svo augun og sagði svo hátt „votta fokk“. Við skyldum ekkert í þessu. Valdi gekk að fataskápnum, opnaði hann tók úr honum forláta Zorro skikkju og smeygði henni yfir sig og sagði; „lets gó“. Við skyldum ekkert í því heldur. En eltum hann út úr húsinu. Það var gengið rösklega í átt að Blaðatuminum. Það var mjög lík- legt að Silli finndist í nágreni við hann. Það stóð á endum, Silli fannst á Stakkóinu. Hann sneri baki í okkur þegar við nálguðumst hann og það glitti í stóran sælgætispoka. Valdi pikkaði í bakið á Silla, sem sneri sér við og dauðbrá og varð skíthræddur að sjá Valda í skikkj- unni standa fyrir framan okkur og grunaði greinilega hvert erindið væri. Valdi teygði út hendina og kleip í annað brjóstið á Silla, sneri upp á og spurði hvort hann kann- aðist við að vera með peninga sem hann ætti. Silli emjaði af sársauka og sagðist ekki vera með neina peninga, hann væri búinn að eyða þeim í nammi. Valdi virtist verða reiður við þessi tíðindi og greip hendina á Silla og tók löggutak á honum og sagði; „Jú krípp æ sjúdd kill jú.“ Silli fór að grenja. Valdi þreif sæl- gætispokann og henti Silla grenj- andi í jörðina. Sælgætispokinn var stór og sæmilega troðinn, Valdi leit á okkur, pírði augun og gróf hendinni svo í pokann og rétti okkur tvær gospillur, sagði svo mjög ákveðið við Silla; „ef þú lætur ekki kripplingana vera þá dreg ég tunguna út um afturendan á þér.“ Með það var hann horfinn með sælgætið. Ég og vinur minn forðuðum okkur frá Silla sem lá ennþá grenjandi í jörðinni. Þegar við stuttu seinna sátum á vegg með græna gospillu í kjaftinum sagði vinur minn; „hann Valdi bróðir týndi ekki þessum pening." Meira var ekki rætt um þetta mál þennann dag. í kjölfarið breytist öll umgengni við Silla. Hann var smeðjulegur, lét okkur vera en ég hafði samt alltaf á tilfinningunni að hann langaði rosa- lega að berja mig. Ég fór stundum að tala um Valda þegar mér fannst Silli orðinn mjög sjúkur í að lumbra á mér. Þá róaðist hann. Þetta spurðist út og Valdi var gjam- an kallaður til og brást hratt við þegar leiðrétta þurfti einhver við- skipti af þessu tagi. Sumum fannst það skrítið en það maldaði svo sem enginn í móinn þótt Valdi tæki gjarnan stórann hlut af viðskiptagóssinu í sína vörslu. Seinna í lífinu fluttist hann til Reykjavíkur og kynntist hormóna- lyfjum, varð fastagestur á tattú- stofum og landsliðsmaður í sleggju- kasti. Valdi varð líka efttirsóttur liðsmaður nálægt samnninga- borðum, þar sem menn áttu erfitt með að ná saman. Spurning vikunnar: Fylgist Hú með hræringum í banka- heiminu? 0línar Gautí Úlafsson: -Já, ég gerið það. Þessir atburðir voru svo sem horfn- ar minningar sem rifjuðust upp þegar ég horfði á þátt í sjónvarpinu um daginn sem heitir Kompás. Mennirnir sem gera þessa þætti eru alltaf að njósna og liggja í leyni með myndavélar, taka upp atburði og koma svo öllum á óvart og sýna þá í sjónvarpinu. Þjóðin trúir ekki sínum eigin augum og hefði ekki trúað svona hlutir sem þeir sýna væru til á Islandi. Mér finnst þetta góðir þættir. Þetta hjálpar þjóðinni og heldur uppi aga. Afgreiðsludömur í snyrtivöru- verslunum þora ekki að prumpa í vinnunni, bakarar þora ekki að klóra sér í rassinum og allir alvöru flassarar eru flúnir úr landi. Kompás gæti verið í leynum. Mikið er ég Guði þakklátur fyrir að njósnaranir hjá Kompás lágu ekki í leyni og tóku upp þegar ég og vinur minn fundum peningaseðilinn. Þá hefði þjóðin komist að því að ég og vinur minn hefðum sjö ára gamlir lagt grunninn að einhverjum ógeðfelldasta og hrottalegasta iðnaði samtímans. Handrukkuninni, þar sem ofbeldið og óttinn eru alsráðandi. Það er þung byrði. Eitt mikilvægasta verkefni forel- dra og forráðamanna barna er að þroska með þeim réttsýni. Sterkasta vopnið gegn ofbeldi er réttlætiskenndin. Hún samþykkir aldrei ofbeldi. Skebbinn. Bragi Magnússon: - Ég reyni það eins og ég get. Guðjón Orri Sigurjónsson: - Já, ég fylgist ágætlega með. Haraldur Pálsson: - Já. Vel heppnaður Eyjatölvudagur: Móttökurnar voru ótrúlega góðar Laugardagurinn 27. september stóð undir nafni sem Eyjatölvudagurinn í Vestmannaeyjum. Það eru eigend- umir sammála um, segja að stans- laus straumur fólks hafi verið í búðina frá því hún var opnuð klukkan tíu þar til lokað var klukkan sex. Sala gekk vel og margir Iitu við til að spá og spekúlera og hagstæð tilboð vom á boðstólum sem margir nýttu sér. „Móttökumar voru ótrúlega góðar,“ sagði Haraldur Bergvinsson sem á og rekur Eyjatölvur ásamt Guðbirni Guðmundssyni, þegar hann var spurður um hvemig til hefði tekist á laugardaginn. Þá var blásið til Eyjatölvudags þar sem samstarfsaðilamir, Vodafon, Hátækni og Opin kerfi tóku saman með Eyjatölvum um að bjóða til veislu í versluninni. Þar voru ýmsar uppákomur og kynningar á vömm og þjónustu sem em í boði hjá Eyjatölvum. Vodafon var með tilboð á símum, Hátækni með sjón- MARGIR freistuðu gæfunnar í lukkuh jólinu og hér er Bragi Magnússon, t.v., að taka við prentara sem hann fékk í vinning úr hendi Bergvins Haraldssonar. vörp, útvörp, heimabíó og fleira og Opin kerfi kynntu HP tölvurnar. Voru sérfræðingar frá Vodafone og Hátækni á staðnum. „Það var mjög góða sala og svo koma alltaf einhverjir til að skoða og ræða við sérfræðingana. Fólki fannst gott að ræða við þá og þeir voru mjög ánægðir með hvað margir mættu og sýndu áhuga á því sem í boði var. Þetta var hluti af því að skapa stemmningu í bænum með lundaballinu og fleiru sem var í gangi um helgina." Haraldur sagði að 42 tommu sjón- vörpin frá Palladine og heimabíóin hefðu selst vel enda á góðu verði. „Prentararnir runnu líka út enda á frábæm verði og svo var góð hreyf- ing á öðmm vörum sem við erum með. Að lokum vil ég koma á framfæri þakklæti til Vestmannaeyinga fyrir frábærar viðtökur,“ sagði Haraldur að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.