Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Page 9

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Page 9
Fréttir / Fimmtudagur 9. október 2008 9 ÓSKAR - Þá hafði ég kynnst Gulla líka í einhverju verkefnum, en þeir tóku mér opnum örmum og voru ákaflega indælir við mig, segir Óskar. GUNNLAUGUR segir að Mezzoforteliðar hafi hlakka mikið til að koma út í Eyjar, bæði til að vinna í nýja hljóðverinu og eins til að leika á tónleikum. „Það er miklu betra að ég fái að svara þessu,“ segir Óskar. „Eg hef fengið að fylgjast með þeim í tólf ár og það er alveg rosalega sterkur vinskapur þeirra á milli. Það er auðvitað þannig í vinasamböndum og hjónaböndum að fólk vex í mis- munandi áttir og það sem hefur bjargað þessu hjónabandi eru kannski endalaus framhjáhöld með öðrum tónlistarmönnum," segir Óskar og heldur áfram: „Þeir hafa allir spilað með mörg- um öðrum hljómsveitum í gegnum tíðina og ekki eingöngu verið að vinna með Mezzoforte. Þegar heim til Islands er komið eftir tónleika- ferðir hafa ný verkefni á öðrum vígstöðvum tekið við. Þetta eru allt saman fjölskyldumenn sem hafa ákveðna ábyrgð. Hljómsveitin þarf ekki lengur að ferðast á milli tón- listarhátíða til að kynna sig og spila frítt, heldur hefur Mezzoforte ferð- ast vítt og breytt um heiminn til að spila og menn hafa því haft atvinnu af því sem þeir elska - að spila tón- list,“ segir Öskar. Gunnlaugur segir að hljómsveitin hafi verið í ákveðinni lægð frá 1989 til ársins 1993 og menn haft talið að nú væri nóg komið og best væri að pakka niður í tösku og leggja upp laupana. „Síðan gerist það að við fáum boð um að spila í Indónesíu á tónlistarhátíð árið 1993. Þeir voru til í að borga okkur fullt af peningum, þannig að við gátum tekið með okkur her manna. Mig minnir að þetta hafi verið 13 manna hópur sem fór út, rótarar, umboðsmaður og stórt band. Við ákváðum því að kíla á þetta og fara niður eftir bara upp á ævintýrið," segir Gunnlaugur og bætir við að það haft komið þeim í opna skjöldu hversu góðar viðtökur Mezzoforte fékk. „Þegar við komum á staðinn kom í ljós að við vorum aðalbandið á hátíðinni og spiluðum á stórum fót- boltaleikvangi. Það varð allt vit- laust og allir kunnu lögin okkar. Þetta kom okkur verulega á óvart og ég gleymi því aldrei þegar við stigum á sviðið til að spila. Það má segja að þessi ferð haft kveikt í okkur á nýjan leik og í framhaldinu fórum við og gerðum nýja plötu, Daybreak, sem kom út sama ár. Túrað um heiminn Óskar gengur tii liðs við Mezzo- forte árið 1996, þá ungur og tiltölulega óreyndur tónlistarmaður. Hann segir það hafa verið að mörgu leyti mjög eðlilegt fyrir sig að vinna með þessum snillingum í hljómsveitinni. „A þessum tíma var ég svo ungur og óttalaus og maður gekk bara hreint til verks. Eg hugsaði með mér að þetta væru bara hljóðfæraleikarar eins og ég,“ segir Óskar sem vann að plötunni, Monkey Fields, með hljómsveitinni sem kom út sama ár. „Andrúmsloftið var gífurlega þægilegt og stúdíóferlið sem ég gekk í gegnum með þeim var alveg magnað. Við tókum upp í Grjót- námunni sálugu og vorum þar í tvær vikur að vinna að upptök- unum. Þá má segja að ég haft áttað mig fyrst þá á því hvað væri að gerast. Að þessar upptökur ættu eftir að verða til það sem eftir er og ég væri hluti af því. Ég hafði kynnst Eyþóri örlftið áður, en við höfðum unnið saman með Tómasi R. Einarssyni. Þá hafði ég kynnst Gulla líka í einhverju verkefnum, en þeir tóku mér opnum örmum og voru ákaflega indælir við mig,“ segir Óskar. Spurður segist Óskar hafa fengið að upplifa það sem sig hafði alltaf dreymt um að gera - fá að ferðast um heiminn og leika tónlist. „Að lifa sem túrandi tónlistarmaður var eitthvað sem mig hafði dreymt um. Það var því gífurlega stórt stökk fyrir mig, tuttugu og tveggja ára gamlan, að ferðast um heiminn og spila fyrir þúsundir áhorfenda. Einn daginn var ég á Islandi og tveimur dögum síðar var ég mættur á 5 stjömu Hilton hótel einhvers staðar í Indónesíu með stærsta lobbýi sem ég hafði á ævinni séð. Áður en ég gekk til liðs við Mezzoforte hafði ég ferðast eitthvað um en ekkert í líkingu við þetta,“ segir Óskar sem hefur ferðast til rúmlega 20 landa með Mezzoforte. Óútreiknanlegur Óskar Þegar undirbúningur fyrir plötuna Monkey Fields stóð sem hæst hélt hljómsveitin austur fyrir fjall og hélt þar til í sumarbústað. Acid Jazz var þá vinsæll og Mezzoforteliðar þreifuðu fyrir sér á þeim vettvangi. „Við vildum breyta til og vorum að djamma á hljóðfærin í bústaðnum. Síðan dettur einhverjum í hug að hringja í Óskar og fá hann til að djamma með okkur. Óskar rýkur til og kemur til okkar um miðja nótt. Ég man að þegar Óskar kom, þá pínulítill væskill með húfuna ofan í augun og saxófóntöskuna sér við hlið, vorum við að djamma eitthvað grúv og hann kemur inn í djammið án þess að heilsa neinum, rífur saxófóninn úr töskunni og byrjar að spila. Það var ekkert verið að kynna sig og spjalla, heldur bara ruddist hann inn í grúvið og byrjaði að spila. Óskar kom þannig inn með miklum krafti og það var eitthvað sem okkur sárvantaði," segir Gunnlaugur. „Það er svo gaman með Óskar að maður veit aldrei hvað gerist á tón- leikum,“ segir Gunnlaugur. „Hann er kannski að spila eina mínútuna og síðan þá næstu er hann rokinn út í sal með þráðlausan míkrófón á saxófóninum. Óskar kemur okkur þannig sífellt á óvart með skrítnum uppátækjum, en hann kemur einnig með mikla skapandi orku inn í þennan harða kjarna Mezzoforte sem byggir á föstum venjum," segir hann. Óþarfi að kynna sig með handarbandi Óskar segir að þegar hann hafi hitt hljómsveitina í fyrsta sinn í bú- staðnum hafí hann ekki þurft að kynna sig með handabandi, heldur hafí hann bara tekið þátt í því sem var að gerast á staðnum. „Ég kynnti mig því á þann hátt. Þarna var virkilega vel spilandi band komið saman og allir vissu hvert sitt hlutverk var. Það var því mjög þægilegt að koma til liðs við strákana á þennan hátt. Þetta var alveg hrikalega skemmtilegur tími. Þarna virkaði allt svo vel og góð orka í gangi,“ segir hann. Þess má til gamans geta að upptökur af þessum fyrstu mínútum Óskars með Mezzoforte rötuðu inn í titil- lag plötunnar Monkey Fields. Eyjamenn mega búast við flottum tónleikum I dag er Mezzoforte skipuð þremur af Qórum upprunalegum meðlimum sveitarinnar, þeim Gunniaugi Briem á trommur, Eyþóri Gunnarssyni á hljómborð og Jóhanni Ásmundssyni á bassa. Þá eru einnig í hljómsveitinni þeir Óskar Guðjónsson á saxófón og Þjóðverjamir Bruno Mueller á gítar og Sebastian Studnitzky á trompet, hljómborð og slagverk. Gítarleikarinn Friðrik Karlsson er ennþá hluti af Mezzoforte þó svo að hann spili ekki með hljómsveitinni í dag. I dag er Mezzoforte stödd í Vest- mannaeyjum og er tilefnið að taka upp efni á tólftu hljóðversplötu hljómsveitarinnar. Fara upptökurnar fram í nýju og glæsilegu hljóðveri - Island Studios. Aðspurður um hvað hafí orðið til þess að sveitin haii valið Veslmannaeyjar til að taka upp plötuna segir Óskar að Jóhann Ásmundsson hafí haft fregnir af því að búið væri að koma upp fullkomnu hljóðveri í Eyjum og mönnum hafi strax litist vel á að sækja Eyjarnar heim til að taka upp plötuna. „Það hefur lengi verið draumur hjá hljómsveitinni að fara í sveitasetur og taka upp plötu. Okkur fannst það góð hugmynd að fara á stað sem biði upp á góðan vinnufrið. Við höfum oft spilað í Eyjum, bæði sem hljómsveit og með öðrum, og hefur ætíð liðið vel,“ segir hann. Gunnlaugur segir að Mezzo- forteliðar hafi hlakka mikið til að koma út í Eyjar, bæði til að vinna í nýja hljóðverinu og eins til að leika á tónleikum. „Eyjamenn mega búast við flottum tónleikum og öllu því besta sem við höfum upp á að bjóða. Við ætlum að spila mikið af okkar gamla efni sem fólk þekkir og síðan skjótum við glænýju efni inn á rnilli," segir hann og Öskar bætir við að það sé ekki amalegt að vera í þrjátíu og eins árs gamalli hljómsveit sem hefur aldrei verið betri og ferskari. „Þá verður ekki leiðinlegt að koma út í Eyjar og fá að vera þar í viku við flottar aðstæður og nostra þar við tónlist. Ég hef margoft komið til Vestmannaeyja að spila og í hvert einasta skipti hef ég upplifað alveg einstakt andrúmsloft. Ég hef hins vegar aldrei sótt Eyjarnar heim með Mezzoforte, þannig að ég hlakka mikið til. Þá verður ekki leiðinlegt að kynna Þjóðverjunum þessa einu sönnu Eyjastemmningu. Einu áhyggjumar sem ég hef er hvort ekki sé hægt að kaupa físk í Eyjum, “ segir Óskar kankvís. Ævintýralegar Eyja- heimsóknir Mezzoforte hefur margoft sótt Vestmannaeyjar heim til að leika á tónleikum og þá stundum hjá Pálma Lórenssyni. „Pálmi Lór. kom alveg ofsalega vel fram við tónlist- armenn og gerði vel við okkur í hljómsveitinni. Hann borgaði vel, gaf okkur að borða og stundum eitthvað gott að drekka með,“ segir Gunnlaugur. „Mér er alltaf minni- stætt þegar við vorum búnir ganga frá eftir gigg hjá Pálma er hann kom kjagandi með sígarettuna í munnvikinu, hamborgara á diski í annarri hönd og glæran plastpoka með innkomu kvöldsins í hinni. Síðan settumst við niður, pening- arnir taldir og Pálmi borgaði okkur. Þetta sér maður ekki í dag,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segist oft hafa átt góðar stundir í Vestmannaeyjum með Mezzoforte, bæði hafí hann skemmt sér vel og vonandi hafí Eyjamenn skemmt sér einnig. „Við spiluðum oft á tónleikum á fímm- tudagskvöldum og síðan fyrir dansi á föstudags- og laugardagskvöld- um. Þá gjarnan á Skansinum hjá Pálma Lór. Mínar minningar frá Eyjum eru því ákaflega góðar,“ segir hann og bætir við að oft hafí skemmtanahaldið verið ævin- týralegt og stundum varað langt fram á morgun. „Ég man að við í Mezzoforte lékum stundum með gömlu jazzmeisturunum eins og Guðmundi Ingólfssyni sem var alveg á útopnu á píanóinu og Rúnari Georgssyni saxófónleikara. Þannig var oft rosalega mikið stuð í kringum Eyjaheimsóknirnar. Viðgjörningurinn hjá Pálma var frábær og síðan voru heimsóknirnar frá jazzbrjálæðingunum úr borginni alveg magnaðar. Þá man ég alltaf eftir Óskari skipper sem hvatti okkur til dáða. Sagan segir að oftar en einu sinni hafi hann flækt nótina hjá sér til að hafa afsökun fyrir því að fara í land og ná jazztónleikum. Vonandi náum við að hitta á Óskar þegar við komum út í Eyjar,“ segir Gunnlaugur. Tónleikar Mezzoforte fara fram í Höllinni fímmtudaginn 9. október og hefjast klukkan 21:00. Miðaverð er 2500 krónur. Forsala aðgöngu- miða er í fullum gangi í Sparisjóði Vestmannaeyja og er hægt að tryggja sér miða þar á 2000 krónur. Flugfélag Islands og GuðjónÓ eru bakhjarlar tónleikanna. Texti Skapti Örn. Myndir Sjöfn Ólafsdóttir

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.