Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Qupperneq 8

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Qupperneq 8
8 Frcttir / Fimmtudagur 9. október 2008 GULLI OG ÓSKAR lofa góðum tónleikum í kvöld en þeir hafa alla vikuna unnið að gerð plötu í Island Studios - sem er til húsa í Betel á Faxastígnum. Myndir Sjöfn Ólafsdóttir. Höfum alltaf upplifað ein- stakt andrúmsloft í Eyjum / - Gunnlaugur Briem og Oskar Guðjónsson, meðlimir Mezzoforte í spjalli Óhætt er að segja að koma Mezzo- forte til Vestmannaeyja séu stór- tíðindi. Næsta hljóðversplata sveitarinnar verður tekin upp í nýjasta og jafnframt einu glæsileg- asta hljóðveri landsins - Island Studios - sem er til húsa í Betel á Faxastfgnum. Asamt því að taka upp plötu í Eyjum blása Mezzo- forteliðar til stórtónleika sem fara fram í Höllinni fimmtudaginn 9. október. Skapti Örn Ólafsson hitti þá Gunnlaug Briem og Óskar Guðjónsson á Hótel Borg á dögunum og spjallaði við þá um hljómsveitina, heimsfrægðina og heimsókn Mezzoforte til Vestmannaeyja. Músíkölsk pör sameinast Mezzoforte var stofnuð af fjórum táningum þegar langt var liðið á áttunda áratug síðustu aldar. Gunnlaugar er til svara þegar spurt er út í upphafið. „Það má segja að þetta hafi verið tvö músí- kölsk pör sem hafi náð saman. Annars vegar við Jóhann sem vorum saman í Réttarholtsskól- anum og hins vegar Eyþór og Friðrik sem þekktust á þessum tíma. Eyþór stundaði þá nám við Menntaskólann í Reykjavík og vann í Hljóðfæraversluninni RIN. Friðrik var á þessum tíma í Fjöl- brautarskólanum í Breiðholti," segir Gunnlaugur. „Við hittumst mikið í hljóðfæra- versluninni til að pæla í tónlist og spila á hljóðfærin Það má síðan segja að þessi tvö pör hafi síðan náð saman á góðri stundu á úti- hátíðinni Rauðhettunni sem fór fram árið 1976 einhvers staðar fyrir austan," segir hann. í kjölfarið fóru þessir fjórir strákar að hittast oftar til að djamma saman á hljóðfærin og fundu sér athvarf í æfingahúsnæði Lúðrasveitar verkalýðsins að Skúlagölu 4 í Reykjavík. „Þar var trommusett og orgel og við komum síðan með magnara með okkur. Þarna vorum við að spila tökulög og amerísk fusion lög. Samstarfið þróaðist og þessi kvartett fór að hittast reglu- lega og smám saman vatt þetta upp á sig,“ segir Gunnlaugur. Fyrsta plata Mezzoforte leit síðan dagsljósið árið 1979 og bar hún einfaldlega heitið Mezzoforte. Á þessum fyrstu árum sveitarinnar spiluðu þeir mjög mikið. Þeir fóru víða um land til og voru Vest- mannaeyjar þar á meðal ásamt flestum menntaskólum á höfuð- borgarsvæðinu. Saxófónleikarinn Kristinn Svavarsson gekk síðan til liðs við sveitin árið 1981, en þá voru Mezzoforteliðar búnir að gefa út tvær plötur. „Kristinn reyndist mjög mikilvægur hlekkur í hljóm- sveitinni og var ákveðinn f'ront- maður, hann spilaði melódíurnar og gerði það mjög vel,“ segir Gunnlaugur. Ævintýrið byrjar með krafti Árið 1982 fór hljómsveitin til London og þá má segja að stóru hlutirnir hafi farið að gerast. I heimsborginni er platan Surprise, Surprise tekin upp og gefin út, en hið gríðarlega vinsæía lag Garden Party er að finna á plötunni. „Upptökumaðurinn Geoff Calver, slagverksleikarinn frábæri Louis Jardim og blástursútsetjarinn Chris Cameron komu að gerð plötunnar með okkur og reyndust okkur alveg frábærlega. Þegar hér er komið sögu erum við um tvítugt og vorum rosalega áhugsamir f þessu af lífi og sál. Síðan koma þessir reynslu- boltar inn í upptökumar með okkur og koma með þetta breska sánd og alla sína reynsiu," segir Gunnlaugur þegar hann rifjar upp fyrstu skref sveitarinnar á erlendri grundu. Platan kom út á Islandi undir lok ársins 1982 undir nafninu Mezzo- forte 4 en það var síðan Steinar Berg Isleifsson sem reið á vaðið og opnaði skrifstofu í London árið 1983 til þess að bera tjallanum fagnaðarerindi Mezzoforte. „Steinar Berg hafði tröllatrú á okkur og gaf plötuna út undir merkjum Steinar Records," segir Gunnlaugur. Garden Party slær í gegn Miklar breytingar eiga sér stað á þessum tíma hjá Mezzoforte, bæði hvað varðar tónlistina og eins vinnuaðferðir við upptökur. „Ef fólk hlustar á fyrstu plötuna okkar og síðan Surprise, Surprise þá heyrir það að mikil gerjun á sér stað í tónlistinni. Þeir sem þekkja hljómsveitina vel heyra að það er unggæðislegur bragur á mörgu, það er mikil ástríða í gangi og mikil spilagleði. Við erum allir að læra á þessum tíma og þroskast og þróast sem tónlistarmenn," segir Gunnlaugur. Það sem af spjalli okkar hefur Óskar ekki mikið haft sig í frammi, en kveður sér hljóðs og viðurkennir að hann þekki ekki vel til fyrstu platna Mezzoforte. Hann segist ekki hafa hlustað mikið á fyrstu plötumar en heyrt þeim mun meira af þeim. „Það er ekki fyrr en fjórða platan kemur út að hljómsveitin fær þá dreifmgu og viðurkenningu sem hún á skilið. En ég verð að viður- kenna að ég þekki fyrstu þrjár plöt- urnar ekki nægjanlega vel þrátl fyrir að hafa starfað með hljóm- sveitinni af og til í tólf ár,“ segir hann. Það sem gerist næst hjá útrásar- víkingunum ungu í Mezzoforte er að lagið Garden Party verður vin- sælt í dansklúbbunum í Bretlandi og fer að skríða upp á vinsældar- listum þar. „I kjölfarið verður lagið gríðarlega vinsælt og stóru út- varpsstöðvarnar í Bretlandi byrja að spila lagið af lullum krafti. Það má segja að lokahnykkurinn í að lagið slær svona í gegn í Bretlandi sé spilun útvarpsstöðvanna sem voru með lagið á sínum lagalistum linn- ulaust,“ segir Gunnlaugur og bætir við að platan Surprise, Surprise hafi fljótlega komið út í Bretlandi. Hafa farið í gegnum allar þrautirnar Aðspurður hvernig það hafi verið að fyrir unga og óharðnaða tónlist- armenn frá Islandi að nema land í stórborginni og upplifa þá tíma sem í kjölfarið komu segir Gunnlaugur varla hægt að lýsa því. „Við vorum hálfgerðir sveitamenn, reynslulausir en vorum þó undir verndarvæng útgáfunnar. Við vorum leiddir áfram í gengum þetta ferli, fengum peninga til að kaupa okkur föt og þessháttar. Það má því segja að hlutirnir hafi gerst hratt og okkur hálfpartinn hent út í djúpu laugina," segir hann. I kjölfarið fór gríðarlega mikið fjölmiðlafár af stað, bæði í Bret- landi og Islandi. „Við fengum heilmikinn stuðning frá okkar fólki hér heima sem trúði á okkur. Á þessum tíma hafði enginn íslenskur tónlistarmaður náð að vekja viðlíka athygli á sér á erlendri grundu og þessi sigurganga lagsins í Bretlandi var á öllum forsíðum blaðanna hér heima. En við fengum mikinn og góðan stuðning frá okkar fólki hér heima sem hjálpaði okkur mikið í fárviðri skyndilegrar frægðar," segir Gunnlaugur. Við tók mikið af viðtölum við heimspressuna, en Gunnlaugur segir þá Mezzoforteliða ekki hafa stefnt að því að verða frægir heldur hafi þeir dottið niður á plötu sem sló í gegn. „í öllum þessum viðtölum höfðum við þannig lagað ekki frá miklu að segja sem tónlist- armenn. Það er ekki fyrr en í dag sem við höfum frá einhverju að segja sem tónlistarmenn, enda búnir að upplifa margt frá þessum tíma og mikið þroskaferli tónlistar- lega séð átt sér stað. í dag erum við komnir aftur á þann stað sem við viljum vera á. Við höfum farið í gegnum allar þrautirnar, búnir að fara í gegnum allt sukkið og ruglið sem fylgir þessu. Það ekki hægt að neita því,“ segir Gunnlaugur og bætir við að virkilega mikill áhugi sé hjá hljómsveitarmeðlimum í dag og að menn hafi mikla ástríðu og áhuga á viðfangsefninu. Hamingjuríkt hjónaband Rúmlega þrír áratugir hafa liðið frá því Mezzoforteliðar hófu samstarf sitt í æfingahúsnæði Lúðrasveitar verkalýðsins. En hvemig hefur gengið að halda samstarfmu gang- andi allan þennan tíma?

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.