Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Síða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Síða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 9. október 2008 Úr bloggheimum: Allt að frétta Eyjamaður vikunnar: Hippatónlíst höfðar til unga fólksins Góðan dag gott fólk, það er allt gott að frétta hjá okkur, frysting og veiðar ganga vel og góður gangur í flökun, og er það allt Grími BAAD- ER á Felli að þakka. Við erum búnir að fylla aftur lestina og erum byrjaðir á fremri og fyrsta lagið er langt komið og við ættum að verða langt komnir með þennan túr á þriðjudag - miðvikudag ef allt gengur vel. I seinasta hífi hjá okkur komu gestir að kíkja á okkur og þessa flottu mynd hérna tók Gylfi skipstjóri meðan á hífingu stóð og sumir segja að hann eigi að fá ljósamyndaverðlaunin 2008 fyrir þessa mynd, eða hvað finnst ykkur? En það er ekki meiri i bili biðjum að heilsa, kveðja Huginsmenn http://www.huginn.is/ Oohhh.... Þá var kátt í Hellisey BÞað var mikil vinna að sjá um Lundaballið, en mikið ofboðslega var það gaman. Fólkið sem kom, 500 manns í mat, var mætt til þess að skemmta sér. Allir svo fínir og það sá varla vín á manni. Allt gekk upp, enda komu margar hendur að. Eg vil fá að þakka þeim fjölmörgu sem lögðu okkur Helliseyingum lið kær- lega fyrir. Kvöldið áður var ég með kynningu á lundalifrapaté niðri í Miðstöð. Fékk ég Sigurjón Ingvars, Helga bróður og Kalla Haralds til að hjál- pa mér. Mari hafði keypt rauðvín og gos til að hafa með. Var ákveðið að ég skildi vera með kynninguna um leið og Jóhann Óli Hilmarsson væri búinn að kynna bók sína Lundann. Þegar það var komið að okkur þurf- tum við að hafa hraðar hendur. Ég var búinn að skera niður paté, setja á ristað brauð og raða á bakka. Helgi og Siguijón voru inní eldhúsi og gerðu næsta bakka kláran, en við Kalli buðum gestum að gjöra svo vel. Sá ég þá að við höfðum gleymt rifsberjasultunni. Segi ég þá við Kalla; "Kalli, sultan! Kalli lftur á mig og stekkur inn í eldhús og kemur til baka í rósóttri svuntu af Marý. http.V/maggibraga. blog. is Skynsamleg ákvörðun Tek hatt minn ofan fyrir stjórnar- mönnum míns liðs í körfunni ef að þetta er ákvörðunin sem tekin hefur verið. Menn hafa enga heimild til að steypa félagi sfnu í ótakmörkuð peningavandræði, í mínum huga á það við um Snæfell alveg eins og öll önnur lið. Tel þetta því skyn- samlega ákvörðun og í raun það eina rétta í stöðunni. Bíð svo frétta af þessum íbúafundi. Held að við gætum átt eftir að sjá svona ákvarðanir hjá fleiri liðum. Áfram Snæfell. http://fosterinn. blog. is Guðmundur Arnar Alfreðsson er Eyjamaður vikunnar Bergur- Huginn fékk frábæra viðurkenningu á Sjávarútvegs- sýningunni í síðustu viku. Fyrirtækið hlaut fslensku sjávar- útvegsverðlaunin í flokknum „Framúrskarandi íslensk útgerð“. Það hlýtur að vera mikilvægt að fá slíka viðurkenningu og góð land- kynning fyrir Vestmannaeyjar, innan- og utanlands. Fyrirtækið hefur á að skipa úrvali starfsmanna bæði í landi og á sjó. Þeirra á meðal er Guðmundur Alfreðsson, útgerðarstjóri sem er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni: Nafn: Guðmundur Arnar Alfreðsson. Fæðingardagur: 30 apríl 1952. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Giftur Sigurbimu Árnadóttur og eigum við tvö börn, Ólaf, Elku og dóttursoninn Guðmund Óla. Draumabfllinn: Land Cruiser 200 Uppáhaldsmatur: Hrossakjöt með kartöflum og íslensku smjöri. Versti matur: Hætti að vera mat- vandur eftir að ég fór til náms í Reykjavík og þurfti að sjá um mig sjálfur. Uppáhalds vefsíða: www.google.com. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Bubbi. Aðaláhugamál: Vinnan og ýmis- legt tæknigrúsk. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Isaac Newton. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Kartluzy í Póllandi. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Margrét Lára, Liverpool. Ertu hjátrúarfullur: Nei. Stundar þú einhverja íþrótt: Akstursíþrótt. Uppáhaldssjónvarpsefni: Tækniþættir. Hvað hefur þú starfað lengi hjá fyrirtækinu: Alla mína starfsævi eða tæp 40 ár. Er alltaf jafn spennandi að vera við útgerðina: Já, þú veist aldrei hvað gerist á morgun. Hverju má þakka þennan árangur: Frábærum starfsmönnum. Matgazðingur vikunnar: Meirihánar mexíkósk matarveisla Sigrún Alda Ómarsdóttir er matgœðingur vikunnar Ég vil byrja á að þakka Salome fyrir áskorunina. Ég ákvað að velja mexíkóskan mat sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, mexí- kósk súpa og mexíkósk brauð- terta. Mexíkósk súpa fyrir 4 - 6 2 laukar. 4 hvítlauksbátar, pressaðir. 2 msk. olía. 2 dósir niðursoðnir tómatar. 1 teningur kjúklingakraftur + '/2 lítri vatn. 1 teningur nautakjötkraktur + '/2 lítri vatn. 1 lítri tómatdjús. I msk kórianderduft. I V2 tsk chiliduft. 1 V2 tsk cayanne pipar. I grillaður kjúklingur eða tvær stórar steiktar kjúklingabringur. Laukur skorinn og steiktur í olíunni í stórum potti, öllu hinu blandað saman við. Látið malla í u.þ.b. 2 klst. Kjúklingurinn tekinn af beinunum eða kjúklingabringurnar skornar í bita og sett útí u.þ.b. V2 klst fyrir framleiðslu. Sýrður rjómi, muldnar nachoflögur (Doritos) og rifinn ostur borið fram með súpunni. Súpan er enn betri upphituð. Mexíkósk brauðterta 4 stórar tortilla hveitikökur. 4 tómatar. 8-10 skinkusneiðar. Svarta ólívur (má sleppa). '/2 krukka niðursoðin paprika. 1 dós mexíkósk ostasósa. Nachos flögur (Doritos). Rifinn ostur. Tómatar eru saxaðir smátt. Skerið skinkuna og grilluðu paprikuna (svartar ólívur) í bita og blandið saman við ostasósuna. Setjið fyrstu tortilla kökuna á bökunarpappír á bökunarplötu. Smyrjið 'A hluta blöndunnar á kökuna og myljið u.þ.b. lófafylli af nachos yfir. Leggið síðan aðra tortilla köku ofaná og endurtakið þetta með restina af kökunum og endið með blönduna efst. Dreifið að síðustu rifna ostinum yfir. Bakið í um 30 mín. við 170 gráður. Gott er að bera fram með þessu hrærðan sýrðan rjóma og/eða guacamole og salsasósu. Flott er að setja nachos (Doritos) í kringum kökuna þegar hún er borin fram. Að lokum vil ég skora á Agnesi Guðlaugsdóttur góðvinkonu mína ogframku. Húnlumar alveg örugglega á einhverju svakalegu góðu sem hún getur sagt okkur frá í nœstu viku. Nýfozddir Vestmannaeyingar: Þann 29 júní fæddist drengur á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Hann var tæpar 17 merkur og 53 cm. Foreldrar hans eru Berglind Ósk Sigvardsdóttir og Eiríkur Ingvi Jónsson Með honum á myndinni er Thelma Rós stóra systir. Una Rakel fæddist þann 6. júlí kl. 02:47 í Vestmannaeyjum. Hún var 52 cm og 3414 gr. við fæðin- gu. Foreldrar hennar eru Anna Margrét Kristinsdóttir og Victor Leifur Ævarsson. Litla fjölskyldan er búsett í Reykjavík. Kristinn Snær fæddist þann 7. júlí kl. 07:00 í Reykjavík. Hann var 55 cm og 4165 gr. við fæðingu. For- eldrar hans eru Ingibjörg Perla Kristinsdóttir og Jóhann Sveinn Sveinsson. Með honum á mynd- inni er 10 ára systir hans, Jenný. Fjölskyldan býr í Reykjavík. Kirkjur bazjarins: landakirkja Fimmtudagur 9. október Kl. 10.00. Foreldramorgunn, kaffi og spjall. Kl. 20.00. Fundur hjá æskulýðs- félaginu í KFUM&K-húsinu. Kl. 20.00. Æfing hjá kirkjukór Landakirkju. Föstudagur 10. október Kl. 13.00. Æfing hjá Litlu læri- sveinunum, yngri hópur. Kl. 14.00. Æfing hjá Litlu læri- sveinunum, eldri hópur. Sunnudagur 11. október Kl. 11.00. Barnaguðsþjónusta. Söngur og gleði eru allsráðandi. Mýsla og Músapési kíkja í heim- sókn og skoðað verður í fjársjóðs- kistuna. Litlu lærisveinamir koma og syngja nokkur lög undir stjóm Védísar Guðmundsdóttur. Kl. 14.00. Messa. Kór Landakirkju syngur. Sr. Guðmundur Örn Jóns- son prédikar og þjónar fyrir altari. Fermingarbörn lesa ritningarlestra. Kaffi og spjall í safnaðarheimili eftir messu. Kl. 15.30. NTT-starf í fræðslu- stofunni. Kl. 17.00. ETT-starf í fræðslu- stofunni. Kl. 20.30. Fundur hjá æskulýðs- félaginu í safnaðarheimili Landa- kirkju. Mánudagur 13. október Kl. 19.30. Vinir í bata, andlegt ferðalag fyrir konur og karla á öllum aldri. Opinn kynningarfundur í fræðslustofunni. Kl. 20.00. Vinnufundur hjá Kven- félagi Landakirkju. Þriðjudagur 14. október Kl. 14.30. Fermingarfræðsla í fræðslustofunni. Kl. 20.00. Fundur hjá æskulýðs- félagi Landakirkju. Miðvikudagur 15. október Kl. 11.00. Helgistund á Hraunbúðum. Kl. 13.00, 13.45 og 14.30. Fermingarfæðsla í fræðslustofunni. Viðtalstímar prestanna eru þriðjudaga til föstudaga milli 11.00 og 12.00. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 9. október Kl. 20.30 Bænaganga, allir á plóginn. Laugardagur 11. október Kl. 20.30 Brauðsbrotning, Jesús er sigurhetjan. Sunnudagur 12. október Kl. 13.00 Samkoma, ræðukona Guðbjörg Guðjónsdóttir, það hefur enginn yfirtekið Guðsríki. Vertu velkomin(n). Aðventkirkjan Laugardagur Kl. 10.00 Biblíurannsókn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.