Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 9. október 2008 15 I Handbolti: Afturelding - IBV 32:17 Eyjamenn teknir í kennslustund - Annar tapleikur ÍBV í 1. deild Eyjamenn sóttu Aftureldingu heim á laugardaginn seinasta með góðan sigur á Þrótti í farteskinu. Mosfellingum hafði ekki verið spáð neinu sérstaklega góðu gengi í vetur en fyrir leikinn höfðu þeir þó unnið báða sína leiki. Afturelding byrjaði leikinn betur, náði fljótt yfírhöndinni og lagði grunninn að góðri forystu. Eyjamenn voru algerlega andlausir í fyrri hálfleik og réðu ekkert við frískt lið Aftureldingar. Vörn Mosfellinga var firna sterk og bakvið hana stóð Oliver Kiss sem klettur í markinu. Oliver varði eins og berserkur í fyrri hálfleik en Eyjamenn létu mörg dauðafæri og einnig víti fara forgörðum og gengu Mosfellingar á lagið og juku forystu sína til muna. Staðan í hálfleik var 18-7. Slök skotnýting í seinni hálfleik komu Eyjamenn aðeins betur stemmdir en Mosfellingar voru þó hvergi nærri hættir og léku á alls oddi og gáfu ekkert eftir. Eyjamenn héldu þó 32-17. Eiga að geta betur Eyjamenn þurfa núna að fara ræki- lega yfir sín mál því liðið má ekki við því að tapa mikið fleiri stigum. Næsti leikur liðsins er gegn Fjölni á útivelli laugardaginn 11 .október. Það er hins vegar ljóst eftir þrjá sig- urleiki að Afturelding kemur vel undan sumri. Þeir ala þá von í brjósti að vera meðal þeirra bestu næsta vetur og er ekki annað hægt en að vera bjartsýnn fyrir þeirra hönd. Varin skot: Kolbeinn Aron 7, Friðrik Þór 8. LEIFUR JOHANNESSON í áður óþekktum handboltastellingum sem dugðu gegn Þrótti á dögunum en ekki gegn Aftureldingu. áfram að fara illa með kjörin færi og var skotnýting IBV fyrir neðan allar hellur. Leikurinn endaði svo með fimmtán marka sigri Aftureldingar IR Afturelding Selfoss Grótta HaukarU fBV Þróttur Fjölnir 0 0 102:89 0 0 88:62 1 0 1 0 0 0 0 0 96:74 85:75 85:74 79:94 64:95 63:99 Körfubolti yngri flokkar I Góður árangur Eyjaliðanna um helgina Um helgina tók lO.flokkur þátt í sínu fyrsta móti í vetur en flokkurinn spi- lar í A-riðli. Aðeins voru sjö leik- menn sem spiluðu með flokknum um helgina og því varð róðurinn afar þungur fyrir liðið. Fyrsti leikur liðsins var gegn Keflavík en Eyjamenn komu ekki alveg nógu vel stefndir í þann leik og hafði þessi slæma byrjun mikil áhrif á leikinn sem fór 59-46 fyrir Keflavík. r Annar leikurinn var gegn Islandsmeisturum Breiðabliks sem eru með afar sterkt lið. Eyjamenn réðu engan veginn við Blikana sem unnu leikinn 90-38 en Blikar hittu úr þrettán þriggja stiga skotum. Þriðji leikur liðsins var á móti Skallagrími en Eyjamenn mættu ein- beittir til leiks, staðráðnir í að vinna sinn fyrsta sigur og leiddu á tímabili 23-5. Peyjarnir spiluðu vel en hleyp- tu þó Skallagrími heldur mikið inn í leikinn en fóru þó með sigur af hólmi 60-48. I síðasta leik mætti liðið Fjölni en þá voru leikmenn liðsins orðnir aðeins sex. Þannig að róðurinn varð ennþá þyngri því leikmenn voru orðnir þreyttir og náðu ekki að halda í við sterkt lið Fjölnis og töpuðu leiknum 42-57. Þrátt fyrir slakt Getraunirnar af stað Jæja, þá er komið að haustlauk- unum og þá fer getraunastarfið hjá ÍBV á fullt. Gunnar Karl er kominn í gírinn, og úr tipp- æfingabúðunum á Kýpur, og boðar til upphafs 10 vikna get- raunaleiks núna á laugardaginn. Að vanda verður tippað í Týs- heimilinu, húsið opnar kl. 10 og verður strax tekið til við hópa- leikinn. Þeir sem vilja skrá sig og tippa símleiðis geta hringt í 481 1260, en það hefur nú löngum þótt langskemmtilegast að mæta bara í Týsheimilið. Spilaðar verða sem sagt 10 vikur, 8 bestu gilda, þátttökugjald verður kr. 5000,- Heyrst hefur að íris Sæm kennir Heimi á tippið, að Tottarar komi úr felum, að Huginsmenn dusta rykið af tippinu. - Fréttatilkynning i A_p 3f%.iai-M#i ^^isLiSÉt^Í í "" 3f i' ll wBfffr ; -*L H II 9m HHfJuA 1 ___________j KORFUBOLTASTRAKAR á lokahófi síðasta vor. gengi munu strákarnir í lO.flokki halda áfram keppni í A-riðli en þess- ir drengir eiga ennþá margt inni og munu væntanlega sýna það á næstu mótum. Stig IBV um helgina: Ingvi Rafn 43, Pálmi Geir 41, Hlynur 36, Alexander 32, Gulli 13, Elvar Geir 13, Blómi 6. 7. flokkur áfram í A-riðli Um helgina héldu ellefu hressir strákar úr 7.flokki til Grindavíkur til að keppa í A-riðli Islandsmótsins. Þessi flokkur hefur verið afar sig- ursæll og í flokknum leynast margir efnilegir körfuboltamenn. Fyrsti leikur Peyjana var gegn Islandsmeisturum Hauka en liðið var staðráðið í því að hefna fyrir úrslitin á síðasta tímabili þegar Haukar stálu af þeim íslandsmeistaratitlinum. Leikurinn var afar jafn og fór alla leið í framlengingu þar sem Eyjamenn reyndust sterkari og fóru með sigur af hólmi 34-32. Næsti leikur var gegn sterku liði gestgjafanna í Grindavík. Eyjamenn höfðu yfirhöndin frá byrjun og eftir þrjá leikhluta var staðan orðin 27-8. Eyjamenn kláruðu svo leikinn með ellefu stiga sigri 36-25. Daginn eftir léku Eyjamenn við KR sem hafði eins og IBV unnið báða sína leiki. Leikurinn var mjög jafn framan af en staðan í byrjun fjórða leikhluta var 28-30 fyrir KR. KR-ingar reyndust síðan sterkari á loka sprettinum og unnu 36-47. Síðasti leikur liðsins var síðan gegn Stjörnunni en sá leikur var einnig afar jafn og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokamínútunum þegar Stjörnumenn skoruðu fimm síðustu stig leiksins og fögnuðu sigri 28- 35. Strákarnir í 7.flokk munu halda áfram keppni í A-riðli en þeir eiga svo sannarlega heima á meðal þeirra bestu. Kynninq á fimleikakrökkum Nafn og aldur: Agnes Stefánsdóttir 9 ára. Nafn foreldra: Andrea og Stefán. Hversu lengi hefur þú æft: Ég hef æft í fimm ár. Uppáhaldsgrein: Trampólín og tvíslá. Leiðinlegast: Slá. Markmið í fímleikum: Ég ætla að komast í 1. þrep og keppa á Ólympíuleikum. Uppáhalds fimleikastjarna: Nastia Lukin. Hefur þú önnur áhugamál: Tónlist, dans og fótbolti. Nafn og aldur: Steiney Arna 11 ára Nafn foreldra: Sigurveig og Jarl. Hversu lengi hefur þú æft: Ég hef æft í sex ár. Uppáhaldsgrein: Plankar. Leiðinlegast: Slá. Markmið í fímleikum: Ég veit það ekki. Uppáhalds fimleikastjarna: Nastia Lukin. Hefur þú önnur áhugamál: Tónlist og margt fleira. I íþróttir íslandsmótið í skák: Eyjamenn efstir í 2. deild Taflfélag Vestmannaeyja leiðir 2. deildina eftir góðan árangur í fyrstu fjórum umferðum. Sveitin hafði 19 vinninga af 24 mögu- legum sem er mjög góður árangur. Björn Ivar Karlsson og Luis Galego sigruðu í öllum sínum skákum en Páll Agnar Þórarins- son sigraði í báðum sínum skákum. Árangur Björns ívars þykir þó standa upp úr en hann tefldi alltaf með svart og vann sínar skákir af miklu öryggi. Arangur liðsmanna: Luis Galego 4/4, Jan Johansson 2,5/4, Þorsteinn Þorsteinsson 3/4, Páll Agnar Þórarinsson 2/2, Sævar Bjarnason 2,5/4, Bjórn ívar Karlsson 4/4, Lárus Ari Knútsson 1/1, Einar Kr. Einarsson 0/1. Gunnar á spjöld sögunnar Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur skráð nafn sitt á spjöld sögunnar en hann er annar knattspyrnu- maðurinn sem hefur skorað í efstu deild í Danmörku, Syíþjóð, Noregi og að sjálfsögðu á íslandi. Gunnar náði þessum áfanga þegar hann skoraði sigurmark Esbjerg gegn AGF í dönsku úrvalsdeildin- ni. „Það var eins og við hefðum unnið bikarúrslitaleik í kvöld. Ég hef alltaf sagt að við ættum meira inni og við höfum ekkert verið síðri aðilinn í þessum síðustu leikjum og vonandi er þessi sigur bara byrjunin á einhverju stærra," sagði Gunnar Heiðar í samtalið við Morgunblaðið. Hermann á leið frá Portsmouth? Hermann Hreiðarsson mun að öllum lfkindum fara frá enska úrvalsdeildarliðinu Portsmouth þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Hermann hefur ekki fengið mörg tækifæri í vetur, hefur aðeins einu sinni verið í byrjunarliðinu og þrisvar komið inn á sem varamaður. „Eg hef alltaf verið byrjunarliðs- maður hjá þeim félögum sem ég hef verið hjá og ég er því óvanur þessari stöðu sem upp er komin og ég kann henni satt best að segja ekki vel. Ef heldur sem horfir mun ég klárlega skoða mín mál þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar og sjá til hvað verður í boði. Ég verð að gera það því ég vil spila fótbolta og hef ekki áhuga á því að vera bara einhver klappstýra," sagði Hermann í samtali við vefinn Vísi.is. Framundan Laugardagur 11. október Kl. 15.00Fjölnir-ÍBV, l.deild karla, handbolti. Kl. 16.00 ÍBV-HK 2. deild karla körfubolti. Kl. 17.00 ÍBV-Vfkingur 2. deild kvenna, handbolti.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.