Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Blaðsíða 16
FRÉTTIR Frétta- og auglýsingosími: 481-1300 / Fax 481-1293 «.¦ Sun Investments S.L FASTEIGNASALA A SPÁNI LINDA RÓS (0034) 646 930 757 lindarosg@hotmail.com www.suninvestmentsl.com HJÓNIN Heiðar Hinriksson og Gréta í bás Eyjavíkur á Sjávarútvegssýningunni. Mynd Þorgeir Baldursson. Þátttaka í Sjávarútvegs- sýningunni borgar sig -segir Gréta í Eyjavík sem hefði viljað sá fleiri frá Eyjum íslenska Sjávarútvegssýning var fyrst haldin árið 1984 og er orðin einn þekktasti viðburðurinn í heimi sjávarútvegsins. Þar má hverju sinni sjá allar helstu nýjungar á sviði sjáv- arútvegs - hvað varðar veiðar, vinnslu, pökkun, markaðssetningu og fleira. Þetta kemur fram á heimasíðu sýningarinnar sem haldin var í Fífunni í Kópavogi í síðustu viku. Eyjavík, sem m.a. flytur inn og selur franskan björgunar- og sjófatn- að, var eina fyrirtækið í Vest- mannaeyjum sem var með bás á sýningunni. Er þetta í annað skiptið og segir eigandinn að þátttaka í sýningunni margborgi sig. Tíu til fimmtán þúsund manns frá allt að 50 löndum hafa sótt Islensku sjávarútvegssýninguna í gegnum árin en nú er hún haldin á þriggja ára fresti. Flestir í Eyjum sem eitthvað tengjast sjávarútvegi hafa verið duglegir að mæta og var engin undantekning nú. Voru þeir áberandi allt frá því sýningin var opnuð á fimmtudags- morguninn þar til henni lauk síðdegis á laugardaginn. Það er eftir miklu að slægjast fyrir fólk í greininni því um 500 fyrirtæki frá 33 rikjum tóku þátt í sýningunni í ár. Og aðeins eitt frá Vestmannaeyjum sem vekur nokkra athygli ekki síst þegar rætt er við Grétu Hólmfríði Grétarsdóttur, eiganda Eyjavíkur sem er mjög ánægð með viðbrögðin. „Það gekk mjög vel hjá okkur, alveg ótrúlega vel," sagði Gréta þegar hún var spurð um árangurinn af þátttöku í sýningunni. Eyjavík kynnti björgunar- og sjóvinnufatnað frá franska fyrirtækinu Guy Cotten sem hefur reynst mjög vel. „Það var engin spurning um að gera þetta aftur eftir reynsluna frá 2005. Verst að það skyldu ekki vera fleiri frá Vestmannaeyjum en við vorum ein núna eins og sfðast." Gréta sagði skipta miklu að nú voru þau ekki að kynna vöruna í fyrsta skipti og gátu því verið meira í að selja. „Það skiptir miklu að komast í beint samband við sjó- mennina en ekki bara út- gerðarstjórana. Við fengum að kyn- nast því að varan hentar mjög vel íslenskum aðstæðum. Það komu sjó- menn til okkar sem sögðust hafa keypt buxur hjá okkur á sýningunni fyrir þremur árum og væru enn að nota þær." Gréta segir að þau selji orðið talsvert í gegnum netverslunina Eyjavik.is og því skipti þátttaka í Sjávarútvegssýningunni miklu máli. „Þarna hittum við sjómenn sem við hefðum annars þurft að eltast við um allt land. Það er líka ánægjulegt hvað margir litu við hjá okkur og fólk hafði orð á því hversu áhugaverður básinn okkar var." Það kostar talsvert að taka þátt í sýningunni en Gréta segir að kostn- aðurinn komi til með að skilað sér. Og hún saknar þess að hafa ekki séð fleiri fyrirtæki og stofnanir frá Vestmanneyjum, sem eru stærsti útgerðarstaður landsins, á sýning- unni. Má í því sambandi benda á að Seyðisfjörður og Fjallabyggð voru með bása sem eru mun minni sveitarfélög en Vestmannaeyjar. „Það var skemmtilegt að sjá básinn hjá Fjallabyggð þar sem margir aði- lar sýndu saman. Það hefði verið gaman að sjá t.d. Isfélagið, Vinnslustöðina, Eyjablikk, Geisla, Skipalyftuna, Vélsmiðjuna Þór og Vestmanneyjahöfn á sýningunni. Ég er viss um að það myndi borga sig fyrir Vestmannaeyjar í heild," sagði Gréta að lokum. Bankinn er opinn og þjónustar sína viðskiptavini eins verið hefur -Sparisjóðurinn er ekkert eyland í íslenskum fjármálaheimi, þegar brennur í kringum þig þá sviðnar þú, segir sparisjóðsstjóri Þegar rætt var við forstöðumenn Glitnis í Vestmannaeyjm og Spari- sjóðs Vestmannaeyja var ekki að sjá neinar breytingar á rekstrinum. „Við getum lítið annað sagt en að bankinn er opinn og þjónustar sína viðskiptavini eins og verið hefur, " sagði Ingi Sigurðsson, útibússtjóri Glitnis í Vestmannaeyjum þegar leitað var frétta hjá honum á miðvikudagsmorgun. Allt var með kyrrum kjörum í útibúinu og ekkert sem benti til þess að miklar sviptin- gar hefðu orðið á eignarhaldi bankans. „Það hefur verið staðfest við starfs- fólkið að það þurfi ekki að hafa áhyggjur af sínum störfum. Við sátum starfsmannafund í morgun en honum var sjónvarpað frá höfuð- stöðvum Glitnis á Kirkjusandi. Forstjóri Glitnis og formaður skila- nefndar sem hefur yfirtekið bankann sögðu að þar sem yfirtakan væru nýafstaðin gætu þeir lítið sagt til um stöðu mála. Ákveðin niðurstaða felst í því að rfkið hefur yfirtekið bankann til þess að vernda þá hagsmuni sem eru í húfi." Olafur Elísson, sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Vestmannaeyja segir erfitt að sjá fyrir hvaða áhrif atburðir síðustu daga hafi á sparisjóðinn. „Hlutirnir gerast mjóg hratt þessa dagana og ég get ómógulega sagt til um framtíðina. Það er hins vegar þannig að Sparisjóðurinn er ekkert eyland í íslenskum fjármálaheimi, þegar brennur í kringum þig þá sviðnar þú. Tíminn einn leiðir það hins vegar í ljós hvernig fjármála- fyrirtækjum í landinu reiðir af." Varðandi hinn daglega rekstur Sparisjóðsins segir Ólafur að ekkert bendi til þess að hann breytist. 4 4 ™ MN SUmBRFERÐ,R UPJ\BODÍB/MJk Eyjafréttír.is - frettír míllí Frétta VIKUTILB0Ð 9.-15. október 7up free n veré nú kr 89,-verð áéur kr 208,- 1 Toppur hinberja o,si verð nú kr 98,-veráódur kr 128,- w bII'—j Plastpokar., is vcré nú kr 328/-verá áiur kr 428,- i ^^Hl 127 /fe ^fc^ Álr^ H ~~^i LU Bastogne veri nú kr 199f- verd óáur kr 248,- Frón Kremkex m, vetó nú kr 188,- verð úáur kr 228,- Nóa rúsinuriso, verí nú kr 199,- verð ááur kr 298,- "^ jÆ " j. a Mors mini .so, verá nú kr 198,-verð áður kr 298,- SS saltkjöt blandað verð nú kr/kg /98,- verð óður kr/kg 988,- sisfr SS kindabjúgu verð nú kr 568,- verð áður kr 728,- Slótrið er komið! - 3 stk í kassa, 5 stk í kassa og 3 stk sax/sauni xtx

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.