Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Blaðsíða 5

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Blaðsíða 5
Fréttir / Fimmtudagur 9. október 2008 5 Magnús Bragason bregst við minnkandi lundaveiði: Sælkeraréttir úr innmat lundans SMÖKKUN Óskar í Höfðanum og Siggi múr fá að smakka hjá Magnúsi. Neyðin kennir naktri konu að spinna segir máltækið og í þeirri stöðu hefur Magnús Bragason verið með framleiðslu sína á afurðum úr lunda. Veiði á honum er orðin hverfandi miðað við það sem gerist í venjulegu árferði. Samdráttur er kveikjan að frekari vinnslu á lund- anum og Magnús er nú byrjaður að hirða hjörtu og lifur úr lundanum og hefur hann fengið nokkra af færustu matreiðslumeisturum landsins í lið með sér til að útbúa rétti úr þessu aukaafurðum. Magnús, sem er kjötiðnaðarmeist- ari, hefur í mörg ár verkað lunda, m.a. reykt hann sem þykir hið mesta lostæti. Magnús segir að sér hafi, þrátt fyrir að veiði í Vest- mannaeyjum hafi ekki verið nema brot af því sem hún var fram til 2005, tekist að sinna eftirspuminni að mestu. „Það gerði ég með því að kaupa lunda annars staðar frá. Meðal annars frá Grírnsey," sagði Magnús. Þegar hann var spurður um nýjar afurðir úr lundanum sagði hann að hugmyndin væri ekki nýtilkomin. „Það hefur lengi blundað í mér að hirða innmatinn úr lundanum og lét ég verða af því í sumar. Hún Rúrí, konan hans Palla frænda (Páll Steingrímsson kvikmyndagerðar- maður með meiru) fór að skamma mig fyrir nokkrum ámm að nýta ekki hjörtun og lifrina því þetta væri lostæti. Þetta sat alltaf í mér og núna þegar maður sá fram á aflasamdrátt ákvað ég að fara af stað með verkefnið." Magnús fékk til liðs við sig Matís, Rannsóknaþjónustu Vestmannaeyja og Erp Snæ Hansen líffræðing hjá Náttúrustofu Suðurlands. „Líka I júlí var tekin fyrir umsókn frá Sæsporti ehf. í umhverfis- og skipu- lagsráði um leyfi fyrir upplýsin- gaskilti sem setja átti upp í grjótbeði við enda Bámstígs niður við höfn. Sæsport á og rekur ferðmannabátinn Eydísi og átti skiltið að kynna ferðamönnum þjónustu fyrirtæk- isins. Ráðið hafnaði erindinu með þeim skýringum að skiltið væri utan svæðis fyrirtækisins. Því hefði verið ákveðinn staður og að það væri skýrt brot á reglum þar sem aðeins mættu fyrirtæki auglýsa sína starf- semi innan sinnar lóðar. Bergur Sigurmundsson, einn hluthafa Sæsports, var ekki ánægður með niðurstöðuna. Sagði hana byggða á algjöru þekkingarleysi og vankunnáttu á eðli sölu og viðskipta og benti á skilti ÍBV og Toyota upp við flugvöll sem væri töluvert langt frá sölusvæði Toyota og enn lengra frá framleiðslusvæði þeirra. „Hlýt ég sem löghlýðinn borgari og skattgreiðandi hér í Vestmanna- eyjum að fara fram á að skiltið verði fjóra færustu kokka sem ég gat hugsað mér, Úlfar Eysteinsson á Þremur frökkum, Sigurð Gíslason í Veisluturninum, Þórir Jóhannsson á Hótel Rangá og síðast en ekki síst Einar Bjöm Arnason, hjá Einsa kalda í Vestmannaeyjum. Við Einar Björn gerðum tilraun með að snöggsteikja lifrina og það fannst mér mjög gott. Sé ég hana fyrir mér sem flottan forrétt á fínu veitingahúsi. Við bjuggum lfka til paté sem var á borðum á Lunda- ballinu og líkaði hún mjög vel.“ Úlfar útbjó lifrarpaté, svolítið flutt á þann stað þar sem sala eða önnur starfsemi fyrirtækisins fer fram. Ég ætlast til þess að Toyota verði veittur sami frestur til að fjar- lægja skiltið og Sæsporti var veittur til þess að fjarlægja sitt skilti eða eins og sagði í úrskurði ráðsins: Að skilti Sæsports verði fjarlægt innan 14 daga,“ sagði Bergur í bréfi til bæjaryfirvalda. Svarið er komið og er Bergur langt í frá sáttur en skýringin sem gefin er að þarna sé um að ræða styrktaraði- la íþrótta sem séu mjög nauðsyn- legir fyrir fþróttastarfsemi. „Er styrktaraðili í sterkari stöðu en t.d seljandi þjónustu vöm sem fram- gróft, sem hann blandaði með reyktum hjörtum. Sigurður er að gera tilraun með hjörtun. „Hann ætlar að djúpsteika þau í sérstöku deigi og hann er líka að gera tilraun með paté.“ í fyllingu tímans ætla menn að bera saman bækur sínar og ákveða framhaldið. „Ég, Úlfar, Grímur Gíslason matreiðslumeistari hjá Grími kokk og Ragnheiður Sveinþórsdóttir hjá Matís í Eyjum ætlum að hittast fljótlega og fara í gegnum það hvort markaður er fyrir þessa vöm eða ekki. Sjálfum leidd er á staðnum,? spyr Bergur og heldur áfram. „En allt hefur sitt upphaf og endi og ég átti bágt með mig þegar ég las í svarinu að þeir hjá Toyota og eða ÍBV hefðu alltaf gengið tryggilega frá skiltinu sínu. Þá sá ég að það var ástæðan fyrir því að okkur hjá Sæsporti var synjað um leyfi fyrir skiltinu okkar, okkur var ekki treyst- andi fyrir því að setja skiltið upp innan lóðarmarka í eigu bæjarins þannig að það stæðist þau veður sem eru uppi við fiugvöll eða annarstaðar í bænum. Allt í lagi, en hvað með þau skilti sem hafa fokið eða orðið veðri að bráð síðustu ár. finnst mér steikta lifrin mjög góð og sé fyrir mér að fínni veitinga- staðir muni hafa hana á matseðl- inum. Eðlilega verður magnið ekki mikið en þegar kreppir að munar um allt,“ sagði Magnús og bætti við: „I gær fékk ég þær fréttir að Félag matreiðslumanna á Islandi ætli að vera með lundalifur og hjörtu á Galadinner sínum í janúar. Þetta gæti orðið góð auglýsing ef vel tekst til, því þessi atburður fær mikla umfjöllun." sagði Magnús að lokum. Eru eigendur þeirra ekki háðir sömu skilmálum og ég? Ég bara spyr?“ Bergur segir enn óljóst í sínum huga hvar og hver megi auglýsa. „Nú er ég alls ekki að fara fram á að skiltið við flugvöllinn verði fjarlægt. Ég sem þáttakandi í og fyrrverandi stjórnandi Golfklúbbs Vestmannaeyja og með áratuga reynslu í rekstri hér, fullyrði að bærinn er á villigötum í þessum skiltamálum. Ég og fleiri hafa fengið á tilfinninguna að bæjarstjórn trúi ekki á hina frjálsu samkeppni heldur sé hið gamla sovéska kerfi henni betur að skapi," sagði Bergur. Bæjarráð neitar að kaupa nemakort: Höfuðborg- arsvæðið verður að axla ábyrgð Öll sveitarfélög geta nú keypt nemakort í strætó á höfuðborgar- svæðinu. I bæjarráði lá fyrir bréf þar sem bænum var boðið að kaupa nemakort á kr. 31.000 sem gildir til 1. júní 2009 fyrir hvern nema sem er með lögheimili í Vestmannaeyjum. Bæjarráð afþakkaði boðið enda gildi nemakortið aðeins í rétt rúma átta mánuði en samkvæmt gjaldskrá Strætó bs. kostar níu mánaða kort á fullu verði kr. 30.500. Námsmenn sveitar- félagsins þurfa þannig, samkvæmt, tilboðinu að greiða meira en gjaldskrá segir til um. Bæjarráð lýsti furðu sinni á því að sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu skuli með tilgreindum aðgerðum ekki axla þá ábyrgð sem fylgir því að taka að sér hýsingu á ráðandi hluta ríkis- stofnana. „Stærstu menntastofnanir lands- ins eru staðsettar í höfuðborginni og draga þannig til sín nemendur af öllu landinu. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hagnast gríðarlega á þvf að unga fólkið skuli stunda þar nám, bæði fjárhagslega og ekki síður vegna þess mannauðs sem í hópnum er falinn. Það er hagur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að allar helstu ríkisreknu menntastofnanir landsins skuli vera staðsettar þar og þarf ekki að fjölyrða um þau áhrif sem slíkt hefur bæði á höfuðborgarsvæðið og landsbyg- gðina. Það hlýtur að vera réttmæt ábending að minna á skyldur höfuðborgar gagnvart íbúum landsins sem kristallast í þessu máli. Bæjarráð beinir þeim tilmælum til sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu að þau endurskoði ákvörðun sína og veiti öllum nemendum landsins, óháð lögheimili, gjaldfrjálsan aðgang að Strætó," segir í bókun bæjarráðs. Einnig lýsir bæjarráð sig reiðbúið til að reka gjaldfrjálst og öflugt kerfi almenningssam- gangna í Vestmannaeyjum að því gefnu að Háskóli íslands og aðrar helstu ríkisreknar menntastof- nanir verði fluttar af höfuðbor- garsvæðinu til Vestmannaeyja. Hluthafi í Sæsporti óhress með afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs: Gert að fjarlægja skilti en annað stendur Skliltin sem um ræðir. Lögreglan: Lítill eldur í Álsey VE Um hádegið á laugar- dag var lögreglu tilkynnt um að eldur væri laus um borð í Álsey VE en þama hafði kviknað í ruslakari um borð þegar verið var að vinna með log- suðutæki. Ekki var um mikið tjón að ræða og var búið að ráða niðurlögum eldsins áður en slökkviliðið kom á staðinn. Stígamót til Eyja: Munu veita þjónustu annan hvern fímmtudag Stígamót berjast gegn kynferðislegu ofbeldi og veita fólki aðstoð sem vilja vinna sig út úr afleiðingum eftir slíkt ofbeldi. Aðstandendur em einnig velkomnir svo og fagfólk sem vantar upplýsingar eða stuðning. Fram að þessu hafa Stígamót að mestu leyti nýst höfuðborgarbúum þó það sé nokkuð ömggt að fólk á landsbyggðinni gæti notfært sér þjónustuna lfka. Á síðasta ári fór Stígamótafólk hringferð um landið til að kynna þjónustuna og þá kom skýrt í ljós að mikill áhugi er víða til að hefja samstarf milli sveitafélaga og Stígamóta. I ár tóku svo galvaskar Zonta konur sig til og seldu fallegar rósanælur yfir eina helgi og nutu Stfgamót góðs af. Peningarnir voru allir látnir renna í verkefnið “Stígamót á staðinn”. Stígamótafólk heimsótti Vestmannaeyjar og fleiri staði aftur fyrir rúmlega mánuði og í framhaldi er komið á samstarf um að ráðgjafi frá Stígamótum muni koma til Vestmannaeyja annan hvem fimmtudag, í fyrsta skipti 16. október. Það verður Thelma Ásdísardóttir starfskona Stígamóta sem mun koma til Vestmannaeyja. Til að panta tíma eða fá nánari upplýsingar er hægt að hringja í síma 5626868 sem er sími Stígamóta í Reykjavík. Lögreglan: Varúð við slökkvistöð Lögreglan vill beina þeim tilmælum til öku- manna að óheimilt er að aka frá Heiðarvegi inn á planið norðan við Slökkvistöðina, en töluvert er um að ökumenn séu að styt- ta sér leið með þes- sum ætti. Ástæða þess að þetta er óheimilt er til að slökkvib- ifreiðar komist óhindrað út úr Slökkvistöðinni en þama getur skapast mikil slysahætta ef bifreið er ekið inn á planið í sömu andrá og slökkvibifreið er ekið út úr húsinu. Ökumenn eru því vinsamlegast beðnir um að virða þetta innakstursbann. $ o

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.