Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Side 7

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Side 7
Fréttir / Fimmtudagur 9. október 2008 7 TIL BJARGAR Styrk staða sjávarútvegs í Eyjum gæti orðið til þess að Eyjamenn fari betur út úr kreppunni. hins vegar miklu dýrara að sækja fiskinn núna eða um 80 % dýrara en fyrir ári síðan,“ sagði Þórður og hafði samband aftur við blaðamann tveimur tímum seinna en þá hafði jenið hækkað enn frekar eða um 95% frá áramótum og 100 milljóna króna lán komið í 195 milljónir. Það sýnir hve sviptingamar eru miklar og óvissan á íslenskum fjár- málamarkaði. Lánaafborganir og aðföng stórhækka „Staðan er grafalvarleg," sagði Arnar Hjaltalín þegar Fréttir náðu tali af honum á mánudag. „Lánaaf- borganir og verð á öllum aðföngum eru að stórhækka. Vestmannaey- ingar hafa flestir hins vegar ekki verið á neinu neyslufylleríi þannig að skuldastaða einstaklinga er ekki eins slæm og víða annars staðar. íbúðaverð hefur verið lágt og því erum við að jafnaði með miklu lægri lán en almenningur í Reykjavík. Ég hef það líka á til- fínningunni að hlutfallslega færri einstaklingar séu með lán í erlendri mynt.“ Amar sat neyðarfund hjá Starfsgreinasambandinu á sunnu- dagskvöld þar sem farið var yfir stöðuna sem upp er komin í ís- lensku efnahagslífi og hvernig verkalýðshreyfingin komi að málinu. „Talað var um lífeyrissjóð- ina og tilfærslu fjármagns hingað heim ásamt því að rætt var um kjarasamninga og ljóst að einhver- staðar verða færðar fómir. ASÍ tengdi aðkomu sína að málinu við það skilyrði að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu en mér finnst að alls ekki eigi ekki að setja fram skilyrði við þessar aðstæður. Mér finnst mikilvægara að menn vinni saman að lausn vandans.“ Arnar segir að menn leiti nú langt aftur til að fmna sambærilega stöðu í efnahagsmálum íslensku þjóðar- innar. „Menn tala um kreppuna 1930 og aðstæður sem uppi voru í kringum 1914 en við skulum hafa í huga að þá vora menn á árabátum og hestvögnum. Nú emm við með öflug skip og vinnslur, hæft og vel menntað starfsfólk og miklu sterkara þjóðfélag. Því trúi ég ekki öðru en að við finnum leið út úr vandanum og miðað við aðstæður eins og þær blasa við okkur í dag eru Vestmannaeyjar nokkuð vel settar miðað við aðra landshluta." Ekki vitlaust að versla núna Gréta Hólmfríður Grétarsdóttir, for- maður Félags kaupsýslumanna í Vestmannaeyjum segir að vissulega bitni slæm staða krónunnar á ver- slun í landinu. „Innkaup hafa hækkað gífurlega og staðan á krón- unni gagnvart erlendum gjald- miðlun á örugglega enn eftir að koma fram. Óll vara hefur hækkað í innkaupum og þar af leiðandi hafa kaupmenn orðið að hækka vöru- verð,“ sagði Gréta og vonast til að botninum sé náð og efnahagsmálin komist í betra horf hjá þjóðinni. „Þetta er búið að vera algjört mgl og í gærkvöldi var evran komin hátt í tvö hundruð krónur sem er helm- ings hækkun frá því um síðustu áramót. Kaupmenn hafa orðið að fara varlega í innkaupum. Ég reyni að gera minni pantanir en áður. Þessi staða á örugglega eftir að koma niður á verslun í landinu því fólk mun halda að sér höndum. Trúlega mun þetta bitna á þeim sem eru með ýmiskonar lúxus og sérvöm. Þeir sem eru með nauð- synjavöm er betur settir, það er ekki vitlaust að versla núna vörur sem eru á gamla genginu" sagði Gréta. Sjávarútvegur hefur endurheimt virðingu Páll Scheving sagði stöðuna í ís- lensku efnahagslíft vissulega alvar- lega en benti jafnframt á að ekki væri kominn heimsendir. „Vandamálið er efnahagslegt, við erum ekki að glíma við stríðsá- stand, svarta dauða eða álíka ógeðfelldar plágur. Það em til verri hlutir en þetta ástand. Það verður matur á diskum Islendinga. Vest- mannaeyingar eru að mörgu leyti í ágætri stöðu, sala á hlut okkar í Hitaveitu Suðurnesja og upp- greiðsla lána í erlendri mynt, vom réttar ákvarðanir sem hjálpa til í dag.“ Páll sagði sjávarútveg lífæð sam- félagsins og nú kæmi sér vel að starfa við og þjónusta hann. Það er athyglisvert hvað sjávarútvegur virðst snögglega hafa endurheimt virðingu og mikilvæga stöðu hjá þjóðinni, þó menn starfi ekki allir við hann í teinóttum jakkafötum. Húsnæðisverð hefur í langan tíma verið lágt í íslenskum sjávarplás- sum og trú lánastofnanna ekki mikil á þeim markaði. Það kemur sér vel í dag. Þenslan náði ekki til okkar. Það var heppilegt, ef ekki var innistæða fyrir henni. Það hafa margir lagt á flótta frá okkur og leitað annað. Það er eðlilegt. Grænir skógar, ævintýri og öflug tilboð. Kannski hefur fólkið í sjáv- arplássunum lifað við aðstæður eins og efni stóðu til. Það virðist ekki hafa verið innistæða fyrir allri þessari þenslu," sagði Páll og var í framhaldinu spurður hvort hann teldi lfklegt að veiðiheimildir yrðu auknar. „Mér finnst það ekki ólíkleg að menn reiði sig á orð sjómanna um fullan sjó af fiski. Vonandi eiga þau við rök að styðjast. En við verðum að fara varlega og hugsa til framtíðar. Það gleymdist á einhver- jum bæjum. Lærum af því.“ Eigum alla möguleika á að lifa af „Við eigum alla möguleika á því að lifa þessa kreppu af,“ sagði Binni í Vinnslustöðinni, nýkominn af fundi með starfsmönnum fyrirtækisins á þriðjudag. „Við höldum okkar striki og vinnum okkar afurðir eins og við höfum gert. Hættan felst í ytri aðstæðum því það er kreppa víðar en á íslandi. Getum við selt allan fískinn, heldur hann verðgildi sínu og geta kaupendur greitt hann?“ Binni segir lán í erlendri mynt hafa hækkað mikið og afleiðingin sé gríðarlegt tap. Á móti kemur hærra verð fyrir afurðir svo framarlega sem verð á mörkuðum haldist svipað og verið hefur. „Tekjur af útflutningi hafa vaxið gríðarlega og skuldir sömuleiðis. Við verðum því að halda aftur af öllum kostnaði til að reksturinn gangi,“ sagði Binni og var í framhaldinu spurður um afstöðu til aðgerða ríkisstjómarin- nar og hugmyndir sem hafa komið fram um aukningu á þorskkvóta. „Ég er ekki dómbær á hugmyndir ríkistjómarinnar en mér líst ekkert á hugmyndir um aukningu á þorsk- kvóta. Fiskveiðiheimildir hafa verið skertar vegna ofveiði. Ef það á að auka veiðiheimildir núna þá fmnst mér það algjört glapræði. Ég hef í sjálfu sér ekki áhyggur af 10 til 20 þúsund tonnum en mér frnnst óhugsandi að auka kvótann um 100 til 200 þúsund tonn.“ Óttast að við förum 20 ár aftur í tímann Ægir Páll Friðbertsson, fram- kvæmdastjóri fsfélagsins segir stöðuna mjög erfiða enda fjár- málakerfið lamað og ríkið búið að yfirtaka bankanna. „Þetta mun þýða verulega minna aðgengi að lánsfé. Fyrirtækin þurfa að draga saman í öllum nýfjár- festingum og ég óttast að við förum 20 ár aftur í tímann með aðgengi að erlendu lánsfé. Sjávarútvegur á íslandi skuldaði rúma 300 millj- arða í júní sl. og staðan sem upp er komin hefur veruleg áhrif.“ Ægir Páll tekur fram að þessar aðstæður séu ekki séríslenskar því bankar í öðrum löndum eigi í miklum vandræðum. „Undanfama daga hafa bankar farið á hausinn en mér sem gömlum bankamanni hefði ekki dottið í hug að það gæti gerst. Minna aðgengi að lánsfé mun takmarka vöxt fyrirtækja og nýfjárfestingar. Verð á dýrari afurðum hefur lækkað undanfarna mánuði og líkur til þess að við sjáum afurðaverð almennt lækka á sjávarafurðum. Einnig er lfklegt að hægist eitthvað á sölu afurða." Þegar Ægir Páll er spurður út í stöðu Isfélagsins, nýsmíði o.fl. segir hann samninga um nýsmíði í fullu gildi en að farið verði yfir stöðuna þegar styttir upp. „Ég held að megináhrifm verði þar sem veislan hefur verið á höfuðborgarsvæðinu en áhrifanna gæti minna úti á landi. Ég tel víst að margir einstaklingar verði í erfiðleikum, lán í erlendi mynt hafa ekki bara hækkað heldur líka verðtryggðu lánin sem taka á sig verðbætur." Hef eignast allt mitt hér og vil láta byggðar- lagið njóta þess -segir Bjarni Sighvatsson sem afhenti 30 sjúkarúm til HV í minningu konu sinnar, Dóru Guðlaugsdóttur Bjami Sighvatsson, fyrrverandi útgerðarmaður, afhenti Heilbrigð- isstofnun Vestmannaeyja 30 sjúkrúm síðasta laugardag. Bjami og fjölskylda hans gefa rúmin til minningar um Dóru Guðlaugsdótt- ur, eiginkonu Bjama og ættmóður fjölskyldunnar en hún lést á síðasta ári. „Ég hef alla tíð haft áhuga á að byggja upp sjúkrahúsið, “ sagði Bjami þegar Fréttir náðu tali af honum á þriðjudag. „Við emm hér úti á hálfgerðu skeri og verðum að hafa góða aðstöðu til að geta sinnt fólki ef eitthvað kemur uppá. Ég kynntist starfsfólkinu vel þegar hún Dóra mín lá á sjúkrahúsinu og það á allt gott skilið. Rúmin era öll raf- drifin og auðveldar starfsfólkinu vinnuna." Þú telur ekki eftir þér að gefa til sjúkrahússins? „Nei, mér líður mjög vel með það. Ég hef eignast allt mitt hér og vil láta byggðarlagið njóta þess, “ sagði Bjami sem einnig safnaði fé meðal útgerðarmanna til tækja- kaupa fyrir sjúkrahúsið á síðasta ári. M.a. sneiðmyndatæki og aðstöðu til lyfjagjafa fyrir krabba- meinssjúklinga. Gyða Arnórsdóttir, hjúkmnar- fræðingur og Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri HV tóku á móti gjöfmni. Sagði Gunnar að sennilega væri Heilbrigðisstofnun varla meira en hjúkunarheimili ef ekki hefði notið velvilja félaga og einstaklinga eins og Bjama sem alltaf væru boðnir og búnir til að hlaupa undir bagga þegar kæmi að kaupum á búnaði og tækjum. Sagði hann að rúmin 30 kostuðu nálægt 13 millj- ónum og hefðu bestu rúmin verið valin. Gyða sagði nýju rúmin létta starfsfólki vinnuna og stofnuni væri orðin eftirsóknarverður vinnustaður fyrir fólk í heilbrigðisþjónustu, þökk sé tækjabúnaði sem Bjami og aðrir hefðu haft forgöngu um að kaupa. FRÁ AFHENDINGU rúmanna, Drífa Kristjánsdóttir, formaður Líknar, Bjarni, Gunnar, Kolbrún Tryggvadóttir hjúkrunarfræðingur, Gyða Arnórsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Lilja Oskarsdóttir hjúkrunar- fræðingur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.