Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2008, Síða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2008, Síða 1
Bílaverkstæðið BRAGGINN sf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35. árg. I 42. tbl. I Vestmannaeyjum 16. október 2008 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is í Betel, þar sem Guðsorð var boðað af meiri krafti en við eigum að venjast, hljómuðu í síðustu viku ljúfir tónar hljómsveitarinnar Mezzoforte. Hljómsveitin er að taka upp plötu í nýju hljóðveri í Eyjum, Island Studios, sem hljómsveitarmeðlimir segja að sé meðal þeirra bestu hér á landi og standist fyllilega samanburð við það besta sem þeir hafa kynnst erlendis. Þeir segja líka að rólegheitin í Eyjum hafi skilað sér í markvissari vinnu og vonandi betri tónlist. Einn daginn litu þeir upp frá tónlistarsköpuninni og reru til fiskjar og var aflinn á matseðlinum um kvöldið. A fimmtudagskvöldið héldu þeir eftirminnilega tónleika þar sem bæði þeir og gestir skemmtu sér konunglega. Aðgerðaráætlun vegna stöðu efnahagsmála samþykkt í bæjarráði: Traustar undirstöður og mann- auður gefa ástæðu til bjartsýni Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði um válega stöðu á fjármálamarkaði og áföll í hinu íslenska hagkerfi á fundi sínum á þriðjudaginn. Þar var ákveðið að bregðast við breyttum aðstæðum með aðgerðaáætlun í 15 liðum. Standa á vörð um velferð- arþjónustu í Vestmannaeyjum. Meðal þess sem gera á er að gjald- skrár á velferðarsviði verða ekki hækkaðar umfram vísitölu næstu sex mánuði, styrkir til íþróttafélaga auknir, leikskólagjöld verða lækkuð um níu til tíu prósent, gjaldskrá Frístundavers verður haldið fyrir neðan landsmeðaltal og niður- greiðslur vegna fæðisgjalda í grunnskóla verða auknar. I fundargerð segir að atburðir síð- ustu vikna og daga á fjármálamörk- uðum beri vott um þann mikla óstöðugleika sem einkennir alþjóð- leg fjármálakerfi um þessar mundir. Stórar fjármálastofnanir hafi fallið og ríkisstjómir setið á rökstólum um aðgerðir víða um heim. „Ríkisstjórn Islands leitar nú allra leiða til að takast á við þennan vanda. Vestmannaeyjabær fer ekki, frekar en önnur sveitarfélög, var- hluta af þeim viðsnúningi sem orðið hefur á efnahagslífi þjóðarinnar. Sex mánaða uppgjörið sýndi mörg jákvæð teikn en nú rúmum þremur mánuðum seinna er ljóst að víða verður um framúrkeyrslur að ræða,“ segir í fundargerðinni. Líka er bent á að eftir sem áður sé Vestmannaeyjabær vel rekinn og búi yfir miklum fjárhagslegum styrk. „Eiginfjárhlutfallið er hátt, skuld- setning er lítil og lausafjárstaðan er góð. I þeim þrengingum sem nú blasa við íslensku efnahagslífi kunna þetta að verða þeir þættir.sem skilja milli feigs og ófeigs." Bæjarráð fullvissar bæjarbúa um að sú mikla þjónusta, sem Vest- mannaeyjabær er þekktur fyrir, er til staðar og verður til staðar. „Vestmannaeyjabær er velrekið og sterkt sveitarfélag enda tekjur þess fyrst og fremst fengnar í gegnum öflugan sjávarútveg. Það ásamt eignasölu hefur búið til sterkan fjár- festingasjóð hjá bæjarfélaginu. Embættismenn hafa, í samvinnu við pólitíska fulltrúa, verið vaknir og sofnir í fjárstýringunni og þannig tekist að sigla milli skers og báru í umróti seinustu daga. Allir fjár- festingasjóðir Vestmannaeyjabæjar eru í dag varðir af Tryggingasjóði innistæðueigenda rétt eins og al- menn innlán sparifjáreigenda." Þótt yfirstandandi erfiðleikar nái til Vestmannaeyja eins og annarra bæjarfélaga þá minnir bæjarráð Vestmannaeyja á að sagan hefur kennt okkur að þegar harðnar á dalnum í borgarumhverfmu vænkast gjarnan hagur landsbyggðarinnar. Vestmannaeyingar tóku lítinn þátt í þenslu seinustu ára og því verður samdrátturinn hér minni. Traustar undirstöður í sjávarútvegi, rekstrar- lega sterkur bæjarsjóður og ómæld- ur mannauður gefa Eyjamönnum ástæðu til að vera bjartsýnir á fram- tíðina í Vestmannaeyjum. Við Eyjamenn þekkjum mikilvægi sam- stöðu og einingar á erfiðum tímum. Með slík vopn í hendi þarf ekki að óttast snarpa baráttu. „Þenslan náði aldrei til Vest- mannaeyja en þetta er búið að vera langt og mikið partý þar sem jafnvel þeir sem ekki drukku eru þunnir í dag,“ sagði Páll Scheving, oddviti minnihluta bæjarstjómar þegar hann var beðinn um að bera saman stöð- una hér og í Reykjavík. I bæjarráði kom líka fram að lán með uppgreiðslurétti hafa verið greidd upp og náðst hafa samningar um greiðslu á lánum upp á 94.025.403 kr. á vöxtum frá 6% til 8,20% Þá vildi bæjarráð nota tækifærið og hrósa starfsmönnum fyrir öfluga og vel lukkaða fjárstýringu á viðsjár- verðum tímum. Sjá nánar á bls. 2. Ásgeir bestur frá upphafi Asgeir Sigurvinsson var í vikunni valinn besti knattspyrnumaður íslands. Það var Stöð 2 Sport sem stóð fyrir valinu en fyrr á þessu ári stóð sjónvarpsstöðin að gerð þátta um tíu bestu knattspyrnumenn þjóðarinnar. Ur þeirra hópi var svo valinn besti knattspyrnu- maður íslands frá upphafi en lesendur Vísis.is gátu kosið auk þess sem sérstök valnefnd hafði ákveðið vægi í valinu. Asgeir á að baki glæstan feril, fór aðeins 17 ára gamall til belg- íska liðsins Standard Liege og var þar í átta tímabil. Þaðan fór hann til Bayem Munchen en stoppaði stutt áður en hann gekk í raðir Stuttgart. Þar náði Ásgeir hátindi ferils síns þegar hann varð þýskur meistari með liðinu 1984 og var auk þess valinn leikmaður ársins í þýsku deildinni af leikmönnum deildarinnar. Þá varð hann 13. í vali á besta leikmanni heims það ár og var valinn íþróttamaður ársins á Is- landi. Ásgeir lagði svo skóna á hilluna árið 1990 en er enn álitinn einn besti leikmaður Stuttgart frá upphafi. Árétting frá Heilbrigðis- stofnun Vm Vegna frétta síðustu daga af mis- tökum vegna hjartaþræðingar Elliða Vignissonar, í sjónvarpi og prent- og netmiðlum vill Heil- brigðisstofnunin Vestmannaeyjum koma eftirfarandi á framfæri: Mistökin með merkingu sýna voru gerð á Rannsóknastofu Landspítalans, sem ollu því að rangar upplýsingar bárust læknum hér við stofnunina. Allur fram- gangur starfsfólks við HSV var í samræmi við þær upplýsingar sem það hafði undir höndum. Þessi árétting er gerð vegna þess að starfsfólki HSV hefur undan- farna daga verið legið á hálsi fyrir þessi mistök sem það á engan þátt í. Þvert á móti gegndi það störfum sínum óaðfinnanlega og veitti bestu þjónustu sem möguleiki var á. Að öðru leyti munum við ekki tjá okkur frekar um þetta mál enda bundin þagnarskyldu um allt sem að því snýr að undanskildu því sem aðilar sjálfir hafa kosið að fara með í fjölmiðla. Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum, Gunnar K. Gunnarsson. Sjá bls. 2. SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA VÉLA- OG BÍLAVIÐGERÐIR netáhamar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI <3F* ÞJÓNUSTUAÐILI rOYOTA í EYJUM / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI...! FLATIR 21 / S. 481-1216 / GSM. 864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.