Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2008, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 16. október 2008 Eyjamaðar vikunnar: Viljum marka okkur sess 'M Sigurdur Vilhelmsson er Eyjamaður vikunnar Úr bloggheimum: Reynslumiklir menn og uppsagnir! Ég sá viðtal við útgerðarmann sem hafði orðið fyrir því að báturinn hans sökk í höfn- inni. Astæðan var sú að vélstjórinn, sem var nokkuð nýr í faginu, hafði gleymt að loka fyrir botnloka. Þannig komst sjór inní vélarrúmið og endaði báturinn því á botninum. En fréttamaðurinn spurði útgerðarmanninn hvort hann myndi ekki segja vélstjóranum upp? En þá svaraði útgerðar- maðurinn: „Nei, alls ekki, nú hefur hann lært það sem hann mun aldrei gleyma og ég hef því betri vélstjóra en áður.“ Þessi afstaða er mér hugleikin vegna allra þeirra sem hafa misst stöðuna, vinnuna eða eignarhluta í þessari orrahríð sem nú gengur yfir. Allt þetta fólk með slíka reynslu er mikill fjársjóður ef það aðeins fær að nýtast á komandi mánuðum og árum. Þegar menn heimta Davíð í burtu og skipta út stjórnum banka eða henda bankastjórum út þá erum við að missa frá okkur „vélstjóra með reynslu"! Meira á http.V/snorribetel. blog. is Já það eru erfiðir tímar framundan Er viss um að það er gaman að sitja núna samninga- fundi með leik- mönnum, er ansi hræddur um að leikmenn verði að skoða sinn hug verulega áður en þeir setjast niður með liðunum og ég er hræddur um að leikmenn sem fyrir nokkrum vikum höfnuðu kannski ágætis tilboðum frá sínum liðum, sjái ekki svoleiðis tilboð aftur á sínu borði. Það var svo sem alveg kominn tími á að stokka upp launamál leik- manna á íslandi en það hefði alveg mátt gerast við aðrar kringum- stæður, hugsa að flestir séu sam- mála um það - nú taka menn kannski bara upp alhliða bónuskerfi við leikmenn en ráðast af fullum þunga á fastar greiðslur til handa leikmönnum. Meira á http.V/fosterinn. blog. is Til að læra af krúnur. I ['.-túi sani;i fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650 krónur. Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500 kall eftir. Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa Thule-bjór fyrir einu ári síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því. Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að drekka stíft og endurvinna! httpV/georg. blog. is Sögusetur 1627 stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um helgina. Viðfangsefni ráðstefnunnar er annars vegar stofnun og starfræksla söguseturs í kringum Tyrkjaránið og hins vegar að skapa íslenskri þekkingu og rannsóknum á þessum merka atburði, stað í alþjóðlegri umræðu um sambærileg rann- sóknarefni. Mikið hefur mætt á stjórnarmönnum félagsins við skipulagninguna. Sigurður E. Vilhelmsson, formaður félagsins, er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Sigurður E. Vilhelmsson. Fæðingardagur: 29. maí 1971. Fæðingarstaður: Reykjavík. Fjölskylda: Konan mín, hún Eygló og dæturnar Hrafnhildur Osk og Snæfríður Unnur. Draumabíllinn: Rafmagnsbíll sem ég get stungið í samband á kvöldin. Uppáhaidsmatur: Eitthvað ind- verskt úr eldhúsinu heima. Versti matur: Sennilega hamborg- aramir sem ég fékk á skyndibita- stað í Austur-Berlín sumarið 1990. Þeir voru vondir! Uppáhalds vefsíða: eyjan.is Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Hressilegt rokk og ról úr mínum aldursflokki. Aðaláhugamál: Tyrkjaránið í augnablikinu en lúðrasveitin og íjölskyldan eru ekki langt undan. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Charles Darwin. Fallcgasti staður sem þú hefur Ég vil þakka Sigrúnu fyrir að bcnda á mig. Þessa rétti sem ég deili með ykkur hef ég prufu- keyrt í saumó við góðar undir- tektir og þeir eru einfaldir og góðir. Kjúklinyaspjót -sem bragð er að Ifyrir 41 800 gr kjúklingalundir eða bringur, skornar í bita. Kryddlögur 1 dl ólífuolía Vi dl Caramba grillolía frá CajP’s 1 sítróna 4 hvítlauksrif 1 msk rauður chilli, ég nota ferskan en það má líka nota þurrkaðan chillipipar Sjávarsalt úr kvörn Pressið hvítlauksrif og rífið allan börkinn af sítrónunni. Setjið í stóra skál ásamt öllum safanum úr sítrón- unni, ólívuolíu, Caramba grillolí- unni, chilli og salti eftir smekk. Leggið kjúklinginn í blönduna og veltið honum upp úr henni. Hyljið og setjið í kæli í minnst 4 tíma. Hitið grillið vel og berið olíu á grindina. Þræðið kjúklingabitana á grillspjót og grillið við mikinn hita komið á: Heimaey. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Félagið er ÍBV, en það er erfitt að gera upp á milli allra snillinganna sem ég kenni. Ertu hjátrúarfullur: Nei. Stundar þú einhverja íþrótt: Hressó. Uppáhaldssjónvarpsefni: í augnablikinu er það Kitchen Nightmares. Hefur ekki tekið mikinn tíma að undirbúa alþjóðlega ráðstefnu: Þetta hefur verið heilmikið puð, sérstaklega núna á síðustu metrunum. En þetta er skemmtilegt puð með skemmtilegu fólki svo ég kvarta ekki. í 6-10 mínútur og snúið reglulega við á meðan. Berið fram með limebátum, soðnum hrísgrjónum og t.d grilluðu grænmeti. Sjálfsagt er að prófa þennan krydd- lög fyrir annað kjöt eins og t.d. lamb og grís. Ofur einfalt Eplapie - í eftirrétt 200 gr sykur 200 gr smjör 200 gr hveiti Nokkur græn epli Kanilsykur Hvað telur þú að komi út úr þessu starti: Ráðstefnan verður mikilvæg fyrir okkur til að marka okkur sess í alþjóðlega fræða- heiminum, en ekki síður til læra af reynslu annarra við uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu. Hvernig sérð þú framtíð Söguseturs- 1627: Við vonum að Sögusetrið verði fljótlega orðið órjúfanlegur hluti þeirrar upplifunar að koma til Vestmannaeyja. Þá stefnum við að því að ekki líði á löngu þar til enginn geti verið þekktur fyrir að heimsækja Eyjar án þess að upplifa sögusýningu okkar og jafnvel að einhverjir komi hingað gagngert til að sjá hana. Smyrjið eldfast mót, sneiðið epli og leggið í botninn og kanilsykri stráð yfir. Sykri, smjöri og hveiti blandað saman og mulið yfir eplin. Skellt í ofn við 180 gráður þar til þetta er orðið gulllitað og mallandi. Berið fram með ís eða rjóma. Þá hefur saumaklúbburinn okkar allur komið hérfram með góða og girnilega rétti svo að ég bendi nú á Helgu Henríettu, síðust en ekki síst í saumaklúbbnum og get ég lofað að hún er algjör snillingur í eld- húsinu. fi döfinni: Stefnir í glæsilegt Verslunarmannaball Það stefnir allt í glæsilegt Verslunarmannaball en ballið verður haldið í Höllinni 1. nóvembernæstkomandi. Eins og kemur fram í fréttatilkynningu hér að neðan má búast við frábærri skemmtun enda mun leikkonan Helga Braga sjá um veislustjórn. Þá mun Jóhannes eftirherma einnig mæta með vinum sínum. Helga Braga mun sjá um veislustjóm og einnig mun hún koma með eitthvað af sínum týpum sem em ógleyman- legar eins og Gyðu Sól. Jóhannes grínari kemur með Guðna Agústs og fleiri karaktera. Sæþór Vídó og Co. taka Villa Vill lög. Guðrún og Gréta verða með látbragðs- leiki og töfrabrögð eftir happdrættið. Von er á dvergum frá Kananda sem munu leika listir sýnar á þríhjólum og á snjóþotum. Heyrst hefur að Viktor rakari muni kynna nýja herralínu í rakspírum. Éinsi Kaldi mun að sjálfsögðu sjá um glæsilegt hlaðborð að hætti Eyjaskeggja og verslunarmanna. Matur/skemmtun/ball 6600 kr. Ball eftir miðnætti 2500 kr. Miða og borðapantanir hjá Guðrúnu hjá VR í síma 510- 1700 og hjá Grétu í Eyjavík í síma 481-1511 eða í Höllinni á skrifstofutíma í síma 481-2675. Gréta og Guðrún á Verslunarballinu 2007. Matgazðingur vikunnar: Prufukeyrðir saumaklúbbsréttir Agnes Guðlaugsdóttir er matgœðingur vikunnar Kirkjur bazjarins: Landakirkja Fimmtudagur 16. október Kl. 10.00. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Kl. 14.30. Helgistund á Sjúkra- húsinu, dagstofu 2. hæð. Sr. Asa Björk Olafsdóttir, héraðsprestur, þjónar í afleysingum þennan dag. Kl. 20.00. Vinir í bata, framhalds- námskeið fyrir þá sem lokið hafa 12 spora vinnu áður. Umsjón Kristín Oskarsdóttir. Kl. 20.00. Kór Landakirkju, æfing. Kl. 20.00. Opið hús hjá Æsku- lýðsfélagi Landakirkju-KFUM&K í KFUM&K húsinu. Föstudagur 17. október Kl. 13.00. Æfing hjá Litlum lærisveinum, yngri hópur. Kl. 14.00. Æfing hjá Litlum lærisveinum, eldri hópur. Kl. 16.00. Setning ráðstefnu 1627 - söguseturs í Safnaðarheimilinu. Sunnudagur 19. október Kl. 11.00. Barnaguðsþjónusta með söng og leik og fjársjóðskistu kristinnar trúar. Kirkjuprakkarar (6- 8 ára) starfið byrjar á sama tíma og heldur áfram í Fræðslustofu. Kl. 14.00. Guðsþjónusta. Afhending á nýjum hökli, sem er minningargjöf um sr. Jóhann Hlíðar. Menningardagur í kirkjum Kjalamessprófastsdæmis: Sýning á skrúða og búnaði Landakirkju og Stafkirkju. Fermingarböm lesa lestra. Kór Landakirkju syngur. Sr. Kristján Bjömsson. Kaffi í Safnaðarheimilinu við opnun sýningarinnar eftir messu. Kl. 15.30. NTT - kirkjustarf 9-10 ára krakka. Kl. 17.00. ETT - kirkjustarf 11 - 12 ára krakka. Kl. 20.00. Fundur í Æskulýðsfélagi Landakirkju-KFUM&K. Mánudagur 20. október Kl. 16.00. Kirkjustarf fatlaðra, yngri hópur. Kl. 17.00. Kirkjustarf fatlaðra, eldri hópur. Kl. 19.30. Vinir í bata, 12 spora andlegt ferðalag. Fundirnir eru núna lokaðir fyrir sporahópana. Kl. 20.00. Vinnufundur hjá Kvenfélagi Landakirkju. Þriðjudagur 21. október Kl. 14.30. Fermingarfræðsla. Kl. 20.00. Fundur í æskulýðsfélag- inu í KFUM&K heimilinu. Miðvikudagur 22. október Kl. 13.00, 13.45 og 14.30. Fermingarfræðsla í fræðslustofunni. Fimmtudagur 23. október Kl. 20.00. Biblíulestur og fræðsla. Fyrsti fundur haustins. Allir velkomnir. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 16. október Kl: 20.30 Bænaganga, göngum til sigurs. Laugardagur 18. október Kl. 20.30 Bænastund, biðjum Guð um lausn í dag, bæn réttláts manns megnar mikið. Sunnudagur 19. október Kl. 13.00 Vakningarsamkoma, Royal Rangers skátastarf verða gestir og taka þátt með okkur. ALLIR hjartanlega velkomnir. Aðventkirkjan Laugardagur Kl. 10.00 Biblíurannsókn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.