Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Side 2

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Side 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 9. október 2008 Tekist hefur að vernda sjóði bæjarins sem eru á 5. milljarð: Tóku þrettán hundruð milljónir út úr Landsbankanum í síðustu viku Yfírlýsing frá Glitni vegna sölu Guðbjargar Matthíasdóttur á hlut í bankanum: Hafði rétt Bankahrun er orðin staðreynd á íslandi og nær nú þegar til Vest- mannaeyja eftir að Fjármálaeftirlitið yfirtók Glitni í fyrrinótt. Það er ljóst að einstaklingar og fyrirtæki eru að tapa peningum og sumir miklum í hlutfé í Glitni og Landsbankanum. Hafa Eyjamenn ekki farið varhluta af því. Ríkisstjórnin og Seðlabanki hafa gefið út að innistæður einstak- linga og fyrirtækja séu tryggðar í bönkum innanlands en hvað með sveitarfélögin? Elliði Vignisson, bæjarstjóri veltir þessu upp í blaðinu í dag og vill að sveitarfélög sem eigi fé í sjóðum geti átt innskot í Seðlabankanum. Og að réttlætanlegt sé að þau sætti sig við minni ávöxtun fyrir öryggið því um fé almennings sé að ræða. Vestmannaeyjabær á yfir fjóra mill- jarða í sjóðum og hefur verið mikið púsluspil að dreifa áhættunni og á síðustu stundu voru teknar út 1500 milljónir út úr Landsbankanum. Elliði segir í samtali við Fréttir að ekki sé útlokað að Vestmanna- eyjabær tapi fjármunum við breyttar aðstæður. „Já, auðvitað eru alltaf einhverjar líkur á því þótt við séum að lágmarka þær líkur með fjár- stýringaraðgerðum. Við erum að gera allt sem við getum til að verja okkur en í þessu er ekkert öruggt. Við vinnum dag sem nótt við vöm- ina og njótum góðs af því að vera með vinnusamt og öflugt teymi í fjármálastjórnun. Við skulum þó ekki líta fram hjá því að stærri teymi hafa þegar tapað stærri peningum. Enn hefur blanda af hyggjuviti og lukku beint okkur inn á réttar ákvarðanir og við ætlum okkur að komast út úr brimskaflinum án þess að skaðast,“ sagði Elliði. Aðspurður sagði Elliði að ekkert hefði brunnið inni í Glitni. „Nei. Fjárfestingasjóður okkar er allur í innlánum. Við vorum komin út úr sjóði 9 og öllum öðrum sjóðum. Við vorum, erum og munum verða á- hættufælin enda eru þetta fjármunir bæjarbúa og við nálgumst þá þann- ig-“ Er það rétt að Vestmannaeyjabær hafi tekið 1500 milljónir út úr Landsbankanum á föstudag? „Það lætur nærri. Reyndar er eitthvað aðeins lengra síðan við byrjuðum að tappa af Landsbankanum. Fyrir rúmri viku vorum við með um 1300 milljónir þar inni og við vorum komin algerlega út úr Landsbank- anum á föstudaginn." Hvar eru peningarnir í dag? „Eins og ég sagði þá erum við áhættufælin og höfum dreift áhættunni. I dag erum við eingöngu í innlánum og það hjá sex lánastofnunum. Miðað við yfirlýsingu ríkisstjórnar þá geta einstaklingar og almenn fyrirtæki verið algerlega örugg í slíku umhverfí. Eins og Guðjón Braga- son, lögfræðingur Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, hefur bent á þá liggur enn ekki ljóst fyrir hvort sveitarfélög falli ótvírætt undir það að vera fyrirtæki og sé þannig varið. Trú þeirri stefnu okkar að vera áhættu fælin erum við því enn að leita að frekara skjóli.“ Hafið þið fengið inni í Seðla- bankanum? „Nei umleitunum um að við getum lagt fé beint þar inn hefur verið hafnað. Við erum núna að vinna að samningum um kaup á Ríkisskuldabréfum í gegnum þriðja aðila. Að lokum ítreka ég það sem áður hefur komið fram. Einstaklingar og fyrirtæki eru samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórar ekki í hættu með að tapa innlánum sínum," sagði Elliði. á að selja á þessum tíma Vegna fréttaflutnings á Stöð 2, í Fréttablaðinu og á vísir.is þess efnis að „Guðbjörg Matthías- dóttir hafi selt lungann úr 1,71% hluti sínum Glitni á fimmtu- daginn 25. eða föstudaginn 26. september korteri áður en bank- inn var þjóðnýttur", þá vill Glitnir taka fram eftirfarandi: Umrædd sala félags í eigu Guðbjargar á hlutum í Glitni byggði á samningi, dags. 4. sept- ember 2007, sem veitti félagi í eigu Guðbjargar rétt til að selja hluti í Glitni á fyrirfram ákveðnu tímabili og á fyrirfram ákveðnu verði. Tímabil þetta var frá 25. september 2008 til og með 27. september 2008. Var umrædd sala þannig í fullu samræmi við efni viðkomandi samnings og með öllu óviðkomandi atburðum sem áttu sér stað helgina 27. - 28. september og sem tilkynnt var um að morgni mánudagsins 29. september. Glitnir harmar að fjölmiðlar skuli láta í veðri vaka með óábyrgum fréttaflutningi að umrædd sala hafi tengst fyrr- greindum atburðum, þegar salan þvert á móti byggði á skýru orðalagi ársgamals samnings sem átti samkvæmt orðum sínum að efna á þeim tíma sem hann var efndur. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ bauð nemendum Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum á leiksýninguna Sá Ijóti í gær miðvikudag í bæjar- leikhúsinu. Haldnar voru tvær sýningar þar sem salurinn rúmar ekki alla nemendur skólans í einu. Leikritið fjallar um mann sem er svo Ijótur að hann fær ekki að kynna eigin uppgötvun á ráðstefnu. Hann fer í lýtaaðgerð og fær að fara á ráðstefnuna en í kjölfarið fá tleiri sama andlitið í eins aðgerð. Að sýningunni lokinni ræddu nemendur og leikararnir fjórir svo saman um verkið og boðskap þess. Nótt safnanna: Hjálmar, Guitar Islancio, Sjón og Einar Kárason á dagskránni Það verður mikið um að vera í Eyjum helgina 7. til 9. nóvember. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg þar sem tónlist, ritlist og sýningar verða áberandi Tónlistin verður í stóru hlutver- ki, hjómsveitin Hjálmar verður t.d. með tónleika í Höllinni á föst- udagskvöld. Auk þess verður Lúðrasveit Vestmannaeyja með tónleika á laugardeginum og tónleikar Guitar Islancio á sunn- udagskvöld. Þá munu margir rithöfundar, skrásetjarar og bókamenn sækja Eyjarnar heim. Má þar nefna Úlfar Þormóðsson, Sjón, Hallgrím Helgason, Guðjón Friðriksson, Ólaf Gunnarsson Auði Jónsdóttur og Stefán Mána. Sjóminjasafn Þórðar Rafns verður til sýnis og á Fiska- og náttúrugripasafni verður sýningin „Sambýli manns og Lunda.“ UNDIRBÚNINGSNEFND Jarl Sigurgeirsson, Kristján Egilsson, Kristján Björnsson, Kristín Jóhannsdóttir og Kári Bjarnason. tHgefandi; Eyjasýn ehf. 480878-0549 - Vestmannfteyjum. Ritetjóri: Omar Gaiflarsson. Bladamerin: (Juilbjörg Sigurgoirsdóttir og Júlíns Ingason. Iþróttir: EDert Selievjng. Ábyrgðarmenn: Ómar Gaiúarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprcnt. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjómar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1893. Netfang/rafpóstuí frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http/Avww.eyjafrotti r. is ERÉTTER koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og oinnig í lausasölu á Ivletti, Tvistinum, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, Elughafnarversluninni, lvrónunni, Isjakanum, verslim 11-11 og Skýlinn í Friðarhöfn.. ERÉ'i'i'lK eru prentaðar í 3000 eintökum. FRÉii'lReru aðilar að Samtökum bæjar- og bóraðsfróttablaða. Eftirjirentun, bljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. \

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.