Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Blaðsíða 11
Frcttir / Fimmtudagur 9. október 2008 11 / Kristín Osk - Skyndibitar fyrir sálina: Flæktu ekki líf í öllu þessu krepputali þá veitir víst ekki af að skrifa um eitthvað jákvætt og uppbyggilegt. Þó það verði ekki nema eins og fimm mínútur þar sem við leggjum okkur fram við að hugsa jákvæðar hugsanir. Sjötta geðorðið er: Flæktu ekki líf þitt að óþörfu. Sem er kannski svolítið mótsagnarkennt miðað við flækjur þjóðfélagsins. Þannig að núna koma pottþétt einhverjir góðir punktar um hvemig við eigum að sigla í gegnum þetta tímabil. Mér finnst samt best að lifa bara einn dag í einu og læt það duga, burtséð frá því hvernig þjóðfélagsástandið er! Sjötta geðorðið er hvatning um að vinna gegn áreiti og streituvöldum í lífinu. „í raun er það hvatning um að eyða ekki óþaifa orku í það sem skiptir ekki máli. Það er með öðram orðum talið mikilvægt fyrir geðheilsuna að hafa stjórn á eigin lífi, finna fyrir sjálfstæði og vera ekki of háður öðrum. Styrkleikamerki er að finnast maður þurfa ekki að þóknast fjöld- anum og geta metið sjálfan sig að eigin verðleikum. Það er dýrmætur eiginleiki að þekkja sjálfan sig, kosti sína og galla, vita hvað maður vill og láta ekki undan þrýstingi frá öðrum um að gera eitthvað gegn eigin sannfæringu. Mikil orka getur farið í að vera alltaf að reyna að geðjast öðrum eða falla í hópinn og því fylgir gjaman streita." Ur bókinni Velgengni og vellíðan um geðorðin !() eftir Dóru Guð- rúnu Guðmundsdóttur. Ég sé mikið af sjálfri mér í þessum setningum sem ég skrifa hér á undan. Ég var ein þeirra sem vildi alltaf hafa alla góða í kringum mig og reyndi því að þóknast öllum eftir bestu getu. Þetta var mikill tímaþjófur og að endingu var ég í raun búin að glata sjálfri mér. Það tók mig dágóðan þitt að tíma að finna sjálfa mig aftur og nú þegar ég hef gert það, þá sleppi ég því að eyða orkunni í að þóknast öðrum. Ég er bara ég sjálf og get einfaldlega ekki ætlast til þess að öllum líki vel við mig, það er óraunhæft! I stað þess nýt ég þess að vera ég, einstök á rninn hátt eins og við erum öll, EINSTÖK! „I nútímasamfélagi er mikið um orkufrekt áreiti. Ekki þarf annað en að kveikja á sjónvarpi eða skoða blöð til að sjá auglýsingar sem reyna að sannfæra fólk um nauðsyn þess að eignast þetta eða hitt. Langi mann alltaf í það sem maður á ekki verður maður aldrei hamingju- samur. Til að finna hamingjuna verður maður að kunna að meta og njóta þess sem maður á þessa stundina. Þá er mikilvægt að staldra við og hugsa um hvað það er sem við þurfum í raun og veru“ Ur bókinni Velgengni og vellíðan um geðorðin 10 eftir Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur. Með því gefst tækifæri til að velta fyrir sér hvað það er sem leiðir mann til hamingju. Þegar við höfum uppgötvað hvað það er sem gefur lífi okkar gildi, þá þurfum við að leggja rækt við það. Við getum því þakkað fyrir það á þessum krepputímum að það kostar lítið óþörfu sem ekkert að vera umkringdur þeim sem manni þykir vænt um eða elskar. Það er ómetanlegt að eiga góða fjölskyldu eða vini sem gera líf okkar betra og fyrir það þurfum við að muna að vera þakklát. „Það að flækja ekki líf sitt að óþörfu snýst um að finna þær flækjur sem við getum verið án. Ákveðnar flækjur í lífinu eru alltaf slæmar og orkufrekar og þær ber að forðast. Það er því mikilvægt að átta sig á, hvaða flækjur valda streitu og vanlíðan" Ur bókinni Velgengni og vellíðan um geðorðin 10 eftir Dóru Guð- rúnu Guðmundsdóttur. Það verður ekki auðveldara að takast á við vandamál eða verkefni þó við höfum áhyggjur af þeim líka. Spenna og streita í lífinu eykst við það að flækja sér í eigin hugsanir um allt sem maður á eftir að gera. Það er betra að huga að einum þætti í einu sem maður hefur möguleika á að takast á við og vera maður sjálfur á meðan á því stend- ur. Með þeim orðum kveð ég að sinni! Kœr kveðja ykkar Kristín Osk Oskarsdóttir kristino @ vestmannaeyjar. is Samtakamáttur allra hjá útgerðinni - segir Magnús Kristinsson, útgerðarmaður Bergs-Hugins sem fékk viðurkenningu á Sjávarútvegssýningunni í tilefni Sjávarútvegssýningarinnar um síðustu helgi voru veitt íslensku sjávarútvegsverðlaunin. Utgerðin Bergur-Huginn fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi íslenska út- gerð. Verðlaunin voru veitt við athöfn í Turninum við Smáratorg. Fulltrúar útgerðarinnar og starfs- menn hennar tóku á móti viður- kenningunni. Magnús Kristinsson, útgerðar- maður segir að viðurkenningin sé gríðarlegur heiður fyrir útgerðina en sömu aðilar veita viðurkenning- una og standa að Sjávarútvegssýn- ingunni. Magnús segir að útnefn- ingin hafi komið honum á óvart. „Já, ég get ekki neitað því að þetta kom mér verulega á óvart. Það hvarflaði aldrei að mér fyrir- fram að Bergur-Huginn myndi hljóta þessa viðurkenningu en ég er þó alls ekki að gera lítið úr því mikla og góða starfi senr unnið er hjá fyrirtækinu. Þetta er auðvitað ofboðslegur heiður fyrir okkur öll, ekki bara okkur hjá útgerðinni heldur Eyjamenn alla enda höfum við aldrei verið með eitthvert volæði." Hvað telur þú að hafi orðið til þess að Bergur-Huginn haji fengið þessa viðurkenningu? „Ég geri ráð fyrir því að þeir sem veittu viðurkenninguna hafi tekið eftir því hversu framsækin útgerð Bergur-Huginn er. Við höfum breytt og bætt fiskiskipaflotann hjá okkur, bætt við okkur aflaheim- ildumog verið í sókn undanfarin ár. Við höfum líka einbeitt okkur að því jákvæða, ég sjálfur hef lagt mig fram um að senda ekki frá mér neikvæðar pillur en það er helst ef ég hitti fiskifræðinga að ég missi mig aðeins en það er bara í það eina skipti. Annars hef ég alltaf talað jákvætt um sjávarútveginn, sjómenn og fiskverkafólk í landi.“ Hefur þetta einhver áhrif á fyrirtœkið, t.d. ímarkaðssetningu? „Hluti viðurkenningarinnar felst í því að við megum nota hana í allri okkar markaðssetningu og við komum örugglega til með að gera það. Ég hef keypt öll fiskikör af Sæplasti og það kom strax upp hugmynd um að merkja körin. En eins og ég segi þá munum við * m - % FRÁ afhendingunni í Veisluturninum. Starfsmenn útgerðarinnar sem voru viðstadduir. Mynd: Sveinn Hjörtur. örugglega nýta þessa viðurkenn- ingu í okkar markaðssetningu.“ Magnús segir engan einn eiga stærri þátt en annan í viðurkenn- ingunni. „Þetta er samtakamáttur allra í fyrirtækinu, allt verður þetta að vera í lagi og það er svo sann- arlega þannig hjá okkur,“ sagði Magnús að lokum. Bóbi fékk líka viður- kenningu Það voru fleiri úr fiskiskipaflot- anum í Eyjum sem fengu viður- kenningu. Kristbjöm Áraason. Bóbi. skipstjóri á Sigurði VE, fékk viðurkenningu fyrir að vera framúrskarandi íslenskur skipstjóri. Þá voru veittar viðurkenningar fyrir framlag til íslensks sjávar- útvegs, viðurkenningar til fram- leiðenda, innlendra og erlendra, bæði við veiðar og landvinnslu. MAGNÚS var með bás á sýnin- unni þar sem hann kynnti bfla og lyftara sem hann er með umboð fyrir. BÓBI, skipstjóri á Sigurði VE er vel að viðurkenningunni kominn. Spurning vikunnar: Finnur |iú fyrir krepp- unniP Inga Hanna Andersen: Já, ég finn fyrir kreppunni. Alda Gunnarsdóttir. Já, maður kemst ekki hjá því. Handverks- markaður Eyjamanna SI. þrjú ár hefur Átthagafélag Vest- mannaeyinga á Reykjavíkursvæð- inu staðið fyrir handverksmarkaði Eyjamanna í Reykjavík. Þessir dagar hafa tekist ákaflega vel og hefur verið ákveðið að endurtaka markaðinn þann 8. nóvember nk. ef næg þátttaka fæst. Þeir félagsmenn eða aðrir Eyja- menn sem hafa áhuga, eru beðnir að skrá sig fyrir 20. október á atvreyjar@gmail.com merkt: markaður. Gjaldið fyrir sölubásinn er kr. 3200.- Hæglega geta tveir eða jafnvel þrír verið um hvem bás. Það eru 10 básar í boði. Þátttakendum verður boðið að kynna sig og sitt handverk á heimasíðu félagsins http://www. 123.is/atvreyjar/ sér að kostnaðar- lausu. Eflaust verða einhverjar óvæntar uppákomur að hætti Eyjamanna. (nánar auglýst er nær dregur)

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.