Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Síða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Síða 1
Bílaverkstæðið BrAGGINN sf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35. árg. I 41. tbl. I Vestmannaeyjum 9. október 2008 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is Á HIPPABALLI Helga Dís og Hulda Pétursdóttir voru meðal tæplega 300 gesta á Hippaballi þar sem allir skemmtu sér hið besta. ___________________________________________Sjá bls. 14. Skipsbrot fyrir efnishyggjuna -segir sr. Kristján Björnsson um ástandið í efnahagsmálum -Telur skynsamlegast að hafa ekki um of stór orð um hlutina „Mér virðist menn vera að vinna gríðarlega vinnu til að bjarga hlut- unum. Nú er skynsamlegast að hafa ekki um of stór orð um hlutina eða alhæfa of mikið,“ sagði sr. Kristján Björnsson þegar hann var beðinn að meta stöðuna sem upp er komin í efnahagslífi þjóðarinnar. „Þetta er ofboðsleg áminning um hverfulleikann og hefur áhrif á afko- mu og efnahag mjög margra. Við þurfum að skoða að þetta eru peningar og varðar ekki líf og heil- su fólks. Ég vorkenni þeim sem hafa sett sálina eða allt sitt traust á eignir eða efnisleg gæði, því þá er áfallið mjög mikið. Nú er um að gera að halda ró sinni og skerpa á undirstöðunum í lífinu, þ.e. hvað heldur og hvað er alltaf öruggt. Þetta er mikið skipsbrot fyrir efnis- hyggjuna. Efnishyggjan sem slfk hefur verið gríðarlega öflug.“ Hefurfólk leitað til kirkjunnar með áhyggur sínar? „Fólk hefur ekki leitað til okkar beint en ég heyri að áhyggjur fólks eru margvíslegar. Sumir eru að sjá eignir sínar gufa upp, þetta hefur áhrif á rekstur fyrirtækja og svo eru þeir sem eru skuldugir. Verðtryggð lán hafa verið að vaxa þannig að þetta reynir á alla þætti samfél- agsins. Það er enginn einn að fara illa út úr þessu. Ég tek undir það sem ráðherrar ríkisstjórnar hafa sagt. Mikilvægast er að standa vörð um fjölskylduna, skuldastöðu heim- ila og bjarga húsnæði fólksins í landinu. Það þarf að gæta að almenningi, innlánum sem útlánum því fólk þarf að fá fyrirgreiðslu." Eyjamenn á ferðalögum erlendis anda rólega Agnes Einarsdóttir og Kári Þorleifsson eru í fríi á Tenerife og dvelja þar í góðu yfirlæti þrátt fyrir mikíar sviptingar í efahagsmálum þjóðarinnar. Þau fóru út þann 30. september en koma heim 14. október. Það bitnar óneitanlega á ferðamönnum þegar krónan hríðlækkar gagnvart örðum gjald- miðlum og ferðakostnaðurinn verður hærri en gert var ráð fyrir. „Gengið hefur sveiflast mikið en maður verður bara að láta sig hafa það,“ sagði Adda þegar Fréttir náðu í hana á miðvikudagsmorgun. „Fólk heldur að sér höndum með að versla en fer auðvitað út að borða enda í fríi. Ég heyri að fólk er að fara á netið og athuga með stöðuna á evrunni og tala sín á milli. „Evran er þetta í dag,“ segir fólk en mér finnst það ekki bafa verulegar áhyggjur af sinni stöðu. Við erum náttúrulega Islendingar," segir Adda og hlær. „Ferðin hækkar um einhverja tugi þúsunda, það er bara þannig og ekkert við því að gera. Veðrið er frábært og hér er yndislegt að vera,“ sagði Adda og ætlaði að njóta þess að vera úti í sólinni. Aðalbjörg Bemódusdóttir var á Ítalíu á miðvikudag þegar Fréttir náðu tali af henni. „Ég er í hópi tæplega fimmtíu íslendinga, rétt við Gardavatnið og við höfum það fínt. Fólk hringir heim til að athuga hvort heppilegra sé að nota debet eða kredit kortið, gengið er svo breytilegt. Ég er með gjaldeyri með mér og þarf ekki að standa í að reikna, nota bara evrurnar mínar. Mér finnst engin vera að stressa sig mikið yfir þessu. Við erum að skoða kastala núna og erum svo heppin að fá frían mat og drykk í dag,“ sagði Lilla og hló og vildi meina að það væri ekki hægt annað. „Það er fínt veður og 16 til 18 stiga hiti og enginn að fara á taugum yfir ástandinu, “ bætti hún við og ætlaði að sjálfsögðu að njóta ferðarinnar. Yfirlýsing bæjarstjóra: Fjárfest- ingasjóður bæjarins ekki orðið fyrir tjóni Væringar seinustu daga hafa ekki farið framhjá nokkrum íslendingi. Eðlilega eru einstaklingar og fyrirtæki uggandi yftr sínum hag og spumingar um stöðu bæjar- félagsins í umrótinu vakna eðli- lega hjá bæjarbúum. Vestmannaeyjabær er velrekið og sterkt sveitarfélag enda tekjur þess fyrst og fremst fengnar í gegnum öflugan sjávarútveg. Það ásamt eignasölu hefur búið til sterkan fjárfestingasjóð hjá bæjar- félaginu. Embættismenn hafa, í samvinnu við pólitíska fulltrúa, verið vakin og softn í fjárstýr- ingunni og þannig tekist að sigla milli skers og báru í umróti sein- ustu daga. Vissulega hefur stundum mátt litlu muna eins og þegar Vest- mannaeyjabær fór úl úr hluta- bréfasjóðum og innleysti peninga- markaðsbréf. Hvoru tveggja væri í miklu uppnámi í dag. Þessi árvekni í bland við hreina lukku hefur tryggt að hingað til hefur fjárfestingasjóður Vestmannaeyja- bæjar ekki orðið fyrir tjóni. Allir sjóðir Vestmannaeyjabæjar eru í dag varðir af Tryggingasjóði innistæðueigenda rétt eins og almenn innlán sparifjáreigenda. Vestmannaeyjabær mun áfram leita allra leiða til að gæta hagsmuna bæjarfélagsins í heild f viðsjárverðu umhverfi. Frábær áhöfn Einn ágætur bæjarbúi hafði sam- band og vildi hrósa starfsmönnum Herjólfs sem nú þjónusta farþega um borð í St. Ola. Hann ferðaðist með St. Ola á sunnudag frá Þorlákshöfn til Eyja en ferðin tók um fjóra tíma. Færri kojur eru um borð í skipinu en í Herjólfi og þar af leiðandi þurfa fleiri að sitja uppi í salnum. Sagði farþeginn að áhöfnin hefði staðið sig frábærlega og farið reglulega á milli farþegar til að athuga hvort hægt væri að aðstoða það á ein- hvern hátt. Þannig hefði allt verið gert til að gera þeim lífið um borð eins bærilegt og hægt er. VIÐ LÁTUM BÍLINN GANGA... ...SVO ÞÚ ÞURFIR ÞESS EKKI ne íianaiiiar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / <50 ÞJÓNUSTUAÐILI l'OYOTA í EYJUM FLATIR 21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.